Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 31
sem voru að fæðast í fjölskyldunni. Amma var mjög dugleg við bakst- urinn og var nánast hægt að ganga að því vísu að ef komið var í heim- sókn á sunnudegi átti hún til nýbak- aðar pönnukökur. Og oft var það sem hún átti til nýbakaðar kleinur, þær bestu kleinur sem við höfum fengið, þó ekki hafi þær verið eins góðar og síðast, eins og hún sagði svo oft. Um síðustu áramót var amma með okkur hjá mömmu og pabba á Patró og áttum við yndislega daga saman, þar sem mikið var hlegið og skemmt sér. Amma missti mikið þegar afi dó fyrir tveimur árum en nú er hún komin til hans og við vitum að hann hefur tekið vel á móti henni. Elsku amma, við viljum þakka þér fyrir allar yndislegu stundirnar sem við höfum átt með þér. Minning þín lifir í hjörtum okkar. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Irma, Silja, Etna og fjölskyldur. Í dag verður Hulda amma jarð- sett. Síðustu daga þegar ég hugsa til baka koma margar ljúfar minningar fram. Síðasta sumar kom amma ásamt öllum dætrum sínum í heim- sókn til okkar í Danmörku. Þetta var hennar fyrsta og eina ferð til út- landa. Það var ógleymanlegt að fá þær mæðgur í heimsókn. Það var gaman að sýna henni Óðinsvé, fara á götuveitingahúsin í sumarhitanum og taka myndir af henni að spóka sig í útlandinu. Henni var ekið um í hjólastól sem dæturnar höfðu af for- sjálni tekið með, og var mjög þakk- lát fyrir það, því hún sagðist ekki hafa séð eins mikið ef hún hefði þurft að ganga allt sjálf. Það var alltaf gott að koma á Laufvanginn til ömmu. Síðast þegar ég kom til hennar var hún að fletta myndunum frá síðasta sumri og sagðist alveg vera til í að koma aftur seinna. Þar fékk ég alltaf einhverjar fréttir af börnum hennar, barna- börnum og barnabarnabörnum. Hún fylgdist af miklum áhuga með öllum afkomendum sínum sem eru orðnir 73 að meðtöldum mökum. Ég kveð með söknuði Huldu ömmu. Kristinn Samsonarson. Elsku amma, takk fyrir sam- veruna. Við vonum að þér líði vel hjá Guði og afa. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni, veki þig með sól að morgni. Farðu í friði, vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni, svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Þín langömmubörn, Írena, Róbert Atli og Ísak. Elsku Hulda langamma, takk fyr- ir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til þín á Laufvang- inn, þar vorum við ávallt velkomin og ætíð hafðir þú tíma fyrir okkur. Við kveðjum þig með söknuði. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín svo blundi rótt. (M.Joch.) Englarnir varðveiti langömmu okkar. Máni Þór, Samson, Ingi- björg Ýr og Þórdís. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2003 31 Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÍÐAR SVAFARSDÓTTUR frá Sandgerði, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Ólafur H. Þórðarson, Svavar Rúnar Ólafsson, Árný Ingibjörg Filippusdóttir, Guðrún Svava Guðmundsdóttir, Hjörtur Lárus Harðarson, Indriði Þórður Ólafsson, Lovísa Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku systir mín og móðursystir okkar, ANNA N. BJARNADÓTTIR, Barmahlíð 55, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 8. júlí sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að eigin ósk. Jónína Björg Bjarnadóttir, systrabörn hinnar látnu og fjölskyldur þeirra. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, GUÐRÚN SIGURBERGSDÓTTIR, sem lést á Sólvangi, Hafnarfirði, miðvikudaginn 16. júlí, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkju föstudaginn 25. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að láta Sólvang njóta þess. Einey Guðríður Þórarinsdóttir, Hjalti Þórðarson, Erna Björk Hjaltadóttir, Gunnar Þór Hjaltason, Ásta María Hjaltadóttir, Þóra Jóhanna Hjaltadóttir, Hulda Svandís Hjaltadóttir, Anna Jónína Sigurbergsdóttir, Þórarinn Sigurbergsson, langömmu- og langalangömmubörn. Minningarathöfn verður um minn kæra bróður, ÁSGEIR H. MAGNÚSSON, í Seltjarnarneskirkju á morgun, föstudaginn 25. júlí kl. 15.00. Ásgeir lést í Sidney laugardaginn 12. júlí og fór útför hans fram þar í borg sl. föstudag. Fyrir hönd fjölskyldunnar í Ástralíu og á Íslandi, Jón Hákon Magnússon. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts GUNNARS HÖSKULDSSONAR, Húsavík. Guð blessi ykkur öll. Auður Gunnarsdóttir, Gunnar Hrafn Gunnarsson, Þórir Örn Gunnarsson, Hrefna Regína Gunnarsdóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför KARLS SIGURÐSSONAR, Reykjarbraut 6, Þorlákshöfn. Áslaug Magnúsdóttir, Steinunn Karlsdóttir, Jóhann Karlsson, Ragnheiður Björnsdóttir, Þorbjörg Karlsdóttir, Þórir Ingason, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNHEIÐUR BJÖRK RAGNARSDÓTTIR, Ránargötu 5, Grindavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 18. júlí, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 25. júlí kl. 13. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Berg- mál, líknar- og vinafélag, í síma 587 5566. Arnar Daníelsson, Eva Margrét Hjálmarsdóttir, Karitas Una Daníelsdóttir, Daníel Reynir Arnarsson, Þórdís Una Arnarsdóttir. Innilegar þakkir til hinna fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ást- kærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HALLDÓRU GUÐMUNDSDÓTTUR, síðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, Sóltúni 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sóltúns og starfsfólki Lönguhlíðar 3, Reykjavík, fyrir hlýlega og góða umönnun. Guð veri með ykkur. Anna María Baldvinsdóttir, Hrafn Karlsson, Garðar Baldvinsson, Baldvin Baldvinsson, Bjarney L. Ingvarsdóttir, Hafþór Baldvinsson, Sigurður Stefán Baldvinsson, Arnór Baldvinsson, Susan Pichotta, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORBJÖRN ÁSBJÖRNSSON fyrrv. tollvarðsstjóri, Neshaga 17, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík föstudaginn 25. júlí kl. 15.00. Ágústa Björnsson, Ragnhildur Þorbjörnsdóttir, Bjarni Jarlsson, Sesselja Þorbjörnsdóttir, Ívar Ragnarsson. Elsku litli drengurinn okkar, bróðir okkar, mágur og barnabarn, BRYNJAR PÁLL GUÐMUNDSSON, sem lést af slysförum föstudaginn 20. júlí sl., verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugar- daginn 26. júlí kl. 11.00. Áslaug Pálsdóttir, Guðmundur Jónsson, Jón Ingibergur Guðmundsson, Þórhildur Svava Svavarsdóttir, Torfi Ragnar Sigurðsson, Páll Jónsson, Þórhildur Svava Þorsteinsdóttir, Bryndís Sveinsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, LÝÐUR BOGASON, Ásvegi 21, Akureyri, lést á heimili sínu þriðjudaginn 22. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Erla G. Magnúsdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.