Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Caronia kemur og fer í dag. Mánafoss fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Orlik og Haukur koma í dag, Rán fer í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Bingó í dag kl. 14. Árskógar 4. Smíða- stofan er lokuð til 11. ágúst. Handa- vinnustofan er lokuð vegna sumarleyfa. Púttvöllur opinn mánu- dag til föstudags kl. 9– 16.30. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 12.30 bað, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 frjálst að spila í sal. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 að- stoð við böðun, hár- greiðslustofan opin. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9–12 applikering, kl. 10–13 opin verslunin. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9.30 gönguhópur, allir vel- komnir, kl. 9–12 bað, kl. 9–16 opin vinnustofa. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8. bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 „opið hús“spilað á spil. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Skrifstofan er lokuð frá og með 30. júní til 6. ágúst. Viðvera í Gjá- bakka fellur niður á sama tíma. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Billjard kl. 13.30, brids kl 13, púttæfingar á Hrafn- istuvelli kl 14–16. Púttmót við Púttklúbb Hrafnistu á þriðjudag- inn 15. júlí, mæting kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Útvarp Saga 94,3 þáttur um málefni eldri borgara. S. 588 2111. Gerðuberg, félagsstarf. Lokað vegna sum- arleyfa til 12. ágúst. Sund og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug á mánudögum, mið- vikudögum og föstu- dögum kl. 9.30. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, leiðbeinandi á staðn- um kl. 9.30–16. Kl. 13.15 brids, kl. 20.30 fé- lagsvist. Gullsmári, Gullsmára 13. Lokað vegna sum- arleyfa til 5. ágúst. Hárgreiðuslustofan og fótaaðgerðarstofan verða opnar. Hraunbær 105. Kl. 9 baðþjónusta, fótaað- gerð og hárgreiðsla, kl. 10 pútt. Hvassaleiti 58–60. Hársnyrting fótaað- gerðir. Norðurbrún 1. Kl. 9– 17, hárgreiðsla. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 handavinna, kl. 13.30– 14.30. Sungið við flyg- ilinn, kl. 14.30–16 dans- að í aðalsal. Vitatorg. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerð, kl. 13.30 bingó. FEBK. Brids spilað kl. 13.15 í Gjábakka. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laug- ardögum. Minningarkort Heilavernd. Minning- arkort fást á eft- irtöldum stöðum: í síma 588-9220 (gíró) Holts- apóteki, Vesturbæj- arapóteki, Hafnarfjarð- arapóteki, Keflavíkurapóteki og hjá Gunnhildi Elías- dóttur, Ísafirði. Minningarkort Park- insonsamtakanna á Ís- landi eru afgreidd á skrifstofutími í síma 552-4440 frá kl. 11–15. Kortin má einnig panta á vefslóðinni: http:// www.parkinson.is/ sam_minning- arkort.asp Minningarkort Sam- taka sykursjúkra fást á skrifstofu samtakanna Tryggvagötu 26, Reykjavík. Opið virka daga frá kl. 9–13, s. 562- 5605, bréfsími 562- 5715. Minningarkort Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar (K.H.), er hægt að fá í Bókabúð Böðvars, Reykjavík- urvegi 64, 220 Hafn- arfirði s. 565-1630 og á skrifstofu K.H., Suð- urgötu 44, II. hæð, sími á skrifstofu 544-5959. Krabbameinsfélagið. Minningarkort félags- ins eru afgreidd í síma 540 1990 og á skrifstof- unni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upp- lýsingar í tölvupósti (minning@krabb.is). Í dag er föstudagur 11. júlí, 192. dagur ársins 2003. Benedikts- messa á sumri. Orð dagsins: En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yð- ur á allt það, sem ég hef sagt yður. (Jóh. 14, 25.)     Andrés Magnússonblaðamaður brá sér til Grænlands um dag- inn. Það varð honum til- efni til að skrifa um sam- göngur á Íslandi og gerð Héðinsfjarðarganga fyrir norðan. „Göngin eiga að liggja í gegnum tvö fjöll og um botn Héðins- fjarðar og tengja saman Siglufjörð og Ólafsfjörð. Herlegheitin eiga að kosta 6,2 milljarða króna, en á Siglufirði búa um 1.500 manns og á Ólafsfirði um 1.000 manns. Samtals eru íbú- ar svæðisins því um 2.500, sem þýðir að kostnaður við göngin á hvern íbúa hefði að minnsta kosti verið um 2,5 milljónir króna og kostnaður á fjögurra manna fjölskyldu þar með um 10 milljónir króna.“     Hann segir að gönginmuni raunar nýtast Siglfirðingum mest. „[E]f kostnaðinum er ein- göngu deilt niður á þá verður hann rúmar 4 milljónir króna á nef hvert, eða ríflega 16 milljónir króna á hverja fjögurra manna fjöl- skyldu. Væri þá ekki ein- faldara og ódýrara að gefa hverri fjölskyldu sérstaklega búinn glæsi- jeppa? Þeir hjá Arctic Trucks í Kópavogi hafa farið á Suðurheimskautið á jeppunum sínum og slíkir ofurjeppar hljóta að duga Siglfirðingum.“     Andrés setur þetta íannað samhengi og ber þessar framkvæmdir fyrir norðan við sam- gönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Ef kostnaður á hvern íbúa væri jafn mikill væri hægt að ráðast í fram- kvæmdir fyrir 450 millj- arða króna. „Og þegar menn eru farnir að tala um aura af þeirri stærð- argráðu fer rugl eins og neðanjarðarlestarkerfi eða ofurleiðarabraut til Keflavíkur allt í einu að meika sens. Og af hverju að hætta þar? Af hverju skyldu Íslendingar ekki hleypa eigin geim- ferðaáætlun af stokk- unum? Ég gáði að því á Netinu í gærkvöldi og hvert flug geimskutl- unnar kostar ekki nema um 46 milljarða króna, þannig að með sömu kostnaðarréttlætingu og menn hafa í flimtingum vegna Héðinsfjarð- arganga gæti höfuðborg- arsvæðið eitt sent geim- skutluna í tíu ferðir. Og mér skilst að það sé hægt að fá miklu betri díla bæði hjá Kínverjum og Rússum. Eða eiga ekki allir fjórar millj- ónir, sem þeir eru stein- hættir að nota?     Það getur verið að Sigl- firðingar séu svekktir yf- ir frestun ganga- gerðarinnar, en ég er satt að segja enn meira fúll yfir þeim degi þegar lagt verður í hana. Ég er byrjaður að finna til í veskinu,“ segir Andrés Magnússon. STAKSTEINAR Samgöngur í ógöngum Víkverji skrifar... VÍKVERJI kom akandi til borg-arinnar eftir ferðalag um Suður- land á dögunum og á Suðurlandsvegi, skammt neðan Rauðavatns, voru ein- hverjar framkvæmdir við veginn. Þar ók Víkverji fram á skilti, þar sem stóð „vinnusvæði lokið“. Ósjálfrátt velti Víkverji því fyrir sér hvort þarna vantaði eitt orð; kannski ætti að standa þarna „vinnusvæði – lokið hliðinu“ eða „vinnusvæði – lokið bíl- glugganum.“ Ferðafélagar Víkverja bentu honum hins vegar á að þetta ætti líklega að þýða að þarna endaði vinnusvæðið. Víkverja finnst þetta skrýtin málnotkun. Lýkur vinnu- svæðum? Enda þau ekki bara? Myndi einhver segja: „Veginum lýk- ur hér“? Bókum, kvikmyndum og leikritum lýkur, jafnvel pistlum í dag- blöðum. Málum, rannsóknum og deil- um lýkur en Víkverji er alveg harður á því að vinnusvæði og vegir enda bara. x x x VÍKVERJI hefur hugboð um að ílandinu sé að störfum raðinn- brotsþjófur, sem brýzt inn á veit- ingastaði í júlímánuði á þriggja ára fresti. Innbrotin virðast ekki framin í auðgunarskyni, því að litlu eða engu er stolið, en þau hafa augljósa vísun í klassískar brezkar bókmenntir, nán- ar tiltekið söguna af Hróa hetti. Ný- lega brauzt þjófurinn inn á veitinga- staðinn Tóka munk á Þingeyri. Ekki er ljóst hvort neinu var stolið í því innbroti, skv. frétt á mbl.is. Fyrir réttum þremur árum, í júlí árið 2000, birtist frétt í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni „Stolið frá Hróa hetti“. Þar sagði frá því að brotizt hefði ver- ið inn á flatbökustaðinn, sem ber nafn útlagans sem forðum stal frá þeim ríku til að gefa þeim fátæku – en þeg- ar upp var staðið, kom reyndar í ljós að litlu sem engu hafði verið stolið. Víkverji vonar að lögreglan hafi áttað sig á tengslum „Skírisskógar- innbrotanna“ og sé á varðbergi gagn- vart þessum bókmenntalega sinnaða raðinnbrotsþjófi. Ef einhver á veit- ingastað, sem heitir Litli-Jón eða Vil- hjálmur skarlat, ætti hann líklega að passa sig í júlímánuði 2006, sé kenn- ing Víkverja rétt. x x x FLUGLEIÐIR hafa verið gagn-rýndar dálítið fyrir að gera út á staðalmyndir af kynjunum í auglýs- ingum sínum. Einhver hefði nú hald- ið að nóg væri búið að berja á flug- félaginu til þess að það væri farið að passa sig í markaðssetningu sinni. Kunningi Víkverja framsendi hon- um tölvupóst frá Netklúbbi Flug- leiða, þar sem boðið er upp á flug til Barcelona. Þar er svo jafnframt getið um viðburði í borginni: „Catalonian Moto GP 15. júní – kappakstur fyrir karlmennina. Tom Jones í Palau Sant Jordi 15. júní – tónleikar fyrir kven- mennina.“ Kunninginn, sem er karlkyns aðdáandi Tom Jones en hefur lítinn áhuga á kappakstri, var hneykslaður á tölvupóstinum og fannst hann benda til að Flugleiðafólk hefði lítið lært. Reuters Tom Jones – bara fyrir kvenfólk? Hættið að barma ykkur ÉG SEM ellilífeyrisþegi fer fram á að ráðamenn landsins hætti að væla um hvað við gamla fólkið í landinu séum mikill baggi á öllum sviðum, að sjúkra- kostnaður sé að sliga ríkið og þar séu gamlir vandinn. Hættið að barma ykkur. Þið borgið þýsku forseta- veisluna, en við ellilífeyr- isþegar höfum engan áhuga á fínustu og dýrustu kjólunum. Strípaður ellilífeyrisþegi. Þakkir til Helga í Góu KONA ein hringdi í Vel- vakanda og vildi koma á framfæri þakklæti til Helga hjá Góu. Hún vildi þakka honum fyrir veittan stuðning á Dýrafjarðar- dögum og vonaði að hann dafnaði sem lengst. Þvílík skömm ÖKUMENN góðir, nú verðið þið allir að taka ykkur á og fara að nota stefnuljós. Ég þurfti að taka leigubíl fyrir skömmu og fór að rabba við bíl- stjórann. Talið barst að ökumönnum hér á landi. Hann fræddi mig um það að hann hefði lesið grein í blaði um að könnun hefði verið gerð í Bandaríkjun- um. Niðurstaða könnunar- innar var sú að þeir sem ekki notuðu stefnuljós hefðu lægri greindarvísi- tölu en hinir sem það gerðu. Þvílík skömm. Les- andi góður, hver er þín greindarvísitala? Nógu há til þess að nota stefnuljós? Stefnuljósanotandi. Tapað/fundið Bíllykill tapaðist SUNNUDAGINN 29. júní sl. týndist bíllykill á lykla- kippu. Lykillinn týndist líklega á Hellu, golfvellin- um við Hellu, tjaldsvæðinu Laugalandi eða á þessu svæði. Þetta er þykkur lykill og lyklakippan er „mini-“útgáfa af svissnesk- um hníf og er merkt RES- INO. Finnandi vinsamleg- ast hafi samband í síma 698 7576 eða skili honum í afgreiðslu sundlaugarinnar á Hellu. Rautt veski tapaðist HINN 5. júlí sl. tapaðist rautt veski. Líkur eru á að veskið, sem er leðurveski úr Debenhams, hafi tapast fyrir utan Smáralind eða 10/11 á Grensásvegi. Í veskinu voru skilríki af ýmsum toga. Veskið hefur notagildi jafnt sem tilfinn- ingagildi fyrir eigandann. Skilvís finnandi er vinsam- legast beðinn að hafa sam- band í síma 698 0273. Dýrahald Síamsfress hljópst á brott ÞESSI síamsfress tapaðist frá Móbergi í Setbergs- hverfi. Ef einhver verður hans var er sá sami vin- samlegast beðinn að hafa samband í síma 565 2581 eða 899 0316. . Gráir, hvítir og kassavanir KETTLINGAR fást gef- ins. Þeir eru gráir og hvítir og kassavanir. Nánari upp- lýsingar í síma 564 4025 eða 862 5103. Þrír kettlingar fást gefins ÞRÍR kassavanir kettling- ar fást gefins. Upplýsingar í síma 663 5906. Ólafía fæst gefins KISAN mín er þrílit, þrifin og gæf. Hún er 8 ára göm- ul og þyrfti að komast á ró- legt heimili. Hún getur ekki dvalist á núverandi heimili vegna ofnæmis. Upplýsingar í síma 866 2352. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Golli LÁRÉTT 1 myndarleg, 8 ófram- færni maðurinn, 9 minn- ast á, 10 tala, 11 vitlausa, 13 raunin, 15 slátra, 18 búa til saft, 21 lengd- areining, 22 skrifar, 23 viljuga, 24 brjóstbirtu. LÓÐRÉTT 2 Asíuland, 3 skrika til, 4 sigruðum, 5 örðug, 6 gauf, 7 erta, 12 gljúfur, 14 geisa, 15 gamall, 16 smá, 17 ákveð, 18 mikli, 19 fáni, 20 eðlisfar. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 þyrma, 4 hækil, 7 áburð, 8 ýlfur, 9 nár, 11 rótt, 13 ónáð, 14 ágeng, 15 jarl, 17 nema, 20 Ægi, 22 dapur, 23 læðan, 24 sárin, 25 tærar. Lóðrétt: 1 þráir, 2 raust, 3 auðn, 4 hlýr, 5 kofann, 6 lær- ið, 10 áfeng, 12 tál, 13 ógn, 15 Júdas, 16 rípur, 18 eiður, 19 Agnar, 20 æran, 21 illt. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.