Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Nú kemur þú golfinu á kortið Golfkort Búnaðarbankans – nýtt fullgilt kreditkort hlaðið golftengdum fríðindum. www.bi.is MINNINGARSKJÖLDUR um tvo breska námsmenn, þá Ian Harrison og Tony Proser, sem týndust á Öræfajökli fyrir nær hálfri öld var af- hjúpaður í Skaftafelli sl. fimmtudag. Dr. Jack D. Ives, fjallavistfræðing- ur og Íslandsvinur, kom hingað til lands ásamt hópi fólks sem tók þátt í breskum rannsóknarleiðöngrum til Íslands á árunum 1952–54. Ives var leiðangursstjóri og var aðallega feng- ist við rannsóknir á Morsárjökli í Öræfum. Þeir Harrison og Proser ætluðu á Öræfajökul og safna jarð- vegs- og snjósýnum á leiðinni. Ian Harrison var reyndur fjallamaður og hafði m.a. klifið mikið í Ölpunum. Eft- ir að þeir fóru á jökulinn kom óveður og þeir skiluðu sér ekki aftur. Fund- ust þeir aldrei þrátt fyrir mikla leit. Ives segir í viðtali í blaðinu í dag að örlagadagarnir í ágúst 1953 hafi ekki liðið úr huga sér einn einasta dag síðan.  Ég varð fullorðinn/B2 Týndra fjallamanna minnst í Öræfum KRINGUM 27 milljónir farþega hafa ferðast með Flugleiðum á þeim þrjá- tíu árum sem fyrirtækið hefur starf- að. Meðalfarþegafjöldi fyrstu árin var kringum 600 þúsund en síðast- liðin ár hefur fjöldinn verið milli 1.400 og nærri 1.800 þúsund manns. Nærri lætur að hver Íslendingur hafi ferðast um 100 sinnum með Flugleiðum á þessum þrjátíu árum ef notuð er sú viðmiðun að meðalíbúa- fjöldinn sé um 270 þúsund manns á þessum árum. Hefur þá hver lands- maður farið kringum 3,3 ferðir á ári með félaginu. Eins og fyrr segir var farþegafjöldi Flugleiða um 600 þúsund fyrstu árin en fór niður í um 500 þúsund á sam- dráttarárum í fluginu kringum 1980. Árið 1987 var fjöldinn kominn í tæp- lega 900 þúsund og aftur varð stökk með uppbyggingu leiðanetsins 1995 þegar farþegar voru orðnir liðlega 1.200 þúsund. Árið 2000 var metár þegar farþegar voru 1.783 þúsund en þeim hefur síðan fækkað og voru þeir 1.651 þúsund 2001 og 1.468 þúsund í fyrra. Gert er ráð fyrir álíka mörgum farþegum í ár. Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða, segir í samtali við Morgun- blaðið í dag að með skiptingu Flug- leiða í 11 dótturfyrirtæki sé allur rekstur sveigjanlegri og markmið skýrari. Sigurður hefur verið for- stjóri Flugleiða frá árinu 1985 og hef- ur nú einn lengsta starfsaldur meðal forstjóra flugfélaga í Evrópu.  Skýrari markmið/18 Þrjátíu ár frá stofnun Flugleiða 27 milljónir far- þega á 30 árum ÁHUGAMENN um kvartmíluakstur geta æft og fengið tíma sinn mældan á braut Kvartmílu- klúbbsins í Hafnarfirði á föstudagskvöldum. Talsverður mannfjöldi safnaðist þar saman sl. föstudagskvöld þar sem ökuþórar reyndu tæki sín. Er mældur tíminn eftir 60 fet, 200 metra og síðan kvartmílan öll og jafnframt mældur hraði bílanna við endamarkið. Þórður Tómasson var í hópi ökumanna sem spreyttu sig á brautinni en bíll hans mun vera einn sá kraftmesti og hraðskreiðasti á landinu, vél með rúmlega 1.300 hestöfl. Þórður þekkir vel til kvartmíluaksturs, stundaði íþróttina af kappi þar til fyrir rúmum áratug en tók aftur til við fyrri iðju í vetur. Hann segir heilmikinn tíma fara í viðhald á ökutækinu, einkum fyrst um sinn þegar menn eru að fara af stað í greininni. Keppt var á kvartmílubrautinni í gær. Morgunblaðið/Sverrir Tækin reynd á kvartmílubrautinni BÍRÆFINN þjófur sem reyndi árangurslaust að svíkja hágæðaúr út úr verslun Franch Michel- sen á Laugavegi í Reykjavík með stolnu debetkorti á mánudag hitti fyrir ofjarl sinn þeg- ar hann freistaði þess að hlaupa af vettvangi. Hin- um megin afgreiðslu- borðsins var Róbert Michelsen, 19 ára nýbak- aður Íslandsmeistari unglinga, 19–22 ára, í 100 og 200 metra sprett- hlaupi, sonur eiganda verslunarinnar. Róbert elti manninn frá Klapp- arstíg þar sem hann hafði falið sig í porti, nið- ur Hverfisgötu í átt að Þjóðleikhús- inu og loks inn í port á bak við danska sendiráðið. Á meðan á þessu stóð var hann í símasambandi við lögreglu sem var á leiðinni á staðinn. Lögregla yfirbugaði manninn að lok- um. Atvikið varð með þeim hætti að maður á fertugsaldri vatt sér inn í verslun Franch Michelsen skömmu upp úr kl. 14 á mánudag og spurði um „ódýrasta dýra úrið“ í verslun- inni. „Ég skildi hann ekki alveg,“ segir Róbert í fyrstu. „Þá spurði hann: „Hvað kostar ódýrasta Rolex- ið hjá ykkur?““ Róbert tjáði manninum að ódýr- asta karlsmannúrsið frá Rolex sem verslunin seldi kostaði 340 þúsund krónur. „Nei, nei, það er allt of dýrt, allt of dýrt,“ sagði maðurinn og spurði: „En hvað með önnur merki eins og Cartier eða Omega?“ Róbert sýndi manninum tvö Mov- ado-lúxusúr á 115 og 125 þúsund krónur. „Hann skoðaði úrin en virt- ist samt ekki vera áhugasamur held- ur saug upp í nefið og spurði hvort hann gæti fengið bréf til þess að snýta sér.“ Eftir nokkurt þóf um greiðsluskilmála tók maðurinn upp veski og dró upp úr því gulldebet- kort. „Það sérkennilega við þetta var að undantekningarlaust biðja menn sem staðgreiða um staðgreiðsluaf- slátt sem hann gerði ekki. Ég labb- aði að peningakassanum og leit aft- an á kortið og sá þá að þetta var allt annar maður. Ég kallaði á pabba og spurði hann hvað ég ætti að gera.“ „Ég sagðist bara vera að hlaupa á eftir manninum“ Faðir hans spurði manninn hvort hann væri með önnur skilríki og tók maðurinn þá upp ökuskírteini með sama nafni. „Pabbi sagði við mann- inn: „Þetta er ekkert sérstaklega líkt þér,“ en maðurinn sagðist þá hafa grennst mikið.“ Ákveðið var samt að renna kort- inu í gegn og maðurinn því næst beðinn að skrifa undir kvittunina. „Hann skrifaði „Jón“ mjög svipað og stóð á bakhlið kortsins en pabbi sagði að það dygði ekki, hann yrði að skrifa fullt nafn. Þá kom fát á hann, hann leit upp og leit á mig eins og hann væri að hugsa: „Hvað heitir maðurinn?“ Síðan lagði hann bara frá sér pennann og labbaði út.“ Þeir feðgar hringdu í lög- regluna og Róbert náði í far- símann sinn og bað pabba sinn að segja lögreglumönn- unum að hringja í sig, hann ætlaði á eftir manninum. Eftir nokkra leit sá hann manninn koma á fleygiferð úr porti neðarlega á Klapp- arstígnum og inn á Hverfis- götu í átt að Þjóðleikhúsinu. Róbert tók á rás á eftir hon- um en á því augnabliki hringdi síminn. Lögreglan var í símanum. „Ég sagðist bara vera að hlaupa á eftir manninum, ég væri á harðahlaupum á eftir honum og að hann væri að hlaupa að Þjóðleikhúsinu og yfir Hverfisgötu. Hann bókstaflega stökk yfir Hverf- isgötu og inn í skot á bak við danska sendiráðið, ég sagði við lögguna að hann væri þar, beið þar og meira vissi ég ekki,“ segir Róbert. Hann segist ekki hafa viljað fara á eftir manninum þangað af ótta við að hann biði hans vopnaður. Lögreglan kom hálfri mínútu seinna og yfirbugaði manninn fljótt. „Eftir á göntuðumst við með það að hann hefði verið mjög óheppinn því ég er nýbakaður Íslandsmeistari í 100 og 200 metra hlaupi, þannig að hann hefði nú þurft dágott forskot,“ segir Róbert og kímir. Í ljós kom einnig að lögreglumaðurinn sem náði honum í portinu er einn sá sprettharðasti í lögreglunni. Á manninum fannst gullhringur í öskju og nýr farsími en veskinu hafði hann hent á hlaupunum. Róbert æfir með Breiðabliki og varð tvöfaldur Íslandsmeistari í spretthlaupi unglinga á Íslandsmóti um síðustu helgi. Hann er á samn- ingi í úrsmíði jafnframt því sem hann stundar nám í framhaldsskóla. Nýbakaður Íslandsmeistari í spretthlaupi hljóp uppi þjóf Spurði um „ódýrasta dýra úrið“ í versluninni Morgunblaðið/Arnaldur Róbert Michelsen, úrsmíða- og framhaldsskólanemi og spretthlaupari, á æfingu með Breiðabliki í Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.