Morgunblaðið - 20.07.2003, Page 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2003 9
Úrval-Úts‡n
Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100
Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666
og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
RV
2
17
84
07
/2
00
3
á mann m.v. tvo í íbú› á Teneguia í 2 vikur, 3. jan.
e›a 6. mars me› Úrvalsfólks bókunarafslætti.
68.630 kr.*
Ver›dæmi:
* Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting, akstur til og frá flugvelli
erlendis og íslensk fararstjórn.
10.0001) kr.
bókunarafsláttur í allar fer›ir frá 9. des.
15.0001) kr.
bókunarafsláttur fyrir Úrvalsfólk:
3. janúar - örfá sæti laus
10. janúar - Aukafer› fyrir Úrvalsfólk
6. mars - UPPSELT
Morgunflug me› Icelandair á laugardögum
1) Gildir ekki ef keypt er flugsæti án gistingar
né á íbú›ahótelunum Barbacan Sol og Carolina.
fia› er a› seljast upp á vinsælustu gistista›ina!
Bóka›u strax til a› fá bókunarafslátt og til a› tryggja flér
gistingu á flínu hóteli!
Bókunarafslátturinn gildir til 8. ágúst - takmarka› frambo›!
Enska ströndin
Tenegia - Gó› sta›setning og skjólgó›ur gar›ur
Las Camelias - Allra vinsælasta Íslendingahóteli›
Barbacan Sol - Glæsilegra en nokkru sinni fyrr
Santa Barbara - Búi› a› endurn‡ja öll húsin
Amazonas - Gó›ar íbú›ir og vel sta›settar
Maspalomas
Cay Beach Princess - Falleg smáh‡si
Cay Beach Melonears - N‡ og glæsileg smáh‡si
San Augustin
Carolina - Toppgæ›i og fljónusta
Bjó›um einnig gistingar á 3ja, 4ra
og 5 stjörnu hótelum.
BERGLIND Gunnarsdóttir náði ní-
undu bestu einkunninni í verklega
hlutanum á alþjóðlegu ólympíu-
keppninni í efnafræði sem haldin
var í Aþenu í Grikklandi á dög-
unum. Þetta er besti árangur Norð-
urlandabúa í keppninni.
Alls tóku 232 nemendur frá 59
löndum þátt í keppninni. Ísland var
meðal þátttakenda í annað sinn, en
í liði Íslands voru fjórir nemendur:
Helga Dögg Flosadóttir, Mennta-
skólanum í Reykjavík, Húni Sig-
hvatsson, Menntaskólanum við
Hamrahlíð, Ísak Sigurjón Braga-
son, Menntaskólanum á Akureyri
og Berglind Gunnarsdóttir frá
Menntaskólanum í Reykjavík. Jafn-
framt voru í sveit Íslands tveir
þjálfarar, þeir Már Björgvinsson og
Finnbogi Óskarsson.
Liðið valið eftir
landskeppni
Íslenska liðið var valið úr hópi
efstu nemenda 2. landskeppninnar í
efnafræði í vetur. Þá tók 121 nem-
andi frá 10 framhaldsskólum á Ís-
landi þátt. Efnafræðifélag Íslands
og Félag raungreinakennara skipu-
lögðu landskeppnina en aðalstyrkt-
araðili hennar var menntamála-
ráðuneytið. Ólympíukeppnin var í
tveimur hlutum, verklegum hluta
sem gilti 40% og fræðilegum hluta
sem gilti 60%. Í þetta sinn fengu 30
efstu keppendurnir gullverðlaun,
silfurverðlaun fengu keppendur í
31.–83. sæti en keppendur í 84.–
155. sæti fengu bronsverðlaun. Auk
þess fengu 44 keppendur, sem ekki
unnu til verðlauna, heiðursviður-
kenningu fyrir að leysa a.m.k. eitt
verkefni óaðfinnanlega.
Sigurvegari ólympíukeppninnar
var 16 ára gamall Hvít-Rússi; A.
Putau, í 2. sæti var Y. Kanoria frá
Indlandi en Y. Zhou frá Kína var í
3. sæti. Putau náði einnig bestum
árangri í fræðilega hlutanum en C.
Urbina frá Venesúela fékk hæstu
einkunn fyrir verklega hlutann.
Þau Ísak Sigurjón, Helga Dögg og
Berglind fengu öll heiðursviður-
kenningu fyrir að leysa a.m.k. eitt
verkefni fræðilega hlutans óaðfinn-
anlega. Hins vegar tókst liðinu ekki
að vinna til verðlauna í þetta sinn,
en Berglind var mjög nærri því að
fá bronsverðlaun.
Ísland í 48. sæti
Þegar meðaleinkunn keppenda
frá hverju landi er reiknuð lendir
kínverska liðið í efsta sæti; lið Írans
í 2. sæti og lið Kóreu í 3. sæti. Lið
Íslands hafnar hins vegar í 48. sæti
sem er mun betri árangur en á síð-
asta ári. Tvö Norðurlandalið, lið
Finna og Dana, fengu hærri meðal-
einkunn en íslenska liðið. Góðan ár-
angur íslenska liðsins má fyrst og
fremst rekja til þess að liðið stóð sig
mjög vel í verklega hlutanum. Þrír
keppendur í liðinu fengu um 80%
stiganna í verklega hlutanum.
Berglind Gunnarsdóttir náði hins
vegar þeim glæsilega árangri að fá
93% stiganna. Berglind náði þar
með níundu bestu verklegu ein-
kunninni, sem var besti árangur
Norðurlandabúa og betri árangur
en hjá kínverska liðinu. Árangur ís-
lenska liðsins er mikil hvatning fyr-
ir íslenska framhaldsskólanem-
endur og bendir til að þeir geti í
framtíðinni unnið til verðlauna.
Alþjóðleg ólympíukeppni í efnafræði
Sveit Íslands sem tók þátt í alþjóðlegu ólympíukeppninni í efnafræði í Aþenu. Frá vinstri: Már Björgvinsson, Húni
Sighvatsson, Ísak Sigurjón Bragason, Berglind Gunnarsdóttir, Helga Dögg Flosadóttir, og Finnbogi Óskarsson.
Íslensk stúlka náði
níunda sæti í
verklega hlutanum