Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 23
og góðir vættir, sem engan skatt greiða en hafa samt sín réttindi. Til að mynda eru tvær lóðir í bænum frá- teknar samkvæmt skipulagi fyrir álfa, önnur þar sem endanlega er ákveðið að byggja ekki vegna álfa- steins og önnur þar sem fylgst er með hvort álfar eru á förum eða ekki. Það má segja að Grundfirðingar hafi sam- mælst um að vera ekki á móti því sem þeir skilja ekki og mættu mörg önnur bæjarfélög taka sér það til fyrir- myndar. Álfalóðirnar eru við Grund- argötu og Fellasneið. Gunnar Njálsson í Grundarfirði býr yfir sérstökum næmleika fyrir álfum og huldum vættum og þeir hafa veitt honum hlutdeild í lífi sínu og til- veru. Hann er því eins konar sendi- herra álfasamfélagsins í sínu bæjar- félagi og fyrir hans tilverknað meðal annars var ákveðið að úthluta ekki lóð við Fellasneið vegna álfabyggðar. Gunnar sér oft ýmislegt í klettum og bergi, álfa og hulduverur. Í Kolgraf- arfirði við Hrafnafoss upplifði hann að sjá fljúgandi dreka ekkert ósvipað því sem menn sjá í nútímakvikmynd- um. Þessar lifandi verur sem flugu við bjargið voru 10–20 metra langar. Hann sagði mér að huldufólkið réði því sjálft hvort maður gæti náð sam- bandi við það. Gunnar segir að það sé mikið af huldufólki og vættum í um- hverfinu og vísaði til þess að þótt full- orðið fólk væri margt ónæmt fyrir þessu sviði þá væru börnin mun næm- ari vegna þess að upplifun barna væri svo næm eðli sínu samkvæmt. Hann nefndi sem dæmi dreng í Grundar- firði sem hjólaði óvart á jarðfastan lágan stein við kirkjuna. Drengurinn sem var 10 ára þegar þetta gerðist fyrir um 5 árum hafði verið að leika sér á flötinni þar sem steinninn var. Hann datt af hjólinu við áreksturinn, en stóð strax upp og leiddi hjólið í burtu. Hann leit þó til baka á steininn og sá þá lítinn kall koma út úr stein- inum og var sá reiðilegur og steytti hnefa og spurði hvers vegna hann væri að hjóla á húsið sitt. Þetta var kall með skotthúfu, dökkrauða, í brúnleitri kápu, dökkgrænum buxum með blárri bót á öðru hnénu og í svörtum stígvélum. Eyrun voru áber- andi þykk, kúlulaga efst eins og þykk- ildi væri þar. Grátt hár kom undan húfunni og karlinn var með grátt stutt alskegg. Síðan hvarf karlinn aft- ur inn í steininn. Að minnsta kosti á tímabili var þessi umræddi drengur næmur fyrir þessu sviði. Gunnar sagði að það hefði verið ár- ið 1995 sem hann vakti athygli á því að huldukona væri að kvarta yfir því að til stæði að byggja á lóð hennar við Fellasneið. Eftir nokkrar vangavelt- ur ákvað bæjarstjórnin að láta kyrrt liggja. Gunnar kvaðst hafa talað við þessa konu aftur fyrir tveimur árum og þá sagðist hún vera flutt til systur sinnar uppi í fellinu fyrir ofan. Nú eru vangaveltur um að skoða betur stöðu mála á þessari sérstöku álfalóð, en hver segir að einhver komi ekki aftur þótt hann bregði sér í heimsókn til vina og vandamanna. Yfirleitt taka menn þessum málum vel, en bregða líka á leik. Einu sinni var Gunnar að vekja máls á því við verktaka í vega- gerð í Grundarfirði að þeir mættu ekki fara með veginn yfir slægjurnar, því þar væru álfar. „Blessaður vertu,“ sagði þá Diddi Odds, Doddsinn, „við látum þá bara hafa rúllubaggaplast.“ Þá benti Gunnar á holtið framundan og sagði að þar mætti ekki heldur fara með veginn vegna álfabyggðar. „Blessaður vertu,“ sagði þá Diddi Odds, „við setjum bara mislæg gatna- mót.“ Hlé á heyskap vegna afmælis páfans En þrátt fyrir góðan anda og góðar vættir er það mannfólkið sem hefur síðasta orðið eins og í öllum góðum samfélögum. Það er hefð fyrir ákveðnum prakkaraskap á Grundar- fjarðarsvæðinu, gamansemi og alvara í bland og heldur meira af því fyrr- nefnda. Fólk hefur sem betur fer gaman af því sem er svolítið öðruvísi og ræktar það nánast í dagsins arga- þrasi og stundum finnst manni að fólk hér um slóðir hafi ekki vandamál við að glíma heldur bara mál sem alltaf megi finna einhvern flöt á. Bjarni hreppstjóri á Berserkseyri var þjóðþekktur maður á síðustu öld, grínisti og gáfumaður. Hjá honum var í sveit strákur einn sem Bjarni tók með sér í smalamennsku. Þeir voru komnir hátt í Kolgrafir eða Ber- serkseyrarmúlann þegar strákurinn gefst upp á augabragði vegna loft- hræðslu og hnígur hreinlega niður. Bjarni sá strax hvað verða vildi, vind- ur sér að stráknum og segir: „Ja, nú vorum við stálheppnir, drengur minn, hér í mölinni í fjallinu er lofthræðslu- steinn sem er þeim undrum búinn að setji maður slíkan stein undir tung- una hverfur öll lofthræðsla samstund- is og þú verður aldrei aftur loft- hræddur.“ Bjarni fann síðan góðan lofthræðslustein og þeir strákur og hann smöluðu allt fjallið eins og ekk- ert væri. Það var í mikilli heyskapartíð og góðu veðri á Kolgröfum að sent var eftir hrífum að Berserkseyri, en þá bar svo við að allir voru inni við í kleinum og pönnukökum. Sendillinn frá Kolgröfum hváði mikið og hafði orð á því að þarna væri stórveisla. „Ekki trúi ég því,“ svaraði Ber- serkseyrarbóndinn þá, „að það sé ver- ið í heyskap á Kolgröfum á afmæl- isdegi páfans.“ Sendillinn fékk hrífurnar og fór aft- ur til Kolgrafar þar sem hann sagði tíðindin um hlé á heyskap vegna af- mælis páfans. Þá sagði Kolgrafar- bóndinn: „Varlega skaltu nú trúa Berserkseyrarmönnum.“ Bjarni hreppstjóri gegndi starfi pósts í 30 ár. Lengsta póstferð hans tók um einn mánuð. Bjarni fór til Stykkishólms sem oftar, en þar æxl- uðust mál þannig að hann frétti af því að það vantaði mann á togarann Njörð sem fór til Norðurlanda og Spánar. Bjarni var ekkert að tvínóna, sá tækifæri til þess að sjá önnur lönd og hafði aldrei farið til sjós nema úr vörinni heima á litlum mótorbát. Það voru svolítið óljós skilaboðin sem hann gat sent heim í flýti um að hann væri farinn til Spánar í póstferðinni, en svo kom bréf fljótlega til Ástrósar konu hans, þar sem hann skýrði mála- vöxtu. Hann fékk annan í póstinn, en lagði sjálfur í’ann út. Hann komst meðal annars á nautaat á Spáni og eftir liðlega mánuð kom hann aftur heim úr póstferðinni með millilend- ingu á Spáni og víðar, en að sjálfsögðu með póst með sér. Þessi ferð var Bjarna ákaflega mikils virði. Hann sá tækifæri sem hann hafði lengi dreymt um og lét slag standa. Ingi Hans kom eitt sinn til Bjarna á Berserkseyri að kjósa utankjörstað- ar, en Bjarni var mikill sjálfstæðis- maður. Á skrifstofuborði Bjarna voru grænar þerripappírsmottur og ef menn skrifuðu þéttingsfast á kjörseð- ilinn kom stafur fram á pappírnum. Ingi Hans hafði orð á þessu við Bjarna og þá sagði Bjarni: „Hér hef ég séð margan ljótan stafinn koma fram.“ Sagnamenn Grundarfjarðar Innanfjarðarveðrátta eins og í Grundarfirði er ofsalega öfgakennd, ýmist stórkostleg logn eða óskapleg hvassviðri og ekkert þar á milli. Gam- all trésmiður, Helgi Andrésson var mikill sögumaður. Það var alveg sama hvað Helga var sögð góð saga, þá sagði hann: „Það var nú ekki mikið,“ og kom með aðra betri. Eitt sinn kom til hans vinur hans og spurði hvort hann hefði heyrt af hvirfilvindinum sem gekk yfir Seyðisfjörð? „Nei, það held ég ekki,“ svaraði Helgi. „Það gekk svo snarpur hvirfilbylur yfir Seyðisfjörð,“ sagði vinurinn þá,“ að úr 18 olíutunnum sem stóðu á bryggj- unni skrúfaðist sponstappinn úr þeim öllum.“ „Það er nú ekki mikið,“ svar- aði Helgi að bragði, „einu sinni stóð tvílyft timburhús inná Grundarfjarð- arkampi og það gerði slíkt suðaustan spænurok að húsið fauk af grunnin- um alla leið niður í fjöru. Það var ekki fyrr lent þar, en það skellur á með norðvestan bálviðri og húsið fauk aft- ur á grunninn. Það þurfti ekkert að gera nema slá út af teinana.“ „Nei Helgi, þessu lýgurðu,“ sagði vinurinn þá í forundran. „Ég get svarið það,“ svaraði Helgi um leið, „það svaf meira að segja maður í kvistherberginu.“ Hnerrar tönnum út og suður Í fólki býr mismikil ævintýraþrá og allt kostar sitt, en eitt er víst að hjá þeim sem ekkert gerir gerist ekkert. Steini gun hefur gælunafn sitt af byssuáhuga, en þó að hann sé ekki eins og fólk er flest þá er hann full- fermi af venjulegu fólki og hefur gam- an af að gantast og bregða á leik þótt stundum renni á hann Grundarfjarð- arveður af verstu gerð. Steini ólst upp í Ólafsvík svo það er ekkert undarlegt þótt Grundfirðingar segi að ekki hafi verið von á góðu, en þar lenti Steini í mörgum bernsku- brekum. Nú er Steini gun Grundfirð- ingur með sóma og sann, en nú eru það helst tennurnar sem hann á í vandræðum með, það er að segja efri gómurinn. Steini var að koma á vöru- bíl inn í Grundarfjörð vestan að og var að koma að Grundaránni. Glugg- inn bílstjóramegin var opinn til hálfs, það var suðaustan hviðótt með af- brigðum og allt í einu fær Steini slík- an hnerra að tönnurnar spýtast út úr honum og í mælaborðið, síðan speg- ilinn, þá gírstöngina, upp í þakið, nið- ur á stýrið og út um gluggann og þær fundust aldrei þótt mikið væri leitað. Einu sinni var Steini að koma inn í matvöruverslunina Tanga þegar hann fær hnerra með þeim ósköpum að tönnurnar fljúga yfir hillur og borð, skrönglast síðan eftir gólfinu og brotnuðu í tvennt. Það var mikið hleg- ið að þessu, enda hefði verið erfitt að endurleika atvikið, jafnvel í dýrustu amerísku kvikmyndunum. Svo var það að Steini gun var í fínni veislu í samkomuhúsi í Reykjavík. Glæsilegt hlaðborð með hnallþórum í röðum beið þess að blússið væri gefið. Steini gun beið eins og aðrir hinn prúðasti, en viti menn, tekur sig ekki upp hnerri af stærri sortinni og á örskoti flugu tönnur Steina gun yfir gólfið og lentu ofan á aðalrjómatertunni eins og hvert annað skraut. Þetta skeði svo hratt að mjög fáir gestanna sáu þetta, þó fólk á tveimur borðum og það mátti sig ekki hræra fyrir hlátri. Steini gun sat hins vegar sallarólegur og grafalvarlegur og lét sem ekkert væri. Svo byrjaði veislan. Á réttum útspekúleruðum tímapunkti kom Steini sér í röðina og á sneiðinni sem hann skar af tertunni lágu tönnur hans eins og í hreiðri. Grafalvarlegur gekk hann til borðs og byrjaði að borða tertuna og á réttu augnabliki brá hann „leatherman“, fjölnota tang- arhnífnum sínum, undir tönnurnar og vippaði þeim upp í sig á sinn stað og hélt áfram að borða tertuna af hjart- ans lyst. Fólkið á borðunum tveimur var nú að því komið að missa meðvit- und, en þannig er æðruleysi Grund- firðinga í hnotskurn, málið var leyst. Byggjum sagnaskála Sturlu Þórðarsonar á Öndverðareyri Helgina 25. til 27. júlí eru Grund- arfjarðardagar þar sem mikið er í lagt, boðið upp á spegilmynd menn- ingarstarfs Grundfirðinga og sitthvað fleira í þessum hlýlega og snyrtilega athafnabæ sem hefur í umhverfi sínu möguleika til þess að verða risi á vett- vangi ferðaþjónustu. Í Grundarfirði er hægt að gera nánast allt sem gert er annars staðar á Snæfellsnesi og heldur meira ef menn vilja. Ég minnt- ist á daglegar gönguferðir á Stöðina, 150–200 herbergja ráðstefnuhótel og síðast en ekki síst er stórkostlegur möguleiki, svo eitthvað sé nefnt, í byggingu skála Sturlu Þórðarsonar sagnamanns á Öndverðareyri. Það er vitað hvar gamla bæjarstæðið er, það er vitað að Sturla Þórðarson fæddist á Öndverðareyri og eignaðist jörðina. Það er vitað að Sturla Þórðarson er einhver mesti ritsnillingur Íslands- sögunnar. Það er gefið að þar á að byggja glæsilegan skála í stíl síns tíma, verðuga byggingu til minningar um Sturlu Þórðarson og verksvið hans, skála sem gæti orðið sérstakur sýningarskáli um allt er lýtur að ritun Íslendinga frá upphafi Íslandsbyggð- ar, skála sem stiklaði á því sem skipti máli í þeim farvegi, Skála sem myndi laða að ferðamenn víða að úr heim- inum, skála, sem væri menningarauki og undirstrikaði metnað Íslendinga fyrir varðveislu á því dýrmætasta úr uppruna sínum, tungunni sjálfri. Morgunblaðið/RAX Kirkjufellið í allri sinni dýrð. Höfundur er stjórnmálamaður, blaðamaður og tónlistarmaður. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.