Morgunblaðið - 26.07.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.07.2003, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. B ANDARÍKJAMENN hafa viður- kennt, að ekki sé unnt að komast að niðurstöðu í viðræðum við Íslend- inga um varnarmál á tæknilegum forsendum. Nauðsynlegt sé að líta jafnframt til pólitískra þátta. Tvennt er þessu til staðfestingar: bréf George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, til Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra og símtal Davíðs við Condoleezzu Rice, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjaforseta, síðast- liðinn laugardag. Þegar litið er yfir þróun mála í samskiptum ís- lenskra og bandarískra stjórnvalda undanfarna mánuði, má greina tvo meginþræði. Annars vegar viðleitni Bandaríkjastjórnar til að fá íslenska við- mælendur sína til að fallast á einhliða bandaríska ákvörðun um varnarviðbúnað í Keflavíkurstöð- inni. Hins vegar viðleitni ríkisstjórnar Íslands til að fá bandaríska viðmælendur sína til að sam- þykkja, að enga ákvörðun um varnarviðbúnað á Keflavíkurflugvelli sé unnt að taka án samþykkis Íslendinga. Með bréfi Bandaríkjaforseta og símtali aðal- ráðgjafa hans um öryggismál hafa Bandaríkja- menn enn á ný staðfest, að fullt samráð skuli haft við Íslendinga. Fengist hefur mikilvæg fullvissa um, að fyrri tilkynningar um einhliða ákvarðanir Bandaríkjamanna séu ekki í samræmi við varn- arsamninginn. Davíð Oddsson hefur fylgt því fast fram, að tækifæri gefist til að ræða framtíð varnarsam- starfsins, án þess að yfir viðmælendum hvíli ein- hliða tímasetningar eða tæknilegar ákvarðanir Bandaríkjamanna. Það markmið forsætisráð- herra hefur náðst. Eðlilegt samhengi Í ljósi varnarsamstarfs Íslands og Bandaríkj- anna í meira en hálfa öld felst í því eðlilegt sam- hengi, að Bandaríkjastjórn gangi fram á þann veg, sem nú hefur verið ákveðið. Á tímum kalda stríðsins lögðu Bandaríkja- menn jafnan áherslu á nauðsyn þess, að í Kefla- víkurstöðinni og á Íslandi væri hinn besti viðbún- aður til að tryggja öflugar varnir á Íslandi og Norður-Atlantshafi. Íslensk stjórnvöld sam- þykktu þessar óskir Bandaríkjamanna. Olli það oft harðvítugum pólitískum deilum á alþingi og ut- an þess. Undir lok kalda stríðsins var einna harðast deilt hér á heimavelli um endurnýjun á ratsjárkerfi varnarliðsins. Gekk hún eftir. Einnig hefði komið til árekstra, ef Bandaríkjamenn og NATO hefðu Meginþræðir varnar Eftir Björn Bjarnason „Íslendingar eiga ekki að óttast að ræða jafnframt n ist meira og annars konar framlags af þeirra hálfu segir dómsmálaráðherra m.a. í grein sinni. Hér má tengslum við heræfinguna Norðurvíking. Á UNDANFÖRNUM áratug hafa orðið gagngerðar breytingar á íslenskum lögum og reglum er varða félaga- og skattarétt og tengdar réttarheimildir. Þessar breytingar hafa ekki eingöngu stuðlað að bættu starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja og starfsmanna þeirra, heldur einnig leitt til aukins áhuga erlendra stórfyrirtækja á að stofna hér fyrirtæki, þ.m.t. íslensk eignar- halds- og fjármögnunarfyrirtæki innan sam- stæðu sinnar. Alþjóðafyrirtækin eru enn ekki mörg, sem stunda slíka fjármála- starfsemi hér á landi, en þau sem komin eru tilheyra vel þekktum bandarískum, kanad- ískum og breskum fyrirtækjasamstæðum. Nú liggur fyrir að þessi fáu félög munu sam- tals greiða rúmlega 400.000.000 kr. í beina skatta á Íslandi fyrir árið 2002. Þá er ekki meðtalið öll þau óbeinu áhrif sem þessi starfsemi hefur á tekjur þjóðarbúsins, hvort heldur er varðar ferðamál, innlenda fjár- málaþjónustu eða önnur tengd kaup á inn- lendri vöru og þjónustu. Bindandi álit í skattamálum Þessi félög (einkahlutafélög eða sam- eignar-/samlagsfélög) sækja iðulega um bindandi álit fjármálaráðuneytis áður en þau hefja starfsemi sína á Íslandi. Í bind- andi álitum er staðfest hvernig fari með skattlagningu félaganna hér á landi skv. landslögum og viðeigandi tvísköttunarsamn- ingum. Fjármálaráðuneytið hefur haft sér- staka löglærða starfsmenn til að sinna þess- um verkefnum og því hefur þekking og reynsla á þessu sviði aukist þar til muna á síðustu árum. Sóknaraðgerðir til framtíðar Innlendir og erlendir sérfræðingar á þessu sviði hafa bent á að Ísland gæti sett sér það markmið að verða mikilvæg al- þjóðleg fjármálamiðstöð í framtíðinni – líkt og Lúxemborg og Sviss. Ísland er aðili að EES, en stendur að öðru leyti utan EB. Það skiptir talsverðu máli í þessu sambandi, enda tekur EES-samningurinn ekki beint til skattareglna. Til dæmis eru lönd eins Lúx- emborg, Írland, Belgía, Holland, Svíþjóð og Danmörk í EB og þurfa því að sæta þeim ákvörðunum sem koma frá Brussel um sam- eiginlega skattastefnu Evrópusambandsins. hlúð sé hætti. A greipum leika á a að það l óbeinar að fjölb Í raun almennu Ísland a ar er þö staka tæ félagalö skattlag afdrátta munu n ákveðnu þess að skatt ve urfyrirt sér stað mikilvæ lenskra tvískött Á Ísla skapa g leyti er angri á ur sýnt sinna þe breytni mennta ugustu tök atvi að stjór málum. Án skýr þetta al ýmsum land vir Okkar tækifæri munu meðal annars liggja í því að við munum hafa frjálsari hendur við almenna lagasetningu á þessu sviði heldur en EB-lönd. EB-löndin eru þó í auknum mæli að aðlaga almennar landsreglur sínar breyttu samkeppnisumhverfi og er Svíþjóð nýjasta dæmið í þeim efnum. Varnaðaraðgerðir Auk þess að laða til landsins erlend fyrir- tæki, er ljóst að aðgerðir stjórnvalda hafa stuðlað að því að halda mörgum íslenskum fyrirtækjum hér heima. Brýnt er þó að huga að tæknilegum breytingum á skattareglum til að halda þeim hér til framtíðar, sér í lagi varðandi skattskyldu á söluhagnaði. Breyt- ingar þarf einnig að gera á lögum um stað- greiðslu og staðgreiðslu á fjármagnstekjum til að gera þær tilteknar skyldur um skatt- lagningu þóknana framkvæmanlegar. Almennar reglur Af ýmsum ástæðum er ekki vænlegt að hafa sértækar reglur um lága skattprósentu sérstaklega fyrir erlendra aðila eða al- þjóðlega starfsemi. Ef horft er til framtíðar er mikilvægt að starfsemi fyrirtækja á Ís- landi byggist á almennum lagareglum, en ekki sértækum lágskattareglum. Taka ber tillit til viðhorfa OECD og einstakra reglna EES, s.s. um ríkisstyrki, til að ná fram lausnum til lengri tíma. Þetta eru atriði sem stór alþjóðleg fyrirtæki horfa á við val sitt á staðsetningu fjármálastarfsemi sinnar. Til dæmis er löngu ljóst að lög um starfsemi al- þjóðlegra viðskiptafélaga (kveða á um 5% skattlagningu á tiltekna alþjóðlega starf- semi) hafa ekki virkað frá upphafi og að mínu mati væri réttast að breyta þeim lög- um og afnema þessar sérskattareglur í áföngum. Reynsla að baki Ísland hefur þegar hlotið ákveðna byrj- endareynslu á þessu sviði. Staðreyndin er sú að erlendir aðilar vilja koma hingað með starfsemi sína og þeir sem hafa tekið Alþjóðleg fjármálastarfsemi á Höfu andi Eftir Bjarnfreð Ólafsson ’ Ekki er vænlegt að hafa sértæk-ar reglur um lága skattprósentu sérstaklega fyrir erlenda aðila ‘ LÍK TIL SÝNIS Myndir af líkum þeirra Uday ogQusay Hussein, sonum Sadd-ams Hussein er féllu í skot- bardaga í borginni Mosul fyrr í vik- unni, hafa vakið upp sterkar tilfinningar og mikla umræðu víða um heim. Á ritstjórnarskrifstofum fjöl- margra dagblaða hefur verið rætt og deilt um hvort birta ætti myndirnar og þá jafnframt hvort birta ætti þær í lit og með hversu áberandi hætti. Nið- urstaða flestra blaða hefur verið sú að rétt væri að birta myndirnar. Þetta væri ekki spurning um hvort birta ætti myndirnar, fréttagildi þeirra var hreinlega of mikið, heldur hvernig þær yrðu birtar. Þótt vissulega verði að fara varlega í að birta myndir af limlestum líkum geta fjölmiðlar ekki horft fram hjá þeirri skyldu sinni að þeir verða að endurspegla heiminn eins og hann er en ekki eins og menn vildu kannski að hann væri. Þannig verður ekki hjá því komist að birta myndir af vettvangi styrjalda, slysa eða myndir af svæðum þar sem hung- ursneyð ríkir, hversu hrikalegar sem þær kunna að vera. Fjölmiðlar eiga hins vegar ekki að velta sér upp úr slíkum myndum til þess eins að vekja upp óhug hjá fólki. Stundum hafa nær allir fjölmiðlar tekið ákvörðun um að tilteknar myndir hefðu ekkert upplýs- inga- eða fréttagildi. Það átti til dæm- is við um myndir af aftöku hryðju- verkamanna í Pakistan á bandaríska blaðamanninum Daniel Pearl fyrir rúmu ári. Aðrar myndir hafa vakið upp mikla reiði, ekki vegna þess að þær hafi verið birtar, heldur vegna þeirra atburða er þær sýna. Þekkt dæmi eru myndir af ungum palest- ínskum drengi er lét lífið í fangi föður síns er þeir lentu í miðjum skotbar- daga á hernumdu svæðunum. Oft eru fréttamyndir þess eðlis að þær hljóta að vekja upp sterkar til- finningar hreinlega vegna þess að þeir atburðir sem þær endurspegla eru skelfilegri en orð fá lýst. Það átti til dæmis við um myndir frá Rúanda í kjölfar fjöldamorðanna þar á síðasta áratug. Það má segja að það hafi jafn- framt átt við um myndir er birtar voru frá Monróvíu, höfuðborg Líberíu fyrr í vikunni, m.a. á forsíðu Morgunblaðs- ins, er sýndu hvernig líkum óbreyttra borgara er fallið höfðu í sprengjuárás- um hafði verið safnað saman í hrúgu fyrir utan bandaríska sendiráðið í borginni. Það má einnig velta fyrir sér birt- ingu myndanna af þeim Uday og Qusay út frá öðrum forsendum. Mark- mið Bandaríkjamanna með því að sýna lík þeirra opinberlega er að sannfæra almenning í Írak og arabaheiminum um að þeir hafi í raun fallið. Að fréttir þess efnis séu ekki uppspuni til að blekkja fólk. Fjölmargir Írakar óttast enn að Saddam og samstarfsmenn hans komist aftur til valda. Svo virðist sem jafnvel myndirnar af líkum þeirra bræðra hafi ekki orðið til að sannfæra alla um að þeir séu í raun látnir. Vissu- lega hlýtur ákvörðun um að birta myndir og halda sýningu á líkum ávallt að vera umdeilanleg. Í ljósi að- stæðna í Írak að stríðinu loknu er sú niðurstaða að gera það engu að síður skiljanleg. AUÐLINDABÖL George Soros er einn þekktastifjármálamaður heims. Hann hef- ur orðið kunnur fyrir hæfni til þess að hagnast gífurlega á umsvifum á al- þjóðlegum fjármálamörkuðum og hins vegar fyrir að veita þeim fjármunum með margvíslegum hætti í starfsemi, sem getur auðveldað þjóðum, sem eiga við fátækt og bágindi að stríða að komast á braut framfara. Í viðskiptablaði Morgunblaðsins í fyrradag birtist grein eftir Soros, sem nefndist „Auðlindabölið“. Í grein þessari segir m.a.: „Mörg þróunarlönd með miklar náttúruauðlindir eru jafn- vel enn fátækari en önnur ríki, þar sem náttúran er ekki eins gjöful …Mörg ríki með verulega auðlegð í jörðu eða auðsuppsprettu hafa gengið í greipar harðstjórum eða spilltum ráðamönnum eða eru í upplausn vegna vopnaðra átaka. Þetta vandamál hefur verið kallað „auðlindabölið“.“ Síðan segir Soros: „Nú hefur sprottið upp öflug hreyfing gegn auð- lindabölinu. Lítil brezk hreyfing, Global Witness, ruddi brautina, þegar hún barðist gegn timburútflutningi Rauðu khmeranna yfir landamæri Taílands og Kambódíu og ólöglegum viðskiptum þeirra með tekk og annan fágætan harðvið…Global Witness sneri sér næst að demantavandamál- inu í Angóla og barátta hreyfingarinn- ar gegn „stríðsdemöntunum“ leiddi til alþjóðlega vottunarkerfisins ...“ Nýlenduþjóðirnar arðrændu þjóðir þriðja heimsins á 19. öld og fram eftir 20. öldinni með því að nýta auðlindir þeirra í eigin þágu. Eftir að tími ný- lenduveldanna var liðinn arðrændu harðstjórar og einræðisherrar eigin þjóðir með því að nýta auðlindir land- anna í eigin þágu. Grein George Soros sýnir að nú er fólk víða um heim að taka höndum saman um að koma í veg fyrir að harð- stjórar geti komizt upp með að arð- ræna þjóðir sínar með því að stela af- rakstrinum af auðlindum þeirra. Það er kannski ein bezta leiðin til þess að auðvelda þjóðum þriðja heimsins að standa á eigin fótum að tryggja að þær geti sjálfar notið afraksturs af auð- lindum sínum. Við Íslendingar þekkjum þessi vandamál að hluta til. Fram yfir miðja síðustu öld nýttu aðrar þjóðir auðlind- ir hafsins við Íslandsstrendur. Það tók meira en þrjá áratugi frá lýðveldis- stofnun að tryggja yfirráð Íslendinga yfir eigin auðlindum. Baráttan fyrir því að tryggja sanngjarna dreifingu afraksturs auðlindanna er svo önnur saga. En einmitt vegna þess, að við Ís- lendingar þekkjum þessa baráttu af eigin raun er spurning, hvort þátttaka okkar í alþjóðlegu starfi til þess að auðvelda ríkjum þriðja heimsins að komast af getur ekki m.a. verið fólgin í því að veita þeim ráðgjöf við hvernig bezt verði staðið að því að ná yfirráð- um yfir auðlindum sínum og jafnframt hvernig bezt er að dreifa afrakstri af nýtingu þeirra til þjóðarinnar allrar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.