Morgunblaðið - 26.07.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.07.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SADDAM Hussein og synir hans tveir, Uday og Qusay, yfirgáfu ekki Bagdad fyrr en um miðjan apríl, nokkrum dögum eftir að Banda- ríkjaher hafði tekið völdin í borg- inni. Þetta segir fyrrverandi líf- vörður Udays, elsta sonar Saddams, í viðtali við breska blaðið The Times í gær. „Þeir hefðu getað farið frá Bagdad hvenær sem þeir vildu en þeir hugðust berjast,“ seg- ir maðurinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið, en er kallaður Abu Tiba í fréttinni. Bandaríkjamenn tilkynntu í vik- unni að bæði Uday og Qusay hefðu fallið í skotbardaga í borginni Mos- ul í Norður-Írak. Voru birtar myndir af líkum þeirra á fimmtu- dag. Tókst nærri því að drepa Saddam Lífvörðurinn fyrrverandi segir að Bandaríkjamönnum hafi næst- um því heppnast að drepa Saddam í sprengjuárás sem gerð var á til- tekna byggingu í Bagdad, eftir að þeir höfðu fengið upplýsingar um að hann væri staddur á þeim slóð- um. Sagði Tiba að hann grunaði að íraskur uppljóstrari hefði látið Bandaríkjamenn vita af verustað Saddams. Sagði Tiba að Saddam hefði beð- ið meintan uppljóstrara um að út- vega hús í Mansour-hverfinu þar sem hægt yrði að halda leynilegan fund. Mætti Saddam til fundarins ásamt föruneyti sínu en yfirgaf staðinn næstum strax, fór út um bakdyrnar. „Tíu mínútum eftir að þeir fóru rigndi sprengjunum yfir húsið,“ sagði Tiba, sem er 28 ára gamall. Var meintur uppljóstrari þegar tekinn af lífi, að sögn Tiba. Á með- an staðhæfðu embættismenn bandaríska varnarmálaráðuneyt- isins að Uday og Qusay hefðu lík- lega beðið bana í sprengjuárásinni. Skipulögðu andspyrnu eftir stríð Tiba sagðist ennfremur hafa ver- ið viðstaddur þegar Saddam og synir hans komu saman opinber- lega í síðasta skipti. Þetta var 11. apríl, tveimur dögum eftir að Bandaríkjamenn náðu Bagdad á sitt vald, en þá mættu Saddam, Uday og Qusay óvænt til bæna- stundar í mosku í úthverfi Bagdad, Adhamiya. Voru bandarískir her- menn ekki langt undan. „Það var fólk hvarvetna og göm- ul kona kom til Saddams og spurði: Hvað hefur þú gert okkur?“ sagði Tiba. „Saddam setti hendur sínar að höfðinu og spurði: Hvað get ég gert? Ég treysti herforingjunum en þeir voru svikarar og sviku Írak. En við vonum að innan tíðar verð- um við aftur við völd og að hægt verði að færa allt í samt lag.“ Höfðu Saddam og næstráðendur hans samkvæmt þessu ekki gert ráð fyrir því að Bagdad félli og hugðust dvelja þar áfram og halda borginni. Sagði Tiba að sú and- spyrna, sem nú er háð af dyggum stuðningsmönnum Saddams, hefði ekki verið skipulögð fyrr en eftir stríðið. „Það var haldinn lokaður fundur fimm eða sex dögum eftir stríðið og það var þá sem þeir tóku að ræða um að halda upp and- spyrnu.“ Tiba sagði að Saddam, Uday og Qusay hefðu verið í fararbroddi þessarar andspyrnu eftir að þeir flúðu Bagdad, en hún hefur m.a. falið í sér árásir gegn bandarískum og breskum hersveitum. „Þetta var það sem þeir ræddu um á síðasta fundinum sem þeir héldu í Bagdad. Eina sem Uday gat hugsað um var að fara fyrir and- spyrnunni,“ sagði Tiba, en hann sagði skilið við Uday er hann flúði Bagdad. Hafði hann þá verið líf- vörður Udays í sex ár. „Ég held að hann hafi enn verið í fararbroddi Fedajeen [sérsveitanna] þegar hann dó,“ bætti Tiba við. Saddam flúði ekki Bagdad fyrr en um miðjan apríl Fyrrverandi lífvörður Udays Husseins lýsir síðustu dögum Saddam-stjórnarinnar fyrir fall hennar í vor London. AFP. ’ Þeir hefðu getaðfarið frá Bagdad hvenær sem þeir vildu en þeir hugð- ust berjast. ‘ FULLTRÚAR breska forsætisráð- herrans, Tonys Blairs, báru í gær til baka fréttir breska útvarpsins, BBC, um að afsögn Al- istairs Camp- bells, almanna- tengslafulltrúa og eins helsta ráð- gjafa Blairs, væri væntanleg. „Þetta er ósk- hyggja af hálfu BBC,“ sögðu tals- menn Blairs um frétt Andrews Marrs. „Pólitískur ritstjóri BBC [Marr] hefur ekki rætt við Alistair Campbell um þessi mál,“ sögðu tals- menn Blairs um frétt Marrs sem birtist í fyrrakvöld. Í frétt Marrs hafði komið fram að Campbell myndi segja af sér vegna dauða Davids Kelly, vopnasérfræðingsins sem framdi sjálfsmorð í síðustu viku. Kelly var heimildarmaður BBC vegna fréttar um að Campbell hefði ýkt hættuna sem stafaði af gereyð- ingarvopnaeign Íraka svo auðveld- ara væri að réttlæta árás á landið. Campbell hafði mjög gagnrýnt þenn- an fréttaflutning BBC. The Guardian sagði hins vegar í frétt í gær að Blair hefði tekist að telja Campbell á að fara hvergi. Neita fréttum um afsögn Campbells London. AFP. Alistair Campbell BANDARÍKJAHER sýndi frétta- mönnum líkin af Uday og Qusay Hussein í gær en fram kom í máli út- fararstjóra og meinafræðinga Bandaríkjahers að átt hefði verið við andlit bræðranna þannig að líkin líktust þeim sem mest eins og þeir voru í lifanda lífi. Mátti sjá að skegg bræðranna hafði verið rakað og snyrt en alskegg Qusays hafði m.a. þótt villa mönnum nokkuð sýn á myndunum, sem voru birtar opin- berlega í fyrradag. Þá kom fram hjá fulltrúum Bandaríkjahers að á hvoru líki fyrir sig væri að finna meira en tuttugu sár eftir byssukúlur. Bandaríkjamenn leggja allt kapp á að sannfæra Íraka um að þeir Uday og Qusay séu allir, enda telja þeir að þannig sannfærist fólk best um það að dagar ríkisstjórnar Sadd- ams Husseins séu sannarlega á enda runnir í Írak. Þar sem margir efuð- ust enn eftir að Bandaríkjamenn birtu myndir í fyrradag af bræðrun- um var hópi óháðra fréttamanna boðið að skoða líkin í gær. Líkin geymd í frysti Bæði líkin voru illa lemstruð, slæmar skeinur voru sjáanlegar og einnig brunasár. Líkin voru þó minna blóðug en á myndunum sem voru birtar í fyrradag. Sögðu frétta- menn reyndar að andlit bræðranna hefðu verið snyrt svo mikið að þau líktust helst andlitum vaxbrúða. Uday er talinn hafa dáið af völdum höfuðhöggs. Tvö skotsár eru hins vegar á höfði Qusays, að sögn krufn- ingarlækna, annað á bak við hægra eyrað. Sögðust læknarnir ekki telja að bræðurnir hefðu sjálfir veitt sér þessi sár en því hefur verið fleygt að hugsanlega hefði Uday sjálfur ráðið sér bana þegar honum var orðið ljóst að hann ætti enga undankomuleið. Fulltrúar Bandaríkjahers sögðu að líkin yrðu geymd í frysti á al- þjóðaflugvellinum í Bagdad þar til einhver ættingi gerði kröfu til þeirra. Viðræður hafa þó staðið yfir við fulltrúa framkvæmdaráðs Íraks, sem nýverið var sett á laggirnar, um hvernig unnt er að varðveita líkin í samræmi við trúarsiði múslíma. Einn úr læknasveit Bandaríkja- hers sagði að lík Udays og Qusays hefðu hlotið sömu meðhöndlun og öll önnur. Er gert ráð fyrir að loka- skýrsla um dauða bræðranna liggi fyrir innan sex vikna. Fréttamenn fengu m.a. að sjá járnbita sem skurð- læknar fjarlægðu úr líki Udays, en bitanum var komið fyrir í fæti hans í skurðaðgerð árið 1996, sem fram- kvæmd var eftir að reynt var að ráða hann af dögum. Læknar sögðu enn- fremur að krufning hefði leitt í ljós að bræðurnir hefðu verið við góða heilsu þegar þeir féllu í skot- bardaganum á þriðjudag. Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, hefur varið myndbirtingu af líkum Udays og Qusays en sagði þó að ákvörðun þar að lútandi hefði ekki verið auðveld. Mikilvægt væri hins vegar fyrir Íraka að sjá með eigin augum að þeir væru liðnir fyrir fullt og allt. Fréttamönnum leyft að sjá snyrt lík bræðranna Udays og Qusays Husseins Bandaríkjaher leggur allt kapp á að sannfæra Íraka Bagdad. AP, AFP. AP Bagdad-búar fylgjast með útsendingu arabísku Al-Jazeera-stöðvarinnar á myndum af líkum sona Saddams í gær. SÆNSKA lögreglan kvaðst í gær hafa fengið upplýsingar um að fyrr- verandi upplýsingamálaráðherra Íraks, Mohamm- ed Said al-Sahaf, sem uppnefndur var „kotroskni Ali“, hafi verið bendlaður við óupplýst morð á landflótta, írösk- um útsendara í Stokkhólmi 1985. Sahaf varð sendiherra í Sví- þjóð skömmu eftir að útsendarinn, Majid Husain, var myrtur, en Husa- in hafði leitað hælis í Svíþjóð og hugðist veita upplýsingar um leyni- þjónustukerfi Saddams Husseins, þáverandi Íraksforseta, í Evrópu, að því er Svenska Dagbladet segir. „Við fengum ábendingu um það (...) að ráðlegt væri að yfirheyra [Sahaf],“ sagði yfirmaður rannsókn- arlögreglunnar í Stokkhólmi, Bo Is- aksson. „Við munum kanna málið, en teljum það ekki áríðandi.“ Síðast sást til Sahafs er hann kom til Sameinuðu arabísku furstadæm- anna 11. júlí og sagðist hann þá ætla að dvelja þar ásamt fjölskyldu sinni. Hann er ekki á lista Bandaríkja- manna yfir eftirlýsta, íraska emb- ættis- og ráðamenn. Majid Husain hvarf í janúar 1985 og fannst lík hans í mars s.á., hlutað í 54 parta í tveim ferðatöskum. „Kotroskni Ali“ bendlaður við morð Stokkhólmi. AFP. Sahaf SENDIHERRA Sádi-Arabíu í Bandaríkjunum brást í gær ókvæða við aðdróttunum um að sádi-arabísk stjórnvöld kunni að hafa komið ná- lægt undirbúningi hryðjuverkaárás- anna 11. september 2001. Sagði hann aðdróttanir þessa efnis, sem er að finna í rannsóknarskýrslu Banda- ríkjaþings um aðdraganda hryðju- verkanna er birt var í fyrradag, vera „algerlega rangar“. Sendiherrann, Bandar bin Sultan prins, segir í yfirlýsingu vegna þing- skýrslunnar að strikað hafi verið yfir þá kafla í skýrslunni þar sem fjallað væri um hugsanlegan þátt sádi-arab- ískra stjórnvalda vegna þess að ekki hefði reynzt unnt að færa trúverðug rök fyrir þess háttar aðdróttunum. Hvíta húsið hefur neitað að aflétta leynd af 28 síðum í skýrslunni, en sú ákvörðun hefur verið harðlega gagn- rýnd af þingmönnum á Bandaríkja- þingi. Liður í áætlun um að knýja fram stjórnarfarsbreytingar? Sádi-arabískir stjórnmálaskýr- endur segja aðdróttanirnar í banda- rísku rannsóknarskýrslunni vera lið í tilraun „hauka í Washington“ til að auka pólitískan þrýsting á stjórnvöld í Riyadh og knýja jafnvel fram álíka róttæka breytingu á stjórnarháttum þar og Bandaríkjamenn eru nú búnir að ná fram í Írak. „[Haukarnir] vonast til að það sem gerðist í Afganistan og Írak gerist líka í Sádi-Arabíu. Þeir vilja róttæk- ar, algerar breytingar. Það er þess vegna sem þeir beina spjótum sínum að konungdæminu,“ tjáði sádi-arab- íski stjórnmálafræðingurinn Turky al-Hamad AFP-fréttastofunni. Sádar reiðast aðdrótt- unum Washington, Riyadh. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.