Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SÍLDARKVÓTI Á ÞROTUM Rúmlega áttatíu og átta þúsund tonnum hefur verið landað af síld það sem af er sumarvertíðinni. Kvót- inn er rúmlega níutíu og eitt þúsund tonn og því lítið eftir af honum. Ís- lensk skip veiða nú kolmunna af miklum krafti, en kolmunnakvóti er nú sá mesti sem hefur verið. 27 milljónir farþega Um 27 milljónir farþega hafa ferðast með Flugleiðum síðan félag- ið var stofnað fyrir þrjátíu árum. Í upphafi var farþegafjöldinn um 600 þúsund farþegar á ári, en árið 2000 var sett farþegamet þegar 1.783 þúsund farþegar flugu með félaginu. Olíufélög talin hafa blekkt Olíufélögin þrjú eru talin hafa blekkt bæði fjölmiðla og Samkeppn- isstofnun til þess að komast hjá frek- ari eftirgrennslan árið 1996 vegna útboðs Landhelgisgæslunnar á elds- neytiskaupum. Þetta kemur fram í frumskýrslu Samkeppnisstofnunar um meint samráð olíufélaganna. Óheppinn þjófur Maður, sem reyndi að greiða fyrir dýrt úr með stolnu kreditkorti, hitti fyrir ofjarl sinn þegar hann reyndi að flýja af vettvangi. Innan við af- greiðsluborðið var nýbakaður Ís- landsmeistari í spretthlaupi, sem hljóp þjófinn uppi og hafði gætur á honum þar til lögregla handsamaði hann. Tony Blair í kreppu? Breskir fjölmiðlar telja að lát Davids Kellys, vopnasérfræðings breska varnarmálaráðuneytisins, kunni að valda mestu kreppu sem Tony Blair, forsætisráðherra lands- ins, hefur staðið frammi fyrir í sinni stjórnartíð. Þá gagnrýndu þeir bresk stjórnvöld og stjórnmálamenn harðlega vegna dauða hans í gær. Blair kvaðst harma lát Kellys mjög en bað breska fjölmiðla um leið að gæta „hófsemi“ í umfjöllun sinni um málið. Hert gæsla varnarliðsmanns Varnarliðið hefur náð sam- komulagi við utanríkisráðuneytið um að herða gæslu varnarliðs- mannsins sem ákærður er fyrir til- raun til manndráps. Hann fær ekki að yfirgefa híbýli sín á Keflavík- urflugvelli án gæslumanns. Sunnudagur 20. júlí 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 7.012  Innlit 13.174  Flettingar 56.478  Heimild: Samræmd vefmæling Starfsfólk 20—45 ára óskast í fullt starf og hlutastarf frá 1. sept. Tíska, skart og gjafir. Umsóknir óskast sendar á auglýsingadeild Mbl. merktar: „ISIS“ eða á isis@isis.is fyrir 25 júlí. Trésmiðir óskast Byggingafélagið Baula óskar eftir að ráða tré- smiði og verkamenn til starfa strax. Upplýsingar í síma 690 0500 eða tölvupóstur baula@baula.is . LAUS STÖRF • Stærðfræðikennara í Hjallaskóla • Umsjónarkennara í Hjallaskóla Nánari upplýsingar á: www.kopavogur.is og www.job.is KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík Yfirþroskaþjálfar Svæðisskrifstofa Reykjavíkur mun í september hefja rekstur á íbúðum fyrir fólk með einhverfu í Jöklaseli 2, íbúðirnar eru 6 með sameiginlegri starfsmannaaðstöðu Svæðisskrifstofan leitar eftir tveimur þroskaþjálf- um með áhuga og metnað til að taka þátt í mót- un og uppbyggingu á innra skipulagi með það markmið að veita einstaklingsmiðaða þjónustu. Yfirþroskaþjálfar munu ásamt forstöðumanni bera ábyrgð á öllu faglegu starfi. Leitað er eftir þroskaþjálfum sem:  Hafa jákvæð viðhorf og góða hæfni í sam- skiptum og samstarfi.  Eru skipulagðir í vinnubrögðum.  Eru sveigjanlegir og tilbúnir að tileinka sér nýjungar.  Hafa táknmálskunnáttu (ekki skilyrði).  Þekkja vinnubrögð byggð á TEACCH.  Eiga auðvelt með að samræma vinnubrögð og miðla til annarra. Svæðisskrifstofa býður: Fræðslu, ráðgjöf og stuðning. Góða starfsaðstöðu. Námskeið í táknmáli. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Þ.Í. eða SFR og ríkisins. Nánari upplýsingar um störfin veita Margrét Guðnadóttir og Hróðný Garðarsdóttir í síma 533 1388, dagana 24.—30. júlí milli kl. 13—16. Umsóknarfrestur er til 5. ágúst nk. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist til Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, Síðumúla 39, 108 Reykjavík. Staða leikskólastjóra við leikskólann Holtaborg er laus til umsóknar. Í leikskólanum Holtaborg, Sólheimum 21 eru þrjár deildir og þar dvelja 68 börn samtímis. Helstu verkefni: Ábyrgð á mótun heildarstefnu í uppeldis- og menntamálum leikskólans, rekstri og almennri starfsmannastjórnun. Leikskólastjóri í Holtaborg Nánari upplýsingar veitir Bergur Felixson, framkvæmdastjóri í síma 563 5800. Umsóknareyðublöð má nálgast á skrifstofu Leikskóla Reykjavíkur og á vefsvæði www.leikskolar.is. Menntunar- og hæfniskröfur: Leikskólakennaramenntun er áskilin. Framhaldsmenntun í stjórnun er æskileg. Stjórnunarhæfileikar og reynsla af stjórnun. Lipurð í mannlegum samskiptum. Tölvukunnátta og þekking á rekstri. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga. Umsóknum fylgi yfirlit um nám og fyrri störf og skulu þær berast fyrir 5. ágúst n.k. Frá Grunnskólanum í Breiðdalshreppi Kennari óskast að skólanum næsta skólaár. Megináherslur: danska og almenn kennsla. Umsóknarfrestur til 30. júlí. Upplýsingar í sím- um 475 6602, 691 0533. Umsókn má senda á netfang skólans: breiddal@ismennt.is. Sunnudagur 20. júlí 2003 w w w . k r i n g l a n . i s u p p l ý s i n g a s í m i 5 8 8 7 7 8 8 s k r i f s t o f u s í m i 5 6 8 9 2 0 0 Ævintýraland er opið frá kl. 13.00 til 17.00 alla sunnudaga í sumar. Kvikmyndahús, Hard Rock Café og Kringlukráin eru opin lengur. Eftirtalin fyrirtæki hafa opið: Opið í dag kl. 13 - 17 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S KR I 21 61 0 07 /2 00 3 Stærsta útsalan Dótabúðin, Dressmann, Gallerí Sautján, Hagkaup, Hard Rock, Ísbúðin, Íslandia, Kebab húsið, Konfektbúðin, Kringlubíó, Kringlukráin, Maraþon, Nanoq, Next, Noa-Noa, Oasis, Skór.is, Síminn, Steinar Waage, Skífan, Tiger, Valmiki, Timberland, Nike-konur og börn, NK-Kaffi, Monsoon, Accessorize, Park, Bison, Tékk-kristall, Gamedome, Body shop, Retro, Veiðihornið Nanoq, Mótor, Ótrúlega búðin, Og Vodafone, Deres, Focus skór, InWear, Knickerbox, Du pareil Au Meme, Iðunn, Eurosko, DNA, Stasía, Boozt barinn, Eik, Gallabuxnabúðin, Bossanova, Bónus, Kiss, Markaðstorgið, Byggt og Búið, Búsáhöld og gjafavara, Ice in a bucket, eX, B1-Blómaskreytar. Nýtt kortatímabil Legið fyrir lágfótu ferðalögHúsbílarsælkerarGrillbörnÆvintýranámskeiðbíóArnold Schwarzenegger Lifað í skugga slyss Fullorðnaðist á einum degi „Þessir dagar í ágúst fyrir fimmtíu árum hafa ekki liðið mér úr huga.“ Prentsmiðja Morgunblaðsins Grenjaleit og -vinnsla hefur lengi verið stunduð til að halda tófustofninum í skefjum. Guðni Einarsson lagðist á greni með grenjaskyttunum Sigurði Aðalsteinssyni frá Vaðbrekku og Sveini Pálssyni frá Aðalbóli í Hrafnkelsdal./8 Yf ir l i t Í dag Skissa 6 Myndasögur 44 Listir 24/27 Bréf 44/45 Forystugrein 28 Dagbók 46/47 Reykjavíkurbréf 28/ 29 Krossgáta 48 Skoðun 30 Leikhús 50 Þjónusta 34 Fólk 50/53 Minningar 36/43 Bíó 51/53 Myndasögur 44 Sjónvarp 54 Hugvekja 45 Veður 55 * * * UMFERÐARFULLTRÚI Vest- fjarða, Júlíus Ólafsson, og vinnu- skóli Vesturbyggðar á Patreksfirði tóku höndum saman og settu saman stafi, sem mynduðu slagorðið „Aktu edrú“ á lóðina við lögreglustöðina á Patreksfirði á föstudag. Mynduðu þau stafina úr tæplega 500 svif- diskum. Nokkuð vandasamt var að raða diskunum og nutu þau að- stoðar lögreglu, slysavarnafólks á Patreksfirði og bifhjólamanna sem áttu leið um bæinn. Að sögn Júlíusar Ólafssonar er meðaltalskostnaður við tjón þar sem ölvaður ökumaður á í hlut ein milljón króna, skv. upplýsingum frá Sjóvá-Almennum. Þá er ótalinn lög- fræðikostnaður og vinnutap við- komandi ökuníðings. Eitt mesta fjárhagstjón sem hlotist hefur af einu umferðarslysi þar sem ölvaður átti í hlut er 8,5 milljónir króna, að sögn Júlíusar. „Þá eru ótalin dauðsföll og aðrar þjáningar fólks sem að sjálfsögðu verður ekki metið til fjár.“ „Aktu edrú“ úr 500 svifdiskum ÍSLENSKI fáninn var hífður í hálfa stöng á nokkrum stöðum á hálend- inu í gær, þar á meðal í Kverk- fjöllum, á Snæfelli og við Herðu- breiðarlindir. Þarna var um að ræða landverði og skálaverði sem framkvæmdu gjörninginn utan vinnutíma síns. Landverðirnir mættu með eigin fána og flaggstöng í Herðubreiðarlindir sökum þess að í fyrra voru viðkom- andi einstaklingar áminntir munn- lega vegna þessa háttalags. Björk Bjarnadóttir, meistaranemi í umhverfisfræði og landvörður í Herðubreiðarlindum og Öskju, segir það hlutverk landvarða að gæta landsins og verja það gegn skaða. Segja fánann tákn fyrir náttúru Íslands „Við erum að minnast þess sorg- ardags þegar Alcoa og Landsvirkjun undirrituðu samning um Kára- hnjúkavirkjun, þar sem hálendið tapaði enn og aftur. Við notum fán- ann af því að hann er tákn fyrir nátt- úru Íslands. Við flöggum ekki sem landverðir, heldur sem einstaklingar, utan okk- ar vinnutíma. Við viljum minna á þær náttúruperlur sem við þurfum að passa upp á og eru enn tiltölulega ósnortnar. Það eru margar perlur á skipulagskortum stjórnvalda og Landsvirkjunar, til dæmis Þjórs- árver og Torfajökulssvæðið, sem er rétt hjá Landmannalaugum. Við landverðir eigum í miklum samskiptum við ferðamenn og erum í náinni snertingu við þessi svæði. Þau eru mörgum mikils virði og sem víðerni eru þau ómetanleg. Margir ferðamenn sem hafa farið um Kárahnjúkasvæðið og nærliggj- andi framkvæmdasvæði hafa komið til okkar og lýst yfir sorg sinni og óánægju með þá þróun sem á sér stað hér á hálendinu með þessum framkvæmdum. Þeim finnst með ólíkindum að við skulum sóa auðlind- um okkar svona.“ Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Þórný Hlynsdóttir, skálavörður í Snæfellskála, dregur fánann í hálfa stöng. Flaggað í hálfa stöng á hálendinu SÁTT hefur náðst milli íslenska utanríkisráðuneytisins og varn- arliðsins vegna gæslu banda- ríska hermannsins sem ákærð- ur er fyrir tilraun til mann- dráps í Hafnarstræti og mun hann sæta mun strangari gæslu á vellinum en verið hef- ur. Samkvæmt upplýsingum úr utanríkisráðuneytinu hefur varnarliðið fallist á, eftir við- ræður við embættismenn ráðu- neytisins, að herða gæsluna yf- ir manninum og mun hann ekki lengur njóta ferðafrelsis innan vallarins. Mun hermaðurinn ekki mæta til vinnu eða yfirgefa vistarverur sínar nema þá í fylgd með gæslumanni. Fullnægjandi gæsla Að höfðu samráði við dóms- málaráðuneyti og ríkissaksókn- ara segist utanríkisráðuneytið telja að verði gæslunni fram- fylgt með þessum hætti geti hún talist fullnægjandi. Varnarliðið og utan- ríkisráðuneytið Sam- komulag um herta gæslu FERJAN Baldur hefur aldrei flutt fleiri bíla yfir Breiðafjörð í júní en í ár. Þröstur Magnússon skipstjóri segir að yfir 1.100 bílar hafi farið með ferjunni milli Stykkishólms og Brjánslækjar á Barðaströnd þennan mánuð. „Það er algjört met,“ en venjulega er júlí besti mánuður árs- ins í fólks- og bílaflutningum ferj- unnar og voru um 1.700 bílar fluttir þá í fyrra. Þröstur segir 31 þúsund farþega hafa ferðast með Baldri allt árið í fyrra. Fjöldinn hafi haldist nokkuð stöðugur frá því að nýtt skip hóf þessar siglingar og gamli báturinn var seldur. „Það fóru einungis sjö til átta þúsund manns með gamla Baldri á ári. Við gátum komið 12 bíl- um fyrir í hverri ferð og þurfti þá að hífa þá alla um borð, sem gat tekið allt upp undir klukkustund. Árið 1990 kom ný og stærri ferja og far- þega fjöldinn jókst strax upp í 27 til 28 þúsund farþega á ári,“ segir Þröstur. Baldur tekur 195 farþega og allt að 20 bíla í hverri ferð. Þröstur segir tímana hafa breyst; bílarnir stækka og breikka og ekki er hægt að sinna öllum sem vilja sigla með bátnum sökum þessa. Það vanti breiðara bíladekk. Hann nefnir sem dæmi að í fyrrasumar hafi einungis verið hægt að sinna litlum hluta af erlendum ferðalöngum sem komu hingað til lands á húsbílum. Skýringin sé m.a. lítið miðjupláss á bíladekkinu þar sem stærstu bílarnir eru geymdir. „Ég hefði viljað getað sinnt þessu fólki öllu betur,“ segir hann og er greinilega umhugað um að anna eft- irspurn ferðalanga betur. Þörf sé á því til að styrkja ferðamannastraum- inn þarna á milli og á Vesturlandi öllu. Kominn tími á nýja ferju Hann segir tíma til kominn að skoða nýja ferju fyrir þessar sigling- ar enda eru allar ferðir sumarsins fullbókaðar. „Það væri hægt að auka flutning yfir fjörðinn um helming hefðum við tæki til þess,“ segir hann en þá togist á nokkur sjónarmið. Sumir á suðurfjörðum Vestfjarða vilja að allir peningar fari í að setja bundið slitlag á leiðina suður, aðrir vilja hraðskreiðari ferju til að kom- ast á skemmri tíma á milli og enn aðrir vilja frekar stærri ferju en hraðskreiðari til að anna eftirspurn eftir flutningum. Þröstur segir suma ekki horfa nógu langt fram í tímann því ferða- mannastraumur myndi aukast og byggð styrkjast. Hægt yrði að byggja upp öflugri ferðaþjónustu í kringum meiri fjölda ferðamanna. Samhliða þessu sé nauðsynlegt að styrkja samgöngur milli norður- og suðurhluta Vestfjarða. Hann segir þetta sóknarfæri sem þurfi að nýta. Siglingaleiðin milli Stykkishólms og Brjánslækjar var boðin út af Vegagerðinni og segir Þröstur að ríkið greiði um 55 milljónir á ári fyrir þjónustuna. Það eru Sæferðir í Stykkishólmi sem reka ferjuna. Hún kemur við í Flatey á Breiðafirði á siglingum sínum. Sjálfur býr Þröstur í Stykkishólmi en á ættir að rekja bæði til eyjanna á Breiðafirði og upp á Barðaströnd. Það má því segja að hann sé í starfi sem tengi hann við æskustöðvar for- eldra sinna og foreldra þeirra. „Ég var á gamla Baldri með hléum frá árinu 1981. Nú hef ég starfað sam- fellt í þessum siglingum síðan 1987 og tók við skipinu 2001.“ Metfjöldi bíla yfir Breiðafjörð í júní Morgunblaðið/Björgvin Guðmundsson Þröstur Helgason, skipstjóri Bald- urs, tók við skipinu árið 2001.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.