Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞAÐ má segja um Framsóknarflokk- inn, að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Alveg magnað hvað svona lítill flokkur getur endalaust mælt fyrir hinum verri málum og þvælst fyrir góðum. Lygilegt hvað hann hefur mikil áhrif og hvernig hann notar þau. Já, þær eru lúmskar litlu þúf- urnar í túnunum og erfitt að sjá við þeim. Ef þjóðin trúir því sem stjórnar- flokkarnir báru fyrir frestun Héðins- fjarðarganga, þá er ekki trúleysinu fyrir að fara. Ég legg ekki mat á hvort göngin eru hagkvæm, aðeins að augljóst er að ekki átti að standa við loforðin. Það er mergur málsins og meira að segja bókstafstrúaðir fram- sóknarmenn í norðri sjá það og vilja leggja félögin niður. Ef Samfylkingin kemst ekki af án Framsóknarflokks- ins er henni voðinn vís. Hún verður að hrista af sér slenið og vinna á eigin forsendum. Illur fengur illa forgeng- ur. Samfylkingin á ekki að standa á annarra fótum, hún er alveg í stakk búin að standa á eigin. Vitað er að ekki er hægt að gera allt, en það má forgangsraða og hagræða. Ég vil sjá Samfylkinguna stokka upp í eigin ranni. Til að komast til valda verður hún fyrst og fremst að vinna tiltrú þjóðarinnar. Eftir það er leiðin greið, en fljót að verða ófær ef sérhags- munaseggir komast að. Slíkir eru ætíð snauðir af því sem til vegs má færa. Flokkar sem iðka klækjabrögð og pólitísk hrossakaup glata virðingu og verða gagnslausir. Von margra er að Samfylkingin vinni þjóðinni af heilindum og láti eft- irfarandi til sín taka án sýndar- mennsku og skiptimiða. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við til- kynningu Bandaríkjamanna um brotthvarf herflugvéla héðan eru til vansæmdar. Hagsmunir okkar og Bandaríkjamanna hafa fléttast sæmi- lega, nema tímann sem landið var þröskuldur í vegi óvina þeirra. Þá vorum við skotmark. Nú er herinn óþarfur, en Bandaríkjamenn bera ábyrgð á vörnum landsins þótt úr fjarlægð sé. Við eigum aldrei að stofna her, hann mundi í engu gagnast og yrði eyðsla til einskis. Sér- sveit lögreglunnar nægir, en við eig- um að fjölga lögreglumönnum og auka fé til þeirra. Það skilar sér margfalt. Á Íslandi er góðæri fyrir þá sem geta bjargað sér og eru á góð- ærislaunum. En fyrir þá sem ekki eru sjálfbjarga og þá sem eru á hallær- islaunum er góðærið böl því það er notað til að leyna vandanum. Ofskött- un fjötrar láglaunafólk og öryrkja. Ný tegund fjárhirða hefur skotið rót- um, fjármagnsfyrirtæki sem glepja sýn ungu fólki og auðtrúa fullorðnum. Þau auglýsa, að það taki nokkrar mínútur að fá lán fyrir bíl og ferðalög- um, en það fylgir ekki að það geti tek- ið alla ævina að borga. Samfara þessu er gríðarlegur harmleikur og má hugsanlega rekja þunglyndi, aukn- ingu sjálfsvíga og aðra ógæfu þar til. Þeir sem fleyta rjómann af dugnaði þjóðarinnar eru henni verstir og hafa lögleg og ólögleg arðrán aukist og valda miklum skaða. Sérkapítuli eru auðlindaarðránin og eignatilfærsl- urnar. Mikið er að í húsnæðismálum þegar hægt er að leigja út bílskúr sem íbúð á 55 til 65 þúsund kr. og tveggja herbergja íbúð á 80 til 100 þúsund. Ólöglegt rán er þó að gefa ekki leiguna upp. Lægst setta starfs- fólk félagsþjónustunnar er á svo skammarlega lágum launum að það hlýtur að bitna á þjónustunni. Mun- urinn á launum þessa fólks og óskilj- anlega háum launum embættis- manna, forstjóra og þrýstihópa er vítavert misrétti. Í félags- og heilbrigðiskerfunum er krónunni kastað fyrir aurinn. Þar er lögð ofuráhersla á að fækka fólki í lægst launuðu störfunum, en slíkt eykur vinnuálag og kostnað. Vitur- legra er að koma í veg fyrir að fólk veikist af þrældómi og áhyggjum því slíkt færist á börnin og samfélagið. Í stjórnun má ekki vera fólk sem hugs- ar eftirá, eða ræður ekki við skap sitt. Fólki þarf að líða vel í vinnunni. Ég veit dæmi þar sem framkoma for- stjóra við þá sem honum eru ekki að skapi er hreint og klárt einelti. Margt vantar í þessa upptalningu mála sem Samfylkingin þarf að kryfja til mergj- ar. Yfirborðsmennska og misrétti verður að víkja fyrir skilningi og jafn- rétti. Annars verður Samfylkingin lít- il eins og gamli Alþýðuflokkurinn varð þegar hann gróf sér álíka gröf og Framsóknarflokkurinn rembist nú við. ALBERT JENSEN, Sléttuvegi 3, Reykjavík. Samfylkingin og litlu þúfurnar Frá Alberti Jensen: Morgunblaðið/Jim Smart Það er óþarfi að Íslendingar hafi her, segir greinarhöfundur og telur að Víkingasveitin dugi. Hér má sjá Víkingasveitarmenn á æfingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.