Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 9 Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 17 84 07 /2 00 3 á mann m.v. tvo í íbú› á Teneguia í 2 vikur, 3. jan. e›a 6. mars me› Úrvalsfólks bókunarafslætti. 68.630 kr.* Ver›dæmi: * Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. 10.0001) kr. bókunarafsláttur í allar fer›ir frá 9. des. 15.0001) kr. bókunarafsláttur fyrir Úrvalsfólk: 3. janúar - örfá sæti laus 10. janúar - Aukafer› fyrir Úrvalsfólk 6. mars - UPPSELT Morgunflug me› Icelandair á laugardögum 1) Gildir ekki ef keypt er flugsæti án gistingar né á íbú›ahótelunum Barbacan Sol og Carolina. fia› er a› seljast upp á vinsælustu gistista›ina! Bóka›u strax til a› fá bókunarafslátt og til a› tryggja flér gistingu á flínu hóteli! Bókunarafslátturinn gildir til 8. ágúst - takmarka› frambo›! Enska ströndin Tenegia - Gó› sta›setning og skjólgó›ur gar›ur Las Camelias - Allra vinsælasta Íslendingahóteli› Barbacan Sol - Glæsilegra en nokkru sinni fyrr Santa Barbara - Búi› a› endurn‡ja öll húsin Amazonas - Gó›ar íbú›ir og vel sta›settar Maspalomas Cay Beach Princess - Falleg smáh‡si Cay Beach Melonears - N‡ og glæsileg smáh‡si San Augustin Carolina - Toppgæ›i og fljónusta Bjó›um einnig gistingar á 3ja, 4ra og 5 stjörnu hótelum. BERGLIND Gunnarsdóttir náði ní- undu bestu einkunninni í verklega hlutanum á alþjóðlegu ólympíu- keppninni í efnafræði sem haldin var í Aþenu í Grikklandi á dög- unum. Þetta er besti árangur Norð- urlandabúa í keppninni. Alls tóku 232 nemendur frá 59 löndum þátt í keppninni. Ísland var meðal þátttakenda í annað sinn, en í liði Íslands voru fjórir nemendur: Helga Dögg Flosadóttir, Mennta- skólanum í Reykjavík, Húni Sig- hvatsson, Menntaskólanum við Hamrahlíð, Ísak Sigurjón Braga- son, Menntaskólanum á Akureyri og Berglind Gunnarsdóttir frá Menntaskólanum í Reykjavík. Jafn- framt voru í sveit Íslands tveir þjálfarar, þeir Már Björgvinsson og Finnbogi Óskarsson. Liðið valið eftir landskeppni Íslenska liðið var valið úr hópi efstu nemenda 2. landskeppninnar í efnafræði í vetur. Þá tók 121 nem- andi frá 10 framhaldsskólum á Ís- landi þátt. Efnafræðifélag Íslands og Félag raungreinakennara skipu- lögðu landskeppnina en aðalstyrkt- araðili hennar var menntamála- ráðuneytið. Ólympíukeppnin var í tveimur hlutum, verklegum hluta sem gilti 40% og fræðilegum hluta sem gilti 60%. Í þetta sinn fengu 30 efstu keppendurnir gullverðlaun, silfurverðlaun fengu keppendur í 31.–83. sæti en keppendur í 84.– 155. sæti fengu bronsverðlaun. Auk þess fengu 44 keppendur, sem ekki unnu til verðlauna, heiðursviður- kenningu fyrir að leysa a.m.k. eitt verkefni óaðfinnanlega. Sigurvegari ólympíukeppninnar var 16 ára gamall Hvít-Rússi; A. Putau, í 2. sæti var Y. Kanoria frá Indlandi en Y. Zhou frá Kína var í 3. sæti. Putau náði einnig bestum árangri í fræðilega hlutanum en C. Urbina frá Venesúela fékk hæstu einkunn fyrir verklega hlutann. Þau Ísak Sigurjón, Helga Dögg og Berglind fengu öll heiðursviður- kenningu fyrir að leysa a.m.k. eitt verkefni fræðilega hlutans óaðfinn- anlega. Hins vegar tókst liðinu ekki að vinna til verðlauna í þetta sinn, en Berglind var mjög nærri því að fá bronsverðlaun. Ísland í 48. sæti Þegar meðaleinkunn keppenda frá hverju landi er reiknuð lendir kínverska liðið í efsta sæti; lið Írans í 2. sæti og lið Kóreu í 3. sæti. Lið Íslands hafnar hins vegar í 48. sæti sem er mun betri árangur en á síð- asta ári. Tvö Norðurlandalið, lið Finna og Dana, fengu hærri meðal- einkunn en íslenska liðið. Góðan ár- angur íslenska liðsins má fyrst og fremst rekja til þess að liðið stóð sig mjög vel í verklega hlutanum. Þrír keppendur í liðinu fengu um 80% stiganna í verklega hlutanum. Berglind Gunnarsdóttir náði hins vegar þeim glæsilega árangri að fá 93% stiganna. Berglind náði þar með níundu bestu verklegu ein- kunninni, sem var besti árangur Norðurlandabúa og betri árangur en hjá kínverska liðinu. Árangur ís- lenska liðsins er mikil hvatning fyr- ir íslenska framhaldsskólanem- endur og bendir til að þeir geti í framtíðinni unnið til verðlauna. Alþjóðleg ólympíukeppni í efnafræði Sveit Íslands sem tók þátt í alþjóðlegu ólympíukeppninni í efnafræði í Aþenu. Frá vinstri: Már Björgvinsson, Húni Sighvatsson, Ísak Sigurjón Bragason, Berglind Gunnarsdóttir, Helga Dögg Flosadóttir, og Finnbogi Óskarsson. Íslensk stúlka náði níunda sæti í verklega hlutanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.