Morgunblaðið - 11.07.2003, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 11.07.2003, Qupperneq 20
AKUREYRI 20 FÖSTUDAGUR 11. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Útsala Útsala Útsala Útsala Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505, Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Verið velkomin 10 www.islandia.is/~heilsuhorn Kelp Fyrir húð, hár og neglur PÓSTSENDUM Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889 Fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum, Árnesapóteki, Selfossi og Yggdrasil, Kárastíg 1. Ein með öllu Multi-vítamin og steinefna- blanda ásamt spirulínu, lecithini, Aloe vera o.fl. fæðubótarefnum Rauðsmára- Phytoestrogen Fyrir konur á breytingarskeiðinu Fyrir vöðva og liðamót Glucosamine (870 mg Glucosamine í hverjum belg) ásamt engifer og turmeric 10 ára Akureyrarbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga neðangreinda tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 1998-2018, og skv. 25. gr. og 1. mgr. 26. gr. sömu laga neðan- greinda tillögu að breytingum á deiliskipulagi. Safnasvæði á Krókeyri, breyting á aðalskipulagi Bæjarstjórn Akureyrar leggur til að aðalskipulagi Akureyrar 1998- 2018 verði breytt þannig að á svæði við Krókeyri sem skilgreint er sem opið svæði til sérstakra nota, gróðrarstöð, verði einnig gert ráð fyrir stofnunum. Miðað er við að á svæðinu verði söfn, m.a. Iðnað- arsafnið á Akureyri. Fyrirhugað er að nýta fyrrum áhaldageymslur Umhverfisdeildarinnar fyrir Iðnaðarsafnið en einnig er gert ráð fyrir að á svæðinu geti verið önnur söfn. Stefnt er að því að flytja á svæðið gamlar, varðveislu- verðar byggingar sem flytja þarf til vegna framkvæmda. 1. áfangi Naustahverfis, breytingar á deiliskipulagi Tillagan er um ýmsar breytingar á skipulagsuppdrætti og skilmálum frá maí 2002. M.a. er um að ræða breytingu á ákvæði um hæð þaka á einbýlishúsum, byggingarreitum og lóðamörkum er hnikað til á nokkrum stöðum, á lóðum austan Tjarnartúns breytist húsgerð úr tveggja hæða tvíbýlishúsum í einnar hæðar raðhús og á lóð við Hæðartún breytist húsgerð úr tveggja hæða tvíbýlishúsum í 1-2 hæða raðhús. Kvaðir um almennar gönguleiðir á íbúðarlóðum falli allsstaðar brott. Einnig er gerð tillaga um lóð og hús fyrir símstöð nálægt miðju hverfisáfangans. Tillöguuppdrættir og önnur gögn munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, frá föstudeginum 18. júlí til föstu- dagsins 15. ágúst 2003, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillög- urnar og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/ undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 16.00 föstu- daginn 29. ágúst 2003 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeild- ar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athuga- semdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur. Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar. Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is Tillögur um breytingar á aðal- og deiliskipulagi FJÖLMENNI var samankomið í Há- skólanum á Akureyri í gær þegar Tómas Ingi Olrich menntamálaráð- herra tók skóflustungu að Rann- sókna- og nýsköpunarhúsi sem rísa mun á háskólasvæðinu. Með húsinu verður til fyrsta flokks aðstaða fyrir kennslu og rannsóknir í raunvísind- um með hagnýtingarmöguleika fyrir hin ýmsu svið þjóðlífsins og þar mun verða miðstöð rannsókna- og þróun- arstarfs á Norðurlandi. Áætlað er að húsið verði tekið í notkun 1. október 2004. Tómas Ingi sagði í tilefni dagsins að Íslendingar verji miklum hluta af vergri þjóðarframleiðslu til vísinda- rannsókna og þróunar. „Við ætlum okkur enn vaxandi hlut í þeim efnum. Það er að sjálfsögðu lykilatriði í þessari þróun að þjóðin öll taki þátt í þessu verkefni. Að það verði ekki bundið við höfuðborgar- svæðið, heldur verði það einnig unnið á landsbyggðinni. Nú eru allir sam- mála um það, þó að það hafi verið deildar meiningar um það á sínum tíma, að stofnun Háskólans á Akur- eyri hafi verið langmikilvægasta skrefið í byggðaþróun á Íslandi. Ég lít svo á að af einstökum áföngum í upp- byggingu Háskólans á Akureyri þá sé þessi áfangi með þeim allra stærstu,“ sagði Tómas. Um einkaframkvæmd er að ræða og mun ríkið leigja aðstöðu í húsinu af einkaaðilum sem ann- ast byggingu hússins, rekstur þess og þjón- ustu. Áður en skóflu- stungan var tekin þá undirrituðu fulltrúar Landsafls hf., Ís- lenskra aðalverktaka og Iss Ísland hf. ann- ars vegar og fulltrúi Fasteigna ríkissjóðs hins vegar samkomu- lag vegna byggingar hússins og þeirrar starfsemi á vegum rannsóknastofnana ríkisns sem þar verða til húsa. Samningur- inn nær til 25 ára og hljóðar upp á tæpar 1.500 milljónir kr. Háskólahátíð hin síðari Eyjólfur Guðmundsson, deildarfor- seti auðlindadeildar við HA, talaði fyrir hönd skólans í fjarveru rektors. Hann sagði að sér liði eins og nú væri háskólahátíð hin síðari. „Þetta er gjörbylting fyrir kennslu í raunvísindum, fyrir þá sem vinna að rannsóknum og nýsköpun og er grundvöllur fyrir starfsemi Auðlinda- deildar. Stefnt er að blanda saman at- vinnulífi, kennslu og rannsóknum í enn meira mæli en hefur verið gert,“ sagði Eyjólfur. Stofnanir ríkisins munu leigja nán- ast allt húsnæði fyrsta áfanga undir starfsemi sína en eigandi byggingar- innar, Landsafl hf., leigir einnig hluta þess áfanga til sprotafyrirtækja eða undir aðra starfsemi. Gert er ráð fyrir aðstöðu í húsinu fyrir minni fyrirtæki til að stunda rannsóknir og nýsköpun. Stefnt er að því að með húsinu verði til þekkingar- og tæknigarður í tengslum við háskólaumhverfið á Ak- ureyri og að sprotafyrirtæki geti nýtt sér nálægðina við HA þannig að allir aðilar njóti góðs af. Eftirfarandi stofnanir á vegum rík- isins munu hafa aðstöðu í húsinu. Raunvísindakennsla Háskólans á Ak- ureyri, Matvælasetur HA, Rann- sóknastofnun HA, Byggðarann- sóknastofnun Íslands, Ferðamálasetur HA, Akureyrarsetur Náttúrufræðistofnunar Íslands, Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofn- unar, skrifstofa PAME á Íslandi, skrifstofa CAFF á Íslandi, stofnun Vilhjálms Stefánssonar, útibú jarð- eðlissviðs Veðurstofu Íslands, útibú Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins á Akureyri, útibú Hafrannsóknastofn- unar á Akureyri, útibú Rannsókna- sviðs Orkustofnunar og frumkvöðla- setur á vegum iðnaðarráðuneytisins. Háskólanum líkt við minkabú Halldór Blöndal, forseti Alþingis var viðstaddur og sagði að í upphafi hafi margir staðið gegn því að HA yrði stofnaður. „Margir sögðu að það væru ekki horfur á því og ekki fyrirséð að hægt væri að reka sjálfstæða rannsóknar- starfsemi sem því nafni gæti kallast hér norður á hjara. Þegar þessar raddir voru hvað háværastar þá var háskólanum hér á Akureyri líkt við minkabú í ræðu einni á Alþingi. Þann- ig var gagnrýnin og óvildin sem þessi stofnun mætti, en til allrar hamingju hjá mjög fáum. Nú er slyðruorðið rek- ið af Norðlendingum í eitt skipti fyrir öll svo sýnilegt sé, ég vil að vísu halda því fram að háskólinn og rannsókna- stofnanirnar hér hafi síðan fyrir 1900 sýnt að hér hafa starfað merkir vís- indamenn og rannsóknamenn. En það er enginn vafi á því að við þurft- um á því húsi sem nú á að rísa,“ sagði Halldór. Háskólinn á Akureyri Skóflustunga tekin að Rann- sókna- og nýsköpunarhúsi Morgunblaðið/Margrét Þóra Skrifað var í gær undir samning um byggingu og rekstur rannsókna- og nýsköpunarhúss sem stað- sett er á háskólasvæðinu við HA. Morgunblaðið/Margrét Þóra Tómas Ingi lenti í smávandræðum þegar hann var að taka skóflu- stunguna, því hann lenti alltaf á grjóti. Hann sagði að greinilegt væri að húsinu hefði verið valinn staður á klöpp en ekki sandi, en héðan í frá verða notaðar stórvirk- ar vinnuvélar við gröftinn. ÞAÐ er hálf haustlegt um þessar mundir norðan heiða, um hásum- arið. Heldur dimmt var yfir á Ak- ureyri í gær og rigning af og til. Þó þýðir ekkert að kvarta, það vita íbúarnir sem væntanlega bíða spenntir eftir næstu sól- ardögum. Einhver bið gæti orðið þar á, en veðurspá gerir ekki ráð fyrir að veðrið skáni að marki fyrr en eftir helgi. Þessi unga snót sem var við vinnu sína í Lysti- garðinum á Akureyri hélt sínu striki og klæddi sig í samræmi við veðurfarið. Engu líkara raunar en hún sé í felulitum, regngallinn nánast í sama lit og grenitrén. Haustlegt hásumar! Morgunblaðið/Margrét Þóra AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.