Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í 7. viku ársins, dagana 9. til 15. febr- úar sl. var litskrúðug auglýsing í Morgunblaðinu um undur Karíba- hafs. Þar er auglýst tilboð frá Heimsklúbbi Ingólfs: „Aðeins þessa viku. Flogið frá Keflavík til Orlando, gist þar eina nótt og daginn eftir flogið niður til Dóminikana, 11 dagar með fullu fæði og drykkjum inniföld- um. Þá flogið aftur upp til Orlando, gist þar 4 nætur án morgunverðar. Íslensk fararstjórn. Aðeins 176.900 kr. Berið ekki saman krækiber og melónu“. Þegar allir voru búnir að greiða ferðina fóru skrautfjaðrirnar að detta af. 1. Hringt var frá Heimsklúbbi Ingólfs og okkur tjáð að hóp- urinn væri of fámennur (aldrei minnst á neinn fyrirvara áður, hvorki á prenti né munnlega) við gætum ekki fengið íslensk- an fararstjóra niður á Dóminik- ana. Rosanne de la Cruz var þess í stað fengin til að sjá um hópinn á hótelinu og okkur bent á að fara í kynnisferðir með öðrum hótelgestum. Við höfðum lagt ríka áherslu á kynnisferðir við pöntun ferðar- innar, en þær voru alltaf í at- hugun hjá Heimsklúbbnum. 2. Sannleikurinn er sá að nær engir gestir voru á þessu u.þ.b. 600 manna hóteli, bara 10 Ís- lendingar, engir ferðamanna- hópar, nokkrir ráðstefnugestir og innlendar fjölskyldur um helgar, sem ekki áttu samleið með okkur. 3. Rosanne, „fararstjórann“, sáum við aldrei eða heyrðum og hótelið bauð ekki upp á neinar kynnisferðir, ekkert að gerast alla daga og öll kvöld. Aðeins var boðið upp á góða þjónustu í mat og drykk, og sól- baðsaðstöðu. Ekki var áhuga- vert nágrenni hótelsins, ótrú- legt rusl, upprifnar götur og óaðlaðandi malarvegir. Þegar við bókuðum okkur út af hót- elinu höfðum við á tilfinning- unni að hótelrekstrinum yrði hætt. Við værum síðustu gest- irnir. Enda ekkert skilti sján- legt með nafni hótelsins. 4. Ekki var beint flug frá Orlando til og frá Dominikana, eins og borgað var fyrir, heldur var millilent í Miami og skipt um flugvél í báðum ferðum. Allir vita sem ferðast að við milli- lendingu á svo stórum flugvelli fara margir erfiðir klukku- tímar. 5. Í Orlando ætluðum við svo sannarlega að „skoða heiminn“ með íslenska fararstjóranum okkar sem við vorum alveg viss um að biði okkar. En viti menn, enginn fararstjóri þar heldur. Það hafði þá alveg farið framhjá okkur öllum að við höfðum keypt okkur ferð með engri fararstjórn. Þetta var alls ekki ferðin sem við borguðum fyrir. 6. Þar sem Ingólfur Guðbrands- son hefur opnað mörg framandi lönd fyrir okkur Íslendingum og oft á tíðum staðið sig stór- kostlega í landkynningum er þessi ferð sem við keyptum af Heimsklúbbnum honum alls ekki sæmandi. Strax eftir heimkomu okkar hringdum við öll og kvörtuðum. Stúlkurnar á skrifstofu Heimsklúbbs Ingólfs voru ósköp kurteisar en höfðu greinilega enga úrlausn fyrir okkur og ekki kom til greina að Ingólfur talaði við okkur sjálf- ur. Við eigum sem sagt bara að sætta okkur við þessa ferð og láta sem allt sé í fínu lagi. En það getum við bara ekki. Við hreinlega skömmumst okkar fyrir að hafa farið með Heims- klúbbi Ingólfs til Dominikana við Karíbahaf og ekki haft tækifæri til að sjá og kynnast nokkru öðru en nær gestalausu hóteli með mannlausri sund- laug og einmana strönd. Hinir vonsviknu ferðalangar eru: GUÐRÚN BJÖRK PÉTURSDÓTTIR, Gásum 601 Akureyri, FRIÐRIK GYLFI TRAUSTASON, Gásum, Akureyri, SIGURLAUG ALBERTSDÓTTIR, Lækjasmára 78, Kópavogi, EYÞÓR ÞÓRARINSSON, Lækjasmára 78, Kópavogi, RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Stigahlíð 41, Reykjavík, SVANHILDUR BJÖRNSDÓTTIR, Barðavogi 13, Reykjavík, ÞORGEIR HARALDSSON, Bjarkargrund 39, Akranesi, GUÐRÍÐUR HALLDÓRSDÓTTIR, Bjarkargrund 39, Akranesi. Það vantar tvo farþega úr ferðinni. Af persónulegum ástæðum skrifa þau ekki undir. Krækiberið og melónan Frá svekktum ferðalöngum: vinnupallar Sala - leiga Sími 577 2050 · Fax 577 2055 · GSM 824 2050 · www.formaco.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.