Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 46
DAGBÓK 46 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Rotterdam kemur og fer í dag. Selfoss og Þerney koma í dag. Mannamót Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Dagsferð 7. ágúst, Land- mannalaugar. Ekið um Þjórsárdal og Sigöldu í Landmannalaugar. Kaffi og meðlæti í Hestheimum. Leið- sögn Þórunn Lár- usdóttir uppl. skrif- stofu FEB Faxafeni 12 sími 588 2111. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Félags- heimilið Hraunsel verður lokað frá og með mánudeginum 21. júlí til 10. ágúst. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Lokað vegna sumarleyfa til 12. ágúst. Sund og leik- fimiæfingar í Breið- holtslaug á mánudög- um, miðvikudögum og föstudögum kl. 9.30. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Ferð í Listasafn Kópavogs verður mánudaginn 21. júlí kl. 13.30. Brúðubíllinn Brúðubíllinn verður á morgun mánudaginn 21. júlí kl. 14 við Brekkuhús. Minningarkort Minningarkort Hjarta- verndar, fást á eft- irtöldum stöðum í Reykjavík: Skrifstofu Hjartaverndar, Holta- smári 1, 201 Kópavogi, s. 535-1825. Gíró og greiðslukort. Dval- arheimili aldraðra Lönguhlíð, Garðs Apó- tek Sogavegi 108, Ár- bæjar Apótek Hraunbæ 102a, Bók- bær í Glæsibæ Álf- heimum 74, Kirkju- húsið Laugavegi 31, Bókabúðin Grímsbæ v/ Bústaðaveg, Bókabúð- in Embla, Völvufelli 21, Bókabúð Grafarvogs, Hverafold 1–3. Minningarkort Hjarta- verndar, fást á eft- irtöldum stöðum á Reykjanesi: Kópavog- ur: Kópavogs Apótek, Hamraborg 11. Hafn- arfjörður: Lyfja, Set- bergi. Sparisjóðurinn, Strandgata 8–10, Keflavík: Apótek Keflavíkur, Suðurgötu 2, Landsbankinn Hafn- argötu 55–57. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Vesturlandi: Akranes: Hagræði hf., Borg- arnes: Dalbrún, Bráka- braut 3. Grund- arfjörður: Hrannarbúð sf, Hrannarstíg 5. Stykkishólmur: Hjá Sesselju Pálsd., Silf- urgötu 36. Ísafjörður: Póstur og sími, Að- alstræti 18. Stranda- sýsla: Ásdís Guð- mundsd. Laugarholti, Brú. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Austurlandi: Egils- staðir: Gallery Ugla, Miðvangur 5. Eski- fjörður: Póstur og s., Strandgötu 55. Höfn: Vilborg Einarsdóttir Hanarbraut 37. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Norðurlandi: Ólafs- fjörður: Blóm og gjafa- vörur Aðalgötu 7. Hvammstangi: Versl- unin Hlín Hvamms- tangabraut 28. Ak- ureyri: Bókabúð Jónasar Hafnarstræti 108, Möppudýrin Sunnuhlíð 12c. Mý- vatnssveit: Pósthúsið í Reykjahlíð. Húsavík: Blómasetrið, Héðins- braut 1, Raufarhöfn: Hjá Jónu Ósk Péturs- dóttur, Ásgötu 5. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Suð- urlandi: Vestmannaeyjar: Apó- tek Vestmannaeyja Vestmannabraut 24. Selfoss: Selfoss Apótek Kjarninn. Minningarspjöld Kristniboðssambands- ins fást á skrifstofunni, Holtavegi 28 (hús KFUM og K gegnt Langholtsskóla) sími 588-8899. Minningarkort Graf- arvogskirkju. Minningarkort Graf- arvogskirkju eru til sölu í kirkjunni í síma 587 9070 eða 587 9080. Einnig er hægt að nálgast kortin í Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, Reykjavík. Líknarsjóður Dóm- kirkjunnar, minning- arspjöld seld hjá kirkjuverði. Minningarkort Stóra- Laugardalssóknar, Tálknafirði til styrktar kirkjubyggingarsjóði nýrrar kirkju í Tálkna- firði eru afgreidd í síma 456-2700. Minningarspjöld Frí- kirkjunnar í Hafn- arfirði fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði og Blóma- búðinni Burkna. Minningarkort Ás- kirkju eru seld á eft- irtöldum stöðum: Kirkjuhúsinu Lauga- vegi 31, þjón- ustuíbúðum aldraðra við Dalbraut, Norð- urbrún 1, Apótekinu Glæsibæ og Áskirkju Vesturbrún 30 sími 588-8870. Í dag er sunnudagur 20. júlí, 201. dagur ársins 2003. Skál- holtshátíð, Þorláksmessa á sumri. Orð dagsins: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. (Matt. 7, 7.)     Eiríkur Bergmann Ein-arsson segir á vefrit- inu Kreml.is að nýlega hafi verið gefin út reglu- gerð fjármálaráðuneyt- isins um tollfríðindi vara sem flutt eru inn frá fá- tækustu ríkjum heims. En reglugerðin er ekki eins góð og lítur út í fyrstu að hans mati. „Við lesturinn vekur strax at- hygli að það þurfi heilar 25 þéttskrifaðar síður til að útlista jafneinfaldan hlut og tollfríðindi til handa sárafátækum þjóð- um – og það í 28 greinum og 8 mismunandi köflum. Bara útlistanir á nauð- synlegum skilyrðum, vottorðum og eyðublöð- um valda hausverk. Jæja gott og vel, það verður víst að tryggja að upp- runareglur og tilhlýðileg öryggisatriði séu upp- fyllt. Kannski bara eðli- legt þótt það torveldi auðvitað viðskipti. Látum það vera.     Meiri undrun vekur aðí reglugerðinni sem er ætlað að tryggja toll- fríðindi fyrir fátækustu ríki heims – sem flest framleiða fyrst og fremst landbúnaðarafurðir – skuli vera viðamikill við- auki um þá vöruflokka sem ekki skuli njóta toll- fríðinda. Er það ekki mótsögn í sjálfu sér? Þetta er heldur enginn smáviðauki. Hvorki meira né minna en 113 vöruflokkar (tollanúmer) eru undanþegnir tollfríð- indum eins og rækilega er útlistað í reglugerð- inni. Og viti menn, þau eru öll í landbúnaði. Ég endurtek: Í reglugerð um tollfríðindi við innflutn- ing vara sem upprunnar eru í fátækustu þróun- arríkjum heims – sem fyrst og fremst framleiða landbúnaðarvörur – eru 113 vöruflokkar, einmitt í landbúnaði, sem bera misháa tolla. Er þetta grín?“ spyr Eiríkur.     Verndarstefna í land-búnaði er einn versti og langlífasti löstur í hagkerfum Vesturlanda. Og það tapa allir á þess- ari stefnu; neytendur greiða hærra verð fyrir vöru sem framleidd er ódýrara annars staðar og þau ríki sem hafa yf- irburði í framleiðslu landbúnaðarvara verða af viðskiptum sem ykju hag þeirra. Í tölublaði The Economist í fyrra var því haldið fram að þróunarlöndin yrðu af 100 milljörðum dollara vegna verndarstefnu ríku landanna. Það eru 7.765 milljarðar íslenskra króna sem eru tæplega þrjátíuföld útgjöld ís- lenska ríkisins í ár. Þessi upphæð samsvarar tvö- faldri aðstoð Vesturlanda við þróunarlöndin á ári.     Fátæku ríkin hafa lítiðað gera við tollfríð- indi á bifreiðum og DVD- spilurum, sem þau fram- leiða ekki, á meðan háir tollar eru til að mynda á kakói og kornmeti, sem þau framleiða í stórum stíl,“ segir Eiríkur. STAKSTEINAR Tvískinnungur í afnámi verndartolla Víkverji skrifar... VÍKVERJI á það til að bregða sérút úr bænum um helgar. Hann ferðast iðulega með börnum sem eru sjúk í að stoppa í sjoppum, þessum dæmigerðu vegasjoppum við hring- veginn. Hyrnan í Borgarnesi er í mestu uppáhaldi hjá börnunum enda er þar hægt að fá ýmislegt annað en nammi og hamborgara, t.d. ýmislegt skemmtilegt og ódýrt sumardót. x x x VÍKVERJI er annars ekkert sér-staklega ánægður með vega- sjoppurnar. Þar fæst lítið annað en óhollusta svo oft breytast ferðalög Víkverja í allsherjar sukkferðir um landið. Víkverji væri alveg til í að geta keypt ávexti, pastarétti og ann- an léttan mat í vegasjoppunum og er nokkuð viss um að fleiri taka undir það. x x x AKUREYRI er framandi staðurfyrir Víkverja og var ferð hans þangað á dögunum einkar ánægju- leg. Honum finnst Akureyri heillandi og skemmtilegur bær í glæsilegu umhverfi þar sem margt er hægt að dunda sér við. Það sem kom Vík- verja og syni hans skemmtilegast á óvart voru ferhyrnd flatbrauð. Í Reykjavík er þetta brauðmeti kallað „flatkökur“ og er hringlaga. Víkverji var hins vegar alinn upp við flat- brauð enda finnst honum það eiga lítið skylt við kökur sem eru sætar. Sonur Víkverja rak líka upp stór augu þegar hann sá að mjólkurfern- urnar voru öðruvísi í laginu á Ak- ureyri og það setur óneitanlega svo- lítið „útlenskan“ blæ á fríið að drekka mjólk úr fernum sem eru há- ar og mjóar og líka til í tveimur lítr- um! x x x VÍKVERJI var reyndar kominn tilAkureyrar til að fylgjast með pollamóti í fótbolta. Ekki voru það þó litlir pollar sem þar öttu kappi heldur stæðilegir karlmenn komnir á besta aldur. Stemningin á Þórs- svæðinu þar sem mótið fór fram var virkilega skemmtileg þó að rigning hafi orðið til þess að vellirnir voru aðeins farnir að láta á sjá í lok móts- ins. x x x ÁDÖGUNUM fór Víkverji ásamtbörnum í Húsafell og setti upp tjaldbúðir við á, spölkorn frá Húsa- fellssjoppunni. Unglingahópur tjald- aði við hlið Víkverja og hann lá því andvaka hluta nætur þar sem ná- grannarnir voru mjög málglaðir og söngelskir fram eftir nóttu. Víkverji má til með að deila nýju orðatiltæki sem hann heyrði tvo unga menn segja fyrir utan tjaldið þessa nótt. Þeir voru að tala um stúlku sem hafði verið að reyna við annan þeirra, en sögðu þess í stað að stúlk- an hefði verið að „míga utan í“ pilt- inn. Það þýðir sum sé að gera hosur sínar grænar fyrir einhverjum. Vík- verja finnst þetta frekar ósmekklegt orðalag og vonar að það hverfi sem fyrst. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Nóg af pylsum, borgurum og sæl- gæti í vegasjoppunum. Minna fer fyrir ávöxtum og annarri hollustu. Ofsaakstur skaðar ketti LAUFEY hafði samband við Velvakanda og lýsti yfir ánægju sinni vegna greinar Elísabetar sem birtist í Velvakanda 15. júlí sl. Í um- ræddri grein var þeim for- mælt er stunduðu þá iðju að aka yfir ketti og halda för sinni áfram líkt og ekk- ert hefði í skorist. Laufey er búsett í Sigtúni og ber hún ökumönnum þar ekki góða söguna. Þeir valda köttum, sem og öðrum líf- verum, töluverðum áhyggj- um með ofsaakstri sínum. Laufey tekur undir með El- ísabetu og vill sekta þá sem aka yfir ketti. Íslendingaþættir fást gefins ÍSLENDINGAÞÆTTIR, blað sem fylgdi Tímanum á sínum tíma, fæst gefins. Um er að ræða nokkra ár- ganga af blaðinu og er það geymt í möppum og í góðu ásigkomulagi. Á sama stað er nóg til af sultukrukkum sem fást gefins. Upplýsing- ar í síma 565 6344. Reynslusaga MÍN reynsla er sú að viljir þú senda vini þínum á landsbyggðinni heillaóska- skeyti sem hann á að fá á laugardegi, þarftu að senda það til ritsímans á fimmtu- degi svo öruggt sé að hann fái skeytið á réttum tíma. Edda Magnúsdóttir. Góðar móttökur í Grímsey NÚ Á dögunum lagði ég fyrsta sinni leið mína út í Grímsey. Ég var á ferð ásamt tveimur erlendum ferðalöngum sem ólmir vildu skoða fuglalíf eyjar- innar. Þegar í eyna var komið varð fyrsti áfanga- staður okkar handverks- húsið og veitingasalan Gall- erí Sól. Þar hittum við fyrir einstaklega yndislegar konur sem reka húsið. Þær gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til þess að leiðbeina okkur og greiða götu okkar svo að fáeinna klukku- stunda heimsókn til eyjar- innar yrði sem eftirminni- legust. Kann ég þeim bestu þakkir fyrir greiðviknina og hvet sem flesta ferða- langa að leggja leið sína til þessarar yndislegu nátt- úruperlu. Þorlákur Einarsson. Geysilega góð þjónusta KRISTÍN hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri þakklæti til fyrirtækisins Poulsen. Hún sagði þjónustuna á þeim bænum vera til fyrir- myndar. Hún keypti hjá þeim heitan pott og fékk leiðbeiningar um uppsetn- ingu hans í gegnum síma seint um kvöld. Þessi þjón- usta er til fyrirmyndar að sögn Kristínar og ef hún væri ekki stödd úti á landi myndi hún færa þeim blóm- vönd. Dýrahald Högni óskast EINLITUR steingrár högni, kassavanur, óskast gefins. Hann má ekki vera eldri en tveggja mánaða. Þeir sem hafa yfir slíkum ketti að ráða og vilja gefa hann, vinsamlegast hafið samband við Dýravin í síma 557 6206. Birta er týnd LÆÐAN Birta tapaðist frá Fellasmára í Kópavogi, laugardaginn 5. júlí sl. Birta er 10 ára gömul, mjög mannelsk og góð. Hún er með brotna vígtönn og ber enga ól. Fólk er vinsamleg- ast beðið að líta í bílskúra og geymslur. Þeir sem hafa orðið varir við Birtu eru vinsamlegast beðnir að hafa samband í síma 564 2001 eða 690 3920. Fundarlaun. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Golli LÁRÉTT : 1 ritað plagg, 4 flug- vélar, 7 handbendis, 8 slitið, 9 dugur, 11 beltið, 13 at, 14 vonda, 15 þorp- ara, 17 halarófa, 20 agnúi, 22 galdrakerlinga, 23 snákur, 24 sveiflu- fjöldi, 25 nirfill. LÓÐRÉTT 1 hljóðfæri, 2 bíll, 3 taugaáfall, 4 kauptún, 5 seinka, 6 fiskúrgangur, 10 svipað, 12 veiðarfæri, 13 herbergi, 15 gagns- lítil, 16 líffærið, 18 gufa, 19 kaka, 20 karlfugl, 21 næturgagn. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 óforsjáll, 8 karri, 9 reika, 10 pat, 11 plati, 13 asann, 15 garðs, 18 sigla, 21 kóp, 22 lekur, 23 jafnt, 24 vinmargar. Lóðrétt: 2 furða, 3 reipi, 4 jurta, 5 leifa, 6 skip, 7 kaun, 12 tuð, 14 sói, 15 gull, 16 rakki, 17 skrum, 18 spjör, 19 gifta, 20 atti. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.