Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.07.2003, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR ELÍS SIGURJÓNSSONAR byggingameistara, Norðurtúni 26, Bessastaðahreppi. Margrét Jónsdóttir, Engilbert Sigurðsson, Harpa Rúnarsdóttir, Sigurjón Sigurðsson, Rannveig Borg Sigurðardóttir, Sigurður Magnús Sigurðsson, Jón Friðgeir Sigurðsson og barnabörn. Eiginmaður minn, HERMANN SVEINBJÖRNSSON fréttamaður, Brúarflöt 9, Garðabæ, sem lést á heimili sínu miðvikudaginn 16. júlí, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnar- firði þriðjudaginn 22. júlí kl. 10:30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélags Íslands. Matthea Guðný Ólafsdóttir, Katrín Brynja Hermannsdóttir, Auðunn Sv. Guðmundsson, Laufey Guðlaugsdóttir, Hulda Sveinbjörnsdóttir, Sveinn Sveinbjörnsson, Margrét Samúelsdóttir, Sigurður Sveinbjörnsson, Guðbjörg Friðjónsdóttir, Anna Maren Sveinbjörnsdóttir, Jónas Jónsson, Gunnar Sveinbjörnsson, Elísabet Grettisdóttir, Ólafur Sveinbjörnsson, Ingibjörg Stefánsdóttir og afastrákurinn Máni Freyr. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, HREGGVIÐUR STEFÁNSSON, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, lést að kvöldi miðvikudagsins 16. júlí. Þórunn Björgúlfsdóttir, Guðrún Hreggviðsdóttir, Jim Crosbie, Þórunn Hreggviðsdóttir, Finnbogi Rútur Arnarson, Ása Hreggviðsdóttir, Birgir E. Birgisson, barnabörn, barnbarnabörn og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA JÓHANNESDÓTTIR frá Patreksfirði, Laufvangi 12, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 17. júlí. Samson Jóhannsson, Þórdís B. Kristinsdóttir, Jóhannes B. Jóhannsson, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Sigurður Jóhannsson, Margrét Friðriksdóttir, Ragna Jóhannsdóttir, Pétur Valdimarsson, Svanur Jóhannsson, Halldóra Þórðardóttir, Guðrún Jóhannsdóttir, Leifur Eiríksson, Þorbjörg Jóhannsdóttir, Þorsteinn Ragnarsson, Heiðar Jóhannsson Sóley Ólöf Hlöðversdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Halldór Aðal-steinn Kristjáns- son, fæddist á Þröm á Langholti í Skaga- firði 7. maí 1908. Hann lést á Dvalar- heimilinu Hlíð á Ak- ureyri 12. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Daníel Kristján Bjarnason, bóndi á Þröm í Skagafirði og síðar á Lækjarbakka við Ak- ureyri, f. 2. mars 1877, d. á Akureyri 21. október 1949, og Guðrún Stefanía Jónsdóttir hús- móðir, f. 24. desember 1870, d. á Akureyri 3. september 1945. Bræður Halldórs voru fjórir, Bjarni, f. 19. desember 1902, Sig- fús Tryggvi, f. 23. júní 1904, Kon- ráð, f. 2. febrúar 1906, og Guð- mundur, f. 27. maí 1910, og eru bræð- urnir nú allir látnir. Hinn 28. apríl 1934 gekk Halldór að eiga Jóhönnu Elínu Jó- hannesdóttur frá Varmalæk í Borgar- firði, f. á Njálsgötu 51b í Reykjavík 15. maí 1907, d. á Akur- eyri 4. júní 1959. Börn þeirra eru: Herdís Helga, f. 21. apríl 1935, Guðrún Kristjana, f. 26. maí 1936, d. 14. desem- ber 2001, Sigrún Birna, f. 26. maí 1938, Björn, f. 27. mars 1943 og Halldór, f. 27. mars 1943. Halldór var lengst af bóndi á Lækjarbakka við Akureyri. Útför Halldórs fór fram í kyrr- þey. Það er sárt að sakna sagði einhver ágætur maður. Og það er rétt, það er sárt að sakna. Hann gamli afi minn var miklu meira fyrir mér heldur en gamall, blindur og rúmfastur maður. Fyrir mér var hann mjög góður vin- ur og það voru sterk tengsl á milli okkar. Ég þekkti hann reyndar ekk- ert þegar ég var lítill, og í raun og veru kynntist ég honum fyrst fyrir tveimur árum, en samt sem áður þá þótti mér ákaflega vænt um hann og fór sem oftast til hans þegar ég kom til Akureyrar. Það er undarlegt að á milli okkar voru 78 ár því þrátt fyrir það var eins og við værum af sömu kynslóðinni. Við sögðum hvor öðrum sögur og fórum með vísur. Við töl- uðum um gömlu góðu dagana, og reyndar má segja að við töluðum um allt milli heima og geima. Við gerð- um líka oft að gamni okkar, og hlóg- um vel á eftir. Hann var glaðvær hann afi minn. Þó að hann hafi verið orðinn 95 ára þá er samt sárt að hann sé farinn, sárt til þess að hugsa að nú get ég aldrei hitt hann, aldrei heyrt skemmtilegu sögurnar hans, aldrei sagt honum frá því sem á daga mína hefur drifið. Við töluðum oft lengi saman, nokkrar klukkustundir. Hann gamli afi hafði ofboðslega gaman að því að tala, og það hefði áreiðanlega mörg- um þótt skrýtið að heyra okkur tala saman, því að ég hafði alveg jafn gaman af því að tala eins og hann. Kveðjustundirnar voru þó skemmti- legastar, því þá kvöddumst við alltaf og svo sagði annar okkar eitthvað og þá var komin ný umræða í gang og þá leið kannski hálftími þangað til maður kvaddi aftur. Hann gat gert grín hann afi minn en hafði samt sem áður ákveðnar skoðanir á ýmsum málum. Hann hafði ákveðnar skoðanir á menntun. Ég var oft alveg að gefast upp á náminu í menntaskólanum, stundum hugsaði ég um að hætta, en þá sagði hann mér frá því hversu mikið hann hefði viljað fara í skóla og mennta sig þegar hann var ungur, en það var ekki hægt þá, því ekki voru til nógir peningar. „Í þá daga gátu ekki allir leyft sér að ganga menntaveginn“ sagði afi. Ég er viss um að hann hefði orðið afbragðs fræðimaður. Það var margt sem hann vissi og ég dáðist að því hversu vel hann var að sér í landafræði. Hann þekkti alla vegi landsins, hverja einustu beygju og hverja einustu hæð. Hann þekkti all- ar heiðar landsins, vissi nöfn á ólík- legustu vörðum hér og þar. Aldrei hef ég kynnst nokkrum manni eins vel að sér í landafræði Íslands eins og honum. Hann var mjög lánsamur að eiga þvílíka dóttur sem ömmu mína. Allt sitt líf hugsaði hún um hann, sá til þess að hann hefði það alltaf sem best, og hann talaði oft um það hversu lánsamur hann væri að eiga engil sem dóttur. „Hún er svo lík móður sinni“ sagði hann alltaf. Það er skrýtið til þess að hugsa hvað við virkuðum orkandi hvor á annan. Þegar ég kom til hans var ég oft þreyttur eftir erfiðan dag og hann var oftast sofandi eða eitthvað lasinn. Ég vakti hann og við fórum að tala saman og eftir nokkrar mín- útur vorum við báðir orðnir hressir og hlógum mikið og gerðum að gamni okkar. Hann sagði mér oft hversu þakklátur hann væri fyrir að fá mig í heimsókn, „þú minnir mig á svo margt“ voru hans síðustu orð áð- ur en ég kvaddi hann í minni síðustu heimsókn til hans. Nú er afi minn kominn til konu sinnar, dóttur og systkina og nú get- ur hann aftur gengið, hlaupið og séð. Nú er gamli afi minn aftur orðinn frjáls. Við ræddum oft um þetta ég og hann, hann hlakkaði í raun og veru til þess að geta aftur gengið og hlaupið og séð. Hann hlakkaði til þess að hitta vini og vandamenn aft- ur. Hann var orðinn gamall og átti í raun ekkert eftir nema að kveðja. Ég er mjög lánsamur að hann skyldi lifa svona lengi því annars hefði ég aldrei kynnst honum, aldrei lært það sem hann hefur kennt mér. Aldrei kynnst þessari miklu persónu sem hann var. Eftir situr í minningunni mynd af okkur tveimur þar sem ég sit við rúmgafl hans og hann reisir höfuðið í átt til mín og segir eitthvað smellið við mig og síðan hlæjum við eins og litlir krakkar sem sjá bara skemmtilegu hliðina á lífinu. Þannig var hann eins og ég þekkti hann, sí- hlæjandi og sísegjandi sögur og ým- iskonar fróðleik. Hann var maður gamla tímans en á sínum tíma hefur hann verið mikill umbótasinni. Hann talaði oft um um- bætur í landbúnaði. Hann var mikill hugsjónamaður og talaði oft um hvað þyrfti að gera til þess að ís- lensku þjóðinni myndi ekki fara aft- ur, hann vildi að íslenska þjóðin risi eins hátt og hægt væri, hann var þjóðernissinni í hjarta sínu. Ég á honum margt að þakka og veit að hann á að mörgu leyti eftir að móta líf mitt enn frekar en hann hefur nú þegar gert. Nú er dagur við ský, heyr hinn dynjandi gný, nú þarf dáðrakka menn, – ekki blundandi þý, það þarf vakandi önd, það þarf vinnandi hönd til að velta í rústir og byggja á ný. (Einar Benediktsson.) Þetta erindi eftir Einar Bene- diktsson er eina erindið af öllum þeim erindum sem samin hafa verið sem hefur réttu orðin til að lýsa hon- um, eins og hann kom mér fyrir sjón- ir, og eins og ég held hann hafi verið sem ungur maður. Sigurður Helgi. Kæri afi, nú ertu farinn til ömmu og mömmu, viltu bera þeim kveðju mína. Ég þakka ykkur ömmu fyrir frá- bæran tíma í æsku minni í litla hús- inu á Lækjabakka, sem mér þótti þó stórt í þá daga og allir voru svo góð- ir. Guð blessi þig og okkur öll. Þetta ljóð hefur lengi verið uppá- hald. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Sólrún Ósk. Elsku afi. Ég vil þakka þér fyrir þær fáu en góðu stundir sem við áttum saman. Það ríkti alltaf spenna innra með mér, þegar ég kom norður til að heimsækja þig á Lækjarbakka. Alltaf hlýnaði mér um hjartaræt- ur að sjá þig, hvað þú varst glaður ogfullur af lífi. Aldrei ríkti þögn á milli okkar. Þú varst fullur af fróðleik og þér fannst gaman að tala og segja mér sögur. Þessar stundir eru mér mikils virði og ógleymanlegar. Ég vil senda þér mína hinstu saknaðarkveðju og hlakka til að sjá þig aftur. Blessuð sé minning þín, afi minn. Kæri Drottinn. Þú gefur okkur líf, þú einn getur tekið það aftur, réttu út hönd þína fyrir afa og leiddu hann á vegi ljóssins. Lifandi von og friður Frelsarans, sem fyrir oss er dáinn og upprisinn, veri með þér og lifi að ei- lífu. Kveðja frá Guðrúnu, Aroni Inga og Sóldísi Eyju, Halldór Aðalsteinn Halldórsson. HALLDÓR AÐALSTEINN KRISTJÁNSSON Eiginkona mín, VALGERÐUR KRISTÍN GUNNARSDÓTTIR frá Skarði, Hlíðarvegi 25, Kópavogi, andaðist föstudaginn 18. júlí. Kristinn Kristjánsson. Elskuleg fóstra mín, SOFFÍA GÍSLADÓTTIR frá Hofi í Svarfaðardal, síðar til heimilis að Þórunnarstræti 123, Akureyri, lést föstudaginn 18. júlí á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík. Útförin verður auglýst síðar. Gísli Símon Pálsson. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.