Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ É G er reyndar fæddur hér á Króknum 5. júlí 1956; á sjúkra- húsinu, en foreldrar mínir bjuggu þá og búa enn á Brú- arlandi í Deildardal og þar óx ég upp. Ég var tvo vetur í barna- skóla heima, en fór árið fyrir ferminguna suður á land; var tvo vetur á Eyr- arbakka, þar sem ég á skyldfólk, og aðra tvo á Selfossi. Á Eyrarbakka kynntist ég Sigurði Guðjónssyni, sem kom þar upp Sjóminjasafni. Hann var þá að byrja að byggja yfir safnið og átti hluti í geymslum út um allt. Sigurður þessi var mikill merkismaður. Ég kom svo aftur í Skagafjörðinn haustið 1973 og hef verið hér á Sauðárkróki síðan. Fyrst vann ég hjá sútunarverksmiðjunni Loð- skinni í 24 ár og nú starfa ég við fóðurstöð Kaupfélags Skagfirðinga“ – Langaði þig aldrei að verða bóndi? „Nei. Alls ekki. Mér leiddust sveitastörf svo það varð snemma klárt að ég yrði ekki bóndi.“ Þriggja ára á öskuhaugnum – En hvernig kviknaði áhuginn á munum og minjum? „Þá bakteríu fékk ég ungur heima á Brúar- landi. Þar var fyrir mína tíð grafið fyrir súrheys- gryfju og varð af talsvert moldarflag. Ég fór svo að leika mér í þessari mold og þá kom ýmislegt í ljós upp úr jörðinni. Þarna hefur verið ösku- haugur og þegar ég fór að róta í honum, fann ég hitt og þetta, meðal annars skreytt leirbrot, krítarpípubrot og tvöfalda perlu. Mér er sagt, að ég hafi verið þriggja ára, þeg- ar ég fór að tína saman þessa gömlu hluti. Og þegar þeir komu upp úr öskuhaugnum, fór ég að leika fornleifafræðing af fullum krafti. Ég stóð á hausnum í haugnum allan daginn og velti honum fram og tilbaka. Þannig má rekja þetta allt til moldvörpu- starfsemi minnar í bernsku! Sjálfur man ég ekki eftir mér öðru vísi en með áhuga fyrir gömlum munum og menn- ingu.“ Við göngum inn í sýningarsalinn og ég bið Kristján að benda mér fyrst á munina úr ösku- haugnum á Brúarlandi. Og þarna liggur af- rakstur unga fornleifafræðingsins; krítarpípur, lúsakambur, hnappar, nálar og tvöföld perla. Í sitt hvorum enda sýningarsalarins eru út- skurður Bólu-Hjálmars og klippimyndir Sölva Helgasonar. Í innri endanum eru betri stofa og svefn- kames, búin upp á gamla tíma. „Þetta er skatt- hol Benedikts Vigfússonar, prófasts á Hólum, og líka útskurður eftir Guðmund Guðmundsson frá Bjarnastaðahlíð. Rúmið er frá 1917; smíðað af Jóni Sigurðssyni í Stóra-Gerði, afa Jóns heil- brigðisráðherra – hann er úr Skagafirði,“ segir Kristján. „Eins og flestir fyrirmenn þessa lands!“ Síðan áfram hver munurinn af öðrum; á veggjum, við veggi og í sýningarskápum. „Hér er elzta saumavélin, sem til er á landinu. Jóhannes Þorfinnsson (1834–1894) bóndi á Reykjum í Hjaltadal gaf Herdísi Bjarnadóttir (1837–1922) hana í festargjöf sumarið áður en þau giftu sig; 1857. Það varð síðan tízka að menn leyfðu konuefninu að velja um saumavél eða hring í festargjöf. Og hér er fyrsta prjónavélin sem kom til landsins; þær komu tvær í Skagafjörðinn og þessa fékk Guðrún Ólafsdóttir á Páfastöðum.“ Þriggja daga skegg var tízka í gamla daga „Þessi kistill kom í Skagafjörðinn með stúlku sem var í föruneyti Þóru Gunnarsdóttur, sem Jónas Hallgrímsson greiddi og orti til. Stúlkan, Sigríður Þóra Pétursdóttir, kom í Hóla, ein- stæðingur og var síðast á Kálfsstöðum í Hjalta- dal. Þar dó hún og kistillinn með öllum hennar veraldarauði varð þar innlyksa. Árni Árnason frá Kálfsstöðum gaf mér svo kistilinn.“ Og þarna liggur kistillinn í skápnum og ber fram sögu þessarar snauðu konu í slifsi, svuntu, buddu með 25 eyringi í, hnífi og lykli. Næst dregur Kristján fram rakhníf Jóns Kr. Jónssonar (1888–1966) á Syðri-Húsabakka. „Hvað heldurðu að þetta sé?“ spyr hann og sýnir mér einhvers konar hlíf yfir blaðinu. „Þetta var notað til að stilla blaðið. Það var nefnilega í tízku í gamla daga að vera með þriggja daga skegg. Það er ekkert sem Holly- wood fann upp fyrir fáum árum!“ Og við rekjum áfram í gegnum húsmuni og verkfæramenningu Skagafjarðar. Hér er skagfirzk uppfinning; heyýta Ingi- mundar Bjarnasonar, járnsmiðs á Sauðárkróki. Hann fékk einkaleyfi á henni og framleiddi. Fleira tengist safnverðinum persónulega en fornminjarnar úr öskuhaugnum á Brúarlandi: Hér er skírnarskálin, sem Kristján var skírður úr. Skálin var upphaflega í eigu Steinunnar Árnadóttur (1848–1918) á Kambi í Deildardal, en faðir Kristjáns; Runólfur, var dóttursonur hennar og síðasti eigandi skálarinnar. Við förum í gegnum sjálfsagt sýnishorn skag- firzkrar hestamennsku, en þar er einn af utan- sýslumunum Kristjáns; svipa Odds sterka af Skaganum. Síðan liggur leiðin um veiðihorn með munum tengdum sjósókn og erum við þá komnir að skápnum, þar sem stendur brenni- vínskútur Ólafs Briem snikkara á Sauðárkróki. Hann reisti m.a. Hótel Tindastól 1835, þegar húsinu hafði verið fleytt frá Grafarósi og er það að stofni til elzta hús, sem enn stendur á Sauð- árkróki. Við kútinn stendur brennivínsstaup úr Graf- arósverzlun og má sjá, að einn einfaldur hefur verið snöggtum betur útilátinn áður fyrr en nú tíðkast. Í sýningarkassa fremst í salnum gefur að líta myntsafn og segist Kristján eiga alla slegna gangmynt íslenzka, líka Selsvarardali Péturs Hoffman, vöruávísanir og skömmtunarseðla. Í hinum hlutanum er Hólaprentið og þar heldur Kristján mest upp á Grallara, sem var prentaðar á Hólum 1732 og er merkt einkaein- tak prentarans Marteins Arnoddssonar, sem Kristján segir hafa verið einn af forfeðrum sín- um. Lét drauminn rætast í bílskúrnum Ég lít í kringum mig og spyr, hvað margt muna sé á sýningunni. „Þetta eru svona 11–1.200 númer. Og ég á örugglega annað eins og miklu meira en þetta, sem er í geymslum hingað og þangað. Ég gæti sem hægast sett upp sýningar í tvo aðra svona sali. Ég lét mig ungur dreyma um það að setja upp svona safn í minni sveit. Ég var meira að segja búinn að finna húsnæðið; gamla barna- skólann minn í Hlíðarhúsi í Óslandshlíð. En nú er safnið mitt hér og skólinn í Hlíð- arhúsi stendur auður. Ef til vill er ekki öll nótt úti enn. Kannski bíð- ur skólahúsið bara eftir mér; að ég setji þar upp sýningu.“ Það lifnar yfir Kristjáni við þá til- hugsun. „En drauminn um safnið lét ég rætast í bíl- skúrnum mínum. Þar opnaði ég sýningu 1987 og auðvitað fylltist skúrinn eins og skot og vel það. Þá brá ég á það ráð að skrifa bæjarstjórninni og biðja um hjálp í húsnæðismálunum. Skömmu síðar keypti bærinn þetta pakkhús, sem Kaup- félag Skagfirðinga byggði 1940. Ég fékk hér inni fyrir mitt safn, sem ég á móti ánafnaði bænum eftir minn dag.“ Minjahúsið er opið júní, júlí og ágústmánuð frá klukkan tvö til sex. Þá mánuði byrjar Kristj- án að vinna í fóðurstöðinni klukkan sjö og tekur svo einn til tvo tíma á dag í sumarfrí til þess að brúa bilið. – Ertu aldrei þreyttur á þessum bindingi? „Þreyttur? Öðru nær! Ég endurnýjast allur hér í safninu.“ – Hvað með fjölskylduna? „Hún hefur alltaf sýnt mér mikinn skilning. Ég á þrjá stráka, sem nú eru fullorðnir, og kon- an á þrjú börn; það yngsta 16 ára strákur, sem enn er hjá okkur. Ég held þó að strákarnir séu ánægðir með að sitja ekki uppi með safnara- genið. Konan mín; hún heitir Ragnhildur Guð- mundsdóttir, skilur bæði Skagfirðinginn og safnarann í mér! Ég er núna að lesa henni skagfirzk fræði ým- iss konar; það er henni til fróðleiks og mér upp- rifjun.“ Fetmálið kom fyrir miðilsfund – Hvernig færðu hlutina? „Ef ég ætti að rekja það, yrðu svörin næsta jafnmörg hlutunum. En vita skaltu, að ég geng ekki eftir hlutum og ég borga ekki fyrir þá. Það eru ótrúlega margir, sem eiga gamalt dót heima hjá sér, en sjá ekkert líf í þeim fyrir sig. Stundum fæ ég skilaboð frá fólki, sem ég þekki ekkert til, um að koma í heimsókn og skoða eitt og annað. Menn eru líka að segja mér frá hinu og þessu og vilja sýna mér og ég fer oft til að skoða. Svo líður mislangur tími, þangað til hluturinn hafnar í mínum höndum. Einu sinni kom hingað Siglfirðingur og sagð- ist eiga tvo Lefolípeninga. En þú færð þá sko alls ekki, sagði hann. Gott og vel. Nokkrum dög- um síðar hringdi hann og spurði. Á ég ekki að senda þér annan Lefolípeninginn. Ég sagði bara jú takk! Kona kom einu sinn til mín með fetmál. Hún sagðist hafa farið á miðilsfund og þá hafi skó- smiður, sem var látinn, en hún þekkti hérna megin, komið þar fram og sagt henni að færa mér fetmálið. Svona berst þetta nú mér þessa heims og annars,“ segir Kristján og skellihlær með. Svo verður hann alvarlegur aftur. „Stundum stendur þetta mér sjálfum nærri. Hér er til dæmis fiskasteinn frá Nýlendi í Deild- ardal. Hann var margsinnis á leið ofan í jörðina, en ég reif hann jafnharðan upp úr grasinu aftur. Svona gekk þetta í mörg, mörg ár. En einn góð- an veðurdag mátti ég fá hann! Steinsleggjuna, sem á honum er, fann ég, þegar ég var eitt sinn að taka gröf í Reynisstaðarkirkjugarði. Þannig berast mér hlutirnir eftir alls konar krókaleið- um. Oft er hringt og sagt: hér er kassi með dóti, sem þú mátt hirða úr það sem þú vilt og henda hinu. Ég hef líka stundum gert mönnum viðvik og þá segi ég gjarnan: Ef þú átt eitthvað gamalt, sem þér er sama um, þá þigg ég það frekar en peninga.“ – Bætist alltaf við? „Eftir að ég sýndi í bílskúrnum má segja að eitthvað bætist við nánast á hverjum degi. Stundum er heimkeyrslan full af dóti, þegar ég kem heim. Fólk hefur bara komið með það svo ég geti gramsað í því.“ Þetta er stökkbreyting í mér – Hver er elzti hluturinn á sýningunni? „Elzti hluturinn er sóttur út fyrir Skagafjörð- inn! Það er mynt frá tímum Antiocusar VII, 138–129 fyrir Krist, sem ég keypti einu sinni í Reykjavík, hjá honum Magna. En elzti skagfirzki hluturinn er tvöfalda perl- an frá landnámstíð, sem ég fann sjálfur í Brúar- landshaugnum. Svo er hérna snældusnúður, sem fannst í Ný- lendi í Deildardal. Þar hafa fallið tvö stór berg- hlaup í dalnum eftir að sögur hófust og annað fyrir ofan Nýlendi. Þegar menn voru þar eitt sinn að girða, var gert jarðrask í berghlaupið neðarlega og þá kom þessi snældusnúður í ljós.“ Í bók sinni Berghlaup segir Ólafur Jónsson, að allt sé þetta jarðrask „mjög fornlegt“.“ – Liggur áhugi á minjasöfnun í ættinni? „Nei. Nei. Þetta er stökkbreyting í mér! Reyndar voru afar mínir báðir miklir grúsk- arar. Móðurafi minn skrifaði niður allt sem bærðist í hausnum á honum. Það var sagt að hann hefði skrifað sig tóman.“ – Hvernig var söfnunaráhuga þínum tekið, Hlutirnir berast mér þe „Ég safna svona einu og öðru, “ segir Kristján Run Kristján Runólfsson á öskuhaugnum í Brúarlandi þar sem hann fékk söfnunarbakteríuna. Í svefnkamesinu eru m.a. útskurður Bólu-Hjálmars og rúm, sem Jón Sigurðsson í Stóra-Gerði smíðaði. Fyrsta sauma Minjasafn Kristjáns Runólfssonar deilir neðri hæð Minjahússins á Sauðárkróki með Byggðasafni Skagfirðinga. Þar er Kristján upp á hvern sumardag og boðar fagnaðarerindi fortíðarinnar. Frey- steinn Jóhannsson heimsótti þennan minjaglaða safnvörð og talaði við hann milli gesta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.