Morgunblaðið - 11.07.2003, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 11.07.2003, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 51 VIÐKUNNANLEGIR tónar óma á ótrúlegustu stöðum í borginni í sumar. Þar er á ferð Lúðrasveit lýðsins, þriggja manna hljómsveit sem hefur það að markmiði að koma með tónlistina til almenn- ings, eins og Guðmundur Steinn Gunnarsson, forsprakki hópsins, segir. Hér er á ferð verkefni á vegum Hins hússins og sækir bandið heim vistmenn á elliheim- ilum, leiskóla, sjúkrahús, versl- unarmiðstöðvar og jafnvel sund- laugar. Hópurinn er að starfa í fyrsta skipti í sumar og segir Guð- mundur frá: „Stefna hópsins er að spila stutt frumsamin alþýðulög sem hljóma eins og enginn hafi samið þau. Í stað þess að láta fólk koma til okkar komum við til fólksins og spilum sérstaklega á stöðum þar sem fólk hefur oft ekki tækifæri til að sækja tónlist- arviðburði.“ Lög hópsins eru þannig samin af þeim sjálfum og segir Guð- mundur að þau falli allstaðar í kramið: „Við höfum tekið upp á því að spila mikið niðri í bæ og til dæmis á strætóstöðvum eins og Hlemmtorgi og í Mjódd við góðar undirtektir. Það er líka gaman að sjá hvað fólk verður hissa þegar við spilum á stöðum þar sem fólk á annars ekki von á tónleikum, eins og í sundlaugunum. Guðmundur er sjálfur í námi við Listaháskóla Íslands og spilar á gítar. Ásamt honum eru í Lúðrasveit lýðsins þau Einar Hall- grímur Jakobsson og Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir. Einar er við nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík og ber þann virðulega titil aðstoðarformaður Lúðra- sveitar Reykjavíkur þar sem hann leikur á trompet. Sandra er að hefja nám í kennaradeild FÍH og er djass-sellóleikari. Á hverjum stað velja þau tón- listardagskrá við hæfi og hafa einnig tekið upp á því að halda sérstaklega upp á þjóðhátíð- ardaga annarra þjóða: „17. júlí næstkomandi er til dæmis þjóðhá- tíðardagur Íraks. Þá ætlum við að spila írösk þjóðlög í kántrí- útsetningu í tilefni af samskiptum Bandaríkjanna og Íraks.“ Þau reyna að jafnaði að vinna 8 tíma vinnudag og eru síspilandi allan þann tíma. Þannig reyna þau að hafa æfingar fyrri hluta dags en halda síðan tónleika seinni partinn og eru jafnvel að halda 7 tónleika á dag, oft klukkustund í senn og tekur Guð- mundur undir að þau séu oft „út- spiluð“ þegar þau koma heim að loknum vinnudegi. Í dag, föstudag, tekur Lúðra- sveit lýðsins þátt í Föstudags- bræðingi Hins hússins með flutn- ingi í samstarfi við hóp sem kallast Ljóðaleikur. Frumsamin ljóð og fjörug lög verða flutt til skiptis og brætt saman við bakka Reykjavíkur- tjarnar kl. 13. Lúðrasveit lýðsins spilar á ólíklegustu stöðum Tónlistin til fólksins Morgunblaðið/Sverrir Leikið fyrir lýðinn: Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir, Einar Hallgrímur Jak- obsson og Guðmundur Steinn Gunnarsson mynda saman Lúðrasveit lýðs- ins. Hér spila þau fyrir íbúa elliheimilisins Skógarbæjar. Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Kvikmyndir.com  X-ið 977  HJ MBL  HK DV Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 6. POWE R SÝNIN G KL. 10 .50. Sýnd kl. 6.10, 6.50, 8.30, 9.10 og Powersýning kl. 10.50. YFIR 16.000 GESTIR! I . . . Súlumót frá formaco ● úr pappa ● einföld og þægileg í notkun ● fæst í mörgum lengdum og breiddum Gylfaflöt 24-30 • 112 Reykjavík Sími 577 2050 • Fax 577 2055 formaco@formaco.is • www.formaco.is Sýnd k. 4, 6.30, 9 og 11.15. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. www.laugarasbio.is Ef þú hélst að þú værir heimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Sýnd kl. 3, 6, 9 og Powersýning kl. 11.30. YFIR 16.000 GESTIR! POWERSÝnINGkl. 11.30.Á STÆRSTA THXtJALDI LANDSINS ÚTSALA 38 ÞREP Laugavegi 49 / sími 561 5813 ROBERT Wagner hefur krafist hlutdeildar í hagnaði kvik- myndanna Englar Kalla (Charl- ie’s Angels). Wagner krefst helm- ings þess hagnaðar sem hefur fallið í hlut framleiðanda vegna þátttöku sinnar í þróun sam- nefndra sjónvarpsþátta, sem sýndir voru á áttunda áratug 20. aldar. Hann telur sig eiga rétt á hundruðum milljóna króna, sem kvikmyndirnar hafa nú skilað í hagnað. Wagner segir að hann hafi aldr- ei fengið hlutdeild í umræddum hagnaði en það er Sony-risinn sem á réttinn á myndunum. Sony hefur ekki svarað kröfum Wagners. Wagner ásælist englana Hinir upprunalegu englar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.