Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 12
SJÖ ráðherrar jafnréttismála á Norð- urlöndum og Eystrasaltslöndum sendu í gær mótmælabréf til borg- arstjórans í Aþenu þar sem þeir lýsa „viðbjóði“ sínum á þeirri áætlun Grikkja að fjölga rekstrarleyfum vændishúsa fyrir Ólympíuleikana á næsta ári. „Okkur til reiði og undrunar höfum við heyrt að Grikkir hyggist efla starfsemi vændishúsa meðan á Ól- ympíuleikunum árið 2004 stendur. Ýtir þetta enn frekar undir að konur séu misnotaðar,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni frá ráðherrum Íslands, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Eist- lands, Lettlands og Litháens. Árni Magnússon félagsmálaráðherra skrifaði undir fyr- ir hönd Íslands. Danir, einir Norð- urlandaþjóða, skrifuðu ekki und- ir mótmælin. Þá segja ráð- herrarnir að vændisþjónusta og þau grundvall- arsjónarmið sem liggja að baki Ólympíuleikunum fari ekki saman. Samkvæmt grískum lög- um mega 200 vændishús hafa starfs- leyfi en borgaryfirvöld hafa lagt til að þeim verði fjölgað um 30 fyrir Ólymp- íuleikana 2004. Margareta Winberg, jafnréttisráð- herra Svíþjóðar, sagði í viðtali við Aft- onbladet í gær, að fjölgunin yrði til þess að hvetja gesti leikanna til að kaupa sér kynlífsþjónustu og myndi um leið senda þau skilaboð til grísks almennings að slíkt væri nokkuð sem konur ættu að sætta sig við. Segist aðeins vilja útfæra lögin Borgarstjórinn í Aþenu, Dora Bakoyianni, svaraði bréfinu í gær. „Í Aþenu eins og annars staðar í Grikk- landi eru lög sem krefjast þess að leyfi þurfi fyrir þess háttar starfsemi og borgaryfirvöld í Aþenu ákváðu ein- ungis að útfæra lögin, það er allt og sumt,“ sagði í yfirlýsingu frá henni. Ráðherrar Norður- og Eystrasaltslanda senda bréf til Aþenu Mótmæla vændis- húsaáætlun Grikkja Stokkhólmi. AP. Dora Bakoyanni ERLENT 12 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ F Æ R Ð U K Ö R F U N A F R Í T T ? BRESKA ríkisútvarpið, BBC, á seg- ulbandsupptöku sem gæti staðfest umdeilda frétt þess um meðferð stjórnvalda á leyniþjónustuupplýs- ingum í aðdraganda Íraksstríðsins. Á upptökunni má heyra vopnasér- fræðinginn David Kelly láta í ljós efa- semdir um það hvernig upplýsingar voru settar fram. Líklegt er að upp- takan verði lögð fram við, opinbera rannsókn á dauða Kellys. Kelly var ónafngreindur embættismaður sem vitnað var í í frétt BBC um að stjórn- völd hefðu ýkt ógnina er stafaði af meintri gereyðingarvopnaeign Íraka. Ræðir við fréttakonu Hann fyrirfór sér í síðastliðinni viku, nokkrum dögum eftir að hann var kallaður fyrir þingnefnd sem rannsakaði meðhöndlun stjórnvalda á upplýsingum um vopnaeign Íraka. Á upptökunni er samtal hans við Susan Watts, fréttakonu BBC. BBC á upptöku af samtali við Kelly London. AP. TVEIR Bretar sem eru í haldi Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu, sakaðir um aðild að hryðjuverka- starfsemi, eiga ekki yfir höfði sér dauðarefsingu, að því er Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, greindi frá. Svo virðist sem Bandaríkjamenn hafi látið undan þrýstingi Breta um hver verði örlög fanganna, en við- ræður um þau stóðu í tvo daga í Washington, fyrr í vik- unni. Sagðist Straw nú þrýsta á um að allir Bretar sem dæmdir hafi verið af bandarískum herdómstóli verði sendir heim til Bretlands og látnir afplána dóma sína þar. Alls eru níu Bretar á meðal þeirra 600 fanga sem sitja í fangelsi Bandaríkjamanna á Kúbu. Fyrr í mán- uðinum sögðu Bandaríkjamenn að sex fangar yrðu dregnir fyrir herrétt og kynnu að hljóta dauðadóma. Vakti það gífurleg mótmæli á alþjóðavettvangi. Banda- rísk stjórnvöld sögðu að allir fangarnir sex væru með- limir í al-Qaeda, hryðjuverkasamtökunum sem stóðu að ódæðunum í Bandaríkjunum 11. september 2001. Bretarnir fá ekki dauðadóm London. AFP. ÞRÍTUGUR Hollendingur sem slas- aðist í öðru af tveim sprengjutilræð- um á ferðamannastöðum á Spáni í fyrradag var enn í lífshættu í gær. Hafa spænsk yfirvöld dreift mynd af félaga í aðskilnaðarsamtökum Baska (ETA) en hann er efstur á lista yfir þá sem grunaðir eru um aðild að til- ræðunum. Þjóðverji, 24 ára, sem einnig slas- aðist alvarlega í sprengingunum, var úr lífshættu að lokinni aðgerð, að sögn spænskra embættismanna. Hollendingurinn og Þjóðverjinn voru meðal átta manna sem slösuð- ust í fyrri sprengingunni, á hóteli á Alicante. Nokkrum mínútum síðar særðust fjórir lögreglumenn sem voru að girða af hótel þar sem sprengja sprakk á Benidorm. Sprengjan í ferðatösku Héraðsstjórinn í Valenciahéraði, sagði að maður á tvítugsaldri, sem hafði pantað tvær nætur á hótelinu í Alicante, væri talinn hafa skilið eftir ferðatösku með sprengju á herbergi sínu. Hryðjuverkadeild spænsku lög- reglunnar sagði manninn vera Jon Joseba Troitino, 23 ára son dæmds ETA-liða, Domingos Troitinos. Spænsk yfirvöld lýsa eftir ETA-manni Einn ferðamaður enn í lífshættu Madríd. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.