Morgunblaðið - 26.07.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
TILLAGA þingmanna Samfylking-
arinnar og Vinstrihreyfingarinnar
-græns framboðs í efnahags- og við-
skiptanefnd Alþingis um að við-
skiptaráðherra, fulltrúi Samkeppnis-
stofnunar og ríkissaksóknari verði
kallaðir tafarlaust á fund nefndarinn-
ar, „í því skyni að fá frá þeim milli-
liðalaust“ upplýsingar um stöðu sam-
keppnislaganna, hugmyndir um
nauðsynlegar breytingar á þeim og
hvort rétt sé að lögfesta samvinnu
lögreglu og samkeppnisyfirvalda
vegna rannsókna þeirra síðarnefndu,
var felld á jöfnu, með fjórum atkvæð-
um gegn fjórum, á fundi nefndarinn-
ar í gærmorgun. Áður höfðu þing-
menn Samfylkingar og VG fallist á að
ekki væri ástæða til að kalla fulltrúa
olíufélaganna á fund nefndarinnar.
Því var ekki farið fram á það í tillögu
þeirra.
Á fundinum í gær var hins vegar
samþykkt tillaga Gunnars I. Birgis-
sonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks-
ins, um að nefndin skyldi halda fund í
ágúst með fulltrúum viðskiptaráðu-
neytisins um samkeppnislög og stöðu
Samkeppnisstofnunar. Tillagan var
samþykkt með fjórum atkvæðum,
þingmanna Framsóknarflokksins og
Sjálfstæðisflokksins, en þingmenn
Samfylkingarinnar og VG sátu hjá.
Pétur H. Blöndal, formaður efna-
hags- og viðskiptanefndar Alþingis,
sagði í samtali við Morgunblaðið eftir
fundinn í gær, að hann hefði ekki get-
að fallist á að halda fund í nefndinni
„tafarlaust“ eins og þingmenn Sam-
fylkingar og VG hefðu farið fram á.
Hann sagði að erfitt yrði að kalla til
nefndarmenn á fund vegna fría en
auk þess sæi hann engan ástæðu til
þess að flýta fundinum. Það breytti
engu hvort fundurinn yrði haldinn
tafarlaust eða eftir tvær til þrjá vikur
þegar fleiri fundarmenn gætu mætt.
Tali málið út af borðinu
Fulltrúar Samfylkingar og VG í
nefndinni eru Össur Skarphéðinsson,
Jóhanna Sigurðardóttir og Lúðvík
Bergvinsson, þingmenn Samfylking-
arinnar, sem og Ögmundur Jónas-
son, þingmaður Vinstrihreyfingar-
innar - græns framboðs. Lúðvík
Bergvinsson sagði í samtali við
Morgunblaðið eftir fundinn í gær, að
hann væri afar ósáttur við að tillaga
þeirra skyldi felld. „Við erum að tala
um að fá strax fram upplýsingar í
málinu svo Alþingi geti brugðist við,“
útskýrir Lúðvík. „Stjórnin virðist
vilja tala þetta mál út af borðinu á
einhverjum snakkfundi einhvern
tímann með haustinu.“
Lúðvík vísar einnig í bókun sam-
fylkingarmanna og vinstri grænna á
fundinum í gær, eftir að tillaga þeirra
hafði verið felld, en í bókuninni segir
m.a. að ef þær upplýsingar sem fram
hefðu komið í fjölmiðlum reyndust
réttar væri ljóst að samráð olíufélag-
anna hefði kostað borgara þessa
lands milljarða króna. Þá segir í bók-
uninni að það veki furðu að lögreglu-
yfirvöld skuli ekki hafa farið að þeirri
lagaskyldu sinni að taka mál til rann-
sóknar „en lögregla skal hvenær sem
þess er þörf hefja rannsókn út af
vitneskju eða gruns um að refsivert
brot hafi farið fram hvort sem henni
hefur borist kæra eða ekki. Ríkissak-
sóknari getur gefið fyrirmæli í þeim
efnum skv. 2. tl. 66. gr laga um með-
ferð opinberra mála nr. 19/1991“. Því
er bætt við að það megi „aldrei verða
svo í okkar landi að ekki gildi sömu
reglur um alla“.
Rætt um samkeppnislögin
Fulltrúar Samfylkingar og VG
lögðu einnig fram tillögu á fundi
efnahags- og viðskiptanefndar í gær
þess efnis að nefndin telji nauðsyn-
legt að veittir verði viðbótarfjármun-
ir til Samkeppnisstofnunar á fjár-
aukalögum ársins 2003 svo „hraða
megi rannsókn stofnunarinnar á
meintu verðsamráði olíufélaganna“,
eins og segir í tillögunni. Þessi tillaga
var einnig felld á jöfnu með fjórum
atkvæðum gegn fjórum. Pétur H.
Blöndal segir að tillagan hafi verið
felld vegna þess að fulltrúar stjórn-
arflokkanna í nefndinni telji að það
sé hlutverk fjárlaganefndar þingsins
að taka ákvarðanir í málum sem
þessum. Það sé síðan Alþingis að
taka endanlega ákvörðun í þessum
efnum.
Spurður um efni næsta fundar
efnahags- og viðskiptanefndar segir
Pétur að á þeim fundi eigi að ræða
um samkeppnislögin almennt sem og
reynsluna af þeim. T.d. eigi að ræða
hvort hægt sé að gera lagabreyting-
ar til að koma í veg fyrir að rann-
sóknir dragist það mikið á langinn að
sakamálið fyrnist. „Það er slæmt
bæði fyrir sakborninga og ákæru-
valdið ef rannsóknir dragast svo á
langinn að sakamálið fyrnist. Því
þarf að skoða vel hvort hægt sé með
lagabreytingum að fækka stigum í
rannsókn eða flýta rannsóknum á
annan hátt.“
Pétur tekur þó fram að á næsta
fundi sé ekki ætlunin að fjalla sér-
staklega um það mál sem fram kom í
frumskýrslu Samkeppnisstofnunar
um olíufélögin.
Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis kom saman til fundar í gær
Almennt verði rætt um
samkeppnislög á næsta fundi
HÁTT fasteignaverð á höfuðborg-
arsvæðinu heldur aftur af búferla-
flutningum af landsbyggðinni á höf-
uðborgarsvæðið. Þetta er mat
hagfræðinganna dr. Gylfa Zoega og
Mörtu G. Skúladóttur, en þau birta
grein í nýjasta hefti Fjármálatíð-
inda sem ber heitið Maður er manns
gaman. Þar er komist að þeirri
meginniðurstöðu að mismunandi at-
vinnutekjur eftir landsvæðum á Ís-
landi séu ekki ráðandi þáttur um
búferlaflutninga heldur sé það ná-
lægðin við stóra þéttbýliskjarna
sem valdi því að fólk kjósi fremur að
búa á höfuðborgarsvæðinu en á
landsbyggðinni. Hins vegar sé mun-
ur á fasteignaverði á milli lands-
byggðar og höfuðborgarsvæðis mik-
ill og sá munur heldur aftur af
þeirri þróun að fólk flytjist af lands-
byggðinni.
Aðdráttarafl þéttbýlisins helsti
drifkraftur búferlaflutninga
Í grein Gylfa og Mörtu er gerð at-
laga að því að greina velferðarstig á
mismunandi svæðum á Íslandi. Í
greiningu þeirra er stuðst við þá
skilgreiningu að velferð sé samsett
úr tveimur þáttum, annars vegar
lífskjörum, sem snúa mjög að efna-
hagslegri afkomu, og hins vegar lífs-
gæðum, sem snúa að öðrum þáttum
sem ekki er hægt að meta til fjár en
hafa engu að síður mikil áhrif á
hamingju fólks og velferð.
„Einstaklingar hafa margvíslegan
hag af því að setjast að í þéttbýli.
Hið sama á reyndar við um fyrir-
tækin. Í þéttbýli er fjölbreytileiki
starfa meiri, þar er þjónusta betri
og því auðveldara fyrir vel menntað
ungt fólk að fá störf við sitt hæfi.
Aukið vægi þjónustugreina og betri
menntun þjóðarinnar hefur því orð-
ið til þess að fólk flyst úr dreifbýli í
þéttbýli,“ segir Gylfi. „Tölfræðileg-
ar niðurstöður greinarinnar benda
til þess að aðdráttarafl þéttbýlisins
sé helsti drifkraftur búferlaflutn-
inga hérlendis. Mismunur meðal-
tekna og atvinnuástands á milli
landshluta getur þannig ekki út-
skýrt mynstur búferlaflutninga. Hið
sama má segja um kvótaeign og
kvótamissi. Það sem helst tefur fyr-
ir búferlaflutningum í þéttbýlið er
hátt fasteignaverð á höfuðborgar-
svæðinu. Þannig má segja að bygg-
ing nýrra hverfa á suðvesturhorninu
gæti raskað byggð annars staðar á
landinu. Þeirri tilgátu er slegið fram
hvort fyrirhugaðar framkvæmdir á
Austurlandi muni fyrst og fremst
draga úr þessum búferlaflutningum
með því að valda samdrætti í bygg-
inariðnaði á höfuðborgarsvæðinu.
Að lokum benda tölfræðilegar nið-
urstöður greinarinnar til þess að
önnur lífsgæði en þau sem rekja má
til þéttbýlis séu mikil úti á landi.
Þannig virðast þess konar gæði
vera mest á Austurlandi, ekki á suð-
vesturhorninu.“
Í skýrslunni segir að hagfræði-
kenningar um búsetu geri almennt
ráð fyrir því að þegar fólk velji sér
stað til búsetu liggi margvíslegar
ástæður að baki. Talið er að ástæða
þess að sum svæði verði hálauna-
svæði, en önnur láglaunasvæði, sé
sú að borga þurfi fólki almennt
hærri laun til þess að setjast að á
svæðum þar sem almenn lífsgæði
séu slæm. Þannig sættir fólk sig við
lægri laun ef það telur að annars
konar lífsgæði vegi þyngra en betri
efnahagsleg lífskjör.
Í niðurstöðum Gylfa og Mörtu
kemur einnig fram að svo virðist
sem mikil kvótaeign hafi engin já-
kvæð áhrif á búsetuþróun viðkom-
andi byggðarlags.
Fasteignaverð er mjög mikilvæg-
ur þáttur í byggðaþróun í landinu
en þó sérstaklega þegar um er að
ræða fólksflutninga af landsbyggð-
inni á höfuðborgarsvæðið. Ef höf-
uðborgarsvæðinu var sleppt í þess-
um útreikningum kom í ljós að
fasteignaverð hefur ekki áhrif á
fólksflutninga milli annarra lands-
svæða. Höfundar segjast hafa kom-
ist að þeirri niðurstöðu að það sem
„helst viðhald[i] byggð í landinu sé
hlutfallslega hátt verð fasteigna á
þéttbýlisstöðum.“
Af þessu eru svo dregnar þær
ályktanir að hugsanlega sé skipu-
lagning nýrra hverfa á höfuðborg-
arsvæðinu mesta ógnunin við
byggðastefnu stjórnvalda og eins er
á það bent að samkvæmt niðurstöð-
um rannsóknarinnar megi draga þá
ályktun að stóriðjuframkvæmdir á
Austurlandi muni frekar hafa þau
áhrif að hægja á byggingu nýrra
hverfa á höfuðborgarsvæðinu held-
ur en að skapa hátekjustörf í strjál-
býli. „Framkvæmdir á Austurlandi
munu valda samdrætti annars stað-
ar á landinu m.a vegna, gengisáhrifa
en raungengishækkun mun skemma
fyrir útflutningsgreinunum. Þá
munu laun iðnaðarmanna hækka
alls staðar á landinu svo fram-
kvæmdir annars staðar en á Aust-
fjörðum eru líklegar til að dragast
saman. Í þriðja lagi er líklegt að
Seðlabankinn hækki vexti til að
draga úr þensluáhrifum. Líklegt er
að þetta muni draga úr fram-
kvæmdum annars staðar á landinu,“
segir Gylfi.
Grein um ástæður búferlaflutninga
birt í nýjasta hefti Fjármálatíðinda
Fasteignaverð heldur aft-
ur af búferlaflutningum
Morgunblaðið/Þorkell
KONRÁÐ Sigurðsson,
læknir, er látinn á 73.
aldursári. Konráð var
fæddur 13. júní 1931.
Foreldrar hans voru
Rósa Tryggvadóttir
húsfreyja í Reykjavík
og Sigurður Jónsson
skólastjóri Miðbæjar-
skólans.
Konráð gekk í MR
og lauk þaðan stúd-
entsprófi 1952. Lækna-
prófið tók hann frá HÍ
1963 og fékk almennt
lækningaleyfi 1966.
Hann starfaði í héraði
víðs vegar um land, m.a. Kópaskers-
og Raufarhafnarhéraði, Hólmavík-
ur- og Djúpuvíkurhéruðum en lengst
af þjónaði hann Laug-
aráshéraði, fyrst ein-
samall, en á þeim tíma
var Búrfellsvirkjun
byggð en síðan við ann-
an mann frá 1973. Kon-
ráð vann einnig á spít-
ölum bæjarins en
gerðist yfirlæknir á
Heilsugæslustöð Sel-
tjarnarness frá 1982-3.
Hann var sjálfstætt
starfandi heimilislækn-
ir frá 1983 og s.l. 14 ár
var hann með stofu sína
í Uppsölum, Kringl-
unni.
Konráð var þríkvæntur og eign-
aðist 10 börn. Hann lætur eftir sig
eiginkonu, 9 börn og 18 barnabörn.
Andlát
KONRÁÐ
SIGURÐSSON
UMHVERFISRÁÐHERRA vísaði
frá í fyrri viku þremur stjórnsýslu-
kærum vegna útgáfu Umhverfis-
stofnunar á starfsleyfi álvers við
Reyðarfjörð. Aðalheiður Jóhanns-
dóttir, sérfræðingur í umhverfisrétti,
telur frávísun ráðherra bera vitni um,
að kæruréttur hafi verið þrengdur
miðað við fyrri framkvæmd.
„Samkvæmt lögum um hollustu-
hætti og mengunarvarnir frá 1998 er
öllum heimilt að gera athugasemdir á
meðan starfsleyfi er í vinnslu. Þess
vegna er sérstakt að kæruréttur sé
ekki viðurkenndur í þessu máli. Í lög-
unum er ekki sérstaklega kveðið á um
hverjir eigi rétt á að kæra starfsleyf-
isveitingu,“ sagði Aðalheiður í samtali
við Morgunblaðið. Af þeim sökum
beri ráðuneytið fyrir sig meginreglur
stjórnsýsluréttar, og vísi kærunum
frá samkvæmt þeim.
Í gildistíð eldri laga um sama efni,
frá 1988, var kæruréttur rýmkaður.
„Í ljósi þess tel ég að ráðuneytið sé nú
að þrengja framkvæmdina. Til dæmis
má einnig benda á, að í fyrstu lögum
um mat á umhverfisáhrifum, frá 1993,
var ekki sérstaklega vikið að því
hverjir ættu kærurétt. Samt sem áð-
ur vísaði ráðuneytið ekki frá kærum
vegna aðildarskorts, en hefði sam-
kvæmt almennum reglum stjórn-
sýsluréttar átt að vísa þeim frá. Þvert
á móti voru kærur teknar til meðferð-
ar. Til dæmis um það má nefna kærur
tveggja einstaklinga,“ segir Aðalheið-
ur.
„Ég tel engan vafa á því að hér sé
verið að þrengja réttinn verulega, og
efast um að réttlætanlegt sé, því úr-
skurðurinn stingur mjög í stúf við
eldri framkvæmd. Ég lít á þetta mál
sem eitt dæmið í viðbót um nauðsyn
heildarendurskoðunar á umhverfis-
löggjöf hvað varðar aðild og kærurétt
einstaklinga og frjálsra félagasam-
taka,“ sagði Aðalheiður.
Kærur vegna starfsleyfis álvers
Efast um rétt-
mæti frávísunar
Í VERSLUN Bónus í Kringlunni
eru nú tveir bókatitlar til sölu, ævi-
saga Hillary Clinton og ævintýri
Harry Potter en báðar bækurnar
eru á ensku. Bónus hefur undan-
farin ár staðið fyrir bókasölu fyrir
jólin og jafnframt selt jólabæk-
urnar í kilju allt árið en verslunin
hefur ekki verið með almenna
bókasölu.
Á skrifstofu Bónus fengust þær
upplýsingar að engar fyrirætlanir
væru uppi um að hefja bókasölu allt
árið um kring heldur hefði einungis
verið ákveðið að selja þessa tvo titla
í sumar.
Morgunblaðið/Jim Smart
Hillary og
Harry til
sölu í Bónus