Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI „ÉG hef alltaf verið með örugga vinnu á sumrin, þar til í ár. Það var því fínt að fá vinnu hjá bænum,“ sagði Helgi Már Helgason, flokks- stjóri í bæjarvinnunni hjá Grinda- víkurbæ. Hann var ásamt félögum sínum að skrapa málningu af leik- skólanum við Dalbraut og búa sig undir að mála hann. Vegna breytinga hjá atvinnufyr- irtækjunum í Grindavík kom upp sú staða í vor að erfitt var fyrir nemendur á framhaldsskólaaldri að fá sumarvinnu. Brást bæj- arstjórn Grindavíkur við því með því að efna til sérstaks atvinnu- átaks og hafa tíu ungmenni unnið í sumar við fegrun umhverfisins. Jón Guðmundsson hjá Grindavík- urbæ segir að krakkarnir hafi stað- ið sig afar vel í sumar. Þau hafi að- allega verið að mála. Þannig sé búið að mála allt sem hægt er að mála við höfnina en sjaldnast hafi unnist tími til þess áður að taka allt í gegn. Ungmennin máluðu hafn- arkantana, kranana, viktarhúsið og ljósastaura, auk annars. Þá getur hann þess að mikið hafi verið unnið að hreinsun umhverfisins í bænum, þannig hafi hátt í 600 tonn af járna- rusli verið flutt úr bænum og reka- viður hreinsaður af fjörum. Fimm úr hópnum voru að skrapa ónýta málningu af leikskólanum við Dalbraut þegar blaðamaður var á ferðinni í Grindavík. Helgi Már og Ragnar Daði Jóhannsson, félagi hans, sögðu að vel hafi viðrað til málningarvinnu í sumar og frábært að geta unnið svona mikið úti við. „Það er verst að maður brann all- ur,“ segir Ragnar Daði. Þegar ekki hefur verið hægt að mála hefur tíminn verið notaður til að tína rusl og fleira en þeir félagarnir við- urkenna að það sé heldur leið- inlegra en að mála. Helgi Már er varamarkmaður Grindavíkurliðsins í knattspyrnu og var að leika sinn fyrsta leik í byrjunarliði daginn áður og Ragn- ar Daði var í liðinu í fyrsta skipti, að vísu á bekknum allan tímann. Var það bikarleikur gegn Skaga- mönnum. Þeir voru ánægðir með þessi tímamót á íþróttaferlinum en hörmuðu að leikurinn skyldi tap- ast. Tíu ungmenni vinna við sérstakt atvinnuátak í sumar Hef alltaf haft örugga sumarvinnu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fimm frískir skrapa málningu af leikskólanum við Dalbraut. Grindavík FÉLAGAR í Von, unglingadeild Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í Sandgerði höfðust við í gúmbjörgun- arbát í fimmtíu og sex klukkustundir um helgina. Tilgangurinn var að safna fjármunum til reksturs deild- arinnar. Sextán ungmenni tóku þátt í fjár- öfluninni. Gúmbjörgunarbátur var festur við akkeri í Sandgerðishöfn, nálægt björgunarskipinu Hannesi Þ. Hafstein. Þar voru þau í blíðskap- arveðri, fjögur og fjögur í senn. Safnað var áheitum hjá fyrirtækjum og einstaklingum fyrir hverja klukkustund sem ungmennin höfð- ust við í bátnum. Gekk söfnunin ágætlega og höfðu þau um 250 þús- und krónur upp úr henni og koma þeir fjármuni sér vel við starfsemina. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Unglingarnir úr slysavarnadeildinni Von köstuðu sér í höfnina í Sandgerði og syntu að bryggju þegar takmarkinu í söfnuninni var náð. 56 tímar í gúmmíbát Sandgerði LIÐLEGA 77 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Bláa lónsins ehf. á árinu 2002 á móti 14 milljóna króna tapi árið áður. Er það í fyrsta skipti sem hagnaður er af starfseminni. Fram kemur í Fréttaveit- unni, fréttablaði Hitaveitu Suðurnesja, að gengisþróun skipti miklu um afkomu Bláa lónsins vegna þess hversu skuldsett fyrirtækið sé. Á síð- asta ári hafi gengisþróun ver- ið hagstæð um rúmar 62 milljónir króna en árið áður var hún neikvæð um næstum því sömu fjárhæð. Á aðalfundi Bláa lónsins ehf. var Gunnar Örn Gunn- arsson kosinn í stjórn félags- ins sem fulltrúi Nýsköpunar- sjóðs og Einar Sigurðsson sem fulltrúi Flugleiða. Áfram sitja Eðvarð Júl- íusson, fulltrúi Grindavíkur- bæjar, en hann er stjórnar- formaður og Júlíus Jónsson og Albert Albertsson, báðir frá Hitaveitu Suðurnesja, sem á um þriðjung hlutafjár í félaginu. Í varastjórn sitja Samúel Guðmundsson frá Olís og Sig- urður Valur Ásbjarnarson frá Eignarhaldsfélagi Suður- nesja. Aðalfundur Bláa lónsins ehf. Hagnaður í fyrsta skipti Grindavík FJÖLSKYLDUHÁTÍÐIN „Ein með öllu!“ verður haldin á Akureyri um komandi verslunarmannahelgi. Þetta er þriðja árið í röð sem hátíð- in er haldin undir sömu formerkj- um, sem fjölbreytt skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Val á skemmti- kröftum, skipulag dagskrár og af- þreyingar og öll umgjörð hátíðar- innar miða að því að allir aldurshópar geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Hagsmunafélagið Vinir Akureyrar stendur fyrir hátíðinni með fulltingi Akureyrarbæjar og með þátttöku fjölmargra fyrirtækja heima og að heiman. Fremri kynn- ingarþjónusta hefur skipulagt há- tíðina og heldur utan um fram- kvæmd hennar, fyrir hönd Vina Akureyrar. Ekki þarf að greiða aðgangseyri þegar komið er til Akureyrar né heldur á Ráðhústorg eða Akureyr- arvöll þar sem skemmtidagskrá há- tíðarinnar fer fram. Fjölbreytt dag- skrá verður á Ráðhústorgi á föstudagskvöld, eftir hádegi á laug- ardag, laugardagskvöld og eftir há- degi á sunnudag, þar sem blandað verður saman skemmtiatriðum fyrir alla fjölskylduna og tónleikum margra af vinsælustu hjómsveitum landsins. Unglingadansleikur verð- ur í KA-heimilinu á laugardags- kvöld og DJ-partý á sunnudags- kvöld (aldurstakmark 16 ár). Að sjálfsögðu verða síðan dansleikir og diskótek á skemmtistöðum bæjar- ins öll kvöldin. Meðal skemmtikrafta sem fram koma á hátíðinni sjálfri, það er á Ráðhústorgi og/eða Akureyrarvelli eru hljómsveitirnar Papar, Í svört- um fötum, Írafár, Land og synir, Gis & The Big City Band, Douglas Wilson, XXX-Rottweiler, Bent & 7Berg, Brain Police, Úlfarnir og Hundur í óskilum. Þá má nefna at- riði úr hinum vinsælu barnaleik- ritum Benedikt búálfi og Stígvélaða kettinum og Fílinn, Sigurvin Jóns- son, fyndnasta mann Íslands. Að auki munu margar áðurnefndra hljómsveita koma fram á skemmti- stöðum bæjarins en þar bætast fleiri sveitir og skemmtikraftar í hópinn, þeirra á meðal hljómsveitin Stuðmenn. Hápunktur hátíðarinnar verður á sunnudagskvöldinu. Hann hefst með grillveislum í hverfum bæjarins en lýkur með skemmtun og flugeldasýningu á Akureyrar- velli. Auk skipulagðrar dagskrár er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu sérstaklega í tengslum við hátíðina. Bragi Bergmann hjá Fremri sagði að markmið Vina Akureyrar væri að halda fjölskylduhátíð af bestu gerð, þar sem allir aldurs- hópar geti fundið fjölbreytta skemmtun og afþreyingu við sitt hæfi. Fólk á öllum aldri er velkomið til bæjarins og að sjálfsögðu er einnig vonast eftir virkri þátttöku bæjarbúa. Ekkert aldurstakmark er á hátíðina en landslögum verður að sjálfsögðu fylgt á Akureyri um verslunarmannahelgina eins og á öðrum tímum árs. Næg tjaldsvæði eru á Akureyri. Skátafélagið Klakkur rekur tjald- svæði við Þórunnarstræti og að Hömrum í suðurjaðri bæjarins, rétt norðan Kjarnaskógar. Þar er skemmtilegt útivistarsvæði og báta- leiga. Strætisvagnar Akureyrar verða með ferðir milli miðbæjar Akureyrar og tjaldsvæðisins að Hömrum. Bragi sagði mikilvægt að þeir sem kæmu til Akureyrar um verslunarmannahelgina færu ánægðir heim eftir góða dvöl í bæn- um og kæmu aftur að ári, því stefn- an væri að festa hátíðina í sessi sem fjölskylduhátíð og halda hana ár- lega. Fjölskylduhátíðin „Ein með öllu“ Markmiðið að halda fjöl- skylduhátíð af bestu gerð GRÆNLANDSFLUG hefur fengið framlengt bráðabirgðaleyfi til áætlunarflugs milli Akureyrar og Kaupmannahafnar til næstu áramóta. Félagið hefur flogið tvisvar í viku frá 28. apríl síðastliðnum, á mánudögum og fimmtudögum. Upphaflega fékkst leyfi til sex mánaða sem nú er framlengt fram að áramótum, en það er einungis tímabundin lausn fyrir félagið. Ragnheiður Vigfúsdóttir hjá Ferðaskrifstofu Akureyrar sagði í samtali við Morgunblaðið að það væru margir Norðlendingar sem hefðu nýtt sér þessa þjónustu. „Við erum að senda á bilinu fjögur til fimm hundruð manns út á mánuði sem ég tel nokkuð gott, en það sem vantar er að fá fleiri á móti frá Danmörku. Það er reynd- ar ekki skrítið miðað við þann fyr- irvara sem var á þessu í byrjun. Við misstum af hellingi af fólki, því þetta fór í sölu seint í apríl, en í febrúar og mars var sprenging á markaðinum þegar Express kom á markaðinn og ég tel að þá höfum við misst töluvert af viðskiptum. Mér finnst það slakt að framleng- ingin á leyfinu skuli aðeins vera fram að áramótum. Það hamlar okkur verulega því núna eru Norðurlandabúar og Evrópubúar að undirbúa sitt prógram fyrir vet- urinn, en við megum bara selja fram að áramótum. Ég get nefnt eitt lítið dæmi þessu til stuðnings, en við ætluðum að fara að vinna með skíðafélögum í Danmörku. Eðlilega þurfa félagsmenn að ferðast mjög mikið, en við getum ekkert gert nema Grænlandsflug fái leyfi til lengri tíma,“ sagði Ragnheiður. Ragnhildur Hjartardóttir, ráðu- neytisstjóri í samgönguráðuneyt- inu, sagði við Morgunblaðið að það væru viðræður í gangi um málið. „Staðan er sú að íslensk stjórn- völd hittu dönsk stjórnvöld og full- trúa frá Grænlandsflugi í júní síð- astliðnum, samningsaðilar fóru heim með ákveðna vinnu og næsti fundur verður í september. Þetta er svolítið óvanalegt mál, vegna þess að um er að ræða grænlenskt flugfélag sem flýgur frá Dan- mörku til Íslands og þá er allt ann- að regluverk sem er í gangi en ef það væri að fljúga á milli Græn- lands og Íslands,“ sagði Ragnhild- ur. Kaupmannahafnarflug Leyfi framlengt til áramóta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.