Morgunblaðið - 26.07.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Mesta mengunarslys Íslandssögunnar?
Menningardagskrá í Skálholti
Lambakroð
og lummur
SKÁLHOLTSSKÓLIbýður fólk velkomiðí Skálholt og að
njóta þeirrar fjölbreyttu
dagskrár sem þar er í boði
með sérstöku tilboði nú um
helgina. Innifalið í tilboð-
inu er gisting, miðalda-
kvöldverður og kaffihlað-
borð.
Hvað verður um að vera
í Skálholti ?
Dagskrá hefst í dag,
laugardag, klukkan tvö
með fyrirlestri Jaaps
Schröder, þekkts barokk-
fiðluleikara sem stýrir tón-
listinni um helgina. Seinni-
partinn verða hér tvennir
sumartónleikar og kaffi-
hlaðborð Valgerðar bisk-
upsfrúar mun svigna und-
an kræsingum. Þar verða
engar hnallþórur heldur
steikt brauð, skonsur, lummur og
fleira góðmeti en notast er við upp-
skriftir frá árinu 1800. Stuðst er
við enn eldri uppskriftir í miðalda-
kvöldverði Þorláks helga biskups
(d. 1193) sem hefst klukkan 19, að
loknum kvöldbænum. Á hans tíma
hófst kryddnotkun fyrir alvöru og
fannst fólki mikil blessun að losna
við ólykt og skemmdir í mat, veitti
það sér ótæpilega af kryddi enda
var það líka sýnishorn um ríki-
dæmi og gestrisni að nota mikið
krydd. Á sunnudagsmorgun verð-
ur farið í menningartengda stað-
arskoðun en eftir hádegið munu
sérfræðingar frá Fornleifastofnun
leiðsegja um uppgröftinn hér. Að
því loknu taka við tónleikar og Val-
gerðarkaffi verður á sínum stað.
Dagskránni lýkur með guðsþjón-
ustu klukkan 17 þar sem úrval af
tónlist helgarinnar verður flutt.
Tilboðið stendur aðeins þessa
einu helgi þar sem aðrar helgar
sumarsins eru þéttsetnar.
Hvernig hljómar matseðill
kvöldsins?
Fordykkur kvöldsins er krydd-
vín sem er rauðvín blandað miklu
af hunangi og kryddi og með því
borðum við íslenskt snakk, söl,
harðfisk og heimabakað brauð.
Meðal rétta má nefna lambakroð,
sem er afturparturinn af lambi
eldaður með blóðbergi á sérstakan
hátt, og svartfugl sem kemst næst
hinum útdauða geirfugli sem var
mjög algengur matur á þessum
tíma. Með matnum verður borið
fram meðlæti líkt og tíðkaðist í þá
daga. Í eftirrétt verða meðal ann-
ars döðlur og fíkjur en þeim lúx-
usvarningi kynntust menn þegar
ferðalög hófust til staða eins og
Rómar og Jerúsalems. Kvöldverð-
urinn er aðallega ætlaður hópum
þó einstaklingar séu að sjálfsögðu
velkomnir og látum við þá vita
hvenær næsti hópur er væntanleg-
ur. Veislustjóri sér um að leiðbeina
fólki við kræsingarnar og stundum
er boðið upp á skemmtiatriði.
Hvað er leikið á sumartónleik-
um?
Þeir eru nú haldnir í 29. sinn og
standa yfir í sex vikur en Helga
Ingólfsdóttir hefur stjórnað þeim
frá upphafi. Ný verk
staðartónskálda hafa
verið áberandi í sumar
en leikin er bæði ís-
lensk nútímatónlist og
barokktónlist. Tónleik-
arnir hafa unnið sér fastan sess í
menningarlífinu og verið afar vel
sóttir.
Í Skálholti er nýr jurtagarður?
Ingólfur á Engi í Laugarási hef-
ur komið upp skemmtilegum
jurtagarði með yfir 40 jurtateg-
undum sem notaðar hafa verið
annað hvort til matargerðar eða
lækninga hér í Skálholti. Eru þær
rækilega merktar á ýmsum tungu-
málum. Erlendis frá hefur hann
einnig fengið hingað svokallaðar
biblíujurtir, þ.e. jurtir sem nefnd-
ar eru í Biblíunni, t.d. lárvið og
ólífutré. Merktir hafa verið í Biblí-
unni þeir staðir þar sem jurtirnar
koma fyrir og getur fólk flett þeim
upp.
Fornleifauppgreftri er nýlokið í
Skálholti?
Þetta er annað sumarið sem
Fornleifastofnun stendur fyrir
fornleifauppgreftri hér. Grafið var
í skólarústunum og biskupshúsun-
um. Fannst þar mikið af ýmsum
munum, í skólabyggingunni fund-
ust t.d. einhvers konar hitaleiðslur
og eins drenlögn til að verja það
fyrir raka og bleytu. Það hefur
verið mjög skemmtilegt og fróð-
legt að fylgjast með þessu.
Eruð þið með vetrardagskrá?
Hér eru haldnir kyrrðardagar
að jafnaði tvisvar sinnum í mánuði
yfir vetrartímann. Þeir eru opnir
öllum sem vilja draga sig í hlé í
nokkra daga. Einnig fer hér fram
margs konar fræðslustarfsemi,
námskeið, ráðstefnur og kórabúð-
ir. Þá senda stofnanir og fyrirtæki
starfsfólk sitt á vinnudaga hingað
sem hefur gengið mjög vel, kyrrð-
in og sagan efla umræðuna!
Hverjir heimsækja Skálholt?
Íslendingar fyrst og fremst, af
öllum gerðum og stærðum og allir
eru þeir hjartanlega velkomnir!
Allmikið er um alþjóðlegar ráð-
stefnur á sumrin, á
laugardaginn verða hér
t.d. norrænir kennarar.
Á námskeiðum okkar
og ráðstefnum má segja
að þátttakendur séu
þverskurður af íslensku þjóðinni.
Kirkjan er miðpunktur staðarins,
það er ómetanlegt að geta gengið
þangað út, hvílst og endurnærst í
kyrrðinni þar. Það er einmitt þessi
kyrrð sem einkennir staðinn hérna
í Skálholti, auk sögunnar sem
einnig er mikils virði fyrir nútíma-
manninn.
Nánari upplýsingar má nálgast
á www.skalholt.is.
Bernharður Guðmundsson
Bernharður Guðmundsson,
rektor Skálholtsskóla, er fæddur
að Kirkjubóli í Önundarfirði
1937. Hann lauk guðfræðiprófi
1962 og meistaraprófi í fjöl-
miðlun 1978. Hann hefur verið
sóknarprestur í Súðavík og í
Stóra-Núpsprestakalli, frétta-
fulltrúi og síðar fræðslustjóri
Þjóðkirkjunnar, sviðsstjóri við
útvarpsstöð í Eþíópíu og deild-
arstjóri í höfuðstöðvum Lúth-
erska heimssambandsins í Genf,
svo eitthvað sé nefnt. Kona hans
er Rannveig Sigurbjörnsdóttir
hjúkrunarfræðingur og eiga þau
þrjú börn og jafnmörg barna-
börn.
Kyrrðin
einkennir
Skálholt
ROKKTÓNLEIKAR voru haldnir á
umferðareyju í Lönguhlíðinni í
Reykjavík fyrir skömmu. Þar voru
komnir saman þrír guttar úr hverf-
inu sem spiluðu rokk af miklum
krafti og sýndu glæsileg tilþrif.
Skemmtunin var samt ekki alveg
ókeypis fyrir aðdáendur því hljóm-
sveitarmeðlimir þáðu mjög gjarnan
framlag af vegfarendum og hlupu
þá með fötu, sem reyndar var hluti
af trommusettinu, til áhorfenda á
milli laga og jafnvel í miðju lagi ef
vel bar í veiði. Þeir höfðu nokkra
aura upp úr krafsinu, fyrst var
hundraðkall alveg nóg en þegar
einhver setti í fötuna þúsundkall,
að því drengirnir sögðu, fannst
þeim það nokkurs konar lágmarks-
gjald.
Morgunblaðið mætti óvænt á
svæðið, borgaði tollinn og hitti
rokkarana sem kynntu sig sem
Kristófer gítarkall, Sigurður
trommukall, báðir 8 ára, og Breki,
6 ára rafmagnsgítarkall, sem tók
sérstaklega fram að hann væri al-
veg rosalegur rokkari. Óvíst var
með leyfi fyrir hátíðinni en þá var
kassabíll hljómsveitarinnar tilbúinn
til að ferja hljóðfæri og hljómsveit
hið snarasta á brott – líka ef þeir
yrðu kallaðir inn í háttinn.
Lengst til vinstri á myndinni er
Sigurður, sem að öllu jöfn lék á
trommur en greip í gítarinn, næst
Kristófer gítarleikari með trommu-
kjuðana og Breki - 6 ára rafmagns-
gítarkarl.
Morgunblaðið/Stefán Stefánsson
Góðir rokkarar í Lönguhlíð
NÝ samþykkt um takmörkun bú-
fjárhalds og bann við lausagöngu bú-
fjár í Reykjavík tók gildi 11. júlí síð-
astliðinn. Markmið borgarstjórnar
Reykjavíkur með samþykktinni er
að tryggja sem best skipulag, stjórn
og eftirlit með búfjárhaldi í Reykja-
vík með ákvæðum um vörsluskyldu
og ábyrgð umráðamanna búfjárins.
Samkvæmt samþykktinni er bú-
fjárhald óheimilt í Reykjavík nema
þar sem sérstaklega er gert ráð fyrir
því í skipulagi.
Að sögn Guðmundar Friðriksson-
ar, hjá Umhverfis- og heilbrigðis-
stofu Reykjavíkur, tengist þessi
samþykkt ekki sérstaklega því deilu-
máli sem kom upp í fyrra milli skóg-
ræktarinnar á Mógilsá og bónda á
Kjalarnesi. „Þessi samþykkt hefur
verið í smíðum í nokkurn tíma. Það
þurfti að ganga frá nýrri samþykkt
vegna sameiningar Reykjavíkur og
Kjalarness auk þess sem sveitar-
félög á höfuðborgarsvæðinu vildu
koma upp hinum svonefnda „Græna
trefli“. Því þurfti að banna lausa-
göngu búfjár. Önnur sveitarfélög,
þar á meðal Kópavogur, hafa riðið
vaðið og sett lausagöngubann og
fylgir Reykjavík nú á eftir. Sam-
þykktin skýrir þó einnig þær deilur
vegna þess að samkvæmt henni er
vörsluskylda á öllu búfé allt árið og
búfjárhald er að öllu leyti á ábyrgð
umráðamanns búfjárins. Það er þá
skilyrðislaus krafa um að umráða-
maður ábyrgist að búfé í umsjá hans
sé haldið innan afmarkaðs svæðis og
gangi ekki laust utan þess. Þess
vegna ættu ekki að koma upp deilu-
mál eins og við Mógilsá í fyrra. Við
erum líka búin að girða austan við
Kistufellið upp í fjall svo féð komist
ekki vestur eftir.“
Banna lausagöngu búfjár