Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 51 VIÐKUNNANLEGIR tónar óma á ótrúlegustu stöðum í borginni í sumar. Þar er á ferð Lúðrasveit lýðsins, þriggja manna hljómsveit sem hefur það að markmiði að koma með tónlistina til almenn- ings, eins og Guðmundur Steinn Gunnarsson, forsprakki hópsins, segir. Hér er á ferð verkefni á vegum Hins hússins og sækir bandið heim vistmenn á elliheim- ilum, leiskóla, sjúkrahús, versl- unarmiðstöðvar og jafnvel sund- laugar. Hópurinn er að starfa í fyrsta skipti í sumar og segir Guð- mundur frá: „Stefna hópsins er að spila stutt frumsamin alþýðulög sem hljóma eins og enginn hafi samið þau. Í stað þess að láta fólk koma til okkar komum við til fólksins og spilum sérstaklega á stöðum þar sem fólk hefur oft ekki tækifæri til að sækja tónlist- arviðburði.“ Lög hópsins eru þannig samin af þeim sjálfum og segir Guð- mundur að þau falli allstaðar í kramið: „Við höfum tekið upp á því að spila mikið niðri í bæ og til dæmis á strætóstöðvum eins og Hlemmtorgi og í Mjódd við góðar undirtektir. Það er líka gaman að sjá hvað fólk verður hissa þegar við spilum á stöðum þar sem fólk á annars ekki von á tónleikum, eins og í sundlaugunum. Guðmundur er sjálfur í námi við Listaháskóla Íslands og spilar á gítar. Ásamt honum eru í Lúðrasveit lýðsins þau Einar Hall- grímur Jakobsson og Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir. Einar er við nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík og ber þann virðulega titil aðstoðarformaður Lúðra- sveitar Reykjavíkur þar sem hann leikur á trompet. Sandra er að hefja nám í kennaradeild FÍH og er djass-sellóleikari. Á hverjum stað velja þau tón- listardagskrá við hæfi og hafa einnig tekið upp á því að halda sérstaklega upp á þjóðhátíð- ardaga annarra þjóða: „17. júlí næstkomandi er til dæmis þjóðhá- tíðardagur Íraks. Þá ætlum við að spila írösk þjóðlög í kántrí- útsetningu í tilefni af samskiptum Bandaríkjanna og Íraks.“ Þau reyna að jafnaði að vinna 8 tíma vinnudag og eru síspilandi allan þann tíma. Þannig reyna þau að hafa æfingar fyrri hluta dags en halda síðan tónleika seinni partinn og eru jafnvel að halda 7 tónleika á dag, oft klukkustund í senn og tekur Guð- mundur undir að þau séu oft „út- spiluð“ þegar þau koma heim að loknum vinnudegi. Í dag, föstudag, tekur Lúðra- sveit lýðsins þátt í Föstudags- bræðingi Hins hússins með flutn- ingi í samstarfi við hóp sem kallast Ljóðaleikur. Frumsamin ljóð og fjörug lög verða flutt til skiptis og brætt saman við bakka Reykjavíkur- tjarnar kl. 13. Lúðrasveit lýðsins spilar á ólíklegustu stöðum Tónlistin til fólksins Morgunblaðið/Sverrir Leikið fyrir lýðinn: Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir, Einar Hallgrímur Jak- obsson og Guðmundur Steinn Gunnarsson mynda saman Lúðrasveit lýðs- ins. Hér spila þau fyrir íbúa elliheimilisins Skógarbæjar. Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Kvikmyndir.com  X-ið 977  HJ MBL  HK DV Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 6. POWE R SÝNIN G KL. 10 .50. Sýnd kl. 6.10, 6.50, 8.30, 9.10 og Powersýning kl. 10.50. YFIR 16.000 GESTIR! I . . . Súlumót frá formaco ● úr pappa ● einföld og þægileg í notkun ● fæst í mörgum lengdum og breiddum Gylfaflöt 24-30 • 112 Reykjavík Sími 577 2050 • Fax 577 2055 formaco@formaco.is • www.formaco.is Sýnd k. 4, 6.30, 9 og 11.15. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. www.laugarasbio.is Ef þú hélst að þú værir heimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Sýnd kl. 3, 6, 9 og Powersýning kl. 11.30. YFIR 16.000 GESTIR! POWERSÝnINGkl. 11.30.Á STÆRSTA THXtJALDI LANDSINS ÚTSALA 38 ÞREP Laugavegi 49 / sími 561 5813 ROBERT Wagner hefur krafist hlutdeildar í hagnaði kvik- myndanna Englar Kalla (Charl- ie’s Angels). Wagner krefst helm- ings þess hagnaðar sem hefur fallið í hlut framleiðanda vegna þátttöku sinnar í þróun sam- nefndra sjónvarpsþátta, sem sýndir voru á áttunda áratug 20. aldar. Hann telur sig eiga rétt á hundruðum milljóna króna, sem kvikmyndirnar hafa nú skilað í hagnað. Wagner segir að hann hafi aldr- ei fengið hlutdeild í umræddum hagnaði en það er Sony-risinn sem á réttinn á myndunum. Sony hefur ekki svarað kröfum Wagners. Wagner ásælist englana Hinir upprunalegu englar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.