Morgunblaðið - 26.07.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.07.2003, Blaðsíða 38
ÍÞRÓTTIR 38 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÓLAFUR Stefánsson, leikmaður með Magde- burg, sem var útnefndur handknattleiks- maður ársins í Þýskalandi tvö ár í röð, 2001 og 2002, missti nafnbótina besti leikmaður Þýskalands til Christian Schwarzer, Lemgo, sem fékk 77 atkvæði. Markus Baur, félagi hans hjá Lemgo, var annar með 34 atkvæði og síðan kom Ólafur með 20 atkvæði. Schwarzer var í efsta sæti hjá 13 þjálfurum og átta fyrirliðum. Ólafur var í fyrsta sæti hjá tveimur þjálfurum, Ross hjá Eisenach og Fitz- ek hjá Göppingen – og tveimur fyrirliðum, Wolf hjá Grosswallstadt og Köhrmann hjá Wilhelmshavener. Það var handknattleiks- blaðið Handball Magazin sem sá um kjörið, en fyrst var útfefnt 1998. Þá varð Daniel Steph- an, Lemgo, fyrir valinu, 1999 Kyung-Shin Yo- on, Gummersbach, 2000 Magnus Wislander, Kiel og Ólafur síðan tvö ár í röð. MICHAEL Phelps frá Bandaríkjunum virðist vera óstöðvandi á heimsmeistaramótinu í sundi því hinn 18 ára gamli Phelps setti tvö heimsmet í gær. Það fyrra í undanúrslitum í 100 metra flug- sundi og það síðara í úrslitasundi í 200 metra fjórsundi þar sem hann bætti eigið heimsmet. Phelps náði ótrúlegum tíma í 200 metra fjórsundi og kom í mark á 1.56,04 mín en gamla heims- metið sem hann setti sl. fimmtudag var 1.57,52 mín. Ian Thorpe frá Ástralíu varð á 1.59,66 mín og ólympíu- og heimsmeistari Massimiliano Rossi frá Ítalíu þriðji á 1.59,71 mín. Phelps hefur sett fjögur heimsmet í Barcelona, í 200 metra fjór- sundi í tvígang, í 200 metra flugsundi og 100 metra flugsundi. Úkraínumaðurinn Andrii Serdinov setti heimsmet í undan- úrslitum í 100 metra flugsundi á HM í gær er hann kom í mark á 51,76 sekúndum en hann fékk aðeins að njóta áfangans í um 5 mínútur því Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps bætti metið í síðari undanúrslitariðlinum er hann synti á 51,47 sekúndum. Það má því búast við mikilli baráttu á milli þeirra Serdinov og Phelps í úrslitasundinu sem fram fer í dag. Amanda Beard jafnaði heimsmetið í 200 metra bringusundi er hún vann gullverðlaun á HM í Barcelona í dag en hún synti á 2.22,99 mínútum. Phelps slær í gegn á HM í Barcelona HEIMIR Ríkharðsson, þjálfari unglingalandsliðsins í handknatt- leik, skipað leikmönnum undir 19 ára aldri, hefur valið leik- mannahóp sinn, sem tekur þátt í lokakeppni Evrópukeppni lands- liða. Keppnin hefst í Slóvakíu 8. ágúst. Tólf þjóðir taka þátt í EM og verður leikið í tveimur riðlum og síðan um sæti – sigurvegarar riðlana um gull. Ísland er í riðli með Ungverjalandi, Slóvakíu, Þýskalandi, Rússlandi og Slóven- íu. Leikmanahópur Heimis er Björgvin Gústavsson, HK og Pálmar Pétursson, Val, mark- verðir. Aðrir leikmenn eru: Árni Björn Þórarinsson, KA, Árni Þór Sigtryggsson, Þór, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Haukar, Arnór Atlason, KA, Ingvar Árnason, Val, Andri Stefan, Haukum, Jó- hann Gunnar Einarsson, Fram, Davíð Guðnason, Víkingi, Ragnar Hjaltested, Víkingi, Einar Ingi Hrafnsson, UMFA, Hrafn Ingv- arsson, UMFA, Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV, Sigfús Páll Sigfússon, Fram, og Ívar Grét- arsson, Selfossi. Heimir hefur valið sextán Slóvakíufara kom hingað og það er að klára mót- ið vel.“ Hún spilaði fyrri níu holur vallarins á pari en var á einum yfir á seinni níu og kom inn með mjög góðan hring, 71 högg sem setur hana í forystusætið með fjögurra högga forystu. Hún bætti sig um sex högg milli daga og segir sitt- hvað hafa fallið sér í hag seinni dag- inn. „Ég var reyndar að tapa högg- um í röffinu sem er þungt á vellinum, tvö högg fóru bara í það að koma sér aftur á braut en ég sló nokkur góð upphafshögg og eins inn á grínin þannig að það var eig- inlega allt svona nokkuð gott hjá mér í dag. Svo voru líka að detta pútt, ég fékk tvö góð ofan í í dag sem vantaði alveg í gær og ætli það sé ekki meginmunurinn á spila- mennskunni í dag og í gær.“ Hún Efstur var Birgir Leifur Haf-þórsson GKG á 67 höggum en fast á hæla hans kom núverandi Ís- landsmeistari Sigurpáll Sveinsson GA Á 68 höggum. Síðan komu þeir Örn Ævar Hjartarson GS, Magnús Lárusson GKJ, Davíð Már Vil- hjálmsson GKJ og Ólafur Már Sig- urðsson GK allir á 69 höggum. Á öðrum degi lék Birgir Leifur svo á 65 höggum og er því átta undir pari þegar mótið er hálfnað. Í öðru sæti er svo Magnús Lárusson GKJ sem spilaði mjög vel á öðrum degi, 66 höggum og er þremur höggum á eftir Birgi. Sigurpáll er svo í þriðja sæti á fjórum undir pari. Þeir þrír hafa skorið sig talsvert frá hinum keppendunum og stefnir í einvígi þeirra á milli síðustu tvo daga móts- ins. Reyndar skal ekki afskrifa þá Björgvin Sigurbergsson GK, Ólaf Má Sigurðsson GK og Örn Ævar Hjartarson GS sem eru þar á eftir. Nú hefur keppendum verið fækkað úr 98 í 72 og var hæsta skor sem slapp í gegnum niðurskurðinn heil- um 29 höggum frá efsta sætinu. sagði að heldur minni vindur hafi verið fyrri níu holurnar í gær. „Svo þarf maður bara að venjast vell- inum og ná mesta stressinu úr sér, það er alltaf mest á fyrsta hring í svona móti.“ Mikið hefur verið rætt um rigninguna sem spáð hefur ver- ið en hefur ekki látið sjá sig á Heimaey það sem af er. „Það er bara fínt ef það fer að rigna, þá reynir vel á það sem ég hef verið að æfa mig í.“ Hún bar vellinum vel söguna. „Hann er alveg virkilega góður og ég hef aldrei spilað völlinn í Eyjum svona góðan, hann Alli (Aðalsteinn Ingvarsson vallarstjóri) er greinilega að gera frábæra hluti hérna og fær hann tíu fyrir það,“ sagði Ólöf. Björgvin slapp við niðurskurð Gauti Grétarsson úr Nesklúbbn- um var sá kylfingur sem „slapp síð- astur í gegnum hliðið“ þegar kepp- endafjöldi í karlaflokki á Íslandsmótinu var skorinn niður. Alls voru 94 sem tóku þátt en 72 fá að leika tvo síðustu keppnisdagana. Það voru engin „stór nöfn“ sem féllu úr leik að þessu sinni en þeir sem léku á 21 höggi yfir pari eða minna komust áfram. Þar má nefna Björgvin Þorsteinsson, GA, sem er í þessum hópi en hann er sexfaldur Íslandsmeistari og keppir í fertug- asta skipti á Íslandsmóti að þessu sinni. Úlfar Jónsson, GK, er einnig sexfaldur Íslandsmeistari en hann er samtals sex höggum yfir pari og í hópi tuttugu efstu sem stendur. Allir keppendur í kvennaflokki, alls 16 keppendur, fá að leika næstu tvo daga en þar rekur fyrrum Ís- landsmeistari í golfi lestina, Steinun Sæmundsdóttir úr GK. „Vertu þolinmóður,“ gæti Elísabet Halldórsdóttir, unnusta Birgis Leifs Hafþórssonar, verið að segja í Eyjum í gær. Birgir Leifur og Ólöf María byrja vel í Eyjum Morgunblaðið/Sigfús Guðmundsson Björgvin Þorsteinsson, margfaldur meistari á árum áður, komst í gegnum niðurskurðinn á 40. Íslandsmóti hans frá upphafi. VEÐRIÐ hefur leikið við þátttak- endur í Íslandsmótinu í höggleik sem haldinn er í Vestmanna- eyjum þessa helgi og völlurinn í sínu besta ástandi í mörg ár. Þáttakendur eru þó í færri kant- inum, 98 þátttakendur skráðu sig til leiks í karlaflokki og að- eins 18 í kvennaflokki. Allir fremstu kylfingar landsins létu sig þó ekki vanta og þeirra á meðal atvinnumennirnir Birgir Leifur Hafþórsson og Örn Ævar Hjartarson. Byrjað var að keppa á fimmtudag og komu sjö leik- menn í karlaflokki inn á skori undir pari vallarins. Í kvennaflokki voru þrjár stúlkur efstar og jafnar eftir fyrsta daginn á 77 höggum, þær Ólöf María Jóns- dóttir og Þórdís Geirsdóttir úr GK og Nína Björk Geirsdóttir úr GKJ. Ólöf María spilaði svo feikna vel á öðrum degi og kom inn á 71 höggi og samanlagt á 148. Hún náði fjög- urra högga forystu en í öðru sæti er Ragnhildur Sigurðardóttir GR á 152 höggum og í því þriðja Þórdís Geirsdóttir á 154 höggum. Flestar stúlkurnar bættu skor sitt frá fyrri degi og enn allt opið í kvenna- flokknum. Ólöf María segir að forysta sín eftir tvo daga skipti litlu, enda nóg eftir af mótinu. „Ég ætla bara að halda áfram að slá eitt högg í einu og halda þolinmæðinni en takmark- ið hjá mér er það sama og þegar ég FÓLK  GIANFRANCO Zola, 37 ára, sem er orðinn vinsælasti leikmaður Cagliari á Ítalíu, var heldur betur á skotskónum í sínum fyrsta leik með liðinu – hann skoraði fjögur mörk í æfingaleik gegn Rap Valgusana, 11:0. Vinsældir Zola eru það miklar að menn fjölmenna á æfingar til að sjá listamanninn æfa sig í að taka aukaspyrnur.  STOKE hefur kallað hollenska markvörðinn Raimond van der Gouw, 40 ára, til æfinga. Hann var í herbúðum West Ham sl. keppnis- tímabil, en nú samningslaus. Hann lék eitt sinn með Man. Utd.  ALLT bendir nú til að Fernando Hierro, 35 ára, sem var í herbúðum Real Madrid, sé á förum til Qatar til að leika knattspyrnu.Þar í landi leika margir gamalkunnir leik- menn, eins og Gabriel Batistuta, Stefan Effenberg og Frank Lebo- euf.  SYLVAIN Distin verður fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins Man- chester City á komandi leiktíð. Distin tekur við hlutverkinu af Ali Bernabia, sem hætti að leika með liðinu fyrr í þessari viku.  ANNA Kournikova, tenniskona frá Rússlandi, mun ekki taka þátt í Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fer í næsta mánuði. Ko- urnikova er meidd í baki. Brott- hvarf hennar frá mótinu er móts- höldurum mikið áfall því hún er afar vinsæl í Bandaríkjunum.  BROTTHVARF Kournikovu er ekki eina áfallið fyrir keppnina. Bandaríkjamaðurinn Pete Sampr- as, sem sigraði í fyrra, mun heldur ekki taka þátt. Sampras hefur lítið æft í ár og segist skorta hungrið til að fara að æfa aftur af krafti.  ALEKSANDAR Linta, sem lék þrjá leiki með Skagamönnum í efstu deild karla í sumar, er geng- inn til liðs við Víking Ólafsvík sem leikur í 3. deild.  ÞÝSKI kylfingurinn, Bernhard Langer, verður fyrirliði Evrópu- liðsins í næstu Ryderkeppni sem fram fer í Bandaríkjunum á næsta ári. Langer tekur við starfi Sam Torrance sem leiddi Evrópu til sig- ur í fyrra gegn Bandaríkjunum á Belfry-vellinum á Írlandi í fyrra.  HAL Sutton verður hinsvegar fyrirliði Bandaríkjamanna, sem vilja eflaust ná fram hefndum.  MIKIL leikmannaskipti urðu í gær í NBA-deildinni í körfubolta þar sem þrjú lið skiptu á fimm leik- mönnum. Sacramento fær stjörnul- iðs miðherjann Brad Miller frá In- diana. Indiana fær Scot Pollard frá Sacramento og Danny Ferry frá San Antonio. Þá fær San Antonio Tyrkjann, Hedo Turkoglu frá Sacramento og Ron Mercer frá Indiana. Ólafur Stefáns- son í þriðja sæti í Þýskalandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.