Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 20
AUSTURLAND 20 FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ ÞAÐ er ekki ólíklegt að staðhættir við Steingrímsfjörð á Ströndum hafi eitt- hvað með þá staðreynd að gera að þaðan koma bæði Strandamaðurinn sterki Hreinn Halldórsson og Sverrir Guðbrandsson sem sigraði í krafta- keppni á sumarhátíð í Sævangi annað árið í röð. Það var Sauðfjársetur á Ströndum sem stóð fyrir keppninni, en á vegum setursins er nú starfrækt sögusýning í Sævangi annað árið í röð. Krafta- keppnin var liður í sumarhátíð sem fór fram í blíðskaparveðri. Fjöldi manns lagði leið sína í Sævang og tóku flestir viðstaddra þátt í leikjum og hvers konar þrautum, s.s. belgja- boðhlaupi, gestaþrautum og fjöl- skyldufótbolta. Eins og aðra sunnu- daga í sumar var boðið upp á kaffihlaðborð. Heimalningarnir á staðnum fylgdust forvitnir með því sem fram fór, en gestum gefst kostur á að gefa þeim á föstum tímum á morgnana og seinnipart dags. Það voru svo tíu tröllauknir Strandamenn sem skráðu sig í áður- nefnda kraftakeppnina sem var afar jöfn og spennandi. Sverrir þótti fyr- irfram sigurstranglegur, en til að veita honum sem harðasta samkeppni skoraði stjórnandinn á íbúa handan fjalls og framsóknarmenn að senda sína fulltrúa til keppni. Hvorir tveggja tóku áskorun en auk þeirra Kristins H. Gunnarssonar alþingismanns og Jens V. Hanssonar bónda í Mýrartungu í Reykhólasveit voru keppendur úr flestum hreppum í Strandasýslu. Fyrsta keppnisgreinin var brúsaburður og tók Sverrir þá þegar forystu í keppninni. Þá var járnkarlakast og þar átti Jens úr Reykhólasveitinni lengsta kastið sem mældist rúmir tíu metrar. Þá köstuðu menn girðingastaurum þar sem lengsta kastið taldi einnig til stiga. Því næst var farið í drumbadrátt en þrátt fyrir að rekaviðardrumbar séu í hverri fjöru á Ströndum virtist þessi keppnisgrein vera kraftajötnunum einna erfiðust. Athygli vakti frammi- staða yngsta keppandans, Jóns Gústa Jónssonar. Hann er aðeins 15 ára gamall og var að sögn viðstaddra sá eini sem var grennri en drumburinn. Lokagreinin var svo dráttarvéla- dráttur og var einn sýningargripanna af Massey Fergusson gerð nýttur í þeirri grein. Þegar yfir lauk var ljóst að Sverrir Guðbrandsson hafði sigrað keppnina með 20 stig af 25 mögu- legum en næstir komu Pétur Matth- íasson í 2. sæti, Jens V. Hansson í þriðja sæti, Matthías Lýðsson í fjórða sæti og Guðjón Fr. Jónsson í 5. sæti. Morgunblaðið/Kristín Einarsdóttir Efstu menn í kraftakeppninni, frá vinstri Guðjón Fr. Jónsson, Matthías Lýðsson, Jens, Pétur Matthíasson og Sverrir Guðbrandsson. Sterkasti Strandamaðurinn Hólmavík GÓÐUR matur á lágu verði og góð þjónusta eru aðaláhersluatriði nýrra eigenda Hótels Hvolsvallar á Hvolsvelli. Síðastliðið vor festu kaup á hótelinu þau Sigurður Jó- hannsson og börn hans tvö, þau Jó- hann Páll matreiðslumeistari og Bryndís, ásamt manni hennar, Halldóri Óskarssyni. Á Hótel Hvolsvelli eru 40 her- bergi, flest þeirra eru stór og rúm- góð með baði í nýlegri viðbygg- ingu við hótelið. Að sögn þeirra Bryndísar og Jóhanns bjóða þau uppá hádegis- og kvöldverð- armatseðil á mjög sanngjörnu verði eða tveggja rétta hádeg- isverð frá 990 kr. og tveggja rétta kvöldverð frá 1850. Reksturinn leggst vel í systkinin en þau ætla að efla starfsemina utan hefðbund- ins ferðamannatíma með því að höfða til starfsmannahópa og bjóða uppá veislur og árshátíðir. Þau vilja starfa í náinni samvinnu við ferðaþjónustuaðila á svæðinu og verða m.a. í samstarfi við Sögu- setrið á Hvolsvelli þar sem hótelið mun annast veitingar og einnig er ætlunin að bjóða sérstaka tilboðs- pakka í samvinnu við Sögusetrið í vetur. Á hótelinu verður boðin margs konar þjónusta fyrir gestina, m.a. verður nuddari með fasta tíma á hótelinu fyrir gesti, boðið verður uppá listsýningar og fl. Bryndís og Halldór hafa verið búsett í Rangárþingi eystra und- anfarin ár en Jóhann Páll hefur flust búferlum til að taka við hót- elrekstrinum á Hótel Hvolsvelli. Á hótelinu vinna nú 10 manns í fullu starfi. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Á myndinni eru þau Bryndís og Jóhann Páll ásamt starfsstúlkum, þeim Rebekku Kolbeinsdóttur og Sigurbjörgu Fríðu Ólafsdóttur. Nýir eigendur taka við Hótel Hvolsvelli Hvolsvöllur NÝTT hótel var opnað á Seyðisfirði í vikunni og ber það nafnið Hótel Aldan. Er það svokallað húsahótel og hefur göngu sína í tveimur gömlum húsum í miðbænum. Í öðru húsanna var fyrrum rekið Hótel Seyðisfjörður og þótti á sinni tíð með betri hótelum landsins. Húsin tvö standa við Norðurgötu 2 og Oddagötu 6 og voru þau fyrir rúmri öld flutt inn til Seyðisfjarðar ásamt fleiri timburhúsum. Síðar verður hugað að því hvort hag- kvæmt er að gera fleiri hús upp og setja undir Hótel Ölduna. Hugmyndin um húsahótel kom fyrst upp fyrir mörgum árum, en tók ekki á sig mynd fyrr en árið 1999. Þótti við hæfi að finna þess- um gömlu húsum hlutverk í stað þess að rífa þau. Þá var einnig ljóst að svara yrði vaxandi þörf fyrir gistirými á Seyðisfirði. Hlutafélagið Fjarðaraldan hf. var stofnað utan um verkefnið fyrir um ári og sitja í stjórn þess Jó- hanna Gísladóttir, Árni Páll Árna- son og Gunnar Vignisson. Að- alheiður Borgþórsdóttir, ferða- og menningarfulltrúi Seyðisfjarðar var ráðin framkvæmdastjóri fé- lagsins. Vinna við hótelið hófst í nóv- ember á síðasta ári og voru það einkum heimamenn sem komu að henni. Arkitektar Hótels Öldunnar eru Þóra Guðmundsdóttir og Björn Kristleifsson. Jóhanna Gísladóttir, stjórn- arformaður Fjarðaröldunnar hf., sagði við opnun Hótels Öldunnar að kostað hefði blóð, svita og tár að gera hugmyndina að veruleika. Margir góðir liðsmenn hefðu safn- ast um verkefnið. Nefndi hún m.a. til sögunnar Sigurjón Sighvatsson kvikmyndagerðarmann, sem einnig er hluthafi, Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóra Flugfélags Ís- lands og formann Samtaka ferða- þjónustunnar, Sigfús Jónsson hjá Nýsi og bæjarstjórn Seyðisfjarðar. Stórhuga menn sem fyrir öld fluttu húsin frá Noregi Sigurjón Sighvatsson sagði í ávarpi að Jóhanna Gísladóttir, Þóra Guðmundsdóttir og Að- alheiður Borgþórsdóttir ættu mest- an heiðurinn af því að hugmynd- inni var hrint í framkvæmd og hefðu þær lagt mikið starf af mörk- um. Hann sagði að sín hugmynd hefði fyrst og fremst verið að sjá hvort hægt væri að tengja saman einkaframtak og opinbert. „Þetta hefði ekki hafst og væri ekki í því sama hugsun, ef ríki og bær hefðu ekki komið að málum. Það fylgir gífurlegur stórhugur þessum framkvæmdum og það er við hæfi því að það voru stórhuga menn sem fluttu inn þessi hús og reistu þau fyrir heilli öld,“ sagði Sigurjón. Í húsinu við Oddagötu eru níu herbergi, öll með baði. Sjö herbergi eru tveggja manna og tvö þriggja manna og tvöfaldar lokrekkjur í þeim tveimur. Öll húsgögn og text- íll í Oddagötu eru frá Indlandi. Í húsinu við Norðurgötu eru fimm herbergi með sameiginlegri snyrtingu. Þar er einnig veit- ingasalur og móttaka. Boðið er upp á morgunverðarhlaðborð og einnig er hægt að fá morgunverðinn í rúmið í báðum húsum. Rekstraraðilar og hótelstjórar eru hjónin Ríkey Eysteinsdóttir og Dýri Jónsson. Ríkey segir áherslu lagða á að fólki líði sérstaklega vel og andrúmsloftið sé notalegt og sveitalegt. Ráða eigi úrvalskokk og bjóða upp á vandaðan matseðil með ýmsum sérkennum. Veitingasal- urinn verður opinn sem kaffihús á daginn og í framtíðinni sem veit- ingastaður á kvöldin með lifandi tónlist. Fullbókað er í öll herbergi út ágústmánuð og ögrandi framtíð- arverkefni að laða að ferðamenn yfir vetrartímann. Ríkey segist bjartsýn á markaðssetningu hótels- ins og segir ýmislegt í spilunum í þeim efnum. Einkum eigi að mark- aðssetja staðinn innanlands og í Danmörku á næstunni. Stærstu hluthafar í Fjarðaröld- unni hf. eru Seyðisfjarðarkaup- staður, Sigurjón Sighvatsson og Byggðastofnun, en hún styrkti verkefnið með 5 milljóna króna framlagi. Kostnaður við húsið í Oddagötu var um 40 milljónir króna, en húsið í Norðurgötunni kostaði tæpar 7 milljónir í end- urgerð. Draumurinn um húsa- hótel að veruleika Hótel Aldan opn- að í tveimur ald- argömlum húsum Hjónin Sigríður Þórisdóttir og Sigurjón Sighvatsson eru hluthafar í hótel- inu. Hjá þeim standa t.h. Árni Páll Árnason lögfræðingur, sem sá um alla samningsgerð við verkefnið, og Jónas Hallgrímsson framkvæmdastjóri. Seyðisfjörður Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Oddagata 6, annað af tveimur húsum hins nýja Hótels Öldunnar. Dýri Jónsson og Ríkey Eysteinsdóttir eru rekstraraðilar og hótelstjórar Hótels Öldunnar. Þau eru bjartsýn á framtíðina og ætla að dekra við gesti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.