Morgunblaðið - 26.07.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Verð á mann frá 19.500 kr.
ÍS
LE
NS
KA
A
UG
LÝ
SI
NG
AS
TO
FA
N
EH
F/
SI
A.
IS
IC
E
21
53
5
0
5.
20
03
ÁKI Ármann Jónsson, yfirmaður veiðistjórnunar-
sviðs Umhverfisstofnunar, segir að ákvörðun um-
hverfisráðherra um að banna veiðar á rjúpu í þrjú
ár hafi komið sér á óvart. Í kjölfar þess að Nátt-
úrufræðistofnun lagði fram tillögur sínar um að
friða rjúpuna í fimm ár var
meðal annars leitað eftir um-
sögn Umhverfisstofnunar og í
henni kom fram að stofnunin
væri mótfallin tillögum um al-
friðun en legði í staðinn til
styttingu veiðitímabilsins og
bann við veiðum á ákveðnum
vikudögum.
„Greinargerð okkar byggðist
á því að rjúpan er ekki í sögu-
legu lágmarki eins og Náttúru-
fræðistofnun heldur fram. Lág-
mark rjúpnastofnsins er ekki lægra nú en áður,“
segir Áki en rjúpnastofninn sveiflast frá hámarki
niður í lágmark á um tíu ára fresti. „Þegar Nátt-
úrufræðistofnun talar um sögulegt lágmark á hún
við að topparnir fara lækkandi. Við töldum að al-
friðun væri einungis réttlætanleg ef stofninn
stefndi í allsherjarhrun, sem er ekki því hann hef-
ur áður verið í sömu lægð og hann er núna og náð
sér upp aftur,“ segir Áki og bætir við að alfriðun
væri einnig réttlætanleg ef öðrum friðuðum teg-
undum, t.d. fálkanum, stafaði hætta af fækkun
tegundarinnar. „Það á ekki heldur við núna, fálk-
inn er ekki í hættu samkvæmt okkar gögnum,
heldur hefur hann styrkst undanfarin ár ef eitt-
hvað er.“
Að mati Umhverfisstofnunar var því friðun
rjúpunnar ekki réttlætanleg að svo komnu máli.
„Að okkar mati var sölubann á rjúpuna besti kost-
urinn í stöðunni og það hefði farið langt með að
draga nægjanlega úr veiðum. Það gekk hins vegar
ekki eftir og því lögðum við til að flýta fyrir upp-
sveiflu rjúpunnar með því að stytta veiðitímabilið
og banna veiðar á sunnudögum og jafnvel mið-
vikudögum líka, til að draga úr veiðiálaginu á rjúp-
unni en sú aðferð er notuð við veiðistjórnun í öðr-
um löndum. Auk þess lögðum við til að griðsvæði
rjúpunnar yrðu kortlögð og griðasvæðum í fram-
haldinu fjölgað,“ segir Áki.
Afleiðingar styttri veiðitíma
ekki nákvæmlega þekktar
Í greinargerð Náttúrufræðistofnunar til um-
hverfisráðherra var fjallað um styttingu veiði-
tímabilsins og kom þar meðal annars fram að
stytting veiðitímabilsins leiddi til aukins álags á
rjúpuna þann tíma sem má veiða hana og að veiðin
væri allajafna mest fyrstu vikurnar. Áki segir að
það sé rétt hjá Náttúrufræðistofnun að veiðiálagið
sé mest fyrstu vikurnar en ekki sé vitað nákvæm-
lega hvaða afleiðingar stytting veiðitímans muni í
raun hafa og á meðan er aðeins um vangaveltur að
ræða. Hann segir að ef hugmyndir Umhverfis-
stofnunar um styttingu tímabilsins og frídaga
hefðu náð fram að ganga hefði verið hægt að sjá
með mælingum á veiðum og sóknardögum hvaða
árangri þær skiluðu og ef í ljós kæmi að þær að-
gerðir hefðu ekki skilað árangri mætti taka upp al-
friðun.
Áki bendir jafnframt á að lækkandi toppar hjá
rjúpunni á Íslandi séu ekki einsdæmi, heldur sé
þetta raunin í öðrum rjúpnastofnum á Skandinav-
íu og raunar hjá öðrum fuglastofnum líka. „Vaxt-
artoppar hjá læmingjum eru til dæmis næstum því
horfnir þrátt fyrir að læmingjar séu ekki veiddir.“
Að sögn Áka hafa vísindamenn á Skandanavíu í
auknum mæli bent á að aðrir þættir gætu verið or-
sakavaldar, t.d. mengun, ósonlagið, gróðurhúsa-
áhrif og önnur umhverfisáhrif sem sjáist ekki og
það gæti verið það, ekki síður en veiðiálagið, sem
valdi vandanum.
„Að vísu hefur Náttúrufræðistofnun réttilega
bent á að veiðarnar eru eini þátturinn sem hægt er
að hafa áhrif á enda lögðum við fram okkar til-
lögur um hvernig draga mætti úr veiðinni.“
Eftirlit með veiðum
á rjúpunni rofnar
Áki segir að veiðibannið muni ennfremur hafa
þær afleiðingar að það eftirlit sem fór af stað árið
1995 með veiðikortakerfinu, rofni nú þegar stofn-
inn er í lágmarki en engar veiðitölur eru til um
rjúpnastofninn í því ástandi. Áki telur endurkröf-
ur vegna greiddra veiðikorta sanngjarnar enda
séu um 60% þeirra sem stunda veiðar rjúpnaveiði-
menn og bendir á að þeir peningar sem komið hafi
inn í veiðikortasjóð hafi staðið undir rannsóknum
á fuglalífi en innkoma sjóðsins mun minnka veru-
lega næstu árin og því sé umhugsunarvert hvort
ríkið ætli að taka að sér að greiða fyrir þær rann-
sóknir.
Áki Ármann Jónsson, yfirmaður veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar
Segir ákvörðun ráðherra
koma sér á óvart
Morgunblaðið/Ingó
Áki Ármann
Jónsson
Í NÓVEMBER í fyrra gerði Ásgeir
Halldórsson í Sportvörugerðinni
samninga við framleiðanda um kaup
á hátt í 200 þúsund rjúpnaskotum
sem hann nú mun sitja uppi með
næstu þrjú árin vegna banns við
veiði á rjúpu en skotin eru sér-
staklega ætluð til veiða á rjúpu. Ás-
geir segir þetta koma illa við rekst-
ur á ekki stærra fyrirtæki. Auk
útlagðs kostnaðar við kaup og flutn-
ing á skotunum og fjárbindingar á
þeim þarf hann greiða verulega upp-
hæðir vegna geymslu á þeim næstu
þrjú árin.
Talað um að stytta
veiðitímann
„Á þeim tíma gekk ég út frá því,
eins og um var talað, að rjúpnaveiði-
tímabilið yrði stytt um tvær vikur
og hugsanlega yrði bannað að selja
hana og við héldum okkar áætlunum
samkvæmt því en okkur grunaði
ekki að veiðar yrðu alfarið bann-
aðar. Það sem ég var búinn að selja
fyrirfram til smásala um allt land og
ætlaði mér líka er að söluverði um
sjö milljónir króna sem við verðum
nú af. Það lítur út fyrir að rjúpna-
skotin verði frosin næstu þrjú árin.
Þetta er ekki bara spurning um
vexti og bindingu fjár. Skotin eru
komin í vöruhús Samskipa og
geymsla á svona vöru er óhemju
dýr. Ég var að slá á að ef við þurfum
að setja megnið af þessu í formlega
geymslu í þrjú ár myndi það kosta
eina og hálfa milljón, þ.e. bara
geymslugjaldið.“
Ásgeir segir samkeppnina vera
harða í sínum geira og hann hafi
samið við framleiðanda með svona
löngum fyrirvara til þess að fá sem
besta verð og geta staðið sig í sam-
keppninni.
Ásgeir segist vera ósáttastur við
að ekki hafi verið gefinn neinn að-
lögunartími að veiðibanninu. „Það
er allt gott og blessað með alfriðun á
rjúpu ef það er nauðsynlegt. En í
fyrra var rætt um styttingu veiði-
tímans og bann við sölu og þá var
talað um að þetta myndi ekki koma
til framkvæmda fyrr en eftir rúmt
ár þannig að menn gætu lagað sig að
breytingunum. Ef ráðherra hefði
sagt, þegar rjúpnavertíðin byrjaði í
fyrra, að næsta ár yrði bann við
veiði á rjúpu hefði ég get hagað mín-
um áætlunum í samræmi við það og
þá hefði ég ekki setið uppi með
þessa vöru næstu þrjú árin,“ segir
Ásgeir.
Situr uppi með
með hátt í 200 þús-
und rjúpnaskot
FYRIRTÆKIÐ Hlað á Húsa-
vík hefur framleitt skot í tvo
áratugi en stjórnendur þess
telja að með banni umhverfis-
ráðherra við veiði á rjúpu án
nokkurs aðlögunartíma hafi fót-
unum algerlega verið kippt
undan framleiðslunni.
Jónas Hallgrímsson, fram-
kvæmdastjóri Hlaðs, segist fyr-
ir stuttu hafa fengið fullan gám
af hráefni, sem kosti milljónir,
til framleiðslu á rjúpnaskotum.
Ekki sé hægt að nota efnið í
framleiðslu á öðrum skotum.
„Í fyrra var rætt um að taka
tíu daga framan og aftan af
veiðitímabilinu. Það hefði í
sjálfu sér verið í fínu lagi en nú
sit ég uppi hráefni og vöru í
mörg ár. Það er ákaflega lítill
fyrirvari á þessu banni og við
erum auðvitað ósáttir við það.
Þetta kippir alveg fótunum
undan framleiðslu hjá okkur,
við framleiðum 300-500 þúsund
skot á ári í gæs og rjúpu, þar af
100-300 þúsund skot í rjúpuna.“
Jónas segist hafa pantað hrá-
efnið í febrúar eða byrjun mars.
„Við rekum einnig verslun í
Reykjavík og seljum óhemju af
byssum út á rjúpnaveiðina og
sitjum uppi með þetta meira
eða minna. Þetta er allt á lánum
og maður veit alveg hvernig það
endar. Þetta eru tugir milljóna í
skotunum og í kringum skot-
veiðina, fatnaði, byssum og öðru
sem við erum búnir að taka inn.
Það er gert með margra mán-
aða fyrirvara og bannið er því
gífurlegt kjaftshögg. Við klár-
um gæsavertíðina en svo er
ómögulegt segja til um hvað
gerist. Við höfum ekkert fjár-
magn til þess að standa undir
þessu. Þetta er íslenskur iðnað-
ur, við erum búnir framleiða
skot í tuttugu ár hér á Húsavík
og það er ansi hart þegar þetta
er gert svona fyrirvaralaust,“
segir Jónas.
Hlað hefur framleitt
skot í um 20 ár
„Gífurlegt
kjafts-
högg“
ÁRNI Snæbjörnsson, hlunn-
indaráðunautur hjá Bænda-
samtökunum, segir að hans
skoðun sé að friðun rjúpunnar
eigi rétt á sér og í viðtölum
sínum við bændur og aðra sem
hafa nýtt sér þessi veiðihlunn-
indi segist Árni hafa fundið
fyrir því að bændur eru mjög
margir hlynntir veiðibanninu.
„Það er alveg ljóst að
rjúpnastofninn er í sögulegri
lægð og að þær miklu skot-
veiðar sem stundaðar hafa
verið hafa áhrif á stofninn.
Auðvitað spila aðrir þættir inn
í, tófu og mink hefur fjölgað
og mávum einnig en mávarnir
liggja í eggjum rjúpunnar og
raunar eggjum annarra fugla
líka. Hér áður fyrr þekktist
það ekki að mávar væru inn til
landsins en það hefur breyst í
seinni tíð. Friðun rjúpunnar
er því nauðsynleg en það þarf
að grípa til annarra ráðstafana
í leiðinni til að halda hinum
tegundunum í skefjum, það
þyrfti helst að útrýma mink og
fækka tófu og mávum,“ segir
Árni.
Árni Snæbjörnsson
hlunnindaráðunautur
Margir
bændur
hlynntir
MÖRG fordæmi eru fyrir ákvörðun um-
hverfisráðherra um tímabundið bann við
veiðum á rjúpu en þó þarf að fara ein sextíu
ár aftur í tímann til þess.
Í bók Skúla Magnússonar, Rjúpan, kemur
fram að útflutningur á rjúpu frá Íslandi
hafi að öllum líkindum hafist um miðja
nítjándu öldina. Upp úr aldamótunum síð-
ustu var hann á bilinu 100 til 200 þúsund
rjúpur á ári en náði hámarki á árunum
1924-1927 en þá voru fluttar út um 250 þús-
und rjúpur á ári. Árið 1915 var fyrst gripið
þess ráðs að alfriða rjúpuna, aftur var hún
alfriðuð árin 1920-1923, 1930-1932 og svo
tíu árum síðar eða árin 1940-1942 en þá
lagðist útflutningur á rjúpunni með öllu af.
Rúm sextíu ár frá því
rjúpan var alfriðuð