Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.07.2003, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 2003 21 Í tilefni af Vestur-Íslendingadeg- inum á Hofsósi laugardaginn 26. júlí sýnir Freyvangsleikhúsið leik- ritið Kímniskáldið KN (Káinn) í Höfðaborg, Hofsósi, kl. 21. Verkið er blandið söng og fjöri og sló eft- irminnilega í gegn í Eyjafirði í vet- ur er leið og komust færri að en vildu. Höfundur er séra Hannes Örn Blandon og leikstjóri Saga Jóns- dóttir. Á NÆSTUNNI NIKULÁSARMÓTIÐ var haldið í Ólafsfirði um helgina, en það er tveggja daga fótboltamót. Þetta er eitt fjölmennasta mót í fót- bolta sem haldið er á land- inu á hverju sumri. Eft- irtalin félög tóku þátt að þessu sinni: Leiftur, Breiðablik, KA, Samherjar, Austri Raufarhöfn, Þór Akureyri, Tindastóll, Þróttur Neskaupstað, Austri Eskifirði, Mývetn- ingur, KS, Dalvík, Magni, og Neisti. Mótið er fyrir 5., 6. og 7. flokk í a, b og c lið- um. Keppendur voru alls hátt á fimmta hundrað, en um það bil þúsund gestir voru í bænum meðan á mótinu stóð. Í bænum var fjöl- breytt úrval af leiktækjum frá Sprell, á túninu norðan við Gagn- fræðaskólann. Gefið var út sérstakt Nikulásarlag sem hefur fengið al- veg frábærar viðtökur því fyrsta upplag seldist á fyrsta degi. Að sögn Ægis Ólafssonar, formanns Nikulásar, tókst mótið vel í alla staði, skipulagið gekk upp enda komu margir sjálfboðaliðar að til að rétta hjálparhönd. Veðrið var fínt, þótt sólina vantaði, en aðalatriðið var að allir komu með góða skapið. Þeir gestir sem blaðamaður hitti og heyrði í voru afskaplega ánægðir með mótið. Þeir sögðu að óvenju mikið væri lagt í þetta mót og nefndu til að mynda hvað maturinn væri góður og öllum bar saman um að krakkarnir og foreldrar þeirra fengju mikið út úr þessu móti. Leiftur 7b fagnaði góðum árangri á mótinu ásamt þjálfara sínum, Kristjáni Haukssyni. Nikulásarmótið fór fram á Ólafsfirði Ólafsfjörður Morgunblaðið/Helgi Jónsson ATVINNA mbl.is - Túnfiskur......2.897 Nú 1.500 - Smjörfiskur - Sandart filet - Sverðfiskur - Risa hörpuskel - Risa rækjur - Victoríu karfi Nýkomið frá Danmörku Tilvalið á grillið um helgina Fiskbúðin Vör Höfðabakka 1, sími 587 5070 Risastór humar frá Hornafirði 3.600 Nýr villtur lax

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.