Morgunblaðið - 26.07.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.07.2003, Blaðsíða 40
ÍÞRÓTTIR 40 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT Þór frá Akureyri komst í annaðsæti 1. deildar í knattspyrnu er þeir lögðu HK að velli í gær með þremur mörkum gegn einu. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill til að byrja með og liðin skiptust á að sækja án þess að skapa sér umtalsverð færi. Gísli Ólafsson var með varnarmönnum Þórs til að byrja með, hann komst í ágætt færi á 10. mínútu sem Atli Már Rúnarsson í marki Þórs varði í horn. Leikurinn var í jafnvægi og fátt markvert gerð- ist allt fram að 34. mínútu þegar Freyr Guðlaugsson fékk boltann úti við hægri hornfána, lék á varnar- mann HK, þá út í teig og skaut loks fram hjá Gunnleifi Gunnleifssyni í marki HK og kom Þórsurum yfir, 1:0. Hörður Már Magnússon fékk ákjósanlegt færi til að jafna metin mínútu síðar en Atli Már sá við hon- um. Þórsarar sóttu stíft það sem eft- ir lifði hálfleiksins en þeim tókst ekki að auka forystuna áður en flautað var til leikhlés. Þórsarar voru betri aðilinn í seinni hálfleik og juku forystu sína sann- gjarnt á 65. mínútu þegar Alexander Santos afgreiddi fyrirgjöf Péturs Kristjánssonar í netið. Gestirnir gerðust einum of værukærir eftir markið og það nýttu leikmenn HK sér og minnkuðu muninn í 2:1. Þar var að verki Hörður Már en skot hans hafði viðkomu í varnarmanni á leið sinni í mark Þórs. HK lagði allt í sölurnar til þess að jafna metin á kostnað varnarinnar og það gátu Þórsarar notfært sér á 90. mínútu þegar Jóhann Þórhallsson innsiglaði sigur gestanna og skoraði þriðja mark Þórs og sitt 13. á tímabilinu. Hlynur Birgisson og Pétur Kristj- ánsson áttu fínan leik fyrir Þór, einn- ig var Jóhann Þórhallsson áberandi en hann fór þó illa með nokkur prýð- isgóð færi. Hjá HK átti Hörður Már góðan leik og Gísli Ólafsson var áberandi í fyrri hálfleik. Maður leiksins: Hlynur Birgisson. KNATTSPYRNA Laugardagur. 2. deild karla: Fjölnisvöllur: Fjölnir - Sindri ...................14 Helgafellsvöllur: KFS - KS .......................16 Framvöllur: Léttir - Völsungur ................16 1. deild kvenna B: Sindravellir: Sindri - Fjarðabyggð ...........14 Ólafsfj.: Leiftur/Dalvík - Höttur ...............16 Sunnudagur. Efsta deild karla, Landsbankadeild: KR-völlur: KR - Fram ..........................19.15 3. deild karla A: Fífan: Drangur - Grótta.............................13 Torfnesvöllur: BÍ - Víkingur Ó. ................14 1. deild kvenna B: Sauðárkrókur: Tindastóll - Höttur...........14 Mánudagur: Efsta deild karla, Landsbankadeild: Hlíðarendi: Valur - FH .........................19.15 1. deild kvenna A: Kópavogur: HK/Vík. - Þrótt./Haukar 2 ...20 FRJÁLSÍÞRÓTTIR Meistaramót Íslands fer fram í Borgarnesi í dag og á morgun, sunnudag. Undankeppni hefst kl. 10 báða dagana. Öll úrslit, nema í sleggjukasti, fara fram kl. 14– 16 báða daga, eins og sést hér á tímaseðli mótsins. Laugardagur: 14.00 Spjótkast kvenna 14.00 Langstökk karla 14.00 Stangarstökk karla 14.00 100 m grindahlaup kvenna - Úrslit 14.10 110 m grindahlaup karla - Úrslit 14.20 100 m hlaup kvenna - Undanúrslit 14.30 100 m hlaup karla - Undanúrslit 14.40 3000 m hindrunarhlaup karla 14.55 100 m hlaup kvenna - Úrslit 15.00 100 m hlaup karla - Úrslit 15.00 Langstökk kvenna 15.00 Hástökk karla 15.00 Spjótkast karla 15.10 400 m hlaup kvenna 15.15 400 m hlaup karla 15.20 1.500 m hlaup kvenna 15.30 1.500 m hlaup karla 15.45 4x100 m boðhlaup karla 15.55 4x100 m boðhlaup kvenna Sunnudagur: 14.00 Kringlukast kvenna 14.00 400 m grindahlaup karla 14.00 Þrístökk karla 14.00 Stangarstökk kvenna 14.00 Kúluvarp karla 14.10 400 m grindahlaup kvenna 14.15 800 m hlaup karla 14.20 800 m hlaup kvenna 14.30 200 m hlaup karla - Úrslit 14.35 200 m hlaup kvenna - Úrslit 14.40 5000 m hlaup karla 15.00 Kúluvarp kvenna 15.00 Hástökk kvenna 15.00 Þrístökk kvenna 15.00 Kringlukast karla 15.05 3000 m hlaup kvenna 15.25 4x400 m boðhlaup karla 15.45 4x400 m boðhlaup kvenna GOLF – Einherjar keppa Golfmót Einherja verður á Bakkakotsvelli í Mosfellsbæ á morgun, sunnudag. Ræst verður út frá kl. 9 til 12. Sagt er að Ein- herjaklúbburinn sé vinsælasti golfklúbbur landsins. Aðeins lítill hluti þeirra sem leika golf komast í hann eða einungis þeir sem hafa farið holu í höggi. UM HELGINA KNATTSPYRNA 1. deild karla: Haukar – Víkingur R. ..............................0:0 Leiftur/Dalvík – Njarðvík.......................6:6 William Geir Þorsteinsson 27., Guðmundur Kristinsson 29., Zeid Yasin 39., Árni Thor Guðmundsson (víti) 50., Ingvi Hrafn Ingvason 65., sjálfsmark 75. - Óskar Örn Hauksson 4., 64., 72., Marteinn Guðjónsson 6., Gunnar Örn Einarsson 62., Kristinn Magnússon 83. HK – Þór ....................................................1:3 Hörður Már Magnússon 75. - Freyr Guð- laugsson 34., Alexandre Santos 65., Jóhann Þorhallsson 90. Keflavík – Breiðablik...............................3:1 Hörður Sveinsson 26., Magnús Þorsteins- son 88., Zoran Ljubicic 90. - Ívar Sigurjóns- son 34. Staðan: Keflavík 11 8 2 1 29:12 26 Þór 11 6 3 2 26:18 21 Víkingur R. 11 5 5 1 14:7 20 Haukar 11 4 3 4 15:15 15 Stjarnan 11 3 5 3 15:16 14 HK 11 4 2 5 14:16 14 Njarðvík 11 3 3 5 22:24 12 Afturelding 11 3 2 6 13:22 11 Breiðablik 11 3 1 7 10:16 10 Leiftur/Dalvík 11 2 2 7 16:28 8 2. deild karla: Tindastóll – Selfoss ..................................2:1 Kristinn Tóbías Björgvinsson 58., Kristmar Geir Björnsson 68. - Jón Guðbrandsson 19. Staðan: Völsungur 11 8 1 2 36:18 25 Fjölnir 11 7 2 2 32:16 23 Selfoss 12 7 1 4 28:16 22 Tindastóll 12 6 1 5 22:22 19 KS 11 5 3 3 20:17 18 Víðir 12 5 2 5 15:16 17 ÍR 12 5 1 6 22:22 16 KFS 11 4 1 6 25:31 13 Léttir 11 2 1 8 9:39 7 Sindri 11 0 3 8 15:27 3 3. deild karla A: Bolungarvík – Víkingur Ó. .......................1:4 Deiglan – Númi..........................................0:2 Staðan: Víkingur Ó 10 8 2 0 35:10 26 Númi 11 7 3 1 32:21 24 Skallagr. 11 6 2 3 27:18 20 BÍ 11 5 2 4 23:25 17 Drangur 9 3 1 5 19:28 10 Grótta 10 2 2 6 13:15 8 Bolungarvík 11 2 1 8 22:37 7 Deiglan 11 2 1 8 16:33 7 3. deild karla B: Ægir – Afríka.............................................3:1 Staðan: Leiknir R. 10 9 1 0 50:5 28 Reynir S. 10 8 2 0 39:5 26 Árborg 10 5 2 3 36:19 17 ÍH 10 5 1 4 21:19 16 Freyr 10 5 0 5 18:29 15 Hamar 10 2 1 7 11:40 7 Ægir 10 1 1 8 10:41 4 Afríka 10 1 0 9 6:33 3 3. deild karla C: Magni – Hvöt .............................................5:2 Neisti H. – Snörtur....................................5:4 Staðan: Vaskur 11 8 1 2 32:14 25 Magni 11 6 2 3 30:17 20 Reynir Á 11 6 2 3 20:16 20 Hvöt 11 4 3 4 23:14 15 Neisti H. 11 3 2 6 23:31 11 Snörtur 11 0 2 9 13:49 2 3. deild karla D: Einherji – Neisti D....................................4:1 Huginn – Fjarðabyggð .............................0:3 Staðan: Fjarðabyggð 11 8 0 3 28:12 24 Höttur 11 6 2 3 20:13 20 Huginn 11 5 0 6 21:25 15 Neisti D. 10 4 1 5 15:23 13 Leiknir F. 11 4 0 7 22:26 12 Einherji 10 3 1 6 14:21 10 Opna Norðurlandamótið Keppni kvennalandsliða, skipað leikmönn- um undir 21 árs, í Danmörku: A-RIÐILL: Ísland - Danmörk ......................................0:2 Noregur - Bandaríkin ...............................1:1 Bandaríkin 3 2 1 0 5:1 7 Danmörk 3 2 1 1 3:2 4 Noregur 3 0 3 0 3:3 3 Ísland 3 0 1 2 1:6 1  Ísland leikur við Finna á morgun um 7. sæti. B-RIÐILL: Grikkland - Þýskaland ..............................0:1 Svíþjóð - Finnland .....................................1:1 Svíþjóð 3 2 1 0 4:1 7 Þýskaland 3 2 0 1 5:1 6 Grikkland 3 1 0 2 2:4 3 Finnland 3 0 1 2 2:7 0 GOLF Íslandsmótið í höggleik – í Vestmannaeyj- um. Listinn yfir þá kylfinga sem hafa náð bestum árangri eftir tvo keppnisdaga. Alls komust 73 kylfingar áfram eftir tvo daga úr karlaflokki, 162 högg eða minna. KARLAR Birgir L. Hafþórsson, GKG ....132 (65-65) -8 Magnús Lárusson, GKj...........135 (66-66) -5 Sigurpáll Geir Sveinss., GA ....136 (68-68) -4 Björgvin Sigurbergsson, GK......140 (69-71) Ólafur Már Sigurðsson, GK........141 (69-72) Örn Ævar Hjartarson, GS ..........141 (69-72) Birgir M. Vigfússon, GR .............143 (72-71) Heiðar Davíð Bragason, GKj......143 (72-71) Davíð Már Vilhjálmsson, GKj ....143 (69-74) Guðmundur I. Einarsson, GR ....144 (73-71) Kristinn G. Bjarnason, GKG ......144 (70-74) Hjalti Atlason, GOB ....................145 (72-73) Brynjólfur E. Sigmarss., GKG ...145 (71-74) Haraldur H. Heimisson, GR.......145 (71-74) Úlfar Jónsson, GK .......................145 (72-73) Sigurjón Arnarsson, GR .............146 (74-72) Björn Þór Hilmarsson, GR .........146 (71-75) Willy Blumenstein Vald., GL......147 (76-71) Stefán Orri Ólafsson, GL ............147 (76-71) Júlíus Hallgrímsson, GV.............147 (75-72) Þorsteinn Hallgrímsson, GR ......147 (75-72) Helgi Dan Steinsson, GS.............147 (73-74) Sveinn Sigurbergsson, GK .........147 (71-76) Viggó H. Viggósson, GR .............147 (71-76) Sturla Ómarsson, GR ..................147 (74-73) Örlygur Helgi Grímsson, GV......147 (74-73) Sigurþór Jónsson, GK .................148 (74-74) Jóhannes K. Ármannsson, GL....149 (76-73) Karl Haraldsson, GV...................149 (78-71) Davíð Jónsson, GS .......................150 (75-75) Ólafur H. Jóhannesson, GSE......150 (76-74) Pétur Óskar Sigurðsson, GR ......150 (79-71) Ottó Sigurðsson, GKG.................150 (77-73) Nökkvi Gunnarsson, NK.............150 (75-75) Gunnar Þór Gunnarss., GKG......150 (72-78) KONUR Ólöf María Jónsdóttir, GK ........ 148 (77-71) Ragnhildur Sigurðard., GR ....... 152 (78-74) Þórdís Geirsdóttir, GK ............... 154 (77-77) Nína Björk Geirsdóttir, GKJ .... 155 (78-77) Anna Lísa Jóhannsd., GR .......... 157 (79-78) Katrín Dögg Hilmarsd., GKJ .... 157 (78 79) Helena Árnadóttir, GA .............. 158 (77 81) Helga R. Svanbergsd., GKJ ...... 159 (80 79) Tinna Jóhannsdóttir, GK ........... 172 (87 85) Karlotta Einarsdóttir, GKJ ....... 174 (88 86) Snæfríður Magnúsd., GKJ ........ 181 (86 95) Anna J. Sigurbergsd., GK .......... 183 (95 88) Þórsarar í annað sætið Benedikt Rafn Rafnsson skrifar Gestirnir byrjuðu leikinn meðlátum og voru komnir í 2:0 eftir sex mínútur. Fyrsta markið var afar glæsilegt en þá skoraði hinn 18 ára Óskar Örn Hauksson með skoti frá miðju og tveim- ur mínútum síðar lagði hann upp mark fyrir Martein Guðjónsson. Það tók heimamenn nokkurn tíma að koma sér inn í leikinn en þeir jöfnuðu með tveimur mörkum á tveggja mínútna kafla eftir hálftíma leik. Zeid Yasin kom þeim svo yfir á 39. mínútu með flugskalla eftir hornspyrnu. Staðan í hálfleik var því 3:2. Í síðari hálfleik virtust heimamenn ætla að taka leikinn í sínar hendur og þeir bættu við marki á 50. mínútu úr vítaspyrnu. Raunin varð þó önnur og enn á ný komu tvö mörk á tveimur mínútum, það síðara skoraði Óskar Örn með skoti upp í samskeytin. Njarðvík- ingar voru enn að fagna jöfnunar- marki sínu þegar Leiftur/Dalvík geystist í sókn og komst aftur yfir, 5:4. Nokkru síðar jafnaði Óskar Örn aftur með enn einu lang- skotinu, stöngin inn. Heimamenn komust yfir skömmu síðar með sjálfsmarki gestanna og þá voru fimmtán mínútur eftir. Það var svo Kristinn Magnússon sem átti síð- asta markið og jafnaði hann leikinn í 6:6. Njarðvíkingar voru svo nærri búnir að tryggja sér sigurinn skömmu fyrir leikslok en Sævar Eysteinsson, markvörður norðan- pilta, varði vel í þrígang. Sanngjarnt jafntefli varð niður- staðan og liðin eiga hrós skilið fyrir frábæra skemmtun. Maður leiksins: Óskar Örn Hauksson, Njarðvík. Markaregn á Dalvík ÞAÐ var boðið upp á sannkallaða markaveislu á Dalvík í gær í full- komnu knattspyrnuveðri. Þar voru Njarðvíkingar í heimsókn og áð- ur en yfir lauk hafði hvort lið skorað sex mörk. Leiftur/Dalvík situr því sem fastast á botni deildarinnar en Njarðvíkingar eru skammt undan og í bullandi fallhættu. Einar Sigtryggsson skrifar Leikurinn byrjaði mjög vel. Bæðiliðin áttu hörkuskot að marki strax á upphafsmínútunum – fyrst var það Stefán Gíslason fyrir Kefl- víkinga, en fyrir gestina var það Kristófer Sigur- geirsson sem skaut rétt framhjá. Liðin skiptust á að sækja og voru að spila mjög skemmtilega knatt- spyrnu í fyrri hálfleik. Á 26. mínútu fengu Keflvíkingar hornspyrnu. Haraldur Guðmundsson og Stefán Gíslason stukku manna hæst í víta- teignum en náðu þó ekki að gera sér mat úr spyrnunni. Knötturinn datt inn í markteig og þar var Hörður Sveinsson vel vakandi og náði að skora, 1:0. Á 34. mín. náðu Blikar að skora eftir hornspyrnu, 1:1. Þar var að verki Ívar Sig- urjónsson, en hann nýtti sér varn- armistök Keflvíkinga. Eftir að gest- irnir náðu að jafna leikinn róaðist leikurinn. Þau færi sem heimamenn fengu, stöðvuðust flest í höndum Páls Gísla Jónssonar, markvarðar Breiðabliks, sem átti mjög góðan leik. Seinni hálfleikur var mjög bragð- daufur. Keflvíkingar voru meira með knöttinn, en sköpuðu sér fá færi. Það var á síðustu 10. mín- útunum sem leikurinn fór aftur í gang. Þá voru Keflvíkingar mun hættulegri. Besta færi Blikanna var þegar Hörður Bjarnason komst einn inn fyrir vörn Keflvíkinga eftir glæsilegan einleik, en Ómar Jó- hannsson, markvörður Keflvíkinga, kom á réttum tíma út úr markinu og varði vel skot Harðar. Á 88. mín- útu lék Magnús Þorsteinsson í gegnum vörn Breiðabliks og skor- aði fallgegt mark, 2:1. Gestirnir úr Kópavogi sóttu hart að marki Kefl- víkinga undir lokin. Þeir fengu hornspyrnu á síðustu mínútu leiks- ins. Keflvíkingar náðu knettinum og Guðjón Antoníusson sendi hann fram völlinn. Þar var Þórarinn Kristjánsson einn á auðum sjó. Þór- arinn lék á markvörð Blikanna, sem felldi hann inni í teig. Gylfi Orra- son, ágætur dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu og gaf Páli markverði rautt spjald. Úr vítaspyrnunni skoraði Zoran Ljubicic, 3:1. Í liði gestanna var Páll Gísli markvörður mjög góður. Þá áttu þeir Sævar Pétursson og Kristófer Sigurgeirsson ágætan leik. Í sókn- inni hjá Blikum bar einna mest á Ívari Sigurjónssyni og Herði Bjarnasyni, eftir að hann kom inn á. Í liði heimamanna áttu þeir Stef- án Gíslason og Jónas Sævarsson mjög góðan leik. Jónas var mjög vinnusamur á miðjunni. Scott Ramsey sýndi oft ágæta takta. Magnús Þorsteinsson var sprækur í framlínunni eins og Þórarinn, eftir að hann kom inn á. Þá áttu varn- armenn Keflvíkinga góðan leik. Maður leiksins: Jónas Sævarsson Keflavík Æsispennandi lokasprettur KEFLVÍKINGAR fögnuðu sigri á Blikum í Keflavík í gærkvöldi og má segja að þeir hafi landað sigrinum á æsispennandi lokamínútum fyrir áhorfendur. Þeir skoruðu tvö síðustu mörkin á tveimur síðustu mín. leiksins, 3:1. Keflvíkingar halda öruggri forustu í 1. deild en liðið er með 26 stig að loknum 11 umferðum en Þór frá Akureyri er þar næst í röðinni með 21 stig. Staða Breiðabliks er hinsvegar verri en liði er í fallsæti með 10 stig en Leiftur/Dalvík er þar fyrir neðan með átta stig. Atli Þorsteinsson skrifar Ljósmynd/Árni Torfason Stefán Gíslason lék vel í liði Keflvíkinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.