Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 23
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, formaður Landverndar, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Óli Jón Gunnarsson bæjarstjóri og Konráð Ragn- arsson hafnarvörður flagga Bláfánanum við Stykkishólmshöfn sem var fyrst hafna til að fá slíka vottun. SMÁBÁTAHÖFNIN á Borgarfirði eystri hlaut hina alþjóðlegu um- hverfisviðurkenningu Bláfánann á dögunum. Er viðurkenningin veitt af Landvernd þeim höfnum sem leggja sig fram um að vernda um- hverfið, bæta öryggismál og aðstöðu og veita fræðslu um náttúru og um- hverfisvernd. Þessi viðleitni á að treysta verndun umhverfis hafna og alla þá þjónustu sem höfnin býður upp á og vera öllum þeim sem nota eða heimsækja höfnina til hagsbóta. Í smábátahöfninni á Borgarfirði eystri hefur verið unnið að ýmsum endurbótum á undanförnum mán- uðum og árum og ber hún yfirbragð snyrtimennsku og hreinleika. Þar eru salerni og þvottaaðstaða, mót- taka fyrir flokkaðan úrgang og bún- aður til að taka á móti hættulegum úrgangi. Síðast en ekki síst er við höfnina vel aðgengileg aðstaða til fuglaskoðunar, sem ætla má að sé með þeim bestu í landinu. Þar má auðveldlega fylgjast náið með lífs- háttum lundans og einnig er fyr- irtaks aðstaða til að skoða sjófugla í bjargi. Það var Hallgrímur Magnússon, læknir á Djúpavogi, sem afhenti Bláfánann fyrir hönd Landverndar og tóku Kristjana Björnsdóttir sveit- arstjóri og Magnús Þorsteinsson oddviti Borgarfjarðarhrepps við honum fyrir hönd hafnarinnar. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra var viðstödd athöfnina. Smábáta- höfnin í Stykkishólmi hlaut einnig Bláfána þetta árið. Fær alþjóðlega umhverfisviðurkenningu Smábátahöfnin á Borgarfirði eystri til fyrirmyndar Borgarfjörður eystri AUSTFIRÐIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 23 SUMARHÁTÍÐ Ungmenna- og íþróttasam- bands Austurlands fer fram um helgina á Vil- hjálmsvelli á Egilsstöðum. Hátíðin hefur ver- ið haldin árlega á Eiðum frá því á sjöunda áratugnum, en er nú í annað sinn við full- komnar aðstæður á Vilhjálmsvelli. Arngrímur Viðar Ásgeirsson er fram- kvæmdastjóri ÚÍA. Hann segir mótið verða einstaklega glæsilegt í ár og þátttakendur á fjórða hundrað talsins. Þeir eru á öllum aldri, allt frá börnum til eldra fólks, en Arngrímur segir mætingu mjög góða frá félögunum á Austurlandi. Sem dæmi koma sterkir kepp- endur til mótsins frá Bakkafirði, en þaðan hafa ekki komið þátttakendur um árabil. Að auki keppa fulltrúar frá héraðssamböndunum á Hornafirði, í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum og sundfélögunum Ægi og Óðni. Meðal keppnisgreina er sund, frjálsar, fjallahjólakeppni, boðhlaup, víðavangshlaup og boccia. Þá verður boðið upp á fimleikasýn- ingu, sundlaugarpartí, brekkusöng og töfra- brögð. Arngrímur segir sund hafa verið að ryðja sér til rúms eystra síðustu misseri og séu mjög efnilegir keppnismenn væntanlegir á mótið. Þá segir hann spennandi að bjóða upp á 13 km Eiðahlaup, en það hefst við gamla Eiðavöllinn þar sem sumarhátíð var áður haldin og endar á Vilhjálmsvelli. Er þar gerð tilraun til að endurvekja gamla Egilsstaðam- araþonið, sem lagðist af fyrir nokkrum árum. Skylmingar verða ný sýningargrein á há- tíðinni og koma Ragnar Ingi Sigurðsson frá skylmingadeild FH í Hafnarfirði og Guðrún Jóhannsdóttir frá Skylmingafélagi Reykja- víkur og sýna skylmingar. Þau eru bæði margfaldir Íslandsmeistarar í skylmingum með höggsverði, sem og Norðurlandameist- arar. Vilhjámur Einarsson ólympíuverðlaunahafi og sá er Vilhjálmsvöllur er nefndur eftir, verður greinastjóri í þrístökki á mótinu og sérstakur heiðursgestur Dagný Jónsdóttir al- þingismaður. Nú heita menn á veðurguðina um gott veður á mótsgesti, en undanfarnar hátíðir hefur veður verið í rysjóttara lagi. Verðlaunaafhending og mótsslit fara fram um klukkan fimm á sunnudag. Sumarhátíð ÚÍA haldin á Vilhjálmsvelli um helgina Egilsstaðir ÓSKAÐ hefur verið eftir tilboðum af hálfu Landsvirkjunar í byggingu brúar yfir Jökulsá í Fljótsdal. Verður hún neðan við Ufsarárstíflu austan Snæfells, en sú stífla á að vera hluti veitukerfis Kárahnjúkavirkjunar. Brúin yfir Jökulsá mun liggja yfir ármót Hafursár og Eyjabakkafoss og verða 23 m löng og 3,6 m breið. Þá verður gerður um kílómetra langur veg- slóði til að tengja brúna við slóð inn að Eyja- bökkum og síðar byggður vegur að Ufsarár- stíflunni. Að henni munu liggja aðrennslisgöng sem tengd verða við göngin frá Kárahnjúkas- tíflu. Ráðgert er að verkinu ljúki um miðjan nóv- ember. Óskað eftir tilboð- um í brú yfir Jök- ulsá í Fljótsdal Egilsstaðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.