Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 23
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, formaður Landverndar, Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra, Óli Jón Gunnarsson bæjarstjóri og Konráð Ragn-
arsson hafnarvörður flagga Bláfánanum við Stykkishólmshöfn sem var
fyrst hafna til að fá slíka vottun.
SMÁBÁTAHÖFNIN á Borgarfirði
eystri hlaut hina alþjóðlegu um-
hverfisviðurkenningu Bláfánann á
dögunum. Er viðurkenningin veitt
af Landvernd þeim höfnum sem
leggja sig fram um að vernda um-
hverfið, bæta öryggismál og aðstöðu
og veita fræðslu um náttúru og um-
hverfisvernd. Þessi viðleitni á að
treysta verndun umhverfis hafna og
alla þá þjónustu sem höfnin býður
upp á og vera öllum þeim sem nota
eða heimsækja höfnina til hagsbóta.
Í smábátahöfninni á Borgarfirði
eystri hefur verið unnið að ýmsum
endurbótum á undanförnum mán-
uðum og árum og ber hún yfirbragð
snyrtimennsku og hreinleika. Þar
eru salerni og þvottaaðstaða, mót-
taka fyrir flokkaðan úrgang og bún-
aður til að taka á móti hættulegum
úrgangi. Síðast en ekki síst er við
höfnina vel aðgengileg aðstaða til
fuglaskoðunar, sem ætla má að sé
með þeim bestu í landinu. Þar má
auðveldlega fylgjast náið með lífs-
háttum lundans og einnig er fyr-
irtaks aðstaða til að skoða sjófugla í
bjargi.
Það var Hallgrímur Magnússon,
læknir á Djúpavogi, sem afhenti
Bláfánann fyrir hönd Landverndar
og tóku Kristjana Björnsdóttir sveit-
arstjóri og Magnús Þorsteinsson
oddviti Borgarfjarðarhrepps við
honum fyrir hönd hafnarinnar. Siv
Friðleifsdóttir umhverfisráðherra
var viðstödd athöfnina. Smábáta-
höfnin í Stykkishólmi hlaut einnig
Bláfána þetta árið.
Fær alþjóðlega umhverfisviðurkenningu
Smábátahöfnin á Borgarfirði
eystri til fyrirmyndar
Borgarfjörður eystri
AUSTFIRÐIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 23
SUMARHÁTÍÐ Ungmenna- og íþróttasam-
bands Austurlands fer fram um helgina á Vil-
hjálmsvelli á Egilsstöðum. Hátíðin hefur ver-
ið haldin árlega á Eiðum frá því á sjöunda
áratugnum, en er nú í annað sinn við full-
komnar aðstæður á Vilhjálmsvelli.
Arngrímur Viðar Ásgeirsson er fram-
kvæmdastjóri ÚÍA. Hann segir mótið verða
einstaklega glæsilegt í ár og þátttakendur á
fjórða hundrað talsins. Þeir eru á öllum aldri,
allt frá börnum til eldra fólks, en Arngrímur
segir mætingu mjög góða frá félögunum á
Austurlandi. Sem dæmi koma sterkir kepp-
endur til mótsins frá Bakkafirði, en þaðan
hafa ekki komið þátttakendur um árabil. Að
auki keppa fulltrúar frá héraðssamböndunum
á Hornafirði, í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum
og sundfélögunum Ægi og Óðni.
Meðal keppnisgreina er sund, frjálsar,
fjallahjólakeppni, boðhlaup, víðavangshlaup
og boccia. Þá verður boðið upp á fimleikasýn-
ingu, sundlaugarpartí, brekkusöng og töfra-
brögð.
Arngrímur segir sund hafa verið að ryðja
sér til rúms eystra síðustu misseri og séu
mjög efnilegir keppnismenn væntanlegir á
mótið. Þá segir hann spennandi að bjóða upp
á 13 km Eiðahlaup, en það hefst við gamla
Eiðavöllinn þar sem sumarhátíð var áður
haldin og endar á Vilhjálmsvelli. Er þar gerð
tilraun til að endurvekja gamla Egilsstaðam-
araþonið, sem lagðist af fyrir nokkrum árum.
Skylmingar verða ný sýningargrein á há-
tíðinni og koma Ragnar Ingi Sigurðsson frá
skylmingadeild FH í Hafnarfirði og Guðrún
Jóhannsdóttir frá Skylmingafélagi Reykja-
víkur og sýna skylmingar. Þau eru bæði
margfaldir Íslandsmeistarar í skylmingum
með höggsverði, sem og Norðurlandameist-
arar.
Vilhjámur Einarsson ólympíuverðlaunahafi
og sá er Vilhjálmsvöllur er nefndur eftir,
verður greinastjóri í þrístökki á mótinu og
sérstakur heiðursgestur Dagný Jónsdóttir al-
þingismaður. Nú heita menn á veðurguðina
um gott veður á mótsgesti, en undanfarnar
hátíðir hefur veður verið í rysjóttara lagi.
Verðlaunaafhending og mótsslit fara fram um
klukkan fimm á sunnudag.
Sumarhátíð ÚÍA haldin á
Vilhjálmsvelli um helgina
Egilsstaðir
ÓSKAÐ hefur verið eftir tilboðum af hálfu
Landsvirkjunar í byggingu brúar yfir Jökulsá í
Fljótsdal. Verður hún neðan við Ufsarárstíflu
austan Snæfells, en sú stífla á að vera hluti
veitukerfis Kárahnjúkavirkjunar.
Brúin yfir Jökulsá mun liggja yfir ármót
Hafursár og Eyjabakkafoss og verða 23 m löng
og 3,6 m breið.
Þá verður gerður um kílómetra langur veg-
slóði til að tengja brúna við slóð inn að Eyja-
bökkum og síðar byggður vegur að Ufsarár-
stíflunni. Að henni munu liggja aðrennslisgöng
sem tengd verða við göngin frá Kárahnjúkas-
tíflu.
Ráðgert er að verkinu ljúki um miðjan nóv-
ember.
Óskað eftir tilboð-
um í brú yfir Jök-
ulsá í Fljótsdal
Egilsstaðir