Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 43
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2003 43 GRINDAVÍK - FYLKIR 1996 2-4 2-1 2000 2-1 0-2 2001 0-4 3-2 2002 3-1 0-2 2003 0-2 Samtals: 9-4-0-5- (12:19) Grind heima: 4-2-0-2- (7:10) Fylkir heima: 5-3-0-2- (9:5) 2003: 2:0 2002: 3-1 2002: 2-0 2001: 2-3 2001: 0-4 2000: 2-1 2000: 2-0 1996: 2-4 1996: 1-2 Upprifjun Helstu styrktaraðilar knattspyrnudeildar Grindavíkur eru eftirtaldir: Grindavík er einstök! Hér fer saman öflugt íþrótta- og atvinnulíf, hvorugt má af hinu sjá – Það skilja menn hér í bæ Tillaga að heiti leikvangs (Grindavíkurvöllur) sendist til Knattspyrnudeildar UMFG fyrir 20. ágúst 2003 ásamt nafni og síma viðkomandi. Nýtt nafn á leikvanginum verður tilkynnt á fyrsta heimaleik í Evrópukeppninni 2003 Vegleg verðlaun í boði Grindavíkurvöllur Landsbankadeildin fimmtudaginn 24. júlí kl. 19:15 Það liggur í loftinu... Brimsaltur stórleikur! Það verður bragð af þessum toppslag. Verður áhorfendamet á Grindavíkurvelli slegið? Verður Fylkir eða Grindavík á toppi deildarinnar eftir 11 umferðir? Sjón er sögu ríkari. DÍMON EHF FÓLK  JAMES Gibson varð fyrsti breski sundmaðurinn til þess að verða efstur á palli á HM í sundi í 30 ár er hann kom fyrstur í mark í 50 metra bringusundi í Barcelona í gær. Gib- son er 23 ára gamall og synti á 27,56 sekúndum og var sjónarmun á undan heimsmethafanum í grein- inni, Oleg Lisogor frá Úkraínu. Mi- haly Flaskay frá Ungverjalandi varð þriðji á 27,79 sekúndum.  BRETINN David Wilkie vann tvenn gullverðlaun á HM í sundi ár- ið 1975.  MICHAEL Phelps varði titil sinn í 200 metra flugsundi en Banda- ríkjamaðurinn setti heimsmet í undanúrslitum á þriðjudaginn. Phelps sem er 18 ára náði ekki að bæta árangur sinn í úrslitasundinu en náði öðrum besta tíma sögunnar, 1.54,35 mín. Takashi Yamamoto frá Japan varð 2. á 25 ára afmæli sínu og Ólympíumeistarinn frá Sydney í greininni, Thomas Malchow frá Bandaríkjunum, varð þriðji.  ALENA Popchanka frá Hvíta- Rússlandi varð heimsmeistari í 200 m skriðsundi á 1.58,32 mín., en 2. varð Martina Moravcova frá Slóv- akíu. Yang Yu frá Kína varð þriðja.  IAN Thorpe á enn möguleika á sex gullverðlaunum á HM líkt og hann gerði á síðasta HM en ástr- alski sundmaðurinn komst í úrslit í 100 metra skriðsundi á besta tíma sínum frá upphafi, 48,71 sekúndum.  PIETER van den Hoogenband frá Hollandi varð 2. og Rússinn Al- exander Popov sem varð Ólympíu- meistari í 100 metra skriðsundi í Sydney varð þriðji í undanúrslit- unum. Úrslitasundið fer fram í dag.  HINN tvítugi Thorpe hefur nú þegar landað þremur gullverðlaun- um á HM í Barcelona. Í 200 og 400 metra skriðsundi og einnig í 4x200 metra skriðsundi með sveit Ástr- alíu.  TVEIR kylfingar fóru holu í höggi á meistaramóti Setbergs á dögunum og voru þeir í sama rás- hóp. Þeir heita Ingólfur T. Garð- arsson og Guðlaugur Harðarson og náðu þeir draumahögginu á annarri braut og þeirri fjórtándu. ÓLAFUR Gottskálksson, markvörður Grindvík- inga, verður frá æfingum og keppni næstu fjór- ar vikurnar í það minnsta. Ástæðan er eymsli í hálsi sem hann hefur verið með í allt sumar, eftir að hann lenti í árekstri við samherja í leik í vor. „Að ráði lækna tek ég mér frí frá æfingum og keppni næstu fjórar vikurnar í það minnsta. Ég hef verið stífur í hálsinum síðan þetta gerðist og með verk og læknar ráðlögðu mér að taka mér frí – það væri óþarfi að taka áhættu á að þetta skemmdi út frá sér. Eftir þennan tíma verður ákveðið með framhaldið,“ sagði Ólafur í samtali við Morgunblaðið í gær. Grindvíkingar ætla að reyna að finna mark- vörð til þess að vera annar markvörður liðsins og treysta á Helga Má Helgason, sem verið hef- ur varamarkvörður liðsins, sem aðalmarkvörð í næstu leikjum. Ólafur Gott- skálksson frá í mánuð ALFREÐ Gíslason, þjálfari handknattleiksliðs Magdeburgar í Þýskalandi, hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við liðið – til ársins 2007. Alfreð gerðist þjálfari hjá Magde- burg 1999, er hann kom til liðsins frá Hameln. Undir stjórn Al- freðs varð liðið þýskur meistari 2001 og fagnaði einnig sigri í EHF-bikarkeppni Evrópu. Það ár var Alfreð kjörinn þjálfari ársins í Þýskalandi. Magdeburg varð sigurvegari í Meist- aradeild Evrópu 2002. Þó nokkrar breytingar hafa orðið hjá Magdeburg frá því að keppnistímabilinu lauk í maí. Ólafur Stefánsson, sem hefur verið lykilmaður liðsins undanfarin ár, er farinn til Spánar og orðinn leikmaður með Ciudad Real, Antony Pistolesi er farinn til Ademar Leon á Spáni og franski leikmaðurinn Christian Gaudin hefur snúið heim. Nýir leikmenn eru Pólverjinn Kryzstof Lijewski og Stephan Just, sem kom frá Eisenach og Johannes Bitter, sem kom frá Wilhelmshaven. Þeir leikmenn liðsins sem hafa verið að gera nýja samninga við Magdeburg eru Joel Abati til 2005, Oleg Kuleschow til 2006 og Grzgorz Tkaczyk til 2007. Alfreð Gíslason hjá Magdeburg til 2007 EINN íslenskur sundmaður tók þátt í undanúrslitum í gær á Heimsmeistaramótinu sem fram fer í Barcelona á Spáni, en Jakob Jóhann Sveinsson endaði í 16. sæti í 200 metra bringusundi á tímanum 2.15,27 mín. og komst því ekki í úrslit. Jak- ob setti Íslandsmet í grein- inni í gær í riðlakeppninni er hann tryggði sér sæti í undanúrslitum, en þá synti hann á 2.15,20 mínútum og bætti eigið Íslandsmet um 14/100 úr sekúndu. Jakob bætti met sitt Jón Arnór var á leið af æfingu íNjarðvík þegar Morgunblaðið náði tali af honum á Reykjanesbraut- inni, en í Njarðvík hafa margir af bestu leikmönnum landsins mætt í sumar til þess að leika körfuknatt- leik. „Ég er að ná fullum styrk í hnénu á ný. Læknar Mavericks-liðs- ins hafa gefið mér grænt ljós á að fara út á völl á ný en ég þarf að bæta vöðvastyrkinn í lærvöðvum á þeim fæti sem aðgerðin var gerð á. Hnéð er að þeirra mati í góðu lagi og því verð ég tilbúinn í slaginn á næstu vikum,“ sagði Jón, en hann gat ekki tekið þátt í leikjum með Dallas Mavericks eins og til stóð í Boston á dögunum þar sem átta lið tóku þátt í sumarmóti. Jón Arnór var á mála hjá þýska 1. deildarliðinu TBB Trier í vetur, en liðið féll úr efstu deild og stóð honum til boða að semja við þrjú spænsk fé- lög, en hinn tvítugi landsliðsmaður vildi frekar reyna fyrir sér hjá Dallas enda um einstakt tækifæri að ræða. „Dallas Mavericks sér vel um mig fram á haust en í október tek ég þátt í æfingabúðum hjá liðinu og leik ein- hverja leiki þar sem barist verður um fjögur til fimm laus sæti í leikmanna- hópi liðsins. Það eru tólf til þrettán leikmenn sem fá samning á hverjum vetri og ég mun reyna allt sem ég get til þess að sannfæra forráðamenn liðsins um mína getu,“ segir Jón, en feðgarnir Don Nelson og Donnie Nel- son hafa orð á sér fyrir að hafa gott auga fyrir hæfileikaríkum körfu- knattleiksmönnum. „Donnie, sonur Dons Nelsons, var sá sem „fann“ Þjóðverjann Dirk Nowitzki en hann er nú aðalmaðurinn í liði Dallas sem féll úr leik í úrslitum vesturstrand- arinnar gegn San Antonio Spurs sem stóð síðar uppi sem sigurvegari í NBA-deildinni. „Þeir feðgar áttu undir högg að sækja fyrstu tvö árin sem Nowitzki lék með Dallas enda var hann ekki að gera mikið á þeim tíma, en í dag er hann einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Ég hef ekki hitt Don Nelson eldri og aðal- þjálfara liðsins en son hans, Donnie, hef ég hitt og sá náungi veit mikið um íþróttina.“ Jón bætti því við að hann þyrfti að leggja áherslu á skotæfingar og tækniæfingar með bolta enda er hon- um ætlað að vera í hlutverki leik- stjórnanda. „Ég hef fengið gríðarlegt magn af myndböndum af leikjum liðsins og nú ligg ég yfir þeim. Spái í spilin og fæ ráðleggingar um hvernig best er að framkvæma vissa hluti. Þetta er alvörudæmi og ég tek mikla áhættu með því að vera hér fram í október, en ég tel að þetta sé einstakt tækifæri sem ekki sé hægt að sleppa. Ég mun því leggja mikið á mig til þess að komast sem lengst á þessu stigi, en við verðum að bíða og sjá hvort það skili mér samningi hjá Dall- as – hver veit,“ sagði Jón Arnór. Eigandi Dallas Mavericks, Marc Cuban, hefur lagt gríðarlega fjár- muni í uppbyggingu liðsins á undan- förnum árum. „Ég fæ einstakt tækifæri í Dallas“ „EFTIR að hafa séð NBA- deildina úr meiri nálægð en áð- ur tel ég að þeir sem þar leika séu ekki á þannig stalli að ekki sé hægt að nálgast þá. Það er allt öðruvísi að sjá þessa kalla í sjónvarpinu en á vellinum og ég tel að ég eigi fína möguleika gegn þessum leikmönnum,“ segir Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, sem er hér á landi í nokkra daga til þess að pakka niður föggum sínum áður en hann heldur á ný til Dallas í Bandaríkjunum. Þar mun hann dvelja þar til í október í þeirri von að komast að hjá NBA-liðinu Dallas Mavericks. Morgunblaðið/Jim Smart Jón Arnór Stefánsson Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson Jón Arnór Stefánsson er að pakka niður í ferðatöskur FÆREYSKI landsliðsmað- urinn í knattspyrnu, Julian Johnsson, skrifaði í gær undir samning við ÍA sem gildir út leiktímabilið 2005. Julian kom til liðsins í sumar til reynslu og hefur gengið vel að aðlagast íslenskri knattspyrnu. Í sam- tali við heimasíðu Skaga- manna sagði Julian: „Þetta er klúbbur með hjarta og hefð. Ég er mjög ánægður með að hafa samið við klúbbinn.“ Formaður rekstrarfélags meistaraflokks ÍA, Gunnar Sigurðsson sagði í samtali við heimasíðu Skagamanna að fé- lagið hefði aldrei áður gert jafn langan samning við er- lendan leikmann líkt og það gerir nú og það sýndi það traust sem Ólafur Þórðarson, þjálfari liðsins, bæri til leik- mannsins. Julian á Skaganum til 2005

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.