Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 48
Símaklefinn er þétt og snaggaraleg
spennumynd með frumlegri fléttu.
Andardráttur (Respiro)
Mynd sem er sterk, falleg, tilgerðarlaus og
nánast lifir eigin lífi, eins og hefðin er þegar
best tekst til í evrópskri kvikmyndagerð.
(H.L.) Háskólabíó.
Matrix endurhlaðið
(The Matrix Reloaded)
Á heildina litið er Matrix endurhlaðið langt frá
því að vera jafnheilsteypt, öguð og hugvekj-
andi og forverinn. (H.J.) Sambíóin.
Einkenni (Identity)
Unnið er skemmtilega með hrollvekjuhefð-
ina í þessari snjöllu kvikmynd með þeim
John Cusack, Ray Liotta og Amöndu Peet í
aðalhlutverkum. Ómissandi fyrir aðdáendur
spennutrylla og frumlegra sögufléttna.
(H.J.) Regnboginn.
Didda og dauði kötturinn
Didda er 9 ára gömul Keflavíkurmær sem
gengur á milli bols og höfuðs á glæpalýð í
Bítlabænum. Góður leikur, hollt, gott og
gamaldags barnagaman. (S.V.) Sambíóin.
Símaklefinn (Phone Booth)
Óvenjuleg spennumynd sem gerist í af-
mörkuðu rúmi símaklefans en fjallar undir
niðri um falska öryggiskennd, og næfur-
þunna grímu yfirborðsmennskunnar. (S.V.)
Smárabíó, Regnboginn.
Nói albínói
Frumleg og vel gerð mynd í alla staði sem
gerist í einangruðu sjávarþorpi þar sem
óvenjulegur uppreisnarmaður á í stríði við
menn og máttarvöld. Magnað byrjandaverk.
Nú sýnd með enskum texta. (S.V.) Háskólabíó.
Dökkblár (Dark Blue)
Spilling í lögregluliði Los Angeles-borgar er
slitið efni og fátt nýtt undir sólinni í annars
laglega gerðri hasarmynd með Kurt Russell
í fjórhjóladrifinu. (S.V.) ½
Háskólabíó, Sambíóin.
Kunningjar mínir
(People I Know)
Býsna áhugaverð mynd um „PR-bisnissinn“
en handritið tæpast nógu gott. Kim Bas-
inger sýnir hárfínan og dempaðan leik.
(H.L.) ½
Laugarásbíó.
Ungi njósnarinn
(Agent Cody Banks)
Fyrir foreldra er Ungi spæjarinn alls ekki
með því verra sem þeir sitja yfir, og fyrir
unga krakka, 8–14 ára, er myndin bara
besta skemmtun. (H.L.) Regnboginn.
Allt að verða vitlaust
(Bringing Down the House)
Klaufaleg gamanmynd þar sem tilraunir til
að stefna saman ólíkum menningarheim-
um reynast innantómar. Leikararnir Steve
Martin, Queen Latifah og Eugene Levy
standa sig þó vel. (H.J.) Sambíóin.
Hollywood endir
(Hollywood Ending)
Þunnur þrettándi. Auðvitað bráðfyndin af
og til, en oft á tíðum illa leikin, skotin á
Hollywood eru fá og aum og endurtekning-
arsöm. (H.L.) Háskólabíó
Jói enski (Johnny English)
Atkinson skemmtilegur að vanda í Clous-
eau-stellingum í Bond-gríni sem skortir
lokafínpússningu. (S.V.) Sambíóin, Háskólabíó.
Heimskur, heimskarari:
Þegar Harry hitti Lloyd
(Dumb and Dumberer:
When Harry Met Lloyd)
Hefur litlu við upprunalegu gamanmyndina
að bæta og sögufléttan sem spunnin er í
kringum bernskubrek þeirra félaga er rýr og
óáhugaverð. (H.J.) Laugarásbó, Smárabíó, Regnboginn,
Borgarbíó Akureyri.
Kengúru-Kalli
(Kangaroo Jack)
Eins brandara, fjölskylduvæn Bruckheimer-
mynd um þjófótta kengúru og tvo hrak-
fallabálka. Fyrir smáfólkið. (S.V.) Sambíóin.
Lizzie McGuire
(The Lizzie McGuire Movie)
Afskaplega stöðluð, klippt og skorin ung-
lingamynd, uppfull af tískudýrkun. Leikkon-
an Duff býr þó yfir nægum sjarma til að
halda myndinni uppi. (H.J.) Sambíóin.
Reiðistjórnun
(Anger Management)
Sandler kominn í gamla góða formið. Gamli
góði Nicholson hins vegar víðsfjarri í
hugmyndasnauðri en ágætis dægrastytt-
ingu.(H.L.) Smárabíó.
Englar Kalla gefa í botn
(Charlie’s Angels: Full
Throttle)
Kvenhetjur sem virðast ekki vera annars
megnugar en að geta sparkað hátt þrátt fyr-
ir að vera í mjög þröngum buxum.
(H.J.) Smárabíó, Laugarásbíó, Regnboginn,
Borgarbíó Akureyri og Sambíóin Keflavík
Of fljót og fífldjörf
(2 Fast 2 Furious)
Tíðar gírskiptingar og túrbóstillingar virðast
eiga að skapa tilfinningu fyrir hraða og
spennu en þetta verður fljótt leiðigjarnt. Eft-
ir situr aðeins pirringur í garð þeirrar van-
vitalegu ranghugmyndar sem liggur mynd-
inni til grundvallar, þ.e. að bílar séu
leikföng. (H.J.) Sambíóin, Háskólabíó.
Töfrabúðingurinn
Byggð á gömlu áströlsku ævintýri, ekkert
stórkostlegt listaverk, hún er lítil og bara
ansi lífleg og hjartnæm teiknimynd. (H.L.)
Smárabíó.
BÍÓIN Í BORGINNI
Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir
Meistaraverk Ómissandi Miðjumoð Tímasóun 0 Botninn
FÓLK Í FRÉTTUM
48 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Sambíóin Kringlunni frumsýna kvikmynd-
ina Jet Lag (Dægurvilla). Leikstjórn:
Danièle Thompson. Aðalhlutverk: Jul-
iette Binoche og Jean Reno.
ÞETTA er einn af þeim dögum
þar sem allt virðist ganga á aftur-
fótunum. Á Charles de Gaulle-flug-
vellinum í
París eru
tölvurnar bil-
aðar, veðrið
er vont og
flugvallar-
starfsmenn
eru í verk-
falli.
Felix og
Rose eru á
meðal þeirra
sem eru
strandaglópar
á flugvellinum.
Rose, sem er
förðunarfræðingur, finnst líf sitt
vera misheppnað og felur angist
sína á bak við þykkt lag af farða.
Hún er að flýja fyrrverandi kær-
asta sinn og hefur keypt sér ódýran
flugmiða til Mexíkó.
Felix er viðskiptajöfur sem hefur
grætt fúlgu á því að selja frosnar
matvörur í Bandaríkjunum. Hann
er við það að fá taugáfall en vill ekki
viðurkenna það. Hann er á leið til
München í leit að konunni sem
hann heldur sig elska. Felix ferðast
á fyrsta farrými.
Hún er málgefin og áberandi.
Hann er hlédrægur og fámáll. Þau
eru algerar andstæður og alls ekki
undir það búin að hitta hvort annað.
Meg Ryan, sem lék m.a. í kvik-
myndunum When Harry Met Sally
og Sleepless in Seattle, sagði eitt
sinn: „Allir vita hvernig rómantísk-
ar gamanmyndir enda, það sem
skiptir máli er ferðalagið.“ Hið
kostulegasta ferðalag virðist vera í
uppsiglingu hjá Felix og Rose, en
leikstjóri myndarinnar, Danièle
Thompson, segir: „Í myndinni
halda Rose og Felix í ferðalag, jafn-
vel þó að vélar þeirra fari ekki á
loft.“
Kostulegt ferðalag
Eiga farði og
frosnar matvörur
vel saman?
SHARON Stone sleikir sárin eftir
skilnaðinn við eiginmanninn Phil
Bronstein í örmum leikarans Adr-
iens Brodys. Hann hlaut Ósk-
arsverðlaunin í
ár fyrir frammi-
stöðu sína í Pían-
istanum og
stendur á þrí-
tugu en hún er
45 ára gömul.
Sást til þeirra
saman í góðu yf-
irlæti á hóteli
nokkru í Hollywood en tvennum
sögum fer þó af eðli sambandsins,
sumir segja það eldheitt ástarsam-
band á meðan aðrir vilja meina að
þau séu bara góðir vinir … Liam
Gallagher er tilbúinn til að yf-
irgefa fósturjörð sína og flytjast
búferlum til Kanada. Ástæðan er
sú að hann er orðinn langþreyttur á
ágangi blaðasnápanna. Þetta full-
yrðir unnusta hans og barnsmóðir,
Nicole Appleton, sem er af kan-
adísku bergi brotin. Segir hún karl
sinn hafa róast stórlega upp á síð-
kastið, hugnist fjölskyldulífið æ
betur og sé tilbúinn að finna sínum
nánustu öruggari samastað …
Heimildir herma að Eminem sé bú-
inn að velja gömul og sígild lög til
að klæða í nýjan búning og gera að
sínum á næstu plötu. Þar á meðal á
hann að hafa gert „Moon River“
eftir Andy Williams að sínu, einnig
„Puff the Magic Dragon“ sem Pet-
er, Paul og Mary gerðu vinsælt og
„That’s Amore“, standardinn hans
Deans Martins. Eiga þessi lög að
vera vísbending um að Eminem
ætli sér að reyna að mýkja ímynd
sína og sýna um leið hversu víð-
sýnn hann sé …
FÓLK Ífréttum
BORGARSKJALASAFN REYKJAVÍKUR
www.rvk.is/borgarskjalasafn
Sími 563 1770
Hver var Lárus?
Sýning um Lárus Sigurbjörnsson,
skjala- og minjavörð Reykjavíkurbæjar
1954-1968 á 3. hæð, Tryggvagötu 15.
Opin alla virka daga kl. 10-16.
Aðgangur ókeypis.
Minjasafn Reykjavíkur
Árbæjarsafn - Viðey
www.arbaejarsafn.is. Sími 577 1111
Tónleikar laugardag
Íslenski safnadagurinn sunnudag
Söguganga um Þingholtin kl. 14
Saga Reykjavíkur:
Bókakynning og leiðsögn kl. 13-17
Ljúffengar veitingar í Dillonshúsi
Viðey:
Fjölskyldudagur sunnudag
Ganga þriðjudag kl. 19.30
Minjasafn Orkuveitunnar
í Elliðaárdal (gegnt gömlu rafstöðinni)
er opið kl. 13-17 alla daga
nema mánudaga
og eftir samkomulagi
í síma 567 9000.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
www.ljosmyndasafnreykjavikur.is
Frumefnin Fimm -
Ferðadagbækur Claire Xuan
24. maí - 1. sept. 2003.
Tekið er á móti hópum eftir samkomulagi,
nánari upplýsingar í síma 563 1790.
Afgreiðsla og skrifstofa opin virka daga
frá 10-16. Opnunartími sýninga virka daga
12-19 og 13-17 um helgar.
Aðgangur ókeypis.
www.listasafnreykjavikur.is
sími 590 1200
HAFNARHÚS, 10-17
Smekkleysa í 16 ár, Alþjóðleg
samtímalist á Íslandi, Erró - Stríð
Leiðsögn alla sunnud. kl. 15.00
KJARVALSSTAÐIR, 10-17
Íslensk samtímaljósmyndun,
Kjarval
Leiðsögn alla sunnud. kl. 15.00
ÁSMUNDARSAFN, 10-16
Ásmundur Sveinsson - Nútímamaðurinn
Menningarmiðstöðin Gerðuberg.
Sími 575 7700. Gerðubergi 3-5, 111 Rvík
Lokað vegna sumarleyfa starfsmanna.
Opnum aftur 12. ágúst.
Fjölbreytt dagskrá framundan.
www.gerduberg.is
s. 563 1717
Bókmenntaganga
Vegvísir um Reykjavík
Bæklingur um Reykjavík í bókmenntum.
Fæst í Borgarbókasafni.
www.borgarbokasafn.is
8. SÝNING FÖSTUDAG 11/7 - KL. 20 UPPSELT
9. SÝNING LAUGARDAG 12/7 - KL. 15 UPPSELT
10. SÝNING LAUGARDAG 12/7 - KL. 20 UPPSELT
11. SÝNING MIÐVIKUDAG 16/7 - KL. 20 AUKASÝNING UPPSELT
12. SÝNING FIMMTUDAG 17/7 - KL. 20 UPPSELT
13. SÝNING FÖSTUDAG 18/7 - KL. 20 UPPSELT
14. SÝNING LAUGARDAG 19/7 - KL. 18 UPPSELT
15. SÝNING SUNNUDAG 20/7 KL. 17 AUKASÝNING ÖRFÁ SÆTI LAUS
16. SÝNING MIÐVIKUDAG 23/7 - KL. 20 UPPSELT
17. SÝNING FIMMTUDAG 24/7 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS
ATHUGIÐ ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA !
Sumarkvöld við orgelið
12. júlí kl. 12:
Roger Sayer orgel.
13. júlí kl. 20:
Roger Sayer leikur verk m.a.
eftir Elgar, Franck og Widor.