Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 33
daginn að sálfræðingurinn og kenningasmiðurinn hefur smíðað ýmsa af hinum fallegu innan- stokksmunum sínum, bæði bekki og borð. Í kjallaranum er ekki að- eins stórt skjalasafn hans í köss- um, vandlega flokkað eftir árum, sem raðað er eftir heilum lang- vegg, heldur líka hefilbekkur og gnótt handverkfæra. Það bærist í Holland hagleiks- maður og hann og Ásta eiga sam- eiginlegan mikinn áhuga á hönnun og fallegum hlutum. Þegar áhuga- svið fólks falla saman er um nóg að ræða. Þegar á hann er gengið viður- kennir Holland að vera píanóleik- ari til allra ára og ekki nóg með það. Hann hefur nýlega uppgötvað áhuga sinn á söng og barítónrödd, sem á betra skilið en að liggja í þagnargildi. Hann dreif í því að fara í söngtíma, sem hann kallar reyndar raddtíma, vegna þess að honum virðist sýnna að taka hóli fyrir fræðistörf sín en frístunda- iðju. Nú kemur í ljós að hann er nýbúinn að syngja á nemendatón- leikum og Holland segir okkur að reynsla sín sem fyrirlesari hafi gert það að verkum að hann var ekkert taugaóstyrkur. Hann er ánægður með það. Á efri hæðinni eru ekki færri en þrjár skrifstofur og alla veggi prýða málverk sem hvert á sína sögu. Innan um málverkin hanga viðurkenningar og staðfestingar á ýmsum afrekum húsráðanda. Hann beinir sjónum okkar bros- andi stoltur að einu slíku, þar sem stendur að dr. John Lewis Holland sé veitt sérstök viðurkenning fyrir að standast freistingu þess að ástunda það sem Bandaríkjamenn kalla „Political Correctness“. Skjalið er undirritað af nánum samstarfsmanni og vini. Innrásinni frá Íslandi er lokið, en íslensk náttúra liggur eftir í lit- prentuðum bókum á stofuborðinu. Húsráðandi kveðst ekki hafa séð svo fagrar ljósmyndir áður og hug- leiðir hvort hann geti komið því við að bæta Íslandi á lista þeirra staða sem hann vill heimsækja. Sólin baðar blóm og runna þeg- ar hinn aldni heiðursmaður kveður okkur fyrir dyrum úti. Hann minn- ir á að hann hafi áhuga á að fylgj- ast með framþróun NemaCode- verkefnisins. Það er gott að heyra, því enginn getur mótmælt því að dr. John Lewis Holland veit hvað hann syngur um áhuga. Höfundur er tónlistarmaður. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 33 Áhugasviðsgreiningar erusálfræðileg mælitækisem notuð eru víða umlönd. Markmiðið er aðaðstoða einstaklinga til að finna út hvaða nám eða starf sam- svari áhugasviðinu. Flestar áhugasviðsgreiningar byggjast á RIASEC-kenningu bandaríska sálfræðingsins dr. John L. Holland. Kenningin greinir áhuga- svið manna í sex meginflokka sem mynda heildstætt kerfi og vísa í nám og störf. Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi, hefur um árabil þróað nýja framsækna aðferð til að lesa úr niðurstöðum áhuga- sviðsgreininga og kallar aðferðina NemaCode. Hún og Valgeir Guðjóns- son vinna nú að margmiðlunardiski sem inniheldur forrit aðferðarinnar. Dr. John Holland kynnti sér þessa nýju útfærslu á áhugasviðsgreiningu og gaf henni sín bestu meðmæli eins og lesa má um í meðfylgjandi grein. Ásta segir að þekkt alþjóðlegt vís- indatímarit á sviði náms- og starfs- ráðgjafar hafi einnig kynnt sér að- ferðina og vilji fá ritrýnda grein um aðferðina og hafi Holland boðist til að aðstoða hana við það. Möguleikar NemaCode-aðferðar- innar eru því góðir um þessar mundir og spurði blaðamaður Ástu í hverju aðferðin fælist í stuttu máli. Fyrst ber að segja hvaða mann- gerðar og viðfangsefnis stafirnir sex vísa til: RIASEC en hver þeirra er eitt horn í sexhyrningnum: R merkir raunsæja/jarðbundna manneskju, I íhugla/rannsakandi manngerð, A list- ræna/skapandi, S félagslynda/gef- andi, E athafnasama/hvetjandi og C reglufasta/námkvæma manngerð. Þá fær hver hópur ákveðna vísbendingu eins og t.d. regluföst eða skipulögð manneskja í C hóp ætti að vinna við störf sem krefjast nákvæmni og reglufestu, yfirsýnar og skipulags, úrvinnslu og markvissrar framsetn- ingar upplýsinga, útreikninga og úr- vinnslu tölulegra upplýsinga, skjala- vörslu og gagnaflokkunar. Skoða má sexhyrninginn út frá því sjónarhorni að vinstra hvel hans (RCE) spanni hlutlæg, áþreifanleg gildi en hægra hvel (IAS) huglæg og óáþreifanleg gildi. Ásta bætir síðan við nýrri vídd í líkanið með því að yf- irfæra þessa tvískiptingu á hvern hóp. „NemaCode er eins konar milli- stykki á milli greiningarinnar og ein- staklingsins,“ segir Ásta, „hverjum hópi er þannig skipt í hægra og vinstra hvel í stað einnar heildar.“ Segja má að innan hópanna séu tvær meginvíddir sem tákna megi með hlutlægum orðum og huglægum. „Hver einstaklingur getur hins vegar sveiflast á milli þessara tveggja vídda eftir atvikum.“ Segir hún að einstak- lingurinn taki þátt í því að skapa nið- urstöðurnar með því að staðsetja sig milli hvelanna. Hann tekur virkan þátt í ferlinu og býr sig þannig betur undir að taka ákvörðun um nám, starf og önnur persónuleg málefni. NemaCode-nálgunin á að gæða niðurstöðurnar lífi og efla skilning einstaklinga á sjálfum sér og um- hverfi sínu. Niðurstöðurnar í forrit- inu munu meðal annars birtast í myndrænu formi sem gerir einstak- lingum hægara um vik til að vinna með niðurstöðuna. Ásta segir að á liðnum vetri hafi hópur ráðgjafa beitt NemaCode að- ferðinni til tilraunar og í ljós hafi komið að túlkunarferlið henti mjög vel til greininga. Aðferðin nýtist ein- staklingum vel til að taka upplýsta ákvörðun um nám og störf út frá áhugasviði og styrkleika sínum. Hug- myndin er að einstaklingar njóti sín best í störfum sem spanna áhugasvið þeirra. „NemaCode-túlkunarferlið felst í þrennu,“ segir Ásta, „í prófi, fræðslu og túlkun. Eftir að einstaklingurinn hefur tekið afstöðu til tiltekins fjölda viðfangsefna og aðstæðna fær hann ítarlega fræðslu um virkni og eðli sexhyrningsins. Þá er hann tilbúinn að taka við niðurstöðunum og að taka virkan þátt í túlkun þeirra,“ segir hún. „Þetta er ekki þannig að hann fái ákveðin svör um tiltekin störf sem hann eigi að sækja um, heldur fær hann innsýn í eðli viðfangsefna sem líkleg eru til að veita honum ánægju við leik og störf.“ Samsetning stafanna er eins konar kóðanir eða lyklar. Einstaklingurinn þarf að geta lesið úr táknunum um eðli starfa og jákvæðar og neikvæðar upplifanir gagnvart þeim. Nema- Code er aðferð til að finna þessa lykla og opna gáttir að skilningi á eigin þörfum. Aðferðin er skilvirk og myndræn fyrir ráðgjafa sem aðstoða einstaklinga við að greina áhuga sinn. Nýir lyklar opna gáttir Ásta Kr. Ragnarsdóttir hef- ur þróað nýja aðferð til að lesa úr niðurstöðum áhuga- sviðsgreininga. Gunnar Her- sveinn spurði hana í hverju hún felst. Morgunblaðið/Arnaldur „NemaCode er einskonar millistykki á milli greiningarinnar og einstaklingsins,“ segir Ásta Kr. Ragnarsdóttir TENGLAR .............................................. www.nema.is guhe@mbl.is Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Nýtt á skrá: Til sölu/leigu samtals 1.000 fm tveir eignahlutar 706 fm á tveimur hæðum, innréttaðir sem aðgerða- og læknastofur. Einnig 294 fm á annarri hæð, innréttaðir fyrir sjúkraþjálfun og skrifstofur. Mjög góð staðsetning, mjög góð aðkoma. Mögulegur byggingarréttur. Verð tilboð. ÁLFTAMÝRI/TIL SÖLU/LEIGU Rauðalækur - glæsileg Sumarbústaður í Skorradal Hvassaleiti - laus strax Vorum að fá í sölu sérstaklega fallega og bjarta 112 fm neðri sérhæð í 4-býlishúsi. Íbúðin skiptist m.a. í tvær samliggjandi stofur og tvö herbergi (þrjú skv. teikningu). Sérinngangur. Hæðinni fylgir 30 fm bílskúr. V. 17,7 m. 3234 Vorum að fá í sölu góða 149 fm 6 herbergja íbúð í fjölbýli. Þar af er eitt herbergjanna í kjallara og er möguleiki að leigja það út. 21 fm bílskúr fylgir íbúðinni. Íbúðin er laus strax. Verið er að ljúka við viðgerð á húsinu og mála það. Nánari upplýsingar veitir Magnea Sverrisdóttir í síma 861 8511. V. 16,4 m. 3497 Einstaklega fallegur 52 fm sum- arbústaður á besta stað í Skorradalnum. Bústaðurinn stendur nálægt vatninu, 100 fm timburverönd í kringum bústað- inn. Þrjú svefnherbergi. Stofa, baðherbergi, eldhús, geymsla, milliloft. Furugólfborð. Glæsilegt útsýni út á vatnið í gegnum stór- an stofuglugga. Loftið er panel- klætt. Baðherbergið er með sturtu. Upphitun er með rafmagni. Kalt vatn. Hitadunkur. Uppl. veitir Ragna í síma 820 3405. V. 8,5 m. 3209
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.