Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2003 25 Er vinningur í lokinu? Utanlandsferðir, siglingar, sjónvörp og fjöldinn allur af öðrum glæsilegum vinningum. , , . 50% afsláttur - LokahelgiBOSS BÚÐIN MENN KRINGLUNNI SÍMI 533 4242 VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson oddviti minni hluta sjálfstæð- ismanna í borgarstjórn segir í grein í Morgunblaðinu í gær að stjórnsýslu borgarinnar hafi hnignað á und- anförnum árum. Ekki verður undan því vikist að bregð- ast við þeirri stað- hæfingu. Ég held að allir sem þekkja til borgarinnar geti staðfest hversu mikil þróun hefur orðið innan henn- ar á síðustu árum. Reykjavíkurlist- inn komst til valda undir þeim for- merkjum að borgaryfirvöld ættu að vinna í þágu borgarbúa, í samráði við þá og með þjónustuna við þá að leiðarljósi. Allt frá því Sjálfstæð- isflokkurinn missti stjórnartaum- ana hefur verið unnið í þeim anda – og á það lögð áhersla að borg- arkerfið sé til að þjóna borgarbúum en ekki fyrst og fremst valdakerfi, sem deilir og drottnar. Ég vænti þess að menn þurfi ekki að líta ann- að en til framboðs og þjónustu á leikskólum, í grunnskólum, á íþrótta-, tómstunda- og menning- arsviði og til fegrunar umhverfisins til að sannfærast um hversu mikla rækt borgin hefur á undanförnum árum lagt við þetta hlutverk sitt. Ég get a.m.k. staðfest það að þótt fjöldi borgarbúa komi í viðtal við mig á hverjum miðvikudegi heyrir það til undantekninga að erindið sé að kvarta undan stjórnsýslu og þjónustu borgarinnar. Frá því ég tók við starfi borg- arstjóra hef ég iðulega lýst því, að það kom mér gleðilega á óvart hversu virk og vel skipulögð stjórn- sýsla borgarinnar er í öllum meg- indráttum. Ég hef skynjað mjög mikinn metnað starfsmanna fyrir hönd borgarinnar og þeirra við- fangsefna sem þeim er trúað fyrir. Í umræðu um fjármál borgarinnar, sem fram fór fljótlega eftir að ég tók við starfi borgarstjóra, gerði ég grein fyrir því að stefnumótun, fjár- málakerfi, upplýsingakerfi, áætl- unargerð, og mjög margt annað sem ég hef kynnst hjá borginni, er til mikillar fyrirmyndar. Ég hafði ekki búist við að taka við svona góðu búi og byggði hugmynd mína á umræðum í fjölmiðlum þar sem minnihlutinn í borgarstjórn situr um hvert færi á að gefa þá mynd að mál séu í ólestri. Ég efast um að mörg fyrirtæki á markaði þyldu það að stjórnarmenn sætu sífellt um að koma höggi á stjórnendur þeirra og starfsmenn. Vilhjálmur segir að í stjórnsýslu borgarinnar sé ástandið verst í skipulags- og byggingarmálum þar sem erindi velkist í kerfinu mán- uðum ef ekki árum saman. Því er til að svara að skipulagsverkefni eru í eðli sínu langtímaverkefni, og ferlar tímafrekir því að meira og minna byggjast þeir á samráði við íbúa til- tekinna svæða og vörslu um grenndarhagsmuni þeirra. Vil- hjálmi Þ. Vilhjálmssyni, formanni skipulagsnefndar til margra ára, á líka að vera það flestum öðrum ljós- ara að í stjórnartíð sjálfstæð- ismanna vanrækti Reykjavíkurborg að sinna deiliskipulagsskyldu þrátt fyrir skýr fyrirmæli í lögum. Þegar nýr meirihluti tók við heyrði til undantekninga að búið væri að deiliskipuleggja eldri hverfi borg- arinnar. Það er t.d. engum vafa undirorpið að miðborg Reykjavíkur hefur mjög goldið fyrir þann trassa- skap og geysileg vinna og álag hef- ur hvílt á skipulagsyfirvöldum borgarinnar við að vinna upp þann langa hala sem beið. Þá vitnar Vilhjálmur í skýrslu Borgarendurskoðunar, þar sem fram kemur að á árunum 2000 og 2001 hafi verið umtalsverð frávik frá því að stofnanir borgarinnar færu að reglum í samþykkt um stjórn Innkaupastofnunar frá 1995. Það sem hann ekki minnist á er að reglum um innkaup og eftirlit með þeim hefur verið gjörbreytt. Úttekt Borgarendurskoðunar tekur til framkvæmdar í gildistíð gömlu reglnanna. Nýjar reglur, sem tóku gildi 1. febrúar sl., voru unnar í nánu samráði við samtök atvinnu- lífs og iðnaðar og aðra hags- munaaðila og ég er sannfærður um að reynslan af nýju kerfi verður önnur en af því gamla. Það er líka ein meginniðurstaðan í skýrslu Borgarendurskoðunar að nýjar reglur séu „...nútímalegar, skýrar og afdráttarlausar og enginn for- stöðumaður stofnunar eða fyr- irtækis borgarinnar ætti að þurfa að velkjast í vafa um fyrirmæli reglnanna og skyldur sínar í því sambandi.“ Jafnframt kemur fram í skýrslunni að samkvæmt sam- þykktinni frá 1995 hafi: „Umsjónar- og ákvörðunarvald stjórnar og stjórnenda ISR varðandi innkaup á vörum, þjónustu og verklegum framkvæmdum er svo til algilt...“ Á þeim tíma sem úttekt Borgarend- urskoðunar tók til sat Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson í stjórn stofnunar- innar eins og raunar mörg ár þar á undan. Það er rétt sem fram kemur í grein Vilhjálms að það dróst úr hömlu að leggja fram í borgarráði greinargerð framkvæmdastjóra Leikfélags Reykjavíkur um stjórn- skipulag LR. Það eru mistök sem rekja má til þess að upphaflega var skýrslan afhent með ósk um að trúnaðar yrði gætt meðan málið væri á viðkvæmu stigi innan Leik- félagsins. Þegar sú umræða hafði verið tekin hefði átt að létta af trún- aði og leggja skýrsluna fram í borg- arráði. Mér finnst auðvitað miður að það var ekki gert og engin skýr- ing á því önnur en mannleg mistök. Hins vegar má velta því fyrir sér hvort einhverjir hagsmunir hafi beðið skaða af því í viðkvæmum málum Leikfélags Reykjavíkur. Ég kem ekki auga á það. Sumarlokun leikskóla var ákveð- in eftir lýðræðislega umræðu og með fullum stuðningi fagaðila sem töldu mikilvægt að leikskólabörn fengju sumarfrí eins og skólabörn og vinnandi fólk. Menn getur greint á um það sjónarmið en sannast sagna held ég að þarna sé verið að standa vörð um hagsmuni ungra barna. Kannað var hvaða tími hent- aði fjölskyldum best og var tekið mið af því þegar júlímánuður var valinn. Að lokum tiltekur Vilhjálmur dæmi um afgreiðslu umsóknar um vínveitingaleyfi á ákveðnum stað í borginni. Í umræddu tilviki háttar þannig til að staðurinn er í miðri íbúðabyggð. Borgarráð samþykkti að endurskoða deiliskipulag og landnotkun í hverfinu. Nauðsynlegt er að átta sig á því að sambýli veit- ingarekstrar og íbúðabyggðar er viðkvæmt mál og þarfnast skoðunar sem slíkt og samráðs við marga að- ila eins og að ofan greinir. Vona ég að athugun skipulagsyfirvalda sem nú stendur yfir ljúki sem fyrst. Ég vil leyfa mér að skora á Vil- hjálm Þ. Vilhjálmsson að standa vörð um það metnaðarfulla starf sem sinnt er í stjórnsýslu Reykja- víkurborgar. Það er svo óendanlega margt sem hann gæti kynnt með stolti en þess í stað kýs hann að grafa undan tiltrú almennings á því starfi sem unnið er í þágu borgar- búa í stjórnsýslu borgarinnar og tiltrú á starfsfólk hennar. Það er miður. Með hagsmuni borgarinnar að leiðarljósi Eftir Þórólf Árnason Höfundur er borgarstjóri. ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122 Fæst í apótekum og lyfjaverslunum ER NEFIÐ STÍFLAÐ? STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.