Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Skólavörðustígur Stórglæsileg 102 fm útsýnisíbúð á efstu hæð í nýlegu lyftuhúsi auk sérgeymslu á jarðhæð. Íbúðin sem er á tveimur hæðum skiptist í forstofu með fataskápum, stórar saml. stofur með mikilli lofthæð og miklu útsýni, út af borðstofu eru flísalagðar svalir til suðurs. Gesta- salerni, rúmgott eldhús með vönduðum innréttingum og tækjum. Á efri hæð er stórt og vandað baðherb. auk tveggja stórra herb. með góðum skápum. Mjög vandaðar innréttingar og gólfefni. Mikil lofthæð. Inn- felld halogen-lýsing í loftum. Áhv. húsbr. 6,9 millj. Verð 21,9 millj. Lautasmári - Kóp. - „Penthouse“ Stórglæsileg 3ja herb. íbúð á efstu hæð með þvotta- herbergi innan íbúðar. Íbúðin skiptist í forstofu, þvottaherbergi, baðherbergi, eldhús, rúmgóða stofu með mikilli lofthæð og svölum til suðurs, stórt hjóna- herbergi og barnaherbergi. Parket á öllum gólfum nema flísar á baðherbergi og þvottaherbergi. Áhv. húsbr. 6,3 millj. Verð 13,5 millj. ÞAÐ kennir óneitanlega margra grasa í Listasafni Hafnarfjarðar, Hafnarborg þessa dagana, en auk afmælissýningar sem haldin er í til- efni þess að 20 ár eru nú liðin frá því að Hafnarborg tók að setja svip sinn á menningarlíf bæjarins, þá hýsir safnið einnig sýningu á kínverskri alþýðulist og teikningar bandarísku listakonunnar Barböru Cooper. Alþýðulist á fornum grunni Kínverska alþýðulistin sem finna má í Apóteki Hafnarborgar er öll úr safni Wang Shucun, fræðimanns á sviði kínverskrar mynd- og alþýðu- listar. Wang hefur sl. 60 ár safnað að sér þúsundum gamalla kín- verskra muna á borð við málverk, tréristur, klippimyndir, útsaum og fleira og hefur safn hans verið sýnt víða um heim auk þess sem fræði- maðurinn sjálfur hefur haldið fyr- irlestra. Þau verk sem hér er að finna eru flest hver pappírsverk, sem ein- kennast af umtalsverðri breidd, þó einnig megi finna stöku útsaums- gripi nýlega ásýndar. Það eru hins vegar pappírsverkin - steinristur, tréskurður, ljósprent af myndum og hefði vera þeirra þurft nánari skýr- inga við, sem og prentverk sem hafa verið máluð og unnin frekar og loks myndir málaðar frá grunni - sem eru aðall sýningarinnar er einkenn- ist ekki af minni breidd er kemur að gæðum verkanna. Enda eru verkin, líkt og heiti sýningarinnar gefur til kynna, unnin af ólíkum efnum, ástæðum og tilefnum, svo ekki sé minnst á listamennina sjálfa, sem fæstra er getið með nafni. Þannig eru sum verkin bæði gróf og stirð- leg á meðan inn á milli leynast snilldarvel unnar myndir líkt 8. ald- ar búddatrúarmyndin af Bodhis- attvas sem eignuð er Wu Dao-zi, þekktum listmanni frá Tang keis- aratímabilinu. Fínlegar skreytingar og mýkt klæða Bodhisattvas talar þar sínu máli um hæfni og kunnáttu listamannsins. Verkin Bómull II og Bómull IV frá 18. öld eru þá ekki síður áhugaverð á að líta, fínleg og full frásagnagleði, þó óhentug stað- setning þeirra í kaffiteríu safnsins komi í veg fyrir að þau fái notið sín til fulls. Það eru hins vegar sagan og hefð- irnar, frekar en tæknilega þekking- in og handverkið, sem eru áhuga- verðustu þættir sýningar sem þessarar og það er einmitt í því samhengi sem stærsti galli sýning- arinnar leynist. Kínversk menning stendur á ævafornum grunni sem er bæði fjarlægur og framandi flestum sýningargesta Hafnarborgar og hefði því þurft nánari skýringa við, annað hvort í formi veggspjalda eða sýningarskrár. Margt bendir til að kínversk menning hafi þróast sam- fleytt í meira en 5.000 ár og sú þró- un hefur ekki síður haft áhrif á myndmál og stílbrigði alþýðumynd- listar, en hinna svo nefndu „hálista“ sem rætur sínar eiga að rekja til Forboðnu borgarinnar. Báðir þessir heimar eru íslenskum sýningargest- um hins vegar afskaplega framandi og þó fjöldi verka frá 18., 19. og 20. öld kunni að endurspegla daglegt líf almennings – bænda, fiskimanna og barna að leik – og ná þannig að kynna íslenskum sýningargestum kínverska menningu, trú og lífsvið- horf að vissu marki, þá er það ekki nóg. Sýning á borð við Kínverskar alþýðulistir býr yfir fjölmörgum möguleikum á að kynna heillandi og framandi menningarheim fyrir ís- lenskum áhorfendum og í Hafnar- borg er það ekki nýtt til fulls. Náttúran í nærmynd Það er allt annað yfirbragð yfir sýningu bandarísku listakonunnar Barböru Cooper í Sverrissal. Coop- er sýnir þar formmyndanir náttúr- unnar í yfirstærð - teikningar með nöfnum á borð við Ýta, Toga og Flæða, sem listakonan segir sprottnar af dvöl sinni sem gesta- listamaður á Akureyri sumarið 2000 og nálægðinni við íslensk náttúruöfl. Stórar, svart-hvítar teikningar, byggðar á hliðstæðum formum og munstrum sem listakonan sér í jafn ólíkum fyrirbærum og vatnsrennsli og vaxtahringjum trjáa búa óneit- anlega yfir nokkrum krafti, en ná misvel að halda athygli sýningar- gestsins. Þannig nær verkið Ýta til að mynda að draga augað inn í myndflötinn, á meðan stefnulaus órói verksins Flæða virkar fráhrind- andi. Flestar formmyndanir íslensk- ar náttúru virðast hins vegar í með- förum Coopers einkennast frekar af óróanum en kraftinum og orkunni í Ýta og fanga því, þrátt fyrir líflegar teikningar listakonunnar, fyrir vikið ekki áhorfandann sem skyldi. Alþýðulistir og náttúrutöfrar MYNDLIST Listasafn Hafnarfjarðar, Hafnarborg Sýningarnar eru opnar frá kl. 11–17 alla daga nema þriðjudaga og standa til 28. júlí n.k. KÍNVERSK ALÞÝÐULIST BARBARA COOPER – TEIKNINGAR Morgunblaðið/Árni Torfason Ýta eftir Barböru Cooper. Anna Sigríður Einarsdóttir Morgunblaðið/Árni Torfason Fögur stúlka á Quing-tímabilinu á sýningunni kínversk alþýðulist. LEIKFÉLAGIÐ Ofleikur frumsýnir í kvöld Date í Iðnó kl. 20. Leikritið samdi Jón Gunnar Þórðarson, stofnandi Ofleiks og leik- stjóri sýningarinnar, í sam- vinnu við leikhópinn. „Þeg- ar við byrjuðum að æfa lá ekkert fullmótað leikrit fyr- ir, en ég var með grunn- hugmynd sem síðan var þróuð áfram m.a. gegnum spuna. Kveikjuna að leikrit- inu má rekja til vandræða- legs augnabliks þegar einn af aðstandendum hópsins hellti óvart rauðvíni yfir stelpu sem hann hitti á stefnumóti. Af því að þetta var svo klúðurslegt þá var ágætt að snúa því bara yfir í gott leikrit. Í raun er hægt að vinna svo skemmtilega margt út frá þessari hugmynd og öllu því vandræðalega við stefnumót. Allir eiga að vera svo fínir á stefnumótum og ef eitthvað fer svo úrskeiðis þá er það enn hrikalegra fyrir vikið. Við er- um sem sagt bara að gera góðlátlegt grín að stefnumótamenningunni,“ segir Jón Gunnar. „En vissulega för- um við líka út fyrir þetta efni og spinn- um ýmsar sögur út frá persónum leik- ritsins,“ segir Elín Vigdís Guðmunds- dóttir sem leikur m.a. Dr. Lindu í Date og hefur starfað með Ofleik frá stofnun. Date er fjórða leiksýning Ofleiks á jafn mörgum árum. „Hingað til höfum við, í hverju leikriti, tekið eitthvert málefni fyrir sem skiptir miklu máli í þjóðfélaginu. Ofleikur hefur þannig verið nokkurs konar baráttufélag gegn þjóðfélagsmeinum. Í fyrstu upp- setningu okkar, Einmana, tókum við t.d. fyrir einelti, í E fjölluðum við um fíkniefni og í fyrra tókum við fyrir for- dóma gagnvart samkynhneigðum með leikritinu Johnny Casanova. Í Date ber raunar ekki á neinum bein- um áróðri, en kannski var líka bara kominn tími til þess að skemmta okk- ur vel. Mig langaði þannig til að taka sumarið með trompi í gleði og gamni áður en ég færi út,“ segir Jón Gunnar, en í haust liggur leið hans til London þar sem hann hefur þriggja ára leik- stjórnarnám við Drama Centre Lond- on. Að mati Elínar og Jóns Gunnars á efniviður leikritsins vel við í dag. „Þetta málefni er í deiglunni núna eins og sést best t.d. á vinsældum Djúpu laugarinnar og uppgangi stefnumóta- vefsíðna. Þessi stefnumótastemmning er Íslendingum svo framandi, því við hreinlega kunnum þetta ekki og fyrir vikið verður þetta svo skemmtilega vandræðalegt. Í sýningunni erum við að reyna að leiðbeina áhorfendum smávegis, en þó fyrst og fremst að vara þá við því hvað beri að forðast. Auk þess gerum við óspart grín að öll- um sjálfshjálparbókunum sem fjalla um það hvernig best er að næla sér í maka,“ segir Jón Gunnar. Alls taka ellefu leikarar þátt í Date, auk tónlistarmannanna tveggja sem mynda hljómsveitina Hr. Sívertsen, en hátt á fjórða tug kemur nálægt uppfærslunni. Að sögn Elínar leika allir fleira en eitt hlutverk því það koma hátt í fjörutíu persónur fyrir í verkinu. „Í raun er tvöfalt skemmti- legra að fá að takast á við fleiri en eina persónu í einni og sömu sýningunni,“ segir Elín og Jón Gunnar bætir við: „Það er líka mjög gaman að hafa bún- inga- og hárkolluskipti á fimm sek- úndum.“ Að sögn Elínar og Jóns Gunnars hefur leikhópurinn verið duglegur að redda öllu sem þurft hef- ur að redda fyrir sýninguna. „Hóp- urinn gerir í raun allt sjálfur, smíðar leikmyndina, sér um búningana og reddar öllu sem þarf að redda. Þannig að leikhúsið er bara lífið okkar þessa dagana.“ Hljómsveitirnar O.N.E. og Hanz sömdu sitt hvort lagið sem flutt er í sýningunni og eru lögin þegar komin í spilun í útvarpinu. Elín Ósk Gísladóttir sér um hljóð og Ingi Einar Jóhannesson hannar ljósin. Date er styrkt af skapandi sumarstörfum Hins hússins, Ungu fólki í Evrópu og Kópavogs- og Hafnarfjarðarbæ. Fyrr í þessum mánuði opnuðu aðstand- endur sýningarinnar vefsíðuna date.is og má þar finna allar nánari upplýs- ingar um persónur og leikendur. Stefnumót í spéspegli Morgunblaðið/Arnaldur Benedikt Karl Gröndal og Elín Vigdís Guð- mundsdóttir í hlutverkum sínum. PÁLÍNA Árnadóttir fiðluleik- ari og faðir hennar, Árni Ar- inbjarnarson, organisti Grensáskirkju, leika á hádeg- istónleikum í Hallgrímskirkju kl. 12 í dag. Flutt verða verk eftir Händel, Bach og Viv- aldi. Tónskáldin voru sam- tímamenn, Bach og Händel fæddir í Þýskalandi árið 1685 og Vivaldi á Ítalíu sjö árum áður. Engu að síður unnu þeir við mjög mismunandi að- stæður. Vivaldi, oft nefndur rauði presturinn vegna þess að hann var rauðhærður, starfaði lengst af sem tónlist- arkennari við skóla mun- aðarlausra stúlkna í Fen- eyjum, Bach var kirkju- tónlistarmaður í Norður- Þýskalandi og Händel starf- aði stóran hluta ævi sinnar á Englandi. Fyrst á efnisskránni er Sónata í d-dúr eftir Georg Friedrich Händel sem Pálína leikur við undirleik föður síns. Þá leikur Árni Prelúdíu og fúgu í g-dúr eftir Jóhann Sebastian Bach. Síðast á efn- isskránni er svo Sónata í d-moll, op. 2, nr. 3 eftir Ant- onio Vivaldi. Feðgin leika á hádegistónleikum Morgunblaðið/Arnaldur Árni Arinbjarnarson og Pálína Árnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.