Morgunblaðið - 11.07.2003, Side 42

Morgunblaðið - 11.07.2003, Side 42
DAGBÓK 42 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Caronia kemur og fer í dag. Mánafoss fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Orlik og Haukur koma í dag, Rán fer í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Bingó í dag kl. 14. Árskógar 4. Smíða- stofan er lokuð til 11. ágúst. Handa- vinnustofan er lokuð vegna sumarleyfa. Púttvöllur opinn mánu- dag til föstudags kl. 9– 16.30. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 12.30 bað, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 frjálst að spila í sal. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 að- stoð við böðun, hár- greiðslustofan opin. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9–12 applikering, kl. 10–13 opin verslunin. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9.30 gönguhópur, allir vel- komnir, kl. 9–12 bað, kl. 9–16 opin vinnustofa. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8. bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 „opið hús“spilað á spil. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Skrifstofan er lokuð frá og með 30. júní til 6. ágúst. Viðvera í Gjá- bakka fellur niður á sama tíma. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Billjard kl. 13.30, brids kl 13, púttæfingar á Hrafn- istuvelli kl 14–16. Púttmót við Púttklúbb Hrafnistu á þriðjudag- inn 15. júlí, mæting kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Útvarp Saga 94,3 þáttur um málefni eldri borgara. S. 588 2111. Gerðuberg, félagsstarf. Lokað vegna sum- arleyfa til 12. ágúst. Sund og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug á mánudögum, mið- vikudögum og föstu- dögum kl. 9.30. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, leiðbeinandi á staðn- um kl. 9.30–16. Kl. 13.15 brids, kl. 20.30 fé- lagsvist. Gullsmári, Gullsmára 13. Lokað vegna sum- arleyfa til 5. ágúst. Hárgreiðuslustofan og fótaaðgerðarstofan verða opnar. Hraunbær 105. Kl. 9 baðþjónusta, fótaað- gerð og hárgreiðsla, kl. 10 pútt. Hvassaleiti 58–60. Hársnyrting fótaað- gerðir. Norðurbrún 1. Kl. 9– 17, hárgreiðsla. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 handavinna, kl. 13.30– 14.30. Sungið við flyg- ilinn, kl. 14.30–16 dans- að í aðalsal. Vitatorg. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerð, kl. 13.30 bingó. FEBK. Brids spilað kl. 13.15 í Gjábakka. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laug- ardögum. Minningarkort Heilavernd. Minning- arkort fást á eft- irtöldum stöðum: í síma 588-9220 (gíró) Holts- apóteki, Vesturbæj- arapóteki, Hafnarfjarð- arapóteki, Keflavíkurapóteki og hjá Gunnhildi Elías- dóttur, Ísafirði. Minningarkort Park- insonsamtakanna á Ís- landi eru afgreidd á skrifstofutími í síma 552-4440 frá kl. 11–15. Kortin má einnig panta á vefslóðinni: http:// www.parkinson.is/ sam_minning- arkort.asp Minningarkort Sam- taka sykursjúkra fást á skrifstofu samtakanna Tryggvagötu 26, Reykjavík. Opið virka daga frá kl. 9–13, s. 562- 5605, bréfsími 562- 5715. Minningarkort Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar (K.H.), er hægt að fá í Bókabúð Böðvars, Reykjavík- urvegi 64, 220 Hafn- arfirði s. 565-1630 og á skrifstofu K.H., Suð- urgötu 44, II. hæð, sími á skrifstofu 544-5959. Krabbameinsfélagið. Minningarkort félags- ins eru afgreidd í síma 540 1990 og á skrifstof- unni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upp- lýsingar í tölvupósti (minning@krabb.is). Í dag er föstudagur 11. júlí, 192. dagur ársins 2003. Benedikts- messa á sumri. Orð dagsins: En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yð- ur á allt það, sem ég hef sagt yður. (Jóh. 14, 25.)     Andrés Magnússonblaðamaður brá sér til Grænlands um dag- inn. Það varð honum til- efni til að skrifa um sam- göngur á Íslandi og gerð Héðinsfjarðarganga fyrir norðan. „Göngin eiga að liggja í gegnum tvö fjöll og um botn Héðins- fjarðar og tengja saman Siglufjörð og Ólafsfjörð. Herlegheitin eiga að kosta 6,2 milljarða króna, en á Siglufirði búa um 1.500 manns og á Ólafsfirði um 1.000 manns. Samtals eru íbú- ar svæðisins því um 2.500, sem þýðir að kostnaður við göngin á hvern íbúa hefði að minnsta kosti verið um 2,5 milljónir króna og kostnaður á fjögurra manna fjölskyldu þar með um 10 milljónir króna.“     Hann segir að gönginmuni raunar nýtast Siglfirðingum mest. „[E]f kostnaðinum er ein- göngu deilt niður á þá verður hann rúmar 4 milljónir króna á nef hvert, eða ríflega 16 milljónir króna á hverja fjögurra manna fjöl- skyldu. Væri þá ekki ein- faldara og ódýrara að gefa hverri fjölskyldu sérstaklega búinn glæsi- jeppa? Þeir hjá Arctic Trucks í Kópavogi hafa farið á Suðurheimskautið á jeppunum sínum og slíkir ofurjeppar hljóta að duga Siglfirðingum.“     Andrés setur þetta íannað samhengi og ber þessar framkvæmdir fyrir norðan við sam- gönguframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Ef kostnaður á hvern íbúa væri jafn mikill væri hægt að ráðast í fram- kvæmdir fyrir 450 millj- arða króna. „Og þegar menn eru farnir að tala um aura af þeirri stærð- argráðu fer rugl eins og neðanjarðarlestarkerfi eða ofurleiðarabraut til Keflavíkur allt í einu að meika sens. Og af hverju að hætta þar? Af hverju skyldu Íslendingar ekki hleypa eigin geim- ferðaáætlun af stokk- unum? Ég gáði að því á Netinu í gærkvöldi og hvert flug geimskutl- unnar kostar ekki nema um 46 milljarða króna, þannig að með sömu kostnaðarréttlætingu og menn hafa í flimtingum vegna Héðinsfjarð- arganga gæti höfuðborg- arsvæðið eitt sent geim- skutluna í tíu ferðir. Og mér skilst að það sé hægt að fá miklu betri díla bæði hjá Kínverjum og Rússum. Eða eiga ekki allir fjórar millj- ónir, sem þeir eru stein- hættir að nota?     Það getur verið að Sigl- firðingar séu svekktir yf- ir frestun ganga- gerðarinnar, en ég er satt að segja enn meira fúll yfir þeim degi þegar lagt verður í hana. Ég er byrjaður að finna til í veskinu,“ segir Andrés Magnússon. STAKSTEINAR Samgöngur í ógöngum Víkverji skrifar... VÍKVERJI kom akandi til borg-arinnar eftir ferðalag um Suður- land á dögunum og á Suðurlandsvegi, skammt neðan Rauðavatns, voru ein- hverjar framkvæmdir við veginn. Þar ók Víkverji fram á skilti, þar sem stóð „vinnusvæði lokið“. Ósjálfrátt velti Víkverji því fyrir sér hvort þarna vantaði eitt orð; kannski ætti að standa þarna „vinnusvæði – lokið hliðinu“ eða „vinnusvæði – lokið bíl- glugganum.“ Ferðafélagar Víkverja bentu honum hins vegar á að þetta ætti líklega að þýða að þarna endaði vinnusvæðið. Víkverja finnst þetta skrýtin málnotkun. Lýkur vinnu- svæðum? Enda þau ekki bara? Myndi einhver segja: „Veginum lýk- ur hér“? Bókum, kvikmyndum og leikritum lýkur, jafnvel pistlum í dag- blöðum. Málum, rannsóknum og deil- um lýkur en Víkverji er alveg harður á því að vinnusvæði og vegir enda bara. x x x VÍKVERJI hefur hugboð um að ílandinu sé að störfum raðinn- brotsþjófur, sem brýzt inn á veit- ingastaði í júlímánuði á þriggja ára fresti. Innbrotin virðast ekki framin í auðgunarskyni, því að litlu eða engu er stolið, en þau hafa augljósa vísun í klassískar brezkar bókmenntir, nán- ar tiltekið söguna af Hróa hetti. Ný- lega brauzt þjófurinn inn á veitinga- staðinn Tóka munk á Þingeyri. Ekki er ljóst hvort neinu var stolið í því innbroti, skv. frétt á mbl.is. Fyrir réttum þremur árum, í júlí árið 2000, birtist frétt í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni „Stolið frá Hróa hetti“. Þar sagði frá því að brotizt hefði ver- ið inn á flatbökustaðinn, sem ber nafn útlagans sem forðum stal frá þeim ríku til að gefa þeim fátæku – en þeg- ar upp var staðið, kom reyndar í ljós að litlu sem engu hafði verið stolið. Víkverji vonar að lögreglan hafi áttað sig á tengslum „Skírisskógar- innbrotanna“ og sé á varðbergi gagn- vart þessum bókmenntalega sinnaða raðinnbrotsþjófi. Ef einhver á veit- ingastað, sem heitir Litli-Jón eða Vil- hjálmur skarlat, ætti hann líklega að passa sig í júlímánuði 2006, sé kenn- ing Víkverja rétt. x x x FLUGLEIÐIR hafa verið gagn-rýndar dálítið fyrir að gera út á staðalmyndir af kynjunum í auglýs- ingum sínum. Einhver hefði nú hald- ið að nóg væri búið að berja á flug- félaginu til þess að það væri farið að passa sig í markaðssetningu sinni. Kunningi Víkverja framsendi hon- um tölvupóst frá Netklúbbi Flug- leiða, þar sem boðið er upp á flug til Barcelona. Þar er svo jafnframt getið um viðburði í borginni: „Catalonian Moto GP 15. júní – kappakstur fyrir karlmennina. Tom Jones í Palau Sant Jordi 15. júní – tónleikar fyrir kven- mennina.“ Kunninginn, sem er karlkyns aðdáandi Tom Jones en hefur lítinn áhuga á kappakstri, var hneykslaður á tölvupóstinum og fannst hann benda til að Flugleiðafólk hefði lítið lært. Reuters Tom Jones – bara fyrir kvenfólk? Hættið að barma ykkur ÉG SEM ellilífeyrisþegi fer fram á að ráðamenn landsins hætti að væla um hvað við gamla fólkið í landinu séum mikill baggi á öllum sviðum, að sjúkra- kostnaður sé að sliga ríkið og þar séu gamlir vandinn. Hættið að barma ykkur. Þið borgið þýsku forseta- veisluna, en við ellilífeyr- isþegar höfum engan áhuga á fínustu og dýrustu kjólunum. Strípaður ellilífeyrisþegi. Þakkir til Helga í Góu KONA ein hringdi í Vel- vakanda og vildi koma á framfæri þakklæti til Helga hjá Góu. Hún vildi þakka honum fyrir veittan stuðning á Dýrafjarðar- dögum og vonaði að hann dafnaði sem lengst. Þvílík skömm ÖKUMENN góðir, nú verðið þið allir að taka ykkur á og fara að nota stefnuljós. Ég þurfti að taka leigubíl fyrir skömmu og fór að rabba við bíl- stjórann. Talið barst að ökumönnum hér á landi. Hann fræddi mig um það að hann hefði lesið grein í blaði um að könnun hefði verið gerð í Bandaríkjun- um. Niðurstaða könnunar- innar var sú að þeir sem ekki notuðu stefnuljós hefðu lægri greindarvísi- tölu en hinir sem það gerðu. Þvílík skömm. Les- andi góður, hver er þín greindarvísitala? Nógu há til þess að nota stefnuljós? Stefnuljósanotandi. Tapað/fundið Bíllykill tapaðist SUNNUDAGINN 29. júní sl. týndist bíllykill á lykla- kippu. Lykillinn týndist líklega á Hellu, golfvellin- um við Hellu, tjaldsvæðinu Laugalandi eða á þessu svæði. Þetta er þykkur lykill og lyklakippan er „mini-“útgáfa af svissnesk- um hníf og er merkt RES- INO. Finnandi vinsamleg- ast hafi samband í síma 698 7576 eða skili honum í afgreiðslu sundlaugarinnar á Hellu. Rautt veski tapaðist HINN 5. júlí sl. tapaðist rautt veski. Líkur eru á að veskið, sem er leðurveski úr Debenhams, hafi tapast fyrir utan Smáralind eða 10/11 á Grensásvegi. Í veskinu voru skilríki af ýmsum toga. Veskið hefur notagildi jafnt sem tilfinn- ingagildi fyrir eigandann. Skilvís finnandi er vinsam- legast beðinn að hafa sam- band í síma 698 0273. Dýrahald Síamsfress hljópst á brott ÞESSI síamsfress tapaðist frá Móbergi í Setbergs- hverfi. Ef einhver verður hans var er sá sami vin- samlegast beðinn að hafa samband í síma 565 2581 eða 899 0316. . Gráir, hvítir og kassavanir KETTLINGAR fást gef- ins. Þeir eru gráir og hvítir og kassavanir. Nánari upp- lýsingar í síma 564 4025 eða 862 5103. Þrír kettlingar fást gefins ÞRÍR kassavanir kettling- ar fást gefins. Upplýsingar í síma 663 5906. Ólafía fæst gefins KISAN mín er þrílit, þrifin og gæf. Hún er 8 ára göm- ul og þyrfti að komast á ró- legt heimili. Hún getur ekki dvalist á núverandi heimili vegna ofnæmis. Upplýsingar í síma 866 2352. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Golli LÁRÉTT 1 myndarleg, 8 ófram- færni maðurinn, 9 minn- ast á, 10 tala, 11 vitlausa, 13 raunin, 15 slátra, 18 búa til saft, 21 lengd- areining, 22 skrifar, 23 viljuga, 24 brjóstbirtu. LÓÐRÉTT 2 Asíuland, 3 skrika til, 4 sigruðum, 5 örðug, 6 gauf, 7 erta, 12 gljúfur, 14 geisa, 15 gamall, 16 smá, 17 ákveð, 18 mikli, 19 fáni, 20 eðlisfar. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 þyrma, 4 hækil, 7 áburð, 8 ýlfur, 9 nár, 11 rótt, 13 ónáð, 14 ágeng, 15 jarl, 17 nema, 20 Ægi, 22 dapur, 23 læðan, 24 sárin, 25 tærar. Lóðrétt: 1 þráir, 2 raust, 3 auðn, 4 hlýr, 5 kofann, 6 lær- ið, 10 áfeng, 12 tál, 13 ógn, 15 Júdas, 16 rípur, 18 eiður, 19 Agnar, 20 æran, 21 illt. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.