Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Sími 588 1200 Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga MAÐUR og kona létu lífið þegar lít- ill jeppi þeirra fór út af veginum í Al- mannaskarði, austan Hornafjarðar, á fjórða tímanum í gærdag. Engir aðrir farþegar voru í bifreiðinni, sem var með fellihýsi í eftirdragi. Hún fór út af veginum á leið upp skarðið og valt um 300 metra niður bratta hlíð- ina. Slæmt veður var á þessum slóð- um þegar slysið varð, rok og rigning. Hjónin voru íslensk. Engin vegrið í vegkantinum Að sögn lögreglunnar á Hornafirði eru engin vegrið í vegkanti á þeim slóðum þar sem bíllinn fór út af. Rannsókn slyssins stendur yfir. Til hefur staðið að leggja veg und- ir Almannaskarð og verður fram- kvæmdin boðin út í september skv. upplýsingum frá Vegagerðinni. Um er að ræða 5 kílómetra vegarkafla en göngin sjálf verða 1.100 metrar. Vegarkaflinn þar sem hið hörmulega slys varð verður þá aflagður. Lögregla beinir þeim tilmælum til þeirra sem urðu vitni að slysinu og ekki hafa gefið sig fram að hafa sam- band við lögregluna á Hornafirði. Tveir biðu bana í Almannaskarði Morgunblaðið/Sigurður Mar Halldórsson Bíllinn fór út af veginum í Almannaskarði, valt 300 metra niður brekku og hafnaði rétt við veginn neðan skarðsins. Bifreið með felli- hýsi valt niður 300 metra brekku Hálfur milljarður í brúðkaup í fyrra KOSTNAÐUR vegna brúð- kaupa nemur meira en hálfum milljarði árlega hér á landi, sé gert ráð fyrir að helmingur þeirra sem ganga í hjónaband haldi veislur, sem að meðaltali kosti 650 þúsund krónur. Brúð- kaup og kostnaður sem þeim fylgir eru samkvæmt þessu ríf- lega 0,13% af einkaneyslu Ís- lendinga, sé miðað við árið 2002. Ætla má að um 85 þúsund gestir hafi verið í brúðkaups- veislum síðasta árs. Miðað við að tveir gestir hafi að meðaltali verið um hverja gjöf, sem hafi kostað 4–6 þúsund krónur að meðaltali, má telja líklegt að ríflega 200 milljónum króna hafi verið varið í brúðkaups- gjafir á árinu. Samtals nam því „neysla“ tengd brúðkaupum yf- ir 700 milljónum króna á síð- asta ári, eða 0,18% af einka- neyslu.  Stóri dagurinn/B4–B5 Í VESTMANNAEYJUM er í gangi tilraun með svokallað áframeldi þorsks. Að verkefninu standa nokkrir núverandi og fyrrverandi útgerðarmenn í Eyjum. Einnig eru gerðar rannsóknir á aðstæðum til eldis og á vexti þorsksins. Sjávarútvegsráðherra hefur til sérstakrar ráðstöfunar aflaheim- ildir sem nema árlega 500 lestum af óslægðum þorski sem skal ráð- stafað til tilrauna með áframeldi á þorski í samráði við Hafrann- sóknastofnunina. Aðstæður til áframeldis á þorski eru tiltölulega erfiðar hér við land vegna veðurþátta en eru þó við- unandi frá vori til hausts. Vegna hærri meðalhita sjávar við Vest- mannaeyjar ættu aðstæður að vera með betra móti þar. Með áframeldi er átt við að fiskur er alinn í kvíum til slátrunar eftir að hann hefur verið veiddur á hafi úti. Starfsmenn fyrirtækisins Kvíar ehf. í Vestmannaeyjum prófa sig um þessar mundir áfram með slíkt eldi í kví þeirri sem hýsti háhyrn- inginn Keikó á sínum tíma eins og frægt varð. Til stendur að gera tilraunir með ljós í kvínni til þess að seinka kyn- þroska fisksins. Settir verða ljós- kastarar neðansjávar yfir vetr- artímann sem gefa sama ljósmagn og að sumarlagi. Við það haustar ekki hjá þorskinum og kynþroskinn hægir á sér. Tilraun hafin með áframeldi þorsks í Vestmannaeyjum Sá guli í kví Keikós  Áframeldi/C2–C3 Morgunblaðið/Sigurgeir Þorskinum er fleytt úr bátum yfir í kvína sem eitt sinn hýsti Keikó. „ÞETTA gekk mjög vel, framar öll- um vonum. Við vorum 13 sólarhringa að veiða kvótann okkar, 720 tonn af slægðum þorski upp úr sjó, og höld- um því ánægðir heim á leið,“ segir Guðjón Guðjónsson, skipstjóri á frystitogaranum Arnari HU frá Skagaströnd. Guðjón og áhöfn hans voru á leið úr Barentshafinu eftir velheppnaðan túr á „Gráa svæðinu“ svokallaða sem er á mörkum landhelgi Rússa og Norð- manna. Venus sem er í eigu Granda og Norma Mary, áður Akureyrin EA, sem er í eigu dótturfyrirtækis Sam- herja í Bretlandi, Onward Fishing, eru einnig að mokfiska á þessu svæði. 22 daga túr „Við áttum þarna góðan kvóta og gert var ráð fyrir að túrinn tæki 35 til 40 daga. Við gerum ráð fyrir því að vera komnir til heimahafnar á sunnu- dag og því tekur veiðiferðin alls að- eins 22 daga. Það var hreinlega mok- veiði allan tímann og það var bara vinnslan sem takmarkaði aflann. Við pössum okkur á að taka ekki meira en svo af þorski í hverju hali að við séum aldrei að vinna eldri en átta tíma fisk, því það verður að halda gæðunum uppi. Því skömmtum við okkur fiskinn í vinnsluna. Við gerum ráð fyrir að aflaverðmæti sé á bilinu 116 til 117 milljónir króna. Við höfum bæði fengið meiri afla og meira afla- verðmæti áður, en ég held að við höf- um aldrei verið jafnfljótir að fá jafn- mikið af fiski eins og núna,“ segir Guðjón. Nú tekur væntanlega við annar túr að loknum þessum og verður þá land- að úr honum á næsta fiskveiðiári, sem hefst 1. september næstkom- andi. Síð- ustu tvo túra var Arnar á úthafskarfa en í vetur fór skipið tvær veiði- ferðir í Bar- entshafið og því er þorsk- aflinn úr því orðinn um 2.000 tonn á árinu auk 100 tonna af ýsu. „Ágætis búbót,“ segir Guðjón. Taka minna af loðnu en við Guðjón segir að það sé merkilegt að fiskigengdin aukist stöðugt í Bar- entshafi þrátt fyrir að á hverju ári sé veitt langt umfram ráðleggingar fiskifræðinga. „Það gæti verið skýr- ingin að þeir taka miklu minna af loðnu úr Barentshafi en við gerum heima. Stofninn í Barentshafi dafnar af því hann hefur nóg að éta en við Ís- land virðist þessu öfugt farið. Það virðist vera veitt of mikið af loðnu og rækju.“ Ekki náðist í fiskifræðinga hjá Hafrannsóknastofnun, sem voru til- búnir til að tjá sig um mikla fiski- gengd í hafinu þrátt fyrir árvissa veiði langt umfram ráðleggingar Al- þjóða hafrannsóknaráðsins. Í skýrslu Hafrannsóknastofnunar um stöðu fiskistofna og horfur í veiðum kemur fram að aflamark ársins 2002 hafi verið ákveðið 395.000 tonn, en aflinn hafi farið í 445.000 tonn. Ráðlegging Alþjóða hafrannsóknaráðsins fyrir þetta ár var 305.000 tonn, en útgefnar aflaheimildir voru 395.000 tonn. Þrettán daga með kvótann í Barentshafi Hreinlega mok- veiði allan tímann         1222 G22 H22 22 22 2 >)&/+9//! 1II2 1IIJ 222 Aukin fiskigengd þrátt fyrir veiðar umfram ráðleggingar fiskifræðinga ATLANTSOLÍA hefur ákveðið að flýta áformum sínum um sölu á bens- íni og olíu til neytenda en sala félags- ins á olíu til stórnotenda hefst strax í næstu viku. Félagið stefnir að því að opna tíu sjálfsafgreiðslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu innan árs. „Upprunalega ætluðum við okkur að fara mun hægar í sakirnar en í ljósi atburðarásarinnar núna ákváðum við um liðna helgi að fara á fullt í það að byggja upp tíu sjálfsafgreiðslustöðv- ar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Stefán Kjærnested, einn eigenda Atl- antsolíu, og vísar til umræðna um frumskýrslu Samkeppnisstofnunar um meint samráð olíufélaganna. „Við fundum einfaldlega fyrir miklum þrýstingi og það er greinilegt að fólk vill fá þessar stöðvar núna. Við erum að bregðast við því kalli og ætlum því að drífa þetta í gang. Fólk vill ódýrt eldsneyti og virka sam- keppni.“ Höfum ekki efni á að semja um frið Stefán segist fullviss um að Atl- antsolía geti keppt við olíufélögin þrjú í verði og rekið félagið með hagnaði. Uppbygging Atlantsolíu verði, líkt og Atlantsskipa, öðruvísi en keppinautanna og reynt að halda yfirbyggingu og kostnaði í lágmarki. Hann segist hafa trú á því að inn- koma Atlantsskipa á olíu- og bens- ínmarkaðinn muni verða til þess að þar myndist virk samkeppni til fram- búðar; félagið þurfi að ná til sín mark- aðshlutdeild og hafi ekki önnur meðul til þess en að keppa í verði og ná til sín viðskiptavinum. „Atlantsskip þurfti markaðshlutdeild til að lifa og við urðum að ná í hana. Þótt hin félög- in haldi friðinn er hann ekki mikils virði á meðan við erum að keppa því við höfðum og höfum ekki efni á að semja um frið. Við munum gera ná- kvæmlega það sama í olíunni.“ Atlantsolía ætlar að opna 10 bensínstöðvar  Fólk vill/10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.