Morgunblaðið - 26.07.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.07.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ég þekki veg, hann viss og glöggur er, ei villist neinn sem eftir honum fer. En þyrnar vaxa þessum vegi á, hann þröngur er en samt hann rata má. Hann leiðir oss í frið, í frið og flytur oss að Drottins hægri hlið. (Séra Steindór Briem í Hruna.) Við vissum að lífsklukka Ilse væri að verða slitin. Þó var lífsvilji hennar það mikill að nú síðasta spölinn trekkti vinkonan klukkuna sína þrisvar upp og reyndi að ná bata. Óskin var að komast heim. Ilse hét fullu nafni Ilse Wilhelmine Friderike Kristine Wallmann. For- eldrar Ilse voru Otto Wallman skip- stjóri og Elsa Wallman. Systurnar voru þrjár, Ilse elst, Helga og Hilde- gard. Faðir Ilse var skipstjóri á lysti- snekkju og ráku hann og Elsa kona hans strandkörfuleigu. Þetta voru handunnar körfur sem hún og dæt- urnar fléttuðu og saumuðu sessur í og hægt var að róla sér í. Allt var heimaunnið og leigt við ströndina í Travemunde. Á þessum árum var stríð og allt snerist um það. Það sem fólk lærði snerist einnig um stríðið. Ilse fór til Hamborgar að vinna við hjúkrun og tók þá sjúkraliðapróf. Hún starfaði síðan við að taka á móti slösuðu fólki, þar sem hún sagði það hafa verið mikið kappsmál að fólki liði vel og það fengi ekki legusár, þrátt fyrir mikið álag og misjafnar aðstæður. Enda er kappsmál allrar hjúkrunar- stéttarinnar að sjúklingar fái ekki legusár. Legusár kallaði Ilse vin- kona „trassaskap“. Hún sagði alltaf meiningu sína. Ilse var um 27 ára gömul þegar hér kemur sögu, ekkja og átti tveggja ára gamla dóttur, Angeliku. Þá bauðst ungum Þjóð- verjum að koma til Íslands og vinna ILSE W. ÁRNASON ✝ Ilse W. Árnasonfæddist í Trave- münde í Þýskalandi 13. febrúar 1922. Hún lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 10. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hraungerðis- kirkju 16. júní. við landbúnaðarstörf. Ekki var flogið á milli landanna, en Ilse missti ekki móðinn heldur tók sér far með Esjunni til Íslands ásamt fleira fólki í sömu erindagjörðum. Þetta fólk hélt svo kunningsskap alla tíð. Ilse var yfirleitt ekki margorð um hörmung- ar stríðsins eða ástand- ið á stríðsárunum. Eitt sinn sagði hún mér þó frá því er hún var að fara til vinnu sinnar. Sér hún þá konu hinumegin á göt- unni sem leiddi 6 til 7 ára gamalt barn. Á móti henni komu Gestapo- hermenn svo skyndilega að hún náði ekki að víkja. Þeir skutu því konuna umsvifalaust en barnið hljóp inn í skóginn. Ilse passaði sig á að líta hvorki til hægri né vinstri og ekki mátti hún hlaupa, þá hefði hún feng- ið sömu útreið. Hún vissi aldrei hvað varð af barninu. Það var hvorttveggja atvinnuleys- ið og stríðið sem varð til þess að allt þetta duglega fólk kom til Íslands. Hinn 10. júní 1949 kemur Ilse að Oddgeirshólum. Þar sannaðist hið fornkveðna að enginn ræður sínum næturstað því nákvæmlega hinn 10. júní 2003 lét hún svo augun aftur eft- ir 54 ára Íslandsdvöl, lagði af stað í nýja langferð. Ilse hafði svart fallegt hár, brún augu, var há og samsvaraði sér vel. Á hátindi lífsins var hún tilbúin að tak- ast á við nýtt líf, ung og falleg stúlka eins og sést á myndinni. Um haustið kom svo Angelika litla með togara til Íslands. Þetta sýnir hvað það er mik- ill dugnaður og kjarkur að láta ekki bugast. Ilse hafði alltaf samband við sitt fólk. Mamma hennar kom oft í heimsókn og eins hafa systrabörn hennar komið oft og Hilde systir hennar einnig. Þegar Ilse kom til Ís- lands var heimilisfólkið Elín Stein- dórsdóttir Briem ásamt þremur ókvæntum sonum sínum, þeim Ólafi sem var elstur, Guðmundi og Jó- hanni Briem. Seinna flutti svo fóst- urmóðir undirritaðrar, Elín, til dætra sinna, þeirra Ólafar á Selfossi og Katrínar í Hlíð. Ég sem þessar línur skrifa var í Oddgeirshólum daginn sem Ilse kom. Það ríkti mikil tilhlökkun á heimilinu. Það var að koma ung stúlka til að vera starfsstúlka „eða kannske“ eitthvað meira, því varð Guð og lukkan að ráða. Við Ilse urð- um strax vinkonur. Reyndum að tala saman en það gekk nú svona og svona. Hún var samt ótrúlega fljót að láta okkur skilja sig. Eins og áður var getið kom Angelika strax um haustið eða áður en Guðmundur og Ilse giftu sig 26. nóvember 1949. Guðmundur gekk Angeliku, sem býr nú í Kópavogi, í föður stað og þau Ilse og Guðmundur eignuðust þrjá drengi, Árna Oddgeir, sem er bú- settur á Selfossi, Magnús Guðmann og Steinþór, sem búsettir eru á Odd- geirshólum. Barnabörnin voru fimmtán, en tvö þeirra eru látin, og barnabarnabörnin eru fjögur. Nú ljómar vorsins ljós um loftin heið og blá, og allt er þrungið ilmi og ævintýraþrá. Nú göngum við til skógar hinn græna mjúka veg, við stefnum út í ævintýrið, stúlkan mín og ég. (Jón frá Ljárskógum.) Ilse var mikil húsmóðir, m.a. mjög dugleg að sauma á strákana. Hún spretti sundur gamalli úlpu eða frakka og daginn eftir voru þeir mættir í nýjum úlpum. Hún hafði ákaflega gaman af að taka á móti gestum og var sérlega smekkleg í að setja fram veisluborð. Það var oft mannmargt hjá þeim Ilse og Guð- mundi. Börn undirritaðrar, Sigrún og Haukur, voru ekki gömul þegar þau fóru að vera langdvölum, sér- staklega á sumrin, á Oddgeirshólum. Haukur minn var ekki gamall þegar hann vildi vera með bræðrunum á traktornum og ekki skemmdi þegar Ilse hafði kjötbollur. Þá varð hann að borða jafnmargar bollur og hinir strákarnir. Steini var yngstur svo hann keppti aðallega við hann. Það var alltaf nóg að borða hjá Ilse. Hún var virkur þátttakandi í þýsk- íslenska félaginu og kvenfélagi hreppsins. Þau hjónin ferðuðust mikið innanlands og utan og fóru í bændaferðir, meðal annars til Þýskalands. Eins og áður sagði hafði Ilse gott samband við sitt fólk og það kom einnig hingað. Dóttir Helgu og maður hennar komu hér og fylgdu Ilse síðasta spölinn. Við áttum margar skemmtilegar stundir ásamt vinkonu okkar Hilde Guðleifsson sem einnig er farin. Við ferðuðust saman og þær gistu hjá mér þegar þær komu til Reykjavík- ur. Þá voru nú sungin þýsku lögin eins og „Eine kleine Monika“ þar sem fjallað var um ástina, blómin og fegurð lífsins. Það var á þeim árum þegar enginn átti bíla, bara farið með Jóni í Túni. Svo komu seinni ár- in, börnin urðu stór, flugu úr hreiðr- inu, allir eiga bíla og allir eru að fýta sér. Núna síðustu tvö árin var Ilse mín það lasin að hún þurfti að dvelja á Ljósheimum á Selfossi. Hún þráði alltaf að vera heima. Þegar góður vinur er kvaddur er það of oft sem samviskan nagar, þegar heimsókn- irnar hafa ekki verið eins margar og maður hefði viljað og alltaf berum við tímaleysi fyrir. Angelika og dæt- ur hennar, Margrét tengdadóttir og Ólöf á Selfossi hafa verið svo dugleg- ar að heimsækja hana og fara með hana heim og sjálfsagt margir fleiri. Fyrir það er ég þakklát. Fyrirhugað ættarmót hjá Oddgeirshólafólkinu er núna 26. júlí og þar ætlaði Ilse mín að mæta í sínu fínasta pússi. Mér þykir því vel við hæfi að þessi litla grein komi í blaðinu í dag. Þegar komið er að kveðjustund um sinn þá er mér efst í huga þakk- læti fyrir góða vináttu og tryggð alla tíð við mig og fjölskyldu mína. Ég kveð með sálmaversi úr fjórða Passíusálmi Hallgríms Péturssonar: Wach’ du, mein Jesu, wach’ selbst du in mir! Wachen lass mich aber auch in dir! Dich schaue die Seele, wenn schlafend der Leib, Dass schlafend und wachend ich in dir bleib’! Veri elsku Ilse mín kært kvödd og Guði í hendur falin. Hafi hún hjart- ans þökk fyrir allt og allt. Jónína Björnsdóttir frá Oddgeirshólum. Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkæru móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, BJARNÝAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Bröttugötu 2, (áður Urðavegi 40), Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Heilbrigðis- stofnunar Vestmannaeyja fyrir hlýju og góða umönnun í hennar garð. Guð veri með ykkur öllum. Ásta Kristinsdóttir, Ragnar M. Guðnason, Sigfríð Kristinsdóttir, Jón Kristófersson, Jóna Björg Kristinsdóttir, Erling Þór Pálsson, Eygló Kristinsdóttir, Grímur Guðnason, Guðrún Bjarný Ragnarsdóttir, Þorvarður V. Þorvaldsson, ömmubörn og langömmubörn. Við sendum innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ARNBJARGAR MARKÚSDÓTTUR, Miðvangi 151, Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. Guðmundur Svavarsson, Sævar Svavarsson, Unnur Þórðardóttir, Guðrún Sævarsdóttir, Þórður Magnússon og langömmubörn. Innilegar þakkir og hlýjar kveðjur til ykkar allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug og heiðruðu minningu móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR FINNSDÓTTUR frá Ísafirði, til heimilis í Gullsmára 7, Kópavogi. Ingibjörg Jónsdóttir, Árni Ármann Árnason, Guðmundur H. Hagalín, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Hrefna H. Hagalín, Sigurður Oddsson, Auður H. Hagalín, Snorri Hermannsson, ömmu- og langömmubörnin. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför DAGNÝJAR ÞORGRÍMSDÓTTUR, Ytri-Miðhlíð, Barðaströnd. Unnur Breiðfjörð, Vilberg Guðjónsson, Edda Steingrímsdóttir, Ægir Einarsson, Jón Þ. Steingrímsson, Hugljúf Ólafsdóttir, Hörður Steingrímsson, Halldóra Jóhannesdóttir, Jóhann Steingrímsson, Ásta Jónsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KONRÁÐ SIGURÐSSON læknir, lést á heimili sínu, Blönduhlíð 35, Reykjavík, þriðjudaginn 15. júlí síðastliðinn. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hans. Blóm eru afþökkuð en þeir, sem vilja minnast hans, vinsamlega láti Geðhjálp, Túngötu 7, njóta. Anna Agnarsdóttir, Sigurður Konráðsson, Kolbrún Eggertsdóttir, Áslaug Konráðsdóttir, Karl Júlíusson, Atli Konráðsson, Anne Berit Valnes, Sif Konráðsdóttir, Þórður Hjartarson, Huld Konráðsdóttir, Sigurður Tómas Magnússon, Ari Konráðsson, Þóra Guðmundsdóttir, Andri Konráðsson, Hildur Rósa Konráðsdóttir, Arnar Guðjónsson, Anna Guðrún Konráðsdóttir og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, JÓN ÓLAFSSON, Árskógum 8, er látinn. Ingigerður Runólfsdóttir og börn hins látna. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, HELGI KRISTJÁNSSON frá Sæbergi, lést á dvalarheimili aldraðra, Hvammi, Húsavík, fimmtudaginn 24. júlí. Kristján Helgason, Steinunn Jónasdóttir, Jóhann Helgason, Helga Þóra Jónasdóttir, Stefán Helgason, Ásdís Skarphéðinsdóttir, Númi Helgason, Júlía Nynster, afabörn, langafabörn og langalangafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.