Morgunblaðið - 26.07.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.07.2003, Blaðsíða 39
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2003 39 Öllum þátttakendum er boðið í pastamáltíð í Laugardalshöll 15. ágúst nk. kl. 18:00-21:00. Skráning og upplýsingar á MARGIR af leikmönnum norska úr- valsdeildarliðsins Lyn í knattspyrnu eru ósáttur við þjálfara liðsins, Teit Þórðarson, og segir í fréttum út- varpsstöðvarinnar P4 í Noregi í gær og einnig í sjónvarpsfréttum TV2 að upplausnarástand ríki í herbúðum liðsins. TV2 segir í frétt sinni að fyr- ir æfingu liðsins á föstudag hafi Teitur safnað saman leikmönnum á fund úti á æfingasvæði liðsins þar sem Teitur sagði m.a. að fjórir leik- menn liðsins hefðu ekki verið meidd- ir eins og þeir sögðust vera fyrir leik liðsins í bikarkeppninni gegn Rosen- borg. Lyn tapaði leiknum 5:0. Leikmennirnir Jonny Hanssen, Thomas Lagerlöf, Jan Derek Søren- sen og Thomas Andre Ødegaard voru á meiðslalista félagsins fyrir leikinn en þeir gengu út af æfingu liðsins fyrr í vikunni án skýringa. TV2 segir ennfremur að Teitur hafi hækkað röddina svo um munaði á þessum fundi og að leikmennirnir fjórir hafi svarað fyrir sig fullum hálsi. Lyn varð í öðru sæti deildarinnar á síðustu leiktíð en Teitur tók við sem þjálfari liðsins sl. haust og hefur náð 16 stigum í hús þegar 13 um- ferðum er lokið. TV2 telur sig hafa heimildir fyrir því að margir af leikmönnum liðsins vilji að Teitur verði ekki þjálfari liðs- ins áfram en hvorki Teitur, leik- menn né forráðamenn liðsins tjáðu sig við norska fjölmiðla í gær um málið. Leikmenn Lyn vilja losna við Teit Birgir Leifur spilaði frábært golf áöðrum degi Íslandsmótsins og á tímabili voru menn farnir að tala um nýtt vallarmet en það á Helgi Dan Steins- son GS sem fór á 63 höggum á stigamóti GSÍ í fyrra. Hann tók metið einmitt af Birgi Leifi sem hafði farið á 64 höggum. En honum tókst ekki að slá vallarmetið en kom engu að síður inn á frábæru skori, 65 högg- um og þriggja högga forysta stað- reynd þegar mótið er hálfnað. „Já, ég er mjög sáttur við spilamennskuna og er bara að uppskera það, að ég hef æft stíft að undanförnu og er búinn að koma mér í gírinn. Síðasta vika var einnig góð hjá mér og það er ágætt að vita að maður er ekki búinn að gleyma henni, ég hef greinilega náð að vista þetta eitthvað á harða diskinn og vona að það verði þar lengi.“ Birgir var sex undir pari þegar tólf holur voru búnar en á síðustu sex hol- unum, sem margir telja að séu hol- urnar sem eiga eftir að ráða úrslitum í Eyjum enda erfiðasti partur vallar- ins, fékk hann tvo skolla og missti af tækifærinu á vallarmeti. „Ég fékk skolla á fimmtándu og sautjándu og það var frekar klaufalegt hjá mér, ég þrípúttaði fimmtándu og missti stutt pútt á þeirri sautjándu en í heildina var þetta mjög gott, ég setti niður tvö góð pútt og spilaði bara nokkuð stöð- ugt. Ég tók allar ákvarðanir rétt í dag og fylgdi því, stundum liggur það ekki alveg fyrir manni en það gerði það í dag og það var sérstaklega ánægju- legt að hafa klárað á fugli á átjándu.“ Birgir Leifur sagði að veðrið hafi ver- ið mun betra en hann hafi átt von á enda gáfu veðurspár ekki til kynna þá blíðu sem leikið hefur við kylfinga fyrstu tvo keppnisdagana. „Þetta er algjör bónus, maður var nokkrum sinnum á „snús“ takkanum á vekjara- klukkunni í morgun enda bjóst maður við rigningu en þetta er búið að vera flott hvað hefur ræst úr veðrinu.“ Birgir Leifur segist ánægður með þær breytingar sem gerðar hafa verið á vellinum. „Það er búið að þrengja hann talsvert og vallarstarfsmenn hafa aðeins sleppt sér í röffunum en mér finnst það bara gott mál, þú þarft að vera beinn til þess að geta skilað góðum bolta á flatirnar. Völlurinn er bara frábær. Ég reikna nú með að mótið vinnist á skori undir pari en veðrið getur auð- veldlega sett þar strik í reikninginn, en maður er svo sem ekkert að hugsa um það heldur tekur eitt högg í einu,“ sagði Birgir Leifur. Guðmundur sagði að hápunkturmótsins væri koma Jóns Arn- ars Magnússonar, tugíþrótta- manns, og Þóreyjar Eddu Elís- dóttur, stangarstökkvara. „Það er mjög spennandi að fá þau hingað heim og eykur áhugann á mótinu. Það verður gaman að sjá hvort Þóreyju Eddu takist að setja Ís- lands- og Norðurlandamet í stang- arstökki. Auðvitað munu aðstæður skipta miklu máli en ef þær verða ágætar þá geta áhorfendur búist við miklu af Þóreyju Eddu, sem hefur stokkið mjög vel að und- anförnu og hefur reglulega stokkið yfir 4.40 á þessu tímabili. Magnús Aron reynir við HM-lágmark í kringlukasti Auk þeirra þá verður athyglis- vert að fylgjast með Magnúsi Aroni kringlukastara. Hann er sí- fellt að reyna við lágmarkið fyrir heimsmeistaramótið sem er í næsta mánuði í París og vonandi tekst honum ætlunarverk sitt í Borgarnesi. Þá hafa Sunna Gestsdóttir og Silja Úlfarsdóttir verið mjög sterkar í sumar. Ég gæti alveg trúað því að Sunna kæmist nálægt Íslandsmetinu í langstökki. Að undanförnu hefur hún verið að skipa sér í hóp þeirra bestu í Evr- ópu í langstökki. Kynslóðaskipti Ákveðin kynslóðaskipti eru í frjálsum íþróttum á Íslandi í dag. Það er af sem áður var þegar við áttum mikið af góðum kösturum, en í staðinn hefur orðið uppsveifla í öðrum greinum í kjölfar góðs ár- angurs Jóns Arnars, Völu Flosa- dóttur og Þóreyjar Eddu á erlend- um vettvangi,“ sagði Guðmundur Karlsson. Tímaseðill meistaramótsins er í dálknum Um helgin á bls. 40. Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum í Borgarnesi Koma Jóns Arnars og Þóreyjar Eddu hápunkturinn MEISTARAMÓT Íslands í frjálsum íþróttum fer fram á Skallagríms- velli í Borgarnesi um helgina og hefst það í dag. „Mér líst mjög vel á meistaramótið nú í ár. Það verður eflaust fullt af heimafólki úr Borgarnesi að horfa á og ég er sannfærður um að það verði góð stemmning á staðnum. Oft er meira fjör þegar mótin eru haldin fyrir utan Stór-Reykjavíkursvæðið,“ sagði Guðmundur Karlsson, lands- liðsþjálfari, sem spáði í spilin fyrir meistaramótið. Morgunblaðið/Jim Smart Þórey Edda Elísdóttir. Morgunblaðið/Sigfús Guðmundsson „Sigurkossinn“? Birgir Leifur sem er efstur á Íslandsmótinu smellir „einum“ á kylfuberann Elísabetu Halldórsdóttur. „Mjög sáttur við spila- mennskuna“ BIRGIR Leifur Hafþórsson virðist kunna vel við sig í Eyjum en síðast þegar keppt var í Vestmannaeyjum, árið 1996, sigraði hann með nokkrum yfirburðum. Það var síðast þegar Birgir Leifur keppti á Ís- landsmótinu og miðað við byrjunina hjá honum ætti hann vel að geta endurtekið leikinn frá 1996. Eftir Sigursvein Þórðarson FÓLK  EIÐUR Smári Guðjohnsen skor- aði eitt af mörkum Chelsea, sem lagði landslið Malasíu að velli í móti í Malasíu, 4:1. Hann kom inná sem varamaður þegar á 60. mín. Chelsea mætir Newcastle í úrslitaleik.  ÁSDÍS Hjálmsdóttir, Ármanni, kastaði kringlu 40,57 m á Evrópu- meistaramóti unglinga, 19 ára og yngri, í Tampere í Finnlandi í gær. Ásdís hefði þurft að kasta fimm metrum lengra til að komast í úrslit.  ÁSDÍS keppir í spjótkasti í dag eins og Sigrún Fjeldsted, FH.  BIRGIR Guðjónsson, formaður tækninefndar Frjálsíþróttasam- bands Íslands, er eftirlitsdómari á mótinu í Tampere.  SVEINN Margeirsson, UMSS, varð áttundi í 3000 m hindrunar- hlaupi á alþjóðlegu móti í Karlstad í Svíþjóð á tímanum 9.12,61 mín.  KOLBRÚN Ýr Kristjánsdóttir, sundkona frá Akranesi, varð 25 af 56 keppendum í undanrásum í 50 metra flugsundi á heimsmeistara- mótinu í Barcelona í gær – á 28,61 sek.  HEIÐAR Ingi Marinósson, SH, varð 62. af 165 keppendum í und- anrásum í 50 metra skriðsundi á 24,02 sek.  JENS Lehmann, markvörður hjá Dortmund, gekk til liðs við Arsenal í gær, eftir að hann hafði staðist læknisskoðun. Hann mun hitta leik- menn Arsenals í æfingabúðum í Austurríki á morgun. „Ég get ekki annað en fagnað því að vera genginn til liðs við Arsenal, sem er eitt besta lið Evrópu og með því leika margir frábærir knattspyrnumenn,“ sagði hinn 33 ára Lehmann eftir að hann hafði staðist læknisskoðun.  ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenals, var einnig ánægður, þegar hann tjáði sig um Lehmann – eftir að Arsenal vann Austria Vín í æfingaleik í gær, 2:0. Dennis Berg- kamp og Francic Jeffers skoruðu mörkin. „Það er mikill styrkur fyrir okkur að fá Lehmann, sem er frá- bær markvörður.“  PEIRSOL frá Bandaríkjunum sigraði í úrslitasundi í 200 metra baksundi í gær en hann sigraði einn- ig í 100 metra baksundi. Peirsol er ólympíumeistari í greininni og kom í mark á tímanum 1.55,92 mín., Kró- atinn Gordan Kozulj varð annar á 1.57,42 mín en bronsið fékk Frakk- inn Simon Dufour sem var á tím- anum 1.57,90 mín.  GRANT Hackett sigraði í 800 metra skriðsundi karla og Finnar fengu sitt fyrsta gull frá upphafi á HM í sundi þegar Hanna-Maria Seppala kom fyrst í mark í 100 metra skriðsundi. Hin 18 ára gamla Seppala varð 11. í sömu grein á EM fyrir ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.