Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 30
SKOÐUN 30 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Drottinn talaði til Móse á Sín- aífjalli: „Ég er Drottinn, Guð þinn, þú skalt ekki aðra guði hafa en mig. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins, Guðs þíns, við hégóma. Minnstu þess, að halda hvíld- ardaginn heilagan. Þú skalt ekkert verk vinna og ekki sonur þinn eða dótt- ir þín, þræll þinn eða ambátt eða skepnur þínar, eða nokkur útlendingur, sem hjá þér er innan borgarhliða þinna.“ (Exodus 20). Hér var öllum veitt hið sama frelsi hvíldardagsins, allt frá keisara og konungi til þræla og am- bátta, útlendinga og vinnudýra. Hér sést, að sjálfur Drottinn allsherjar gaf mannfólkinu hvíldardaginn. Enginn mannlegur máttur hefði sagt fyrir um slíkan hvíldardag, einn fyrir allar stéttir, svo óralangt sem var á milli höfðingja og þræla, konungsins og alþýðunnar. Eftirtektarvert er, að fólkið sem hlaut boðorðin tíu, var leitt út úr þrælahúsi. Þetta ánauðuga fólk skildi mætavel, hvað hvíldardags- boðið var mikilsvert fyrir þau, sem unnu hörðum höndum. Þau hlutu að hugsa til þess, þegar þau fengu að lofa Guð sinn, jafnvel mörg saman og með börnum sínum einn dag í viku hverri og fá þá jafnframt hvíld frá erfiði sínu. Sami hvíldardag- urinn lögboðinn fyrir alla. Hér gaf Drottinn út hina fyrstu, róttæku mannréttindaskrá, sem öll síðari manréttindi verkamanna eru reist á. Um hvíldardaginn sagði Jesús Kristur, að hann hefði orðið til mannsins vegna, en maðurinn ekki vegna hvíldardagsins. Því væri leyfilegt gott verk að vinna á hvíld- ardegi, að lækna, hjúkra og bjarga mannslífum, en ekki að deyða. Ákaflega reiddist Móses, þegar hann mátti horfa upp á Ísraels lýð dansa í kringum gullkálfinn forðum, þegar hann gekk ofan af Sínaífjalli með hin tíu boðorð. Þegar Drottinn hafði bjargað Ísrael undan her Egypta, sem elti þjóðina á stríðs- vögnum, gékk Drottinn á undan Ísrael í skýstólpa á daginn, en eld- stólpa á næturna, og leyfði þeim að ganga þurrum fótum yfir Rauðahaf- ið. Sama vega fór Faraó Egypta- landskonungur með herinn á eftir Ísraelsþjóðinni. Þá sagði Drottinn við Móse: „Réttu út hönd þína yfir hafið og skulu vötnin aftur falla yfir Egypta.“ Svo gjörði Móses, og sjór- inn féll aftur í farveg sinn undir morgun, en Egyptar flýðu beint í móti aðfallinu og fórust. Enginn þeirra komst lífs af. Gyðingar halda páska til minn- ingar um burtförina af Egyptalandi. Kristnir menn halda jól til minn- ingar um fæðingu frelsarans, en páska til fagnaðar yfir upprisu Jesú Krists, og hvítasunnuna til minn- ingar um gjöf heilags anda, er eld- tungur sáust yfir höfðum post- ulanna. Þar sem þessir stórkostlegu atburðir gerðust á sunnudegi, skiptu kristnir um hvíldardag nokkru síðar og tóku upp sunnu- daginn í stað laugardags og gerðu að hvíldardegi sínum, svo fast sem Gyðingar héldu laugardaginn. Þeir minntust og þess, sem Drottinn sagði: „Verði ljós – og það varð ljós – hinn fyrsti dagur.“ Þannig festu kristnir menn hinn nýja sáttmála. Katólska kirkjan varð voldug og sá vel um hvíld- ardagshelgi allra stétta, að ekki sé talað um stórhátíðar. Fyrsti dagur stórhátíðar var jafnan helgastur. Stórhátíð var lengi fram eftir öldum þrír dagar. Hugsum okkur, hve mjög þrælum og vinnuhjúum hefur brugðið við, þegar þau fengu hvíld- ardag, einn dag í hverri viku. Áður höfðu allir dagar verið jafnir. Eftir siðbreytinguna á 16. öld héldu ríki og kirkja hendi lögvernd- ar yfir hvíldardegi og stórhátíðum. Nú er nokkuð langt síðan 3. stórhá- tíðardagur var afnuminn á alþingi Íslendinga. En hvíldardagar eru löghelgaðir sem áður. Geta má nærri, hve börn öll og vinnandi fólk hlökkuðu til hvíld- ardagsins, og trúlega flestir hús- bændur líka. Ófáir eru þeir, sem minnast þess frá öldinni sem leið, hve innileg helgin og gleðin voru á heimilinu, þegar jólaljósin voru kveikt og sungið: „Hvert fátækt hreysi höll nú er“ og „Guð er sjálf- ur gestur hér“. (Sr. Valdimar Briem.) Þá var innileg gleðin yfir páskahátíðinni: „Sigurhátíð, sæl og blíð!“ Og á hvítasunnunni var sung- ið: „Skín á himni skír og fagur hinn skæri hvítasunudagur“, og „Hátíð er í himinsölum. Hátíð er um víða jörð.“ (Sr. Valdimar Briem.) Þetta eru þær blessuðu, helgu hátíðar, sem hrifu hugi flestra manna. Og víst er, að bæði á 19. og 20. öld kunnu margir Íslendingar hátíð- arsálmana utan bókar. Hátíðar geta fjölmennar úti- samkomur varla talist, þar sem hafa þarf lögregluvörð. Eftir að rann upp bíla- og flug- vélaöld, hefur reynst nauðsynlegt að hafa bensínstöðvar opnar alla daga. Þarna má líka fá drykki, mjólk og nesti. En langur vegur er frá því, að stórar matvöruverslanir þurfi að dansa í kringum gullkálfinn á hvíldardögum eða stórhátíðum, með því að hafa opið allan sólar- hringinn að kalla. Ætli við getum ekki aflað þess, sem til þarf, dagana á undan stórhátíðunum? „Opið alla páskana“ var auglýst fyrsta sinni á Íslandi árið 2003. Varla ætla kaupmenn, að bænadag- arnir séu páskar, eða hvað? Skír- dagur og föstudagurinn langi, bænadagarnir eða lághelgarnar, eru sorgardagar vegna þjáninga Jesú Krists. Þegar svo lokað var í búðunum á hvítasunnudag, voru samt einhverjir, sem höfðu ekki at- hugað að búa sig undir hátíðina og vildu fara í innkaupaferð. Þá luku þeir upp búðum sínum, sem haft höfðu opið á sjálfan páskadaginn! Stjórnvöld rumskuðu, álitu að lög- brot hefði verið framið, og létu lög- regluna loka, góðu heilli. En kom þetta ekki til af þeirri löggjöf, nýlegri, sem leyfir stór- verslunm að hafa opið á sunnudög- um? Í útvarpsviðtali kom í ljós, að ýmsir kaupmenn kröfðust þess að fá að stíga dansinn fræga kringum gullkálfinn, einnig á hinum allra helgustu hátíðum kirkjuársins, en það má með réttu kalla svívirðilega vanhelgun hvíldardagins. Er nú vonandi, að hæstvirt Alþingi lög- helgi hvíldardaginn að nýju og banni, að verslanir, nema bens- ínstöðvar, séu opnar á hinum forn- helga, lögboðna, mörgþúsund ára gamla hvíldardegi. Oft var þörf, en nú er nauðsyn, þegar flestir foreldrar vinna úti sex daga vikunnar. Þá er lífsnauðsyn að halda fjölskyldudag, já, halda hvíld- ardaginn heilagan, eins og Drottinn bauð öllum stéttum. Sóknarprestum ber skylda til að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að varðveita þessi dýrmætu mannréttindi, og reyna að fá fólk til þess að skilja, hvers virði þau eru. Alþingismaður, sem hvikaði ekki frá verndun Þjórsárvera og Kára- hnjúka – og hafi hann þakkir fyrir –ætti að halda jafnfast á hvíld- ardagsrétti vinnandi stétta, og svo skyldu og allir gera, sem bera hag fólksins fyrir brjósti. Þingmaðurinn sagði frá ungum pilti, sem fann svo glöggt, að föstudaginn langa átti hann löghelgaðan frídag; nú skipaði honum enginn í vinnu! Þarna var komin góð lýsingá hvíldardegi vor- um, eins og hann var haldinn um aldir, og eins og hann á að vera, helgaður samveru fjölskyldunnar. Föstudagurinn langi er ginnheil- agur dagur. En helgistund á sunnu- degi er og mikilsverð og ómissandi. Svo mikilsverð mannréttindi, sem einn hvíldardagur er í hverri viku, þá eru þau ekki auðunnin til baka, ef menn glata þeim. Látum ekki taka af okkur þessi réttindi og stórhátíðar kristninnar um leið. Athugið það! Halda skaltu hvíldardaginn heilagan Eftir Rósu B. Blöndals Höfundur er rithöfundur. 22 PUNDA hængur veiddist í Kirkjuhólmakvísl á Nesveiðum Laxár í Aðaldal fyrir fáum dög- um. Þetta er einn af stærstu löx- um sumarsins. Um var að ræða 102 cm hæng sem tók svarta túpuflugu veidda með flotlínu. Jafet S. Ólafsson veiddi laxinn og sagði hann að að viðureignin hefði verið „töluverður bardagi“ og lofaði hann mjög að hafa valið að nota tvíhendu við þetta tæki- færi. „Veiðin fór fremur rólega af stað í Laxá í sumar, en hefur ver- ið að glæðast síðustu daga og tals- vert hefur verið um að menn hafi verið að setja í og missa stórlaxa,“ bætti Jafet við. Skot í Stóru Laxá Skot kom á miðsvæði Stóru- Laxár á dögunum og veiddust t.d. fjórtán laxar þar á tveimur dög- um. Á sama tíma glæddist veiðin á efsta svæðinu á ný, en hún hafði legið að mestu niðri þar eftir mjög svo líflega byrjun. Fantaveiði í Straumunum Alls munu komnir um milli 140 og 150 laxar úr Straumunum í Hvítá sem er svipað og allt síð- asta sumar og þótti þá gott. Haugur af laxi hefur legið á ein- um veiðistað, Strenghorninu, og bíður þess að vatn hækki til að hann geti rennt sér upp í Norðurá og Gljúfurá. Hafa holl farið upp í 20–30 laxa á tvær stangir á tveim- ur dögum. Grenlækur og Flóðið mjög lífleg 9 punda sjóbirtingur veiddist á Seglbúðasvæði Grenlækjar í vik- unni og er það með ólíkindum snemmt. Boltafiskar sáust einnig stökkva í vatnaskilum Skaftár og Tungulækjar og er ekki óhugandi að birtingurinn gæti tekið upp á því að ganga fyrr þar eð hann gekk jú óvenjusnemma út í vor. Þá hefur veiði á sjóbleikju og staðbundnum urriða verið afar góð á Seglbúðum og í Fitjaflóði síðustu daga. Holl á vegum Kefl- víkinga í Flóðinu var t.d. með hundrað fiska í vikulokin, mikið 3 til 5 punda bleikjur, 2 til 4 punda urriða og síðan nokkra 2–3 punda 22 punda úr Kirkju- hólmakvísl ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Vegna skipulagsbreytinga eigum við eftirfarandi til ráðstöfunar í þessu glæsilega húsi. 2. Hæð framhús. samtals 336 fm. Skrifstofur í toppstandi, gott lyftuhús, glæslegt útsýni yfir Laugardalinn. Húsnæðið uppfyllir allar kröfur til nútíma skrifstofureksturs. Eignin er í eigu Landsafls, sem er öflugt sérhæft fasteignarfélag. Sanngjörn og hagstæð leiga fyrir rétta aðila. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Suðurlandsbraut - til leigu Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Nánari upplýsingar veitir Bárður Tryggvason í 896 5221. Ný glæsileg 135 fm íbúð á 2. hæð í nýju 5 íbúða húsi á fallegum útsýnisstað. Íbúðin er til afhendingar nær strax full- búin á glæsilegan hátt með flísalögðu baði en án gólfefna. Til afhendingar við kaupsamning. Glæsilegt hús. Sólarsalir - bílskúr Ásvegur 26 - Breiðdalsvík Til sölu 119,9 m2 einbýlishús, byggt 1974. Í húsinu eru 3 svefnher- bergi, baðherbergi, rúmgóð og björt stofa, borðstofa, eldhús og búr innaf því. Innréttingar eru að mestu upprunalegar. Tilboð óskast í eignina. Nánari upplýsingar á Fasteigna- og skipasölu Austurlands, sími 580 7905. Einbýlishús með aukaíbúð á einni hæð auk 30 fm bílskúrs á frábærum út- sýnisstað í Kollafirði. Um er að ræða timburklætt steinhús á einni hæð. Aðalíbúðin skiptist í forstofu með klæðahengi og forstofuherbergi. Innar er gangur með þrem svefnherb. t.v. og stofu, rúmgott eldhús með upprunal. innréttingum, borðkrók, búri, geymslu. Gólfefni eru dúkur og teppi. Milli aðalíbúðar og aukaíbúðar er sjónvarpshol og þvottahús. Skipti á ódýrari eign í Rvík, Kóp., Hafnarf. eða Garðabæ. Allt kemur til greina. V. 20,9 m. Hamraborg 5, 200 Kópavogi www.husin.is husin@husin.is OPIÐ HÚS MILLI KL. 13 OG 16 Sigurður Óskarsson lögg. fastsali, NÁTTÚRUPERLA VIÐ ESJURÆTUR ARNARHÓLL - KOLLAFIRÐI VIÐSKIPTI mbl.is Moggabúðin Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.