Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 30
MINNINGAR 30 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ M orguninn eftir að Bretar og Banda- ríkjamenn réðust á Írak, hinn 20. mars sl., birtist hér á þessum stað pistill eftir und- irritaðan. Pistillinn var í formi op- ins bréfs til Tonys Blairs, forsætis- ráðherra Bretlands. Þar lýsti ég efasemdum um þá ákvörðun ráða- manna í Washington og London að fara með hernaði gegn Írak. Kvaðst ég vona að hægt yrði að ljúka stríðinu á sem fæstum dög- um, og að mannfall yrði eins lítið og kostur væri, úr því að talið hefði verið nauðsynlegt að efna til þess. Sérstaklega var tekið fram í þessu „bréfi“ til Blairs að ég bæri virðingu fyrir forsætisráð- herranum breska og dómgreind hans. „Það er huggun harmi gegn að þú sért einn foringjanna í þessu stríði; eins gott að ein- hver sé til staðar til að halda aftur af og hafa vit fyrir stóra séffanum, honum George,“ sagði síðan í bréfinu. Ég hef undanfarna daga verið að reyna að gera upp við mig hvort ástæða væri fyrir mig að endur- skoða hug minn til Blairs. Þessar hugleiðingar höfðu tekið að sækja á mig áður en breski vísindamað- urinn David Kelly svipti sig lífi fyr- ir viku en afdrif Kellys hafa þó haft áhrif á þankaganginn. Mér hafði strax fundist að breskir ráðamenn færu fram með of miklu offorsi gegn breska út- varpinu, BBC, þegar þeir hófu sókn sína gegn stofnuninni með Alistair Campbell, einn helsta ráð- gjafa Blairs, í fararbroddi. Hart hafði verið sótt að stjórninni, hún sökuð um að ýkja hættuna sem stafaði af Saddam Hussein, og mér fannst eins og Campbell hefði ein- faldlega ákveðið að snúa vörn í sókn, skipta um umræðuefni, hefja eins konar nornaveiðar til að beina sjónum fólks frá því sem var efst á baugi (og kom stjórnvöldum illa). Nornaveiðarnar beindust gegn BBC og fréttamanni þess, Andrew Gilligan, en nú hefur það gerst að allt annar maður, þ.e. Kelly, er orðinn fórnarlamb þessa stríðs BBC og stjórnvalda, sem svo má réttilega kalla. Hver ber ábyrgð á dauða Kell- ys? Menn virðast skiptast í tvö horn hvað afstöðu til þess varðar. Annars vegar að BBC hafi brugð- ist bogalistin svo hrapallega að heimildarmaður þess hafi goldið fyrir með lífi sínu. BBC hafi ýkt verulega það sem Kelly sagði við Gilligan og síðan ekki veitt heim- ildarmanni sínum tilhlýðilega vernd þegar til kastanna kom. Aðrir kenna ráðamönnum um, einkum Campbell og varn- armálaráðherranum Geoff Hoon. Þeir sem séð hafa myndir frá því er Kelly bar vitni fyrir utanrík- ismálanefnd breska þingsins fyrir viku geta hins vegar líka rétt ímyndað sér hvort sú uppákoma olli vísindamanninum ekki hugar- angri. Hefur einn þingmanna, Andrew Mackinlay, enda beðist af- sökunar á framkomu sinni við það tilefni. Hann spurði Kelly ekki endilega svo erfiðra spurninga en framkoma hans við yfirheyrsl- urnar, „líkamstjáning“ hans, var með þeim hætti að halda hefði mátt að verið væri að spyrja stór- glæpamann spjörunum úr. Hvað var það nákvæmlega sem olli því að Kelly sá sig knúinn til að svipta sig lífi? Var það sú stað- reynd að BBC hafði búið til æsi- fregn um „háttsettan leyniþjón- ustumann“ sem segði Campbell hafa, fyrir hönd bresku stjórn- arinnar, átt við gögn um hættuna sem stafaði af Írökum til að eiga auðveldara með að réttlæta árás á landið? (Gagnrýnt er m.a. að heim- ildarmaður BBC, þ.e. Kelly, skyldi sagður „leyniþjónustumaður“; það var hann ekki, heldur sérfræð- ingur um sýkla- og efnavopn og ráðgjafi varnarmálaráðherra í þeim efnum.) Eða var við varnarmálaráðherr- ann að sakast sem var svo upptek- inn í pólitískum hráskinnaleik að hann gleymdi að huga að því að að- gát skal höfð í nærveru sálar, var of reiður yfir því að innanbúð- armaður hefði rætt við BBC í óleyfi (eins og Kelly gerði)? Verði Gilligan ekki uppvís að því að hafa beinlínis logið til um hvað Kelly sagði honum (eða gjör- samlega rangtúlkað það) finnst mér persónulega sök hans minni en ráðamannanna, sem sáu sér leik á borði. Gilligan er að öllum lík- indum sekur um að hafa gert sér eins mikinn mat úr þeirri frétt sem hann hafði í höndunum og hugsast gat, en lykilatriði er að hann hafði frétt í höndunum. Það var auðvitað frétt ef maður eins og Kelly – með alla þá þekkingu og kunnáttu sem hann bjó yfir – lýsti þeirri skoðun sinni að stjórnvöld hefðu ýkt hætt- una sem af Saddam stafaði. Kannski „sexaði“ Gilligan þann- ig upp fréttina um að stjórnvöld hefðu „sexað“ upp skýrsluna um það hversu mikil hætta stafaði af Írökum (hér er vísað til enska orðalagsins í frétt Gilligans). Eftir stendur samt að bæði Blair og George W. Bush Bandaríkjaforseti gerðu sannarlega of mikið úr hætt- unni sem af Saddam stafaði í að- draganda Íraksstríðsins. Menn geta verið sammála eða ósammála um það hvort þeir lugu að fólki eð- ur ei, hvort þeir beinlínis áttu við einhver gögn til að réttlæta árás- ina, en hitt verður ekki hrakið að þeir ýktu hættuna. Ég meina, er ég einn um að hafa haft það á tilfinningunni í aðdrag- anda stríðsins að Bush teldi helst að Saddam væri um það bil að fyr- irskipa allsherjarárás gegn Banda- ríkjunum? (Stundum verður ekki komist hjá stríði. Kannski var óumflýjanlegt að velta Saddam úr sessi. Mér fannst aðdragandinn að þessu stríði hins vegar vafasamur og rökstuðningurinn fyrir því, að ekki væri hægt að bíða lengur með hernaðaraðgerðir, ósannfærandi á köflum.) Af framansögðu mætti ráða að ég hefði snúið bakinu við Tony Blair. Svo er þó í raun ekki. Mér sýnist hann enn einn merkasti stjórnmálamaður samtímans. Mér finnst hins vegar ljóst að þessi mál hafa grafið verulega undan honum og að hann muni aldrei endast eins lengi sem forsætisráðherra og hann annars hefði kannski gert. Það er synd, rétt eins og það er synd að Blair skyldi ekki halda aft- ur af bolabít sínum, Alistair Camp- bell, þegar hann blés til sóknar gegn BBC. Blair eða BBC? […] það er synd að Tony Blair skyldi ekki halda aftur af bolabít sínum, Alistair Campbell, þegar hann blés til sóknar gegn BBC. VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is ✝ Guðrún HuldaJóhannesdóttir fæddist á Patreks- firði 20. apríl 1927. Hún lést á LSH við Hringbraut 17. júlí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Jó- hannes Bergþór Gíslason, f. 10. des- ember 1889, d. 9. ágúst 1976, og Svan- fríður Guðfreðsdótt- ir, f. 1. júlí 1897, d. 9. mars 1973. Systkini Huldu eru: Guðbjörg Svandís, f. 29. júní 1922, d. 24. apríl 1999, Kári, f. 14. september 1924, d. 2. apríl 1975, Gestur Ingimar, f. 29. september 1929, d. 13. nóvember 1996, Skarphéðinn Ölver, f. 24. septem- ber 1934, Gísli Ívar, f. 9. nóvem- ber 1932, og Guðfreður Hjörvar, f. 6. september 1937. Eiginmaður Huldu var Jóhann Samsonarson, f. 19. maí 1919, d. 25. júní 2001. Foreldrar hans voru Samson Jóhannsson, f. 28. apríl 1890, d. 25. maí 1971, og Bjarney Sveinbjörnsdóttir, f. 12. október 1887, d. 26. desember 1943. Jó- hann og Hulda eignuðust níu börn. Þau eru: 1) Samson, f. 7. júlí 1943, eiginkona hans er Þórdís Bakkmann Kristinsdóttir, f. 6. desember 1944. Þau eiga þrjá syni og fjögur barnabörn. 2) Jó- hannes Bergþór, f. 20. júní 1944, eiginkona hans er Þórunn Ingi- björg Sigurjónsdóttir, f. 24. jan- úar 1945. Þau eiga fimm dætur og sex barnabörn. 3) Stefán, f. 3. júní 1945, d. 12. ágúst 1945. 4) Sig- urður Björn, f. 1. ágúst 1946, eig- inkona hans er Margrét Kristjana Friðriksdóttir, f. 21. júlí 1949. Þau eiga þrjár dætur og einn son sem lést í bernsku. Barnabörnin eru þrjú. 5) Ragna, f. 21. október 1949, eigin- maður hennar er Pétur Valdimarsson, f. 22. júlí 1950. Þau eiga tvo syni og eina dóttur. Fyrir átti Ragna einn son. Barnabörnin eru tvö og er annað þeirra látið. 6) Svanur, f. 11. mars 1953, eigin- kona hans er Hall- dóra Kristbjörg Þórðardóttir, f. 4. nóvember 1949. Þau eiga tvær dætur og fjögur barnabörn. 7) Guðrún, f. 12. október 1954, eig- inmaður hennar er Leifur Eiríks- son, f. 20. mars 1953. Þau eiga tvær dætur og einn son. 8) Þor- björg, f. 14. október 1955, eigin- maður hennar er Þorsteinn Ragn- arsson, f. 25. nóvember 1954. Þau eiga þrjár dætur. Fyrir átti Þor- björg eina dóttur. Barnabarn er eitt. 9) Heiðar, f. 3. apríl 1957, eig- inkona hans er Sóley Ólöf Hlöð- versdóttir, f. 23. október 1960. Þau eiga tvo syni og eina dóttur. Hulda og Jóhann hófu búskap á Þingeyri 1943, en árið 1947 fluttu þau á Patreksfjörð og bjuggu þar til ársins 1980, er þau fluttust til Hafnarfjarðar þar sem þau bjuggu til dauðadags. Lengst af var Hulda fyrst og fremst hús- móðir, en um 1975 fór hún að vinna utan heimilis á Patreks- firði. En eftir að hún fluttist í Hafnarfjörð vann hún í Lakkrís- gerðinni Drift til ársins 1994 er heilsa hennar brást. Hulda verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Við viljum minnast móður okkar Huldu Jóhannesdóttur með örfáum orðum. Ung byrjaði hún að eiga okkur börnin og stóð hún á þrítugu þegar við vorum öll níu fædd. Það var alltaf hennar stolt að hafa okkur hrein og fín og að allir fengju nóg að borða. Sama var hve margir vinir komu með okkur heim. Allir voru vel- komnir að drekka og vinsælar voru jólakökurnar á föstudögum. Ef ein- hverjir ættingjar þurftu húsaskjól voru þeir velkomnir og ekkert til- tökumál þó heilu fjölskyldurnar kæmu í heimsókn. Alltaf var hægt að bæta við. Það sem auðveldaði henni þessa miklu vinnu var hennar létta lund og yfirleitt var stutt í hláturinn. Bæði börn og barnabörn komu mikið á Laufvanginn og var þar oft glatt á hjalla. Verður þess sárt saknað að koma ekki þangað lengur til að fá fréttir af öllum, bæði föður- og móð- urfólki því hún var tengiliður á milli allra. Við kveðjum með söknuði. Börnin. Ástkær tengdamóðir mín, Hulda, er látin. Á kveðjustund hrannast upp í huga mér brot minninga frá langri og gæfusamri samfylgd okkar í gegnum tíðina. Lát Huldu kom okkur ættingjun- um nokkuð í opna skjöldu, við viss- um öll að hjartasjúkdómur hennar hafði farið versnandi undanfarnar vikur. Þrátt fyrir það vorum við bjartsýn og vonuðum að tvísýn hjartaaðgerð, sem hún gengist und- ir, mundi bæta líðan hennar. Hún sýndi svo sannarlega sitt alkunna æðruleysi er hún kvaddi okkur síð- degis þriðjudaginn 16. júlí sl. tilbúin til innlagnar á sjúkrahús. Sjálf var hún staðráðin í að gangast undir að- gerðina, fullviss um að brugðið gæti til beggja vona. Okkar síðustu samverustund mun ég geyma í huga mér ævilangt. Sú stund veitir mér huggun og vissu um það að Hulda fékk að lifa og njóta gæða lífsins með þeim sem henni þótti vænt um, allt fram á síðasta dag. Sólin skein í heiði, einn heitasti dagur sumarsins var runninn upp. Við hittumst hjá litlu fjölskyldunni í Köldukinninni, fjórir ættliðir saman- komnir úti í garði. Blómin skörtuðu sínu fegursta, gullregnið með slút- andi anga sína myndaði skugga og og veitti okkur svolitla kælingu frá heitum geislum sólarinnar. Það var grillað og við nutum máltíðarinnar, skröfuðum um heima og geima og rifjaðar upp gamlar sögur að vestan. Mikið hlegið, svo bergmálaði í næstu húsum. Stundin leið hratt, kominn var tími til innlagnar á sjúkrahúsið. Hulda bað okkur að fara ótrauð á ættarmótið, sem var fyrirhugað næstkomandi helgi, því hún mundi áreiðanlega verða með okkur í hug- anum og skemmta sér, hvernig sem allt færi. Við kvöddumst úti á hlaði og ósk- uðum henni alls hins besta. Hún gekk út í sólina í fylgd dóttur sinnar. Okkar síðustu samveru er lokið í bili. Hulda var fríð kona, lágvaxin og dökk yfirlitum. Hún hafði fastmót- aðar skoðanir á mönnum og málefn- um, var fremur fastheldin á þær ef því var að skipta en virti jafnan skoðanir annarra. Alltaf sjálfri sér trú og hreinskiptin. Hún var með eindæmum hlátur- mild og þurfti oft lítið tilefni til að hlæja. Hún sagði sjálf að oft hefði þessi eiginleiki hjálpað henni við að sjá björtu hliðarnar á tilverunni þeg- ar hretviðri lífsins gerðu vart við sig. Hulda fæddist á Patreksfirði og ólst þar upp hjá foreldrum sínum ásamt sex systkinum. Þetta var á tíma hinna svokölluðu kreppuára þar sem alþýðufólk til sjávar og sveita mátti hafa sig allt við að hafa í sig og á. Nýtni, sparnaður og útsjónarsemi voru þau hugtök sem fólk þurfti að tileinka sér í daglegu lífi ef það ætl- aði að sjá sér og sínum farborða. Þessar aðstæður í uppvextinum hafa án efa mótað viðhorf Huldu og komið sér vel fyrir hana síðar er hún þurfti að fóta sig á lífsbrautinni. Hulda hóf búskap á Patreksfirði með eiginmanni sínum, Jóhanni Samsonarsyni frá Þingeyri. Fljót- lega stækkaði fjölskyldan og áður en þrítugsafmæli Huldu gekk í garð hafði hún fætt níu börn, það voru því margir munnar að metta og kroppar að klæða. Af samheldni, umhyggju og kær- leika komu þau hjón upp barnahópn- um sínum. Átta þeirra náðu þau að fylgja út í lífið en lítinn dreng misstu þau aðeins tveggja mánaða gamlan. Snyrtimennska ásamt festu í dag- legum hefðum einkenndi mjög heim- ilisbrag allan. Það var eins og alltaf væri nægur tími til að gera hlutina og „stress“ held ég að varla hafi verið til í huga þeirra hjóna. Skyldfólk, bæði börn og aldraðir, áttu oft tímabundið at- hvarf á heimili þeirra til lengri eða skemmri tíma. Það sannaðist á þeim að þar sem hjartarúm er fyrir hendi er einnig nóg húsrúm. Árið 1980 fluttu þau hjónin til Hafnarfjarðar. Heimili þeirra stóð jafnan opið sem samverustaður stór- fjölskyldunnar. Þangað var gott að koma eftir eril dagsins, njóta líðandi stundar yfir kaffibolla og rabba um daginn og veginn á notalegu heimili þeirra. Barnabörn og síðar lítil barnabarnabörn fóru ekki varhluta af gæsku þeirra og væntumþykju. Hulda var hamhleypa til allrar vinnu og ósérhlífin svo orð var haft á. Hannyrðir hennar, einkum prjónaskapur, bera smekkvísi henn- ar og vandvirkni gott vitni. Fallegar peysur, mjúk teppi eða litlir sokkar spruttu út sem listaverk úr höndum hennar. Það var táknrænt fyrir Huldu að eitt það síðasta sem hún gerði fyrir andlát sitt var að prjóna litla sokka sem lágu tilbúnir á borðstofuborðinu fyrir næsta ófædda afkomanda hennar. Fyrir tveimur árum lést Jóhann af völdum umferðarslyss. Sorg og söknuður ríkti í fjölskyldunni eftir lát hans, ekki síst hjá Huldu en frá 16 ára aldri hafði hún verið lífsföru- nautur hans. Á þessum tímamótum kom þrautseigja hennar og lífsgleði sér vel til að vinna sig út úr sorginni. Af dugnaði og reisn bjó hún áfram ein í íbúð sinni. Hulda var mikil félagsvera, trygg- lyndi var henni í blóð borið, hún átti góðar vinkonur allt frá bernskuárum sínum á Patreksfirði og aðrar er hún kynntist síðar á ævinni. Vinskap þeirra mat hún mikils. Hún átti því láni að fagna að eiga að stóra fjöl- skyldu og bjó í nágrenni við marga afkomendur sína. Varla leið sá dagur að einhver kæmi ekki við hjá henni enda laðaði hún að sér fólk. Í hartnær fjörutíu ár hef ég verið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga Huldu sem tengdamóður. Ég er henni þakklát fyrir uppeldið á eiginmanni mínum, það fórst henni vel úr hendi. Ég er henni þakklát fyrir hrós- yrði, hvatningu og væntumþykju sem hún var óspör á að veita mér. Ég er henni þakklát fyrir allan þann kærleik og ástúð sem hún gaf sonum mínum, tengdadætrum og barnabörnum. Ég kveð tengdamóður mína með söknuði og bið guð að geyma hana. Þórdís B. Kristinsdóttir. Okkur systurnar langar til þess að kveðja hana ömmu okkar með nokkrum orðum. Það eru margar góðar minningar sem koma upp í hugann, þær fyrstu frá því að amma og afi bjuggu á Patró. Við vorum þá daglegir gestir og alltaf gott að koma í heimsókn og fá kleinur og mjólk eða koma við hjá ömmu á heimleið úr skólanum á veturna og fá nýja vettlinga. Þegar amma og afi fluttu til Hafn- arfjarðar varð lengra til þeirra en alltaf var hægt að fá að gista þegar komið var í bæinn. Amma byrjaði að vinna í lakkrísgerðinni Drift eftir að hún flutti í Hafnarfjörð og átti þá alltaf til lakkrís í skápnum sem hún bauð upp á og nesti fylgdi með þegar heim var farið. Amma var lífsglöð og gaman var að koma til hennar, sitja hjá henni og spjalla um allt milli himins og jarðar. Amma var mjög dugleg að prjóna og var alltaf að prjóna eitt- hvað á barnabörnin og barnabarna- börnin. Alltaf var hún búin að prjóna teppi og sokka handa þeim börnum GUÐRÚN HULDA JÓHANNESDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.