Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 39 ✝ Erlendur GeirJóelsson fæddist í Hafnarfirði 17. des- ember 1920 og bjó þar allt sitt líf. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnu- daginn 13. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jó- el Friðrik Ingvars- son, f. 3. nóvember 1899, d. 9. júní 1975, og Valgerður Er- lendsdóttir, f. 17. september 1894, d. 8. apríl 1986. Systkini Geirs eru: 1) Ingibjörg, f. 1919, gift Ástráði Sigursteindórssyni. 2) Friðrik, f. 1922, kvæntur Val- dísi Guðjónsdóttur. 3) Gróa, f. 1925, gift Jóni P. Jónssyni sem er látinn. 4) Herdís, f. 1930, lést úr barnaveiki 11 ára gömul. Uppeld- issystkini Geirs eru Kristín Guð- mundsdóttir, f. 1942, gift Bjarna Þórðarsyni, og Erlendur Guð- mundsson, f. 1943, kvæntur Krist- ínu Gunnlaugsdóttur sem er látin. Geir kvæntist árið 1949 Lóu A. Bjarnadóttur, f. 1922, frá Akur- eyri. Foreldrar hennar voru Bjarni Halldórsson, f. 1892, d. 1971, og Margrét Gunnars- dóttir, f. 1893, d. 1980. Börn Geirs og Lóu eru: 1) Margrét, f. 1950, gift Sigurði Bjarnasyni, f. 1943. Sonur þeirra er Geir Gunnar, f. 1991. 2) Bjarni, f. 1953, kvæntur Guðrúnu Sverrisdóttur, f. 1955. Synir þeirra eru: a) Sverrir, f. 1976, kvæntur Rakel Sölvadóttur, barn þeirra er Ólína Helga, b) Geir, f. 1988. 3) Ingvar, f. 1955, kvæntur Gyðu Einarsdóttur, f. 1955. Börn þeirra eru: a) Einar Geir, f. 1977, b) Lóa, f. 1980, í sambúð með Gunnari Narfa Gunnarssyni, c) Berglind, f. 1982. Geir ólst upp í Hafnarfirði og rak þar skóverslun í eigin nafni í 44 ár. Hann var mikill áhugamað- ur um íþróttir og einn af stofn- endum íþróttafélagsins Hauka í Hafnarfirði. Útför Geirs var gerð frá Hafn- arfjarðarkirkju 18. júlí. Elsku afi Geir, það var svo gott að við skyldum öll vera með ömmu hjá þér á Hrafnistu þegar þú dóst. Ég var bara fimm daga gamall þegar ég kom á Hringbrautina á afmælisdag- inn þinn 17. desember 1991 og var svo heppinn að fá að búa í sama húsi og þú og amma næstu átta árin. Ég sótti alltaf mikið upp á loft til ykkar. Og snemma byrjaði ég á því að kanna hvort það væri eitthvað betra að borða uppi hjá ykkur en heima hjá okkur á neðri hæðinni. Einnig kennduð þið amma mér margt gott og sögðuð mér frá mörgu skemmti- legu. Stundum slógumst við í góðu, en manstu afi, amma þoldi ekki að við værum að slást. Þá sagði hún alltaf: „Ég segi eins og ég sagði við Bjarna og Ingvar þegar þeir voru litlir og fóru að slást. Það slæst enginn hér inni. Ef þið ætlið að slást þá verðið þið að fara út á tún.“ Ég veit það, afi minn, að núna líður þér miklu betur hjá Guði og öllum englunum. Og af því að ég var skírður í höfuðið á þér og afa Gunn- ari Dal, langar mig til að enda þetta með ljóði eftir Gunnar: Nú sól um stræti morgunbirtu breiðir og bjartir geislafingur snerta mig sem hendur guðs, er heimi öllum stjórnar, sem hendur guðs er lækna og blessa þig. Elsku góði afi, þótt ég sakni þín, þá veit ég að þér líður vel núna hjá Guði. Þinn Geir Gunnar. Geir Jóelsson er látinn eftir nokk- urra ára veikindi. Mér er í fersku minni myndarlegi afgreiðslumaður- inn í Einarsbúð fyrir hartnær sex áratugum. Nokkrum árum síðar stofnsetti hann sína eigin skóverslun við Strandgötuna í Hafnarfirði, þar sem hann starfaði síðan um áratuga skeið og setti sinn svip á miðbæjarlíf- ið í Hafnarfirði. Hann var sérstak- lega lipur og alúðlegur kaupmaður, sem reyndi að uppfylla óskir við- skiptavina sinna í hvívetna. Ég kynntist Geir betur þegar ég kvæntist uppeldissystur hans og síð- an miklu betur er við hjónin bjugg- um í sama húsi og þau Geir, Lóa kona hans og börn þeirra í tæpan áratug. Það var einkar ánægjulegt sambýli og á það bar aldrei skugga. Við ferð- uðumst saman innanlands og utan og jákvæðari og viðmótsþýðari ferða- félaga er vart hægt að hugsa sér. Geir fékk gott veganesti úr for- eldrahúsum, en foreldrar hans voru sæmdarhjónin Valgerður Erlends- dóttir og Jóel Fr. Ingvarsson, val- inkunnir borgarar í Hafnarfirði. Geir var hreinn og beinn í öllum samskiptum við samferðafólk sitt, ákveðinn og fastur fyrir ef því var að skipta. Hann var allra manna hjálp- fúsastur hvort sem til hans var leitað eða hann hafði frumkvæði um að bjóða liðsinni sitt. Hann var yfirleitt léttur í lund, spaugsamur og hlátur- mildur, og hann hafði mjög góða nærveru. Geir var fríður sýnum, glæsimenni að vallarsýn og bar sig ávallt einstaklega vel. Hann var mik- ið snyrtimenni og hafði röð og reglu á öllum sínum hlutum; hann hafði gaman að góðum bílum og í klæða- burði bar hann af. Geir var ágætur söngmaður eins og fleira ættfólk hans og söng hann um nokkurt skeið með Karlakórnum Þröstum. Hann stundaði íþróttir á yngri árum og var vel á sig kominn meðan hann hélt heilsu. Fjölskyldan var honum mjög kær og þau Lóa voru einstaklega samhent hjón, sem lögðu sig fram við að hlúa að börnum sínum og fjöl- skyldum þeirra. Góður drengur er kvaddur og við minnumst hans með virðingu og þakklæti. Bjarni Þórðarson. GEIR JÓELSSON ✝ Gunnar Hösk-uldsson fæddist á Akureyri hinn 1. ágúst árið 1944. Hann lést 26. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans voru þau Hulda Sigurborg Ólafsdótt- ir, húsfreyja á Akur- eyri, Þingeyri og síð- ast í Reykjavík, f. á Ísafirði 18.5. 1918, d. 20.12. 1993, og Hösk- uldur Steinsson, bak- arameistari á Akur- eyri, Þingeyri og síðast í Reykjavík, f. á Þingeyri 16.10. 1912, d. 24.3. 1968. Systkini Gunnars eru: Ólafur, lektor í barnatannlækningum í Reykjavík, f. á Akureyri 30.4. 1939, Steinarr, viðskiptafræðingur í Reykjavík, f. á Akureyri 10.10. 1941, Fríða Reg- ína, skólastjóri í Reykjavík, f. á Ak- ureyri 9.3. 1949, og Höskuldur, sjúkraþjálfari á Akureyri, f. á Ak- ureyri 31.7. 1950. Gunnar kvæntist 1. júní 1968 Auði Gunnarsdóttur, f. í Reykjavík 27.6. 1947. Börn þeirra eru: 1) Gunnar Hrafn, vélfræðingur í landspróf frá Núpsskóla og fór í MA einn vetur. Gunnar nam við Vallelkilde folkehøjskole og lauk þaðan prófi 18 ára gamall. Vorið eftir vann hann á farfuglaheimilinu Borevejlevig við Roskildefjörð og síðan um tíma í bakaríi í Kaup- mannahöfn. Hann réð sig svo sem „létt-madrós“ á Gullfoss en varð að hætta eftir einn túr og taka við bak- aríinu á Þingeyri vegna veikinda föður síns. Veturinn 1960–1961 kenndi hann við barnaskólann á Þingeyri. Hann lauk kennaraprófi í KÍ árið 1967. Tvo næstu vetur kenndi hann við Leirárskóla í Borgarfirði. Eftir það vann Gunnar í slippnum í Reykjavík og fór á síld á sumrin, kenndi einn vetur við Álftamýrarskóla og vann síðan í átta ár sem sölumaður hjá G. Thor- steinsson og Johnson. Fjölskyldan flytur til Húsavíkur árið 1977 þar sem Gunnar kenndi við Barnaskóla Húsavíkur til ársins 1991. Hann stundaði síðan nám í Kantaraborg á Englandi í ensku og ferðamála- fræðum en veiktist þar og að tveim- ur árum liðnum varð hann að hætta kennslu. Gunnar og Auður keyptu þá sólbaðsstofuna Ársól sem Gunn- ar rak, ásamt því að sjá um tjald- svæði Húsavíkur á sumrin, og árið 1998 festu þau kaup á gistiheim- ilinu Árbóli sem þau ráku síðan. Útför Gunnars var gerð frá Húsavíkurkirkju 2. júlí síðastliðinn. Reykjavík, f. í Reykja- vík 9.10. 1968, sam- býliskona hans er El- ísabet Reynisdóttir tanntæknir, f. í Vest- mannaeyjum 2.8. 1968. Börn þeirra eru Reyn- ir Rafn, f. 11.11. 1995, og Auður, f. 26.10. 2000. 2) Þórir Örn, vél- smiður á Húsavík, f. í Reykjavík 29.3. 1971, kona hans er Líney Helga Björnsdóttir, nemi við KHÍ, leik- skólaskor, f. á Húsavík 18.11. 1974. Synir þeirra eru Haf- þór Helgi, f. 18.4. 1997, og Björn Gunnar, f. 2.10. 2002. 3) Hrefna Regína, nemi í sjúkraþjálfun við HÍ, f. í Reykjavík 22.2. 1976, sambýlis- maður hennar er Daníel Borgþórs- son, nemi í upplýsingatæknifræði við Tækniháskóla Ísl., f. á Neskaup- stað 8.3. 1975. Gunnar er fæddur á Akureyri, en flyst 5 ára ásamt fjöl- skyldu sinni til Þingeyrar, þar sem faðir hans, Höskuldur, tók við bak- aríinu af Steini föður sínum. Þegar Gunnar hafði aldur til fór hann á samning hjá föður sínum. Hann tók Elsku afi. Nú ertu farinn til guðs, ég trúi því að þú sért kominn á nýjan bát á stað þar sem mótorinn bilar aldrei, og þar getur þú rennt fyrir fisk og tottað pípuna þína áhyggjulaus eins og þú hafðir mestu unun af. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki farið með þér á skíði á veturna og brasað eitthvað með þér eins og við gerðum oft, því þú varst hug- myndaríkur og handlaginn og í mín- um augum gastu allt, t.d. þegar við smíðuðum bátinn úr gömlum bauna- dósum og létum síðan sigla á ánni við húsið ykkar ömmu. Þú varst líka allt- af að kenna mér eitthvað, eins og þegar þú fórst og keyptir handa mér snúningshnött með ljósi inn í, þú geymdir hnöttinn hjá þér og kenndir mér um löndin og höf og þegar ég var orðinn nógu fróður fékk ég að fara með hann heim. Þær voru held- ur ekki ófáar stundirnar sem við tefldum saman. Já, það er óhætt að segja að þær hafi verið góðar og fróðar stundirnar sem við áttum saman. Ég á eftir að sakna þín mikið en ég veit að þú ert hérna hjá mér og fylgist með mér og það finnst mér gott að vita. Bless, elsku afi minn. Elsku amma, guð veri með þér og veiti þér styrk á þessum erfiðu tím- um. Þinn Hafþór Helgi. Elsku afi. Mig og Auði litlu systur mína langar til að minnast afa okkar í fáum orðum. Alltaf þegar ég var lítill kallaði ég þig afi pípa því pípan var sjaldan langt frá þér, eins þegar þú sagðir mér sögu, þurftir þú að taka þér pásu og hreinsa pípuna, sem mér fannst hin mesta athöfn en ég þurfti að bíða stilltur á meðan sem var dá- lítið erfitt. Það er skrýtið að þú sért farinn til guðs en við biðjum hann á hverju kvöldi að passa þig. Hrefna frænka sló í gegn þegar hún gaf þér hundinn Kristu í jólagjöf, það þótti mér skemmtileg gjöf og þér fannst þetta alveg frábært, síðan sendir þú mér svo skemmtileg bréf um það sem Krista var að gera og ætla ég að passa þau vel. Oft kom ég til ykkar á Húsavík, mér er minnisstætt þegar þú bjarg- aðir Kristu þegar hún datt í vök á andapollinum, þú óðst út í, algjör hetja, og náðir í hana, okkur fannst hún nú pínu vitlaus. Ég leik mér mik- ið í tindátaleiknum sem þú kenndir mér og spila stundum á gítarinn sem ég fékk hjá þér og lofa að vera dug- legur svo ég geti spilað eins og þú. Mér fannst skemmtilegt að vera hjá ykkur ömmu. Takk fyrir þann tíma sem við vorum saman. Stundum verð ég voða leiður að þú sért farinn en þá verð ég að biðja kæra guð að passa þig og mér finnst gott að vita að þú passir mig og Auði. Reynir Rafn og Auður. Kær vinur er kvaddur, minningar hrannast upp í hugann því hann, Auður og börnin hafa verið sam- tvinnuð okkar fjölskyldu síðustu 35 árin. Ekki veit ég hvort Gunnar hafi lesið minningargreinar í Mogganum, en hver veit nema hann horfi yfir öxl- ina á mér og lesi þessar hugleiðingu. Ég minnist t.d. þegar við hjónin, Gunnar, Auður og börnin þeirra, Þórir og Hrefna, fórum til London og þaðan til Frakklands til að sigla þar á skurðum, og þvílíkt ferðalag, við vorum aðeins með 14 töskur sem við roguðumst með milli járnbraut- arstöðva og grínuðumst með það að við værum tatarafjölskylda á ferð um Evrópu. Þessi ferð verður okkur eftirminnileg, ásamt mörgu öðru, í siglingu var farið með Eddunni, og var það ekki síður eftirminnilegt, það kom upp hægðavandamál hjá mér og Gunnar af stað til að redda málum, hafnaði að lokum upp í brú hjá pólska skipstjóranum, kom held- ur hróðugur til baka með pilluglas, ekki vissum við alveg um innihaldið en það virkaði. Svo liðu árin með sín- um gleði og sorgum. Þessi skrif mín áttu bara að vera vinarkveðja, og er nú mál að linni, ég veit að Gunnar er komin til Sólar- landsins, tottar sína pípu í rólegheit- um. Hann mun leiðbeina okkur sem á eftir koma því kennari var hann frábær. Guð geymi þig vinur, Valdís og Alfreð (Lóa og Silli). Miðvikudaginn 2. júlí var Gunnar Höskuldsson borinn til hinstu hvílu frá Húsavíkurkirkju. Það voru þung spor að fylgja góðum vini síðasta spölinn. Þegar ég flutti til Þingeyrar um páska 1956 kynntist ég strax fjöl- skyldunni í bakaríinu, sem var hin- um megin við götuna á móti Versl- unarfélagi Dýrafjarðar, þar sem ég vann. Með okkur tókst góð vinátta, Höskuldi, Huldu og börnunum. Gunnar var þá að verða tólf ára og var strax orðin leiðtogi jafnaldra sinna og fórst það vel úr hendi. Við urðum fljótt miklir mátar og góðir vinir. Hann var alltaf á fullri ferð, eftir skóla hjálpaði hann til í bak- aríinu og í frístundum var hann á fleygiferð í íþróttum, líka með okkur sem eldri vorum. Leiðir okkar lágu svo aftur saman 1968 þegar ég flutti í Barmahlíðina í Reykjavík, þar sem hann bjó fáum húsum ofar í götunni, nýgiftur Auði sinni, sem er frábær húsmóðir og listakokkur. Þar áttu þau fallegt og hlýlegt heimili, þar sem þau eignuð- ust þrjú mannvænleg börn sem nú eru öll upp komin, og barnabörnin orðin fjögur. Ég hóf störf hjá G. Þorsteinsson og Johnson árið 1970 og þar störf- uðum við Gunnar hlið við hlið í sjö ár eða þar til þau hjónin fluttu til Húsa- víkur. Auður starfaði einnig í sama fyrirtæki á skrifstofunni. Gunnar var verklaginn mjög, hafði sérstakt lag á að leiðbeina fólki sem kom sér vel bæði í kennslunni og einnig í sölu- mannsstarfinu. Það var einstök ánægja að starfa við hlið hans í öll þessi ár og varð vinátta okkar alltaf meiri og meiri. Stórt áhugamál hans var hafið og sjóferðir hans yndi. Við keyptum okkur saman, í félagi við Jón Strand- berg, gamlan norskan plastbát, gerðum hann upp og byggðum yfir hann. Heilum vetri vörðum við öllum okkar frístundum í bátinn og um vor- ið komst hann á flot. Verkið hafði tekist vel og áttum við margar góðar stundir á bátnum. Við nefndum hann Dropa því hann var dropinn okkar á hafinu. Eftir að Gunnar flutti til Húsavík- ur voru bátar alltaf til staðar. Hann eignaðist þar bát sem talinn var ónýtur en með stakri verklagni tókst honum samt að gera hann upp. Gunnar var góður kennari og hafði lag á að gera námsefnið for- vitnilegt og vekja áhuga á því. Ef nemendur voru erfiðir eða stirðir í tíma þá tók Gunnar gjarnan gítarinn í hönd og létti andrúmsloftið með spili og söng og allir tóku undir. Hann var mjög tónelskur, spilaði vel á gítarinn og söng. Á góðum stund- um var hann hrókur alls fagnaðar og hélt uppi fjörinu. Auður og Gunnar eignuðust hálft húsið Garðarshólma sem þurfti að flytja til á Húsavík. Ómældar voru þær vinnustundir sem þau hjónin eyddu í það var mikla verk. Þar tókst þeim að innrétta sitt yndislega fram- tíðarheimili og þar bjuggu þau þang- að til að þau keyptu gistiheimilið Ár- ból og fluttu þangað. Nú býr sonur þeirra Þórir Örn í Garðarshólma með fjölskyldu sinni. Þau hjón voru athafnasöm og dugleg og hafa alla tíð bæði unnið mikið. Samt sem áður höfðu þau alltaf tíma fyrir börnin sín. Gunnar hafði gaman af því að leika sér með krökkunum t.d. að byggja snjóhús, fara upp að Botnsvatni þar sem ýmisleg var brallað og fara á sjóinn og draga fisk í soðið. Einng voru skíðaferðirnar ófáar og fleira og fleira mætti nefna. Þau hjónin höfðu yndi af ferðalög- um, hér heima og erlendis. Útilegur voru algengar á meðan börnin voru yngri en þegar börnin stækkuðu gátu þau skoðað heiminn betur. Þrátt fyrir þau erfiðu veikindi og baráttuna við krabbameinið fór Gunnar í sína síðustu ferð í maí síð- astliðnum með dóttur sinni Hrefnu Regínu til Ítalíu og í skemmtisigl- ingu um Eyjahafið. Ferðin tókst með eindæmum vel og var hann ham- ingjusamur og þakklátur fyrir hana. Vinátta okkar hefur haldist í öll þessi ár þrátt fyrir að leiðir skildi, þau héldu til Húsavíkur og ég síðan til Þýskalands. Af og til var hringt eða skrifað og alltaf þegar ég kom til landsins og kom norður var mér skylt að koma við á Húsavík. Þá gilti einu hvort ég var einn á ferð, við hjónin saman eða með aðra gesti með okkur, alltaf vorum við velkom- in og gestristni Gunnars og Auðar al- veg einstök. Gunnar heimsótti okkur Christu til Hamborgar og finnst mér það gott dæmi um persónu Gunnars þeg- ar konan mín kynntist honum. Strax fyrsta kvöldið þegar við höfðum setið og spjallað og átt ánægjulega stund saman segir konan mín „vitið þið hvað, mér finnst ég hafa þekkt Gunnar alla tíð“. Minningarnar hrannast upp í hug- anum og þakklæti fyrir að hafa átt svona góðan vin og vináttu fjölskyldu hans. Ferðir upp á Húsavíkurfjall, út á Höfða í miðnætursól, upp í Laxá, út á sjó og fleira og fleira. Kæri vin, hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku Auður, Gunnar Hrafn, Þór- ir Örn, Hrefna Regína og fjölskyld- ur, guð gefi ykkur styrk og kraft í ykkar miklu sorg. Christa og Júlíus Kolbeins. GUNNAR HÖSKULDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.