Morgunblaðið - 26.07.2003, Blaðsíða 29
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2003 29
Lundi V/Nýbýlaveg
564 4566 • www.solsteinar.is
Við vorum búin að vera nokkra
daga í sumarhúsinu okkar. Þau Heiða
og Nonni voru að hjálpa okkur að
mála og verkið gekk mjög vel og allt
var svo ljómandi fallegt svona nýmál-
að.
Þá hafði veðrið leikið við okkur
hvern dag og á föstudaginn var hitinn
27 stig og blankalogn allan daginnn.
En á örlagadaginn sunnudaginn 20.
júlí var sólarlítið og hitinn komst í 17
stig. Hvað gat maður hugsað sér
betra? Það var svo seinnipart dagsins
að síminn hans Nonna hringdi, það
var Þorsteinn tannlæknir bróðir hans
og færði okkur þær hræðilegu fréttir
að Brynjar Páll litli dóttursonur okk-
ar hefði látist af slysförum úti í Sel-
vogi þar sem Guðmundur og Áslaug
voru í bústað með drengina sína.
Það er stutt leið úr Erlurimanum
hingað í Seftjörnina og þeir bræður
Jón Ingibergur og Brynjar Páll komu
stundum oft á dag á hjólunum sínum
til að heimsækja afa og ömmu. Þeir
voru snarir í snúningum og hressandi
blær fylgdi þeim alltaf og þeir voru
horfnir áður en við var litið, en nú
kemur Brynjar ekki meir og sorg og
söknuður munu taka við.
Þegar við heyrðum ótíðindin flýtt-
um við okkur í Sjúkrahúsið á Selfossi
og í litlu kapelluna þar sem sr. Gunn-
ar Björnsson hafði með okkur dásam-
lega helgistund sem verður fjölskyld-
unni ávallt ógleymanleg. Að því loknu
fórum við í setustofu aðstandenda
þar sem sr. Gunnar, Ágúst Örn
Sverrisson læknir og Signhildur
hjúkrunarfræðingur veittu okkur
áfallahjálp, sem var ómetanleg og ég
þakka með bljúgu hjarta fyrir hönd
fjölskyldunnar. Það var léttir að geta
grátið. Við biðjum foreldrum Brynj-
ars Páls, bróður hans, systur og mági
guðs blessunar á þessum erfiðu tím-
um og kveðjum nú litla vininn okkar
hann Brynjar Pál hinstu kveðju og
treystum því að hinn hæsti höfuð-
smiður himins og jarðar greiði leið
hans á ókunnum slóðum.
Þórhildur Svava Þorsteins-
dóttir og Páll Jónsson.
Það verða ólýsanlega þung spor
sem við stígum þegar við í dag fylgj-
um til grafar litla sólageislanum hon-
um Brynjari Páli. Brynjar, eða Binni
eins og við á Kvistási kölluðum hann,
var tíður gestur með mömmu sinni og
ávallt fjör á heimilinu þegar hann
kom. Hann var með eindæmum frísk-
ur strákur, uppátækjasamur og
skemmtilega stríðinn. Þetta fengum
við oft að reyna. Ósjaldan höfum við
setið saman fjölskyldan og sagt sögur
af uppátækjum hans og haft á orði að
hann væri okkar Emil í Kattholti.
Brynjar Páll var áhugasamur um um-
hverfi sitt og eftirtektarsamur, sér-
fróður um hvers konar vinnuvélar og
tæki og fræddi okkur hin um hestöfl
BRYNJAR PÁLL
GUÐMUNDSSON
✝ Brynjar Páll Guð-mundsson fæddist
á Selfossi 18. nóvem-
ber 1997. Hann lést af
slysförum hinn 20. júlí
síðastliðinn. Foreldrar
hans eru Guðmundur
Jónsson, f. 13. júlí
1961, og Áslaug Páls-
dóttir, f. 15. september
1958. Systkini Brynj-
ars Páls eru Þórhildur
Svava Svavarsdóttir,
tannsmiður, f. 7. febr-
úar 1978, heitmaður
hennar er Torfi Ragn-
ar Sigurðsson, laganemi, f. 27.
september 1980, og Jón Ingiberg-
ur Guðmundsson, f. 19. október
1995. Foreldrar Guðmundar eru
Jón Ingibergur Guðmundsson, yf-
irlögregluþjónn á Selfossi, f. 20.
október 1923, d. 22. apríl 2001, og
Bryndís Sveinsdóttir, kona hans, f.
13. desember 1921. Foreldrar Ás-
laugar eru Páll Jónsson, tannlækn-
ir á Selfossi, f. 22. ágúst 1924, og
kona hans, Þórhildur Svava Þor-
steinsdóttir, f. 4. febrúar 1931.
Útför Brynjars Páls fer fram frá
Selfosskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 11.
og hásingafjölda
trukka sem við sáum.
Þennan áhuga fékk
hann frá störfum
pabba síns á þeim ófáu
ferðum sínum með
honum í slíkum tækj-
um.
Brynjar Páll og
bróðir hans, Jón Ingi-
bergur, voru í miklu
uppáhaldi hjá frænd-
um sínum, Kristjáni
Patreki og Þorbergi,
og var virðingarstig-
inn aldurstengdur sem
leiddi til þess að Þorbergur tveggja
ára tók Brynjar Pál sem fyrirmynd í
öllu. Þeir bræður, Jón Ingibergur og
Brynjar Páll, voru ákaflega hændir
hver að öðrum, sjaldnast sáust þeir
nema saman og er missirinn því Jóni
Ingibergi mjög sár. Svövu systur sína
dýrkuðu þeir báðir og var hrífandi að
sjá þá ást sem á milli systkinanna
ríkti.
Að leiðarlokum þökkum við fyrir
þau tæpu sex ár sem við fengum að
hafa Brynjar Pál með okkur, það
voru forréttindi.
Elsku Ása, Gummi, Jón Ingiberg-
ur, Svava og Torfi, það eru erfiðir
tímar og djúp sár í sálum okkar allra.
Megi himnafaðirinn og tíminn lina þá
þjáningu.
Þorsteinn, Jónína og börn.
Elsku Binni, við þökkum fyrir þær
stundir sem við höfum fengið að njóta
samveru þinnar, sem kannski oftar
en ekki var í sumarbústað afa og
ömmu í Grímsnesinu. Þar gátuð þið
bræður unað ykkur frá morgni til
kvölds við leik og sprell, og ef eitt-
hvað var verið að taka til hendi vildir
þú ólmur fá að vera með og hjálpa til.
Söknuður verður að heyra ekki leng-
ur í litlum frænda sem hringdi í Hafn-
arfjörðinn fullur af áhuga og vildi fá
að vita allt um þyrlur, flugvélar og
bíla.
Þótt sorg og söknuður sé í hjarta
mun minning þín alltaf lifa með okkur
um ókomna tíð.
Þökk fyrir okkar stundir,
þökk fyrir brosið þitt.
Þú hefur sól og hlýju,
sent inn í hjarta mitt.
(Höf. ók.)
Elsku Ása, Guðmundur, Jón Ingi-
bergur, Svava og Torfi við biðjum
þess að Guð styrki ykkur í sorginni.
Jón, Aðalheiður, Páll og Þór.
Það eru daufir litirnir yfir bænum
okkar þessa dagana. Regnboginn
hans Brynjars sem lýsti svo vel upp
bæinn er lagstur til hliðar. Kraftur-
inn og orkan sem bjó í þessum litla
manni var með ólíkindum mikil.
Okkar leiðir lágu oftast saman í
sundlauginni þar sem hann var á leik
með stóra bróður meðan mamma var
að synda. Svo var stoppað í pottinum
eftir leikinn og tókum við þá oft lítið
spjall saman. Sameiginleg frænd-
systkin voru oftast umræðuefnið og
síðasta spjallið okkar snerist einmitt
um hvort við værum að fá litla
frænku eða frænda því von var nýju
barni innan tíðar. Og komin var
spenna í loftið.
Fjörið í kringum þennan litla mann
var mikið og litaði hann lífið sterkum
og skærum litum. Mínar innilegustu
samúðarkveðjur sendi ég fjölskyldu
hans allri. Og bið góðan guð um að
gefa ykkur styrk til að takast á við
framtíðina án hans.
Regnboginn hans mun rísa að nýju
því minningin um fjörkálfinn litla
mun lifa að eilífðu.
Vigdís Rós Gissurardóttir.
Það er ólýsanlega stutt á milli hlát-
urs og gráturs. Örlagadaginn 20. júlí
sl. sat ég með henni Svövu minni upp í
sófa og klappaði bumbunni á henni,
ég þóttist finna spark enda ekki nema
tæpir tveir mánuðir í fæðingu frum-
burðarins, í sömu andrá hringir
Gummi hennar Ásu með þær hörm-
ungarfréttir að hann Binni litli væri
dáinn. Skyndilega er veröldinni kippt
undan manni og snúið á hvolf, eftir
standa vandamenn og vinir lamaðir af
sorg, uppfullir af endalausum spurn-
ing sem aldrei fást svör við. Af hverju
hann? Af hverju fær svona lítill
drengur ekki að vera aðeins lengur
hjá okkur? Af hverju fær svona lítill
drengur ekki einu sinni að kaupa
skólatösku, eins og hann hlakkaði svo
til? Af hverju fær svona lítill drengur
ekki að fá fullorðinstennurnar sínar
eins og hann hlakkaði svo til, því þá
gæti hann sagt R? Það er eflaust ein-
hver tilgangur með öllum þessum
harmleik, en hann fáum við er eftir
stöndum eflaust aldrei skilið.
Hún er mér alltaf minnisstæð ferð-
in á spítalann þegar ég sá Brynjar Pál
fyrst. Í þeirri sömu ferð heimsótti ég
aldraðan langafa minn í hinsta sinn,
hann lést örfáum dögum síðar en þú
komst heim af spítalanum og minnti
mann á að svona væri gangur lífsins.
Það er því erfitt að sætta sig við at-
burð sem þennan sem er þvert á gang
lífsins. En huggun er að finna í enda-
lausum minningum, um lítinn glað-
væran glókoll með prakkaraglottið
sitt, sem einhvern veginn vissi alltaf
mun betur en við hin hver hans til-
gangur væri, hann vildi allt gera og
allt sjá á sem stystum tíma, það var
sjaldan lognmolla í kringum litla
drenginn sem ekkert hræddist.
Brynjar minn, þín fimm litlu ár
marka djúp spor í líf mitt er aldrei
fennir yfir, ég er þess ævinlega þakk-
látur að hafa fengið þennan stutta
tíma með þér og gæfi ég allt fyrir að
fá að lengja þennan tíma þótt ekki
væri nema um fimm mínútur.
Elsku Ása, Gummi, Jón Ingiberg-
ur og Svava mín, Guð gefi okkur
styrk til að takast á við sorgina á
þessum erfiðu tímum.
Þinn vinur
Torfi Ragnar Sigurðsson.
Elsku Binni. Það er erfitt að hugsa
til þess að ég eigi ekki eftir að sjá þig
aftur, trúi því ekki að þú sért dáinn.
Að þú eigir ekki eftir að dingla, kíkja
svo í gegnum bréfalúguna og athuga
hvort það sé ekki einhver að koma til
dyra. Bara í síðustu viku vorum við
úti á bletti að spila golf, þú settir full
mikinn kraft í höggin, og skaust oft-
ast yfir holuna sem við höfðum búið
til. Þau voru ófá skiptin sem ég, þú og
Jón bróðir þinn vorum úti í bíló, í fót-
bolta eða eitthvað annað að bardúsa.
Okkur datt nú ýmislegt í hug til að
gera – sem ekki vakti nú fögnuð allra.
Elsku Binni, ég kveð þig með sökn-
uði og bið góðan Guð að geyma þig.
Þinn vinur,
Arnar Freyr.
Elsku frændi, Brynjar Páll.
Takk fyrir samfylgdina, litli gló-
kollur og fjörkálfur.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Guð blessi fjölskylduna þína.
Guðný, Dagrún, Áslaug, Oliver
Ingvar og Þórdís Aníta.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. Sveinbjörn Egilsson.)
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Kæri vinur, Guð geymi þig, og
bestu þakkir fyrir allar sam-
verustundirnar.
Elvar Guðberg Eiríksson.
Elsku litli frændi minn,
aldrei skal ég þér gleyma,
ég kveð þig nú í hinsta sinn
og minningu þína mun geyma.
Þín frænka
Halla Karen (Gunnarsdóttir).
HINSTA KVEÐJA
✝ Auður Vilhelms-dóttir fæddist á
Skíðastöðum í Lýt-
ingsstaðahreppi í
Skagafirði 28. ágúst
1928. Hún lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri hinn
14. júlí síðastliðinn.
Foreldrar Auðar
voru bændurnir Mar-
grét Ingibjörg Jó-
hannsdóttir, f. í
Skagafirði 22. febr-
úar 1903, d. 18.
ágúst 1980, og Vil-
helm Jóhann Jó-
hannsson, f. í Skagafirði 22. júlí
1902, d. 8. desember 1980. Þau
bjuggu lengst af í Laugardal í
Lýtingsstaðahreppi. Auður var
elst fjögurra systkina, eftirlifandi
eru: Eiður Reynir, Sigrún Edda
og Guðrún Hólmfríður Ásta. Eig-
inmaður Auðar var Jónas Hró-
bjartsson, f. á Hellulandi í Skaga-
firði 23. ágúst 1923, d. 20. mars
1983. Foreldrar hans voru Skag-
firðingarnir Vilhelmína Helga-
dóttir, f. 4. október 1894, d. 3.
október 1986, og Hróbjartur Jón-
asson, f. 5. maí 1893, d. 3. apríl
1979. Á árunum 1956–1964
bjuggu Auður og Jónas á Hamri í
Hegranesi en eftir það á Sauð-
árkróki. Þau eign-
uðust þrjú börn sem
eru: 1) Hróbjartur
rafeindavirki á
Sauðárkróki, f. 10.
febrúar 1958, 2) Ingi
Vilhelm lektor við
Háskólann í Skövde
í Svíþjóð, f. 27. mars
1966, kvæntur
Carinu Birgittu
Törnblom búfræði-
kandidat, f. 2. júní
1959 og eiga þau
tvær dætur, sem
eru: Rakel Conrad-
ina, f. 19. apríl 1991,
og Auður Veronica, f. 28. apríl
1995, 3) Ingibjörg Elín grunn-
skólakennari í Borgarnesi, f. 26.
október 1969, gift Jens Andrési
Jónssyni vélstjóra, f. 2. október
1967 og eiga þau þrjú börn, sem
eru: María Dröfn, f. 15. desember
1990, Ægir Jónas, f. 1. júlí 1997,
og Knútur, f. 18. maí 1999.
Veturinn 1954–1955 var Auður
við nám í Húsmæðraskólanum á
Löngumýri í Skagafirði. Starfs-
vettvangur Auðar var heimili
hennar, landbúnaðar- og sauma-
störf.
Útför Auðar fer fram frá Sauð-
árkrókskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Elsku amma, við viljum þakka
þér allar samverustundirnar.
Bernska okkar verður alltaf tengd
heimsóknunum til Íslands og þegar
þú komst til okkar í Svíþjóð. Það
var líka alltaf jafnspennnadi að
skoða í pakkana frá þér, sem voru
svo fullir af Íslandi. Í þeim voru
kleinur, harðfiskur, ullarsokkar,
súkkulaði og lopapeysur. Þetta var
allt saman gott og nytsamlegt, en
fremst setjum við þann hug sem lá
að baki. Þó svo að langir vegir
skildu okkur oft á tíðum að, fund-
um við þá umhyggju sem þú barst í
brjósti til okkar. Við vöxum uppúr
því sem þú prjónaðir á okkur, en
minningin um þig mun fylgja okkur
í gegnum lífið.
Rakel og Veronica.
Elsku amma.
Við heimsóttum þig stutta stund
17. sl. Að sjálfsögðu fengum við vel
að borða, því þú passaðir alltaf að
enginn færi svangur frá þér. Eftir
matinn fórum við í gilið þitt, sull-
uðum í ánni og þú kenndir okkur
að gera festi úr fíflaleggjum. Þetta
fannst okkur merkileg iðja, sér-
staklega þegar þú sagðir okkar að
mamma þín hefði kennt þér þetta
þegar þú varst lítil stúlka. Svona
varstu, alltaf að kenna okkur eitt-
hvað sem var nýtt fyrir okkur en
gamalt fyrir þér. Svo kom að
kveðjustundinni. Ekki grunaði okk-
ur að hún væri sú síðasta.
Núna ertu engill hjá guði og við
söknum þín sárt. Við þökkum fyrir
allar stundirnar með þér. Þú hafðir
alltaf nægan tíma þegar við vorum
annars vegar og varst viljug að
koma til að vera hjá okkur þegar
mikið var að gera hjá mömmu.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Hvíl í friði,
María Dröfn, Ægir
Jónas og Knútur.
Gengin er á góðra vina fund,
göfug mær með æði stóra lund.
Auðar margir sakna sárt,
samt er ferðalagið klárt.
Allra bíður örlaganna stund.
Auður fæddist 28.8. 1928 að
Skíðastöðum í Lýtingsstaðahreppi.
Frumburður foreldra sinna,
hjónanna Vilhelms og Margrétar,
sem byrjuðu sinn búskap á Skíða-
stöðum. Síðar voru þau kennd við
Laugardal en þar áttu þau lengst
heimili. Auður var góðum gáfum
gædd og lundin ákveðin. Hún gekk
hefðbundinn menntaveg síns tíma,
kvennaskólanám að loknu barna-
skólanámi.
Auður var mikill náttúruunnandi,
hjálpfús hvar sem þess var þörf og
mikill og einlægur dýravinur. Þann
24. nóv. 1956 giftist hún Jónasi
Hróbjartssyni frá Hamri, en þar
bjuggu systkinin á Hamri félagsbúi
og þar átti Auður sitt fyrsta heimili
sem gift húsmóðir. Þau Jónas unnu
bæði við félagsbúið til ársins 1964
en þá flytja þau búferlum til Sauð-
árkróks, kaupa neðstu hæðina í
Borgarey af Margeiri Valberg.
Jónas vann samt áfram að bú-
skapnum þar til hann hóf störf hjá
Sauðárkróksbæ árið 1970 og árið
1974 tók Jónas að sér verkstjórn á
vegum Sauðárkróks. Einbýlishúsið
þeirra að Háuhlíð 5 var fokhelt
1980, inn í það fluttu þau snemma
árs 1983, en þá voru börnin orðin
þrjú, öll fædd á sjúkrahúsi Sauð-
árkróks og þar lést Jónas á því
sama ári. Húsið hefur alla tíð síðan
verið heimili Auðar ásamt eldri
syninum Hróbjarti. Yngri systkinin
eru fyrir löngu flogin úr hreiðrinu
og búin að stofna sitt eigið, sökn-
uður þeirra og litlu ömmubarnanna
er nú mikill og sár. Auður var góð
húsmóðir, dugleg að sauma og
prjóna, hún vann um tíma á prjóna-
stofunni Vöku. Hún var listhneigð,
sótti námskeið eldri borgara í
myndlist og málun. Postulínsmálun
gerði hún mjög góð skil. Útivinnu í
garðinum sínum sinnti hún með
prýði og hafði mikla ánægju af. Á
kvöldin greip hún svo til útsaums
eða prjónanna. Sjónvarpsgláp lét
Auður aldrei trufla sig og hjá RÚV
hlustaði hún bara á gömlu Gufuna.
…
Minningin lifir, enginn fær allt
skilið, við Edda söknum með af-
komendum Auðar og systkinum,
gengna mannkostakonu, blessuð sé
minning hennar.
Pálmi Jónsson.
AUÐUR
VILHELMSDÓTTIR