Morgunblaðið - 26.07.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.07.2003, Blaðsíða 19
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2003 19 LANDIÐ ÞAÐ er óhætt að segja að mikið hafi gengið á á svæði mótorkrossmanna í Ólafsfirði síðustu daga. Kannski ætti frekar að segja fyrrverandi svæði mótorkrossmanna, því lögreglan hefur nú að tilskipan sýslumanns lokað svæðinu. Forsaga málsins er sú að sænskur mótorkrossþjálfari, Martin Dygd, var fenginn til Ólafsfjarðar til að kenna. Æfingar hófust á laugardags- morgun og stóðu eitthvað fram á dag, en þá mætti lögreglan á svæðið og krafðist þess að æfingin yrði stöðvuð. Að sögn Helga Reynis Árnasonar, mótorkrosskappa í Ólafsfirði var það gert á þeim forsendum að það væru ekki öll hjólin skráð, og ekki allir ökumenn með skírteini, en slíkt segir Helgi að ekki þurfi í lokuðum braut- um. Mótorkrossmenn mótmæltu því að æfingin yrði stöðvuð, og var m.a. Helgi Reynir handtekinn. Hann neitaði að svara spurningum lög- reglu nema hafa lögfræðing sinn hjá sér, en var þá sleppt. Æfingunni var síðan haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist til kvölds. Um kl. 23:00 á laugardagskvöld mætti lögreglan á svæðið og lokaði því með borðum, og eftir því sem næst verður komist verður það ekki opnað aftur. „Við fluttum síðan æfinguna á sunnudaginn til Akureyrar, og þar var engin lögregla að amast við okk- ur, enda virðast gilda aðrar reglur í Ólafsfirði en annars staðar á land- inu,“ segir Helgi Reynir. „Það hefur allt verið reynt af hálfu yfirvalda hér til að stoppa okkur af, og nú virðist það hafa tekist.“ Höfðu ekki tilskilin leyfi Ástríður Grímsdóttir, sýslumaður segir að leyfi fyrir brautinni í Ólafs- firði sé skilyrðum háð, þ.e. að ein- göngu sé ekið á tímabilinu frá 13:00- 19:00, að menn séu með ökuréttindi og á skráðum hjólum. Brautin sé ótryggð, og því var þetta samkomu- lag gert á sínum tíma til þess að eldri ökumenn gætu notað hana. Á laugardaginn voru þarna yngri krakkar að aka, og fór lögreglan á staðinn til að kanna hvort farið væri eftir settum reglum. Svo reyndist ekki vera og því var leyfið fyrir brautinni afturkallað, eftir að ábyrgðarmaður neitaði að fara eftir ábendingum lögreglu. Þeir hefðu hins vegar getað sótt um leyfi fyrir því að láta yngri krakka aka í braut- inni, en þá þurfa tryggingar að vera fyrir hendi. Stjórn MSÍ (Mótorsamband Ís- lands) hefur ákveðið að funda um málefni Ólafsfirðinga. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Martin Dygd sýnir hér áhugamönnum hvernig á að bera sig að. Mótorkrosssvæðinu í Ólafsfirði lokað Ólafsfjörður HANDKNATTLEIKSDEILD kvenna hjá ÍBV hélt sinn árlega bryggjudag sl. laugardag í ein- muna blíðu og muna elstu Eyja- menn ekki annað eins í mörg ár. Slíkur var hitinn að fólk klæddist að suðrænum sið í nokkra daga kringum síðustu helgi. Mikið var að gera hjá handknattleiksfólkinu við sölu á alslags sjávarfangi og var verðið á afurðunum ekki til þess að hrinda fólki frá. Að sögn Hlyns Sig- marssonar frá handknattleiksdeild- inni tókst bryggjudagurinn með eindæmum vel, enda gátu gestir skemmt sér við músík í kaffitjaldi þar sem boðið var upp á kaffi og meðlæti. Morgunblaðið/Sigurgeir Bryggjudagar í blíðskaparveðri Vestmannaeyjar FJÖLBREYTTUR heimilisiðnað- ur svo sem vefnaður, prjónaðar peysur, vettlingar, húfur, sokkar, sjöl og dúkar einkenna verslun Kaðlín handverkshópsins á Húsa- vík sem nú hefur starfað í nítján ár og verið með sölustarfsemi allt frá árinu 1994. Það er margt forvitnilegt sem laðar að ferðamennina í hand- verkshúsið en þeir nú flykkjast í bæinn enda fjölgar aðkomufólki gríðarlega yfir sumarið og margir líta við bæði til þess að skoða og versla t.d. ullarvörur, ýmislegt úr roði, tré og hrosshári; einnig heimagerðar sultur, fjallagrös, handunnin kort o.m.fl. Þá hafa leyndarmálakrúsir og lopapeysur á dúkkuna „Baby-born“ vakið at- hygli. Handverksverslunin er í Pakk- húsinu sem er eitt af gömlu húsum Kaupfélags Þingeyinga sem búið er að endurbyggja og þar er búið að innrétta bæði vinnuaðstöðu og aðstöðu til þess að reka verslun enda húsið á mjög góðum stað í miðbænum. Þarna gefur m.a. að líta vefstól sem oft er unnið í og á verslunar- tíma má sjá ýmsar vinnuaðferðir við handverk sem margir hafa gaman af að kynnast og prjónað er og heklað eftir því sem tími er til á milli þess sem rætt er við við- skiptavinina. Kaðlín handverkshópurinn samanstendur af 14 konum í bæn- um og skiptast þær á að vera í búðinni sem er opin alla daga vik- unnar yfir sumarið. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Elín Jónasdóttir handverkskona með prjónana fyrir utan verslun Kaðlíns. Kaðlín handverkshús með margt á boðstólnum Laxamýri. Morgunblaðið. Við verðkönnun á bætiefnum kom í ljós að verð á fjölda bætiefna var miklu lægra í Heilsuhúsinu en í matvöruverslunum, lyfjabúðum og öðrum sérverslunum. T.d. var verð á Ester-C vítamíni næstum þrisvar sinnum dýrara í sumum lyfjabúðum og stórmörkuðum en í Heilsuhúsinu. Gerðu verðsamanburð! Ester-C (kalsíum pólýaskorbat) inniheldur C-vítamín í margs konar formi og er því talað um það sem fjöl-askorbat (pólýaskorbat). Það inniheldur askorbat, dehydróaskorbat (það form sem C-vítamín þarf að breytast í, áður en frumur líkamans geta tekið við því), og önnur náttúruleg form C-vítamíns sem henta líkamanum. Einkaleyfi er á framleiðslu Ester-C. Það er ekki súrt eins og C-vítamín er annars, hefur svipað sýrustig og eimað vatn og áreitir því meltingarfærin afar lítið. - Líkaminn nýtir hærra hlutfall af Ester-C en öðru C-vítamíni. - Frásogast tvöfalt hraðar en kalsíum askorbat - Það helst í líkamanum og nýtist honum tvöfalt lengur en venjuleg askorböt - Það hækkar C-vítamín magn í vefjum fjórfalt meira en venjulegt C-vítamín - Það hækkar C-vítamín magn í blóði tvöfalt á við kalsíum askorbat Ester-C vítamín Nature‘s Bounty Solgar Now Solgar Solgar Costmedic 90 50 90 50 50 64 kr. 1.295,- kr. 1.659,- kr. 1.431,- kr. 1.745,- kr. 1.665,- kr. 1.422,- 131% 11% 143% 131% 54% Nánari upplýsingar um Ester-C má finna á www.heilsa.is HÆTTULEGAR eftirlíkingar af þekktu áfengi eru í umferð í Finnlandi. Einn maður hefur látist og nokkrir veikst alvarlega eftir neyslu eftirlíkinga af meðal annars Absolut vodka og Capta- in Morgan rommi. Einn maður í Noregi er í öndunarvél af sömu sökum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÁTVR. Í eftirlíkingunum er meðal annars tréspíri og frostlögur. „Ekki er ástæða til að óttast vöru sem seld er eftir viður- kenndum leiðum og hægt er að rekja beint til framleiðanda,“ segir í tilkynningunni. Öll vara sem seld er í ÁTVR er keypt af viðurkenndum umboðsaðilum og fer í gegnum strangt gæða- eftirlit. Munu verslanir aðeins taka við skilum eftirfarandi teg- unda gegn framvísun kassa- kvittunar og eftir nákvæma skoðun. Umboðið fylgist vel með Umboð beggja tegunda er Karl K. Karlsson hf. Í fréttatil- kynningu frá fyrirtækinu segir að eftirlíkingarnar séu fram- leiddar í Eistlandi. Beinir um- boðið eindregnum tilmælum til neytenda og veitingahúsa að beina viðskiptum sínum einung- is til viðurkenndra framleiðenda og söluaðila. Á heimasíðu fyrir- tækisins, www.karlsson.is, eru upplýsingar um merkingar teg- undanna svo neytendur geti full- vissað sig um að vera með ósvikna vöru undir höndum. Svikið romm og vodka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.