Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.07.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 43 ÁRNAÐ HEILLA 60 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 11. júlí, verður sextugur Svanur Ingvason, húsgagnasmíða- meistari, Skógargerði 4, Reykjavík. Eiginkona hans er Rán Einarsdóttir. Þau eru að heiman í dag. 50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 11. júlí, er fimmtug Erla Kr. Bjarna- dóttir, Heiðargerði 13, Húsavík. Eiginmaður henn- ar er Sigurgeir Aðalgeirsson, framkvæmdastjóri fyr- irtækisins Alli Geira hf., vöruflutningar. Þau verða að heiman á afmælisdaginn. 60 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 11. júlí, er sextug Dóra Friðriks- dóttir, Hríseyjargötu 21b, Akureyri. Dóra er að heim- an á afmælisdaginn. 90 ÁRA afmæli. Ámorgun, laugardag- inn 12. júlí, er níræð Mar- grét Guðmundsdóttir, Stangarholti 3, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á afmælisdaginn kl. 15–17 á Hjúkrunarheimilinu Eir, 4. hæð, þar sem hún dvelur nú. STJÖRNUSPÁ Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Þú átt auðvelt með að vinna með öðrum og hefur yf- irgripsmikla þekkingu á hin- um ýmsu málum. Þú sýnir af þér mikla hjálpsemi og öðrum líkar það vel. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú munt að öllum líkindum fá tækifæri til þess að veita fjöl- skyldumeðlim hjálparhönd. Það eru forréttindi að geta hjálpað ættingjum sínum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Vinátta sem hefst í dag og lætur ekki mikið yfir sér gæti orðið langvinn. Það ríkir gagnkvæmur skilningur í þessu vináttusambandi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú munt hafa gaman af því að kaupa eitthvað sem eykur viðringu þína í augum ann- arra. Frestaðu kaupunum til morguns. Það er betra. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert reiðubúinn til þess að leggja töluvert á þig í dag til þess að ná markmiðum þín- um. Þú munt geta gert þetta án þess að taka nokkuð frá öðrum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Í dag er þér sérstaklega annt um frelsi og velferð annarra. Mundu að gleyma ekki þínu eigin frelsi og þinni eigin vel- ferð. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það mun reynast auðvelt að veita vini þínum hjálparhönd í dag. Þú kýst að hjálpa öðr- um ef þeir endurgjalda greið- ann. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Öðrum finnst þú hafa mikla útgeislun í dag. Þú ert ein- staklega aðlaðandi og ein- hver gæti fundið fyrir ást á þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú kýst að eyða peningum og skemmta þér í dag. Þú hefur úr mörgu að velja þegar kemur að skemmtunum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Einhver gæti gefið þér eitt- hvað í dag sem setur svip á heimili þitt. Þessi gjöf gæti komið sér vel fyrir þig og auðveldað lífið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Án þess að þú þurfir að leggja nokkuð aukalega á þig nærðu að fá alla á þitt band. Njóttu þess á meðan það var- ir. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Góðar hugmyndir þínar í vinnunni gætu fært þér auknar tekjur í framtíðinni. Ekki forðast það að láta heyra í þér. Þú hefur mikið fram að færa. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú finnur fyrir mikilli góðvild í garð annarra. Spennandi samband gæti hafist í dag. Fólk hrífst af kærleik þínum og sjálfsöryggi. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. KVÖLD Í SVEIT Kvöldblíðan lognværa kyssir hvern reit, komið er sumar og fögur er sveit. Sól er að kveðja við bláfjalla brún, brosa við aftanskin fagurgræn tún. Seg mér hvað indælla auga þitt leit íslenska kvöldinu í fallegri sveit! Guðmundur Guðmundsson LJÓÐABROT Á MEÐAN spilarar af holdi og blóði sátu sveittir og lúnir við græna borðið í hitabylgjunni í Menton fór fram hliðarmót harðgerð- ari keppenda sem létu hit- ann ekkert á sig fá: „Tölv- urnar“ voru að heyja sitt sjöunda heimsmeist- aramót. Bridsforritin verða æ fullkomnari og keppnin á milli þeirra bestu er í háum gæðaflokki. Níu for- rit hófu keppni og í fyrstu lotu spiluðu tölvurnar inn- byrðis 20 spila leiki. Fjórar efstu „sveitirnar“ kepptu svo til úrslita. Hollenska forritið Jack fór með sigur af hólmi eftir að hafa unnið Bridge Baron frá Banda- ríkjunum í úrslitaleik. Í undanúrslitum burstaði Jack Micro Bridge frá Jap- an, en Bridge Baron lagði Frakkann Wbridge5 naum- lega. Þessi fjögur forrit, ásamt hinu breska Oxford Bridge og þýska Q-Plus, eru í sérflokki. Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♠ KG102 ♥ G7 ♦ Á2 ♣K9876 Vestur Austur ♠ D ♠ Á98 ♥ K109 ♥ 86543 ♦ G853 ♦ D64 ♣DG1043 ♣Á2 Suður ♠ 76543 ♥ ÁD2 ♦ K1097 ♣7 Spilið er frá úrslitaleik Jack og Bridge Baron. NS eiga varla geimstyrk, en þó er töluvert vit í því að reyna fjóra spaða. Jack bjó yfir tækni til að segja geimið: Vestur Norður Austur Suður BB Jack BB Jack Pass 1 lauf Pass 1 spaði Pass 2 spaðar Pass 2 grönd * Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Hækkun norðurs í tvo spaða sýnir 12–14 punkta og fjórlit í spaða. Suður biður um nánari lýsingu með tveimur gröndum og norður lýsir yfir lágmarki en góðu trompi með þrem- ur spöðum. „Suður-Jack“ gat reiknað út frá því að geim væri a.m.k. 40% og sagði fjóra spaða. Út kom laufdrottning, sem var dúkkuð. Laufásinn féll óbættur síðar í spilinu og laufkóngurinn nýttist sem niðurkast fyrir tígul. Tíu slagir og 620. Bridge Baron hafði ekki sömu sagntækni og stans- aði í þremur spöðum eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður Jack BB Jack BB Pass 1 lauf Pass 1 spaði Pass 2 spaðar Pass 3 spaðar Pass Pass Pass Tígull kom út og Bar- óninn í suður spilaði því laufi á kóng og fékk aðeins 9 slagi: 140 og 10 IMPar til heimsmeistarans í tölvu- flokki. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson GULLBRÚÐKAUP. Í dag, föstudaginn 11. júlí, eiga gull- brúðkaup hjónin Sólveig Júlíusdóttir og Þórður Þór- arinsson frá Ríp, búsett á Víðigrund 9, Sauðárkróki. Þau eru nú í óvissuferð. 50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 11. júlí, er fimmtugur Ebeneser Konráðsson, Ægisgrund 19, Garðabæ. Í tilefni af- mælisins tekur hann á móti gestum í safnaðarheimilinu Kirkjulundi í Garðabæ milli kl. 17 og 19 í dag. 1. c4 e6 2. Rc3 Rf6 3. g3 Be7 4. Bg2 O-O 5. b3 d5 6. cxd5 exd5 7. Bb2 d4 8. Re4 Rc6 9. Rxf6+ Bxf6 10. Bxc6 bxc6 11. h4 He8 12. d3 Dd5 13. Hh2 a5 14. Dc2 a4 15. b4 a3 16. Bc1 Be7 17. Bd2 Be6 18. Rf3 Bg4 19. Kf1 Bxf3 20. exf3 Dxf3 21. He1 Bd6 22. Hg2 Hxe1+ 23. Bxe1 He8 24. Dd2 Staðan kom upp á alþjóðlega Græn- landsmótinu sem lauk fyrir skömmu. Tomas Oral (2537) hafði svart gegn Sveinbirni Jónssyni (1820). 24...Bxb4! 25. Dxb4 De2+ 26. Kg1 Dxe1+ 27. Dxe1 Hxe1+ 28. Kh2 Hd1 29. f4 Hxd3 30. Hc2 Hc3 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. DAGBÓK       DILBERT mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.