Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 39 MINNINGAR Þig faðmi liðinn friður Guðs og fái verðug laun þitt góða hjarta, glaða lund og göfugmennska í raun. Við kveðjum þig með þungri sorg og þessi liðnu ár með ótal stundum ljóss og lífs oss lýsa gegnum tár. Guð blessi þig. Þú blóm fékkst grætt og bjart um nafn þitt er. Og vertu um eilífð ætíð sæl við aldrei gleymum þér. (Jón Trausti.) Ég kveð þig með söknuði og varð- veiti minninguna um þig. Guðleif Sunna. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Guð geymi þig, elsku langamma. Guðmundur Hrafn Baldvinsson. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Sigrún María, Hlynur Freyr og Sara Dís. Okkur hjónin langar að minnast með nokkrum orðum konunnar sem kölluð var Dóra amma á okkar heimili og hefur nú kvatt þetta jarð- líf. Hún var reyndar ekki amma okkar í Funafold 67, en frá fyrstu kynnum varð hún Dóra amma. Halldóra Guðmundsdóttir var amma Baldvins Hrafnssonar, tengdasonar okkar, og langamma hans Guðmundar Hrafns, dóttur- sonar okkar. Hún var fjölskyldunni mjög kær, því það var auðvelt að láta sér þykja vænt um hana. Dóra amma bjó á sínu heimili við Bergstaðastræti þegar við kynnt- umst fyrst, en er heilsu hennar fór að hraka flutti hún í íbúð aldraðra við Lönguhlíð og síðar á hjúkrunar- heimilið Sóltún. Hún var orðin sár- lasin þegar hún kom á Sóltún og var oft hætt komin í veikindum sínum en alltaf reis hún aftur upp með þor og áræðni í svipnum. Það var reisn og hefðarbragur yfir Dóru ömmu, hvort heldur hún stóð á eigin fótum, studdist við göngugrind eða síðar, þegar hjólastóllinn og súrefniskút- urinn urðu hennar fylgdarsveinar. Elsku Dóra amma var svo gjaf- mild, að það var næstum svo að í hvert sinn sem maður kom í her- bergisdyrnar eða tyllti sér hjá henni þá var hún með eitthvað fallegt við höndina, sem hún vildi gefa viðkom- andi. Þetta voru sannarlega gjafir sem glöddu að innstu hjartarótum, eins og yndislegar skrautheklaðar körfur, prjónuð barnaleikföng og saumaðir dúkar eða heklaðir. Einn slíkan dýrgrip heklaðan í mínum uppáhaldslit, „gammelrosa“, gaf hún mér og hef ég hann undir gler- plötu á náttborði mínu. Góða vinkona, við þökkum þér samfylgdina og vináttuna, ánægju- stundirnar sem við áttum saman í afmælum og útskriftarveislum. Einnig yndislega stund á heimili okkar hjóna þegar Guðmundur Hrafn var skírður og að lokum „Harmonikkustundirnar okkar“ í Sóltúni, þar sem þú lést þitt ekki eftir liggja, mættir uppábúin með stolt í svip og ljómandi af tilhlökkun. Jóhanna dóttir okkar sem vinnur í Sóltúni saknar þess að geta ekki lengur kíkt inn fyrir dyrastafinn, rétt til að segja „hæ og bæ“ og skiptast á við þig nokkrum spaugs- yrðum og brosum. Ég veit þú heim ert horfin nú og hafin þrautir yfir svo mæt og góð, svo trygg og trú svo tállaus, falslaus reyndist þú ég veit þú látin lifir! (Steinn Sigurðsson.) Ástvinum öllum sendum við hug- heilar samúðarkveðjur. Ljúf er minning mætrar konu, Halldóru Guðmundsdóttur. Hún hvíli í friði og blessun Guðs. Álfheiður og Sævar. Útsala 20-70% afsláttur Bolir frá kr. 790 Kvartbuxur stærð 48-50. Verð kr. 2.990 Opið virka daga frá kl. 10-18 • Laugardaga 10-16 Glæsibæ – Sími 562 5110 Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9. Sam- komur alla laugardaga kl. 11. Bæna- stund alla þriðjudaga kl. 20. Biblíu- fræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. Kirkja sjöunda dags aðventista. Samkomur laugardag: Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19. Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Lilja Ármannsdóttir. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnarfirði. Biblíufræðsla/guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Jóhann Grétarsson. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu- maður: Hópur unga fólksins. Safnaðarheimili Aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi. Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Safnaðarstarf Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum. Biblíufræðsla/ Guðs- þjónusta kl. 10.30. Röng tilboð frá Bónusverslunum Þau mistök urðu á neytendasíðu í gær að tilboð frá Bónusversl- unum reyndust röng. Hér á undan fara réttu tilboðin. Fjóla Rún í dómnefndinni Í Morgunblaðinu í gær var rang- lega farið með nafn Fjólu Rúnar Björnsdóttur, fulltrúa Íslands í dómnefndinni í Ólympíuleikunum í stærðfræði, sem fram fara nú í Japan. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Nöfn lögmanna víxluðust Í Morgunblaðinu í gær víxluðust nöfn lögmanna í frétt um dóm í máli tveggja fyrrum starfsmanna Landsbanka Íslands gegn bankan- um. Sveinn Sveinsson hrl. flutti málið f.h. starfsmannanna en Óttar Pálsson hdl. flutti málið f.h. bank- ans. Tónbræður sungu Rangt var farið með nafn kórs- ins sem söng við útför Jóhannesar Geirs Jónssonar listmálara í frétt sem birtist sl. miðvikudag. Kórinn heitir Tónbræður, en kallar sig jafnframt Voces Masculorum. Beð- ist er velvirðingar á þessu. Hluti af texta féll niður Í frétt um nýjan framkvæmda- stjóra hjá Fróða í viðskiptablaðinu í gær féll niður hluti af textanum og birtist hún því hér í heild: Frá og með 1. ágúst nk. tekur Magnús E. Kristjánsson viðskipta- fræðingur við starfi framkvæmda- stjóra sölu- og markaðssviðs út- gáfufyrirtækisins Fróða hf. Er þar um nýtt starf að ræða. Starfsemi Fróða hf. skiptist nú í tvær megindeildir. Aðalstarfsemi fyrirtækisins er útgáfa tímarita, en fyrirtækið gefur út sjö mismun- andi tímarit og er tölublaðafjöldi tæplega 200 á ári. Hin rekstrar- deild Fróða hf. er margmiðlunar- deild og netþjónusta, sem sér m.a. um útgáfu handbókarinnar Íslensk fyrirtæki og býður upp á netlausn- ir og nethótel. Að auki sér Fróði hf. um útgáfu félagsblaða og kynn- ingarefnis fyrir fyrirtæki og stofn- anir og einnig hefur fyrirtækið tekið þátt í sýningahaldi, m.a. með aðkomu að Sjávarútvegssýning- unni og sýningunum „Matur“ sem haldnar hafa verið í Kópavogi. Aðalstörf Magnúsar E. Krist- jánssonar verða við framkvæmda- stjórn tímarita- og sýningardeilda fyrirtækisins. Magnús E. Kristjánsson útskrif- aðist frá The University of Strath- clyde með próf í markaðsfræði og stjórnun og frá Háskólanum í Reykjavík með MBA-gráðu. Hann hefur m.a. starfað sem markaðs- ráðgjafi hjá Íslensku auglýsinga- stofunni, rekið eigin ráðgjafafyr- irtæki, verið framkvæmdastjóri markaðssviðs Íslenska útvarps- félagsins, veitt ráðgjöf vegna markaðsmála í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu og verið fram- kvæmdastjóri AUK ehf., auk þess að hafa setið í stjórnum fjölmargra félaga. Magnús er kvæntur Jónínu Kristjánsdóttur hagfræðingi og eiga þau börnin Svanhvíti Helgu og Alexander Eðvald. Rangt föðurnafn á söngkonu Rangt var farið með föðurnafn Erlu Berglindar Einarsdóttur í frétt um tónleika í Hallgrímskirkju í blaðinu í gær. Var með 9,3% nafnávöxtun Kaupþing Búnaðarbanki hefur sent Morgunblaðinu athugasemd vegna fréttar í Morgunblaðinu í gær um ávöxtun bankareikninga. Taldi bankinn að það vantaði inn reikning hjá Frjálsa lífeyrissjóðn- um leið III (sem samanstendur af verðtryggðum innlánsreikningi) sem skilaði 9,3% nafnávöxtun fyrstu 6 mánuði á þessu ári. Frjálsi lífeyrissjóðurinn er í rekstri Kaupþings Búnaðarbanka. Tekið skal fram að í fréttinni var leitað til allra þeirra aðila banka og sparisjóða sem koma fram í fréttinni og töflu sem fylgdi með og þeir beðnir um að koma með at- hugasemdir ef einhverjar væru. LEIÐRÉTT BÓNUS Gildir 10.–13. júlí nú kr. áður kr. mælie.verð Thule léttöl .......................................... 49 59 98 kr. ltr Bónus samlokur .................................. 99 Nýtt 99 kr. stk. Bökunarkartöflur í áli ............................ 139 175 278 kr. kg. Ali vínarpyslur ...................................... 479 719 479 kr. kg. Burtons toffypops kex ........................... 89 99 712 kr. kg. Gullkaffi mjúkur ................................... 199 Nýtt 398 kr. kg. Nóa Kropp .......................................... 399 Nýtt 997kr. kg. Chiquita ávaxtasafi .............................. 299 Nýtt 150kr. ltr Kelloggs 3pk + handklæði .................... 999 Nýtt 999kr. ein. Kirkjustarf Garðblóm – fjölærar jurtir í garð- inum. Hólmfríður A. Sigurðardóttir garðyrkjukandidat fjallar um nokkr- ar fjölærar jurtir til garðræktar, í Grasagarðinum í Laugardal laug- ardaginn 12. júlí klukkan 11. Eitt stærsta safn Grasagarðsins er er- lendar fjölærar jurtir en að sjálf- sögðu eru þær ekki allar í ræktun hér á landi, en athyglisvert er að bera saman skyldleika algengra garðblóma við aðrar tegundir og skoða mismunandi yrki sömu teg- undar. Hólmfríður er höfundur Ís- lensku garðblómabókarinnar, hefur haldið fræðslufundi og ritað greinar um garðblóm í blöð og tímarit. Allir eru velkomnir og boðið verður upp á jurtate og ókeypis fræðslu fyr- ir almenning. Skák í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum. Skákfélagið Hrók- urinn mun annast skákfræðslu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Kennsla stendur yfir frá 14 til 14:30. Róbert Harðarson, sem lenti í 4.–11. sæti á afar sterku Grænlandsmóti, teflir fjöltefli. Aðgangur er ókeypis og allir þátttakendur fá frítt í garð- inn og miða í leiktækin. Æskulýðsmót Skógarhóla. Helgina 12.–13. júlí 2003. Dagskráin hefst strax á laugardagsmorgni og heldur áfram fram á kvöld. Það verða leikir, haldið verður Íslands- mót í fíflagangi, sameiginlegur reið- túr (hægt er að leigja hesta), óvænt- ar uppákomur, grill og kvöldvaka. Verðlaun verða gefin fyrir glæsileg- ustu tjaldbúðirnar og verðlaun verða veitt fyrir þátttöku í þrautabrautum. Flestir mæta á föstudagskvöldi, til að geta tekið þátt í allri dagskránni, og gista í tvær nætur. Næg tjald- stæði eru að Skógarhólum og einnig er hægt að bóka sig í skála. Beit- arhólf eru til staðar fyrir þá sem taka með sér hesta. Á MORGUN Jóladagar í júlí. Helgina 12. og 13. júlí verða hinir árlegu jóladag- ar í júlí. Það eru markaðsdagar sem haldnir eru um mitt sumar til að kenna fólki að það er hægt að njóta jólaundirbúnings án streitu. Boðið er upp á jólaöl og pip- arkökur. Handverksfólk situr að störfum og spjallar við gesti og gangandi um handverk og jól. Tombóla til styrktar Rauða kross- inum. Kassastrimlahappadrætti. Markaðurinn er opinn frá 10–18 laugardag og sunnudag. Hand- verksfólkið situr að störfum milli 13 og 16 og jólasveinninn mætir kl 14 og er í klukkutíma. Frekari upplýsingar á vefsíðunni www.jolahusid.com. Íslenska landsliðið í hesta- íþróttum kynnt. Heimsmeistaramót íslenska hests- ins í hestaíþróttum verður haldið í Herning á Jótlandi 29. júlí til 3. ágúst í sumar. Landssamband hestamannafélaga sendir 19 manna sveit landsliðsmanna og -kvenna ásamt hestum til að taka þátt í mótinu fyrir hönd Íslands. 19 þjóðir senda lið til keppninnar með u.þ.b. 250–300 keppendur og hesta. Nú þegar hafa nokkrir knapar og hross unnið sér sæti í landsliðinu, Sigurður Sæmundsson lands- liðseinvaldur á þó enn eftir að velja hross og knapa í landsliðið. Af þessu tilefni hefur verið ákveð- ið að endanlegt og fullskipað landslið Íslands í hestaíþróttum á HM 2003 ásamt kynbótalandsliði, verði kynnt á fréttamannafundi sem haldinn verður á Cafe Flóru í Grasagarðinum í Laugardal mánu- daginn 14. júlí nk. klukkan 15. Á fundinum verður m.a. skrifað undir samninga við þrjá af stærstu kostunaraðilum landsliðs- ins, sem eru; Icelandair, Íslands- banki og VÍS. Á NÆSTUNNI ÁREKSTUR varð laugardag- inn 5. júlí sl. um kl. 7 á gatna- mótum Stekkjarbakka og Höfðabakka. Bifreiðinni TR-119 sem er Hyundai H-1 hvít að lit, var ekið suður Höfðabakka og bifreiðinni ZU-122 sem er rauður Musso- jeppi, var ekið Stekkjarbakka til austurs. Á gatnamótunum skullu bílarnir harkalega sam- an en ágreiningur er um stöðu umferðarljósanna er árekstur- inn varð. Hugsanleg vitni eru vinsamlega beðin um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum ATVINNA mbl.is AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Einn- ig er hægt að senda örstutta kveðju, Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Frágangur afmælis- og minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.