Morgunblaðið - 26.07.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.07.2003, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2003 25 B JÖRGVIN G. Sigurðsson ritar grein á opnu Morgunblaðsins 14. júlí sl. undir fyrirsögninni „Aðild- arumsókn er tímaspursmál“. Orðalagið er til þess fallið að telja fólki trú um að aðild Íslands að ESB sé óhjá- kvæmileg örlög – aðeins tímaspursmál – rétt eins og dauðinn. Helsta röksemd Björgvins fyr- ir þessari skoðun er sú að Norðmenn muni sækja um aðild „á næstunni“ og í þetta sinn muni þeir sennilega samþykkja. En er þetta svo yfirvofandi sem Björgvin vill vera láta? Enn er norska þjóðin þverklofin í af- stöðu sinni. Skoðanakönnun sem birt var í norska blaðinu Nationen 14. júlí sl. sýnir hlut- föllin 46,4% gegn 40,3% stuðningsmönnum að- ildar í vil. Í rúmt ár hafa þó kannanir sýnt meiri stuðning en andstöðu. En munurinn fer nú aft- ur minnkandi. Norðmenn hafa tvívegis hafnað aðild í þjóðaratkvæði, meðal annars vegna þess að þeir fengu ekki varanleg yfirráð yfir fiski- miðum sínum. Þau öfl eru til í Noregi sem vilja láta þjóðina kjósa aftur og aftur þar til kjós- endur láti undan þrýstingnum sem stöðugt hvílir á þeim. Meðal stuðningsmanna aðildar eru þó margir sem gera sér grein fyrir að ekki muni hyggilegt að minnast hundrað ára afmæl- is norsks sjálfstæðis með þjóðaratkvæði um að- ild að ESB. Þeir gera sér einnig ljóst að Norð- mönnum varð það dýrkeypt að ríkisstjórnir þeirra gerðu tvívegis flókna samninga við ESB um aðild sem þjóðin hafnaði. Fyrir bragðið hafa Norðmenn ekki notið velvildar meðal embætt- ismannaliðsins í Brussel og setið uppi með verri samninga við ESB en Íslendingar. Það er því ólíklegt að Norðmenn sæki um aðild í þriðja sinn fyrr en öruggt er talið að undirtektir norskra kjósenda verði jákvæðar. Tvíhliða samningar Fullyrðing Björgvins um yfirvofandi aðild Norðmanna er í fullu samræmi við þann áróður sem stöðugt er beitt á kjósendur í Noregi. Þar er klifað á því í tíma og ótíma að sú stund nálgist óðfluga að Íslendingar sæki um ESB-aðild og þegar það gerist geti Norðmenn ekki setið eftir utan við. Slíkur málflutningur er jafn innantóm- ur og ógrundaður á Íslandi sem í Noregi. Eða setjum svo að Norðmenn gerðust aðilar að ESB. Hver væri þá staða Íslendinga? „Þá er EES-samningurinn ónýtur,“ fullyrðir Björgvin. Það er þó alls ekki rétt. Hins vegar yrði samn- ingnum hugsanlega breytt. Ekki þyrfti það að skaða. Stuðningsmenn ESB-aðildar eru allra manna duglegastir að benda á ókosti EES- samningsins og kannski yrði samstaða um að sníða af honum ágallana. Eins er hugsanlegt að gerðir yrðu tvíhliða samningar milli Íslands og ESB í stað EES-samningsins. Fyrir því eru for- dæmi og nýlega kom fram í fréttum að Sviss- lendingar hefðu gert sjö tvíhliða samninga við ESB og tíu aðrir væru í burðarliðnum. Björgvin fullyrðir blákalt að tvíhliðasamning- ar séu „ekki kostur í stöðunni“. Það sama sagði sendiherra ESB á Íslandi og í Noregi fyrir skemmstu þegar hópur fræðimanna benti á að tvíhliða samningar gætu orðið niðurstaðan. Fyrir vikið hlaut sendiherrann nafnbótina „áróðursstjóri ESB“ í norskum fjölmiðlum. Alger yfirráð ESB Að sjálfsögðu vilja leiðtogar Evrópusam- bandsins að Íslendingar sæki um aðild. En þeir ætlast til þess að yfirráðin yfir sjávarauðæfum Íslendinga fylgi með í kaupunum. Yfirstjórn fiskveiða milli 12 og 200 mílna innan ESB er hjá embættismönnum í Brussel og engin þjóð hefur fengið varanlegar undanþágur frá megin- reglum ESB um sjávarútvegsmál. Ráðstöfun- arréttur á veiðiheimildum innan íslenskrar og norskrar lögsögu kæmi sér vel fyrir ráðamenn ESB sem eru nú að skera niður þorskveiðar að- ildarríkjanna um helming. Björgvin Sigurðsson og skoðanabræður hans reyna að telja okkur Íslendingum trú um að við getum undanskilið sjávarútveg okkar í hugs- anlegum samningum við ESB. Ýmsir forystu- menn ESB hafa þó bent okkur á í fullri hrein- skilni að við megum ekki vænta þess að geta tekið langstærsta þáttinn í efnhagslífi okkar út fyrir sviga og haldið honum fyrir okkur eina. Það hefur engri þjóð tekist og stríðir gegn meg- inreglum ESB. Alger yfirráð ESB yfir lífríki sjávar („exclusive competence“) í lögsögu aðild- arríkja eru enn frekar fest í sessi í drögum að nýrri stjórnarskrá ESB (grein 1-12). Ef krafan um yfirráð Íslendinga yfir sjávarauðlindinni yrði gerð að „skilyrði aðildar að ESB“ eins og Björgvin leggur til er næsta víst að forystu- menn ESB myndu frekar kjósa tvíhliðasamn- inga við Ísland. Það var það fyrirkomulag sem við bjuggum við í hálfan annan áratug áður en EES-samningurinn kom til sögunnar. Með tví- hliða samningum við ESB 1973 sem full sam- staða var um á Alþingi voru tollar afnumdir á rúmlega 90% af viðskiptum okkar við ESB. EES-samningurinn bætti hlutfallslega litlu við hvað tollalækkanir varðar þótt oft sé öðru hald- ið fram. Ímyndaður vaxtagróði Björgvin fullyrðir í lokin að „við byggjum við sama vaxtastig og Evrulöndin“ ef við tækjum upp evruna. „Heilir 10 milljarðar sætu eftir í buddum landsmanna.“ Er ekki tímabært að þingmaðurinn átti sig á því að nú til dags mótast vextir af mörgum þáttum, m.a. framboði láns- fjár og eftirspurn, svo og efnahags- og atvinnuástandi í hverju landi. Evrulönd- in búa við þá stýrivexti sem Evrópski seðlabankinn tiltekur hverju sinni en bankavextir eru þó mismunandi. Vextir eru vissulega lægri á meginlandinu en hér á landi. En vaxtastigið í fjölmenn- ustu evruríkjunum mótast m.a. af gríð- arlegu atvinnuleysi, stöðnun og yfirvof- andi hættu á verðhjöðnun, en svo nefnist sá efnahagslegi sjúkleiki sem þjakað hefur japanskt hagkerfi í rúman áratug. Í Jap- an eru stýrivextir 0%. Ef stöðnun er ríkjandi ásamt miklu atvinnuleysi verður vaxtastig lágt. Þá þarfnast hagkerfin þess að fólk og fyrirtæki taki lán og fjárfesti. Lágir stýrivextir fela í sér hvatningu til fyrirtækja að þiggja lán með góð- um kjörum og auka með því umsvif sín og rekst- ur. Á Íslandi og í Noregi er þessu þveröfugt far- ið. Seðlabankar beggja landa halda uppi um þrefalt hærri stýrivöxtum en gert er á evru- svæðinu vegna þess að hætta er talin á ofþenslu og þar með verðbólgu. Allt tal um það að Íslend- ingar fái sjálfkrafa „sama vaxtastig og Evru- löndin“ við ESB-aðild er ósvífinn yfirborðsáróð- ur nema menn ætli beinlínis að stefna að því að hér á Íslandi skapist hliðstætt ástand og á meg- inlandi Evrópu þar sem atvinnuleysið er þrefalt til fimmfalt meira en hér á landi. Aðstæður eru einfaldlega aðrar á Íslandi og hér bætist við sú staðreynd að samfélagið er smávaxið og margt er hér dýrara í rekstri sökum minni veltu en í stóru hagkerfi. Það á m.a. við um bankakerfið. Hitt er annað mál að vextir á Íslandi eru of háir og vaxtalækkun er hagsmunamál fyrir marga. Björgvin heitir landsmönnum miklum hagnaði af vaxtalækkun með upptöku evrunnar og fullyrðir: „Heilir 10 milljarðar sætu eftir í buddum landsmanna.“ Það hlýtur að eiga að skilja svo að þjóðarbúið hagnist sem þessu nem- ur. En það stenst ekki. Vaxtalækkun felur fyrst og fremst í sér tilfærslu innanlands milli skuld- ara og sparifjáreigenda. Fjármagnið fer úr einni buddunni í aðra og langstærsta buddan sem fært yrði úr væru lífeyrissjóðir launa- manna. „Evrópuverð“ er ekki til Umræða þeirra félaga, Össurar og Björgvins um „Evrópuverð á matvælum“ er að sama skapi yfirborðsleg. Að sjálfsögðu er matvælaverð á Íslandi hærra en víða annars staðar. En aðild að ESB snertir það mál aðeins að litlu leyti. Engir tollar eru á innfluttum matvælum frá ESB-ríkj- um nema á búvörum sem íslenskir bændur framleiða. Með aðild að ESB yrði innflutningur á búvörum gefinn frjáls og mjólkurvörur, kjöt og grænmeti myndi lækka í verði. Ef Samfylk- ingin vill afnema þá tollvernd sem íslenskur landbúnaður nýtur í dag og fær jafnframt meirihluta Alþingis til að samþykkja að gefa innflutning á búvörum frjálsan gerist það með einfaldri lagabreytingu og er ekki á nokkurn hátt háð því að Íslendingar gangi í ESB. Annað mál er hvort skynsamlegt væri að leggja stóran hluta af íslenskri búvöruframleiðslu í rúst. Að öðru leyti fer matarverð eftir aðstæðum í hverju landi og ræðst t.d. af mismunandi flutn- ingskostnaði, mismikilli veltu og misgóðri sam- keppni á matvörumarkaði svo og af launastigi í viðkomandi landi, því að í þeim löndum þar sem lífskjör eru léleg og kaupgjald lágt er matar- verð lægra. „Evrópuverð á matvælum“ er að sjálfsögðu ekki til nema í höfðinu á nokkrum áróðursmeisturum Samfylkingarinnar. Óskhyggja eða óhjákvæmileg örlög Eftir Ragnar Arnalds ’ Að sjálfsögðu vilja leiðtogarEvrópusambandsins að Íslend- ingar sæki um aðild. En þeir ætl- ast til þess að yfirráðin yfir sjáv- arauðæfum Íslendinga fylgi með í kaupunum. ‘ Höfundur er formaður Heimssýnar, fv. alþingismaður og ráðherra. lagt kapp á að leggja nýjan stóran flugvöll á norð- austurhorni landsins. Nokkur þrýstingur var vegna nýs flugvallar en aldrei urðu bein pólitísk átök vegna hans. Ef Bandaríkjamenn hefðu óskað eftir því, að hér yrðu kjarnorkuvopn, er ólíklegt, að ríkisstjórn Íslands hefði treyst sér til að sam- þykkja það. Í ljósi þess, að ákvörðun um aukinn viðbúnað í Keflavíkurstöðinni var jafnan tvíhliða mál og Ís- lendingar brugðu ekki fæti fyrir slík áform, væri það ekki í eðlilegu samhengi, ef Bandaríkjamenn teldu sér fært að ganga þannig fram við samdrátt í stöðinni, að ákvarðanir þeirra færu þvert á óskir Íslendinga. Hættumatið Þegar kalda stríðið stóð hæst á Norður-Atlants- hafi og augljóst var, að Sovétstjórnin vildi ná þar undirtökum, voru herstöðvaandstæðingar með það á vörunum, að ástæðulaust væri fyrir Íslend- inga að óttast sovéska herinn. Þá spurðu þeir gjarnan: Hvaða hætta steðjar að Íslandi? Þeir svöruðu síðan: Hættan stafar af bandaríska hern- um á Íslandi, hann gerir landið að skotmarki! Nú ganga sporgöngumenn herstöðvaandstæð- inga fram og segja, að ekki þurfi að gera neitt til að tryggja öryggi Íslands, því að ekki sé unnt að benda á neinn óvin. Þegar hlustað er á þetta tal, vakna spurningar um, hvort þetta fólk geri ekki neinar ráðstafanir til að tryggja öryggi sitt og sinna. Hvort það hugi til dæmis ekki að því, sé það fjarri heimili sínu, að semja við öryggisfyrirtæki um að gæta þess, af því að það viti ekki, hver kunni að brjótast þar inn. Það trúi því ekki, að brotist sé inn á einkaheimili manna, af því að ekki sé unnt að sjá það á strætum og torgum, hver sé innbrotsþjófur. Ný vídd Vilji Íslendingar gera raunhæfar ráðstafanir í samvinnu við aðra til að tryggja öryggi sitt með hervaldi, er ekki unnt að velja sér öflugri viðsemj- anda en Bandaríkjamenn innan ramma NATO- samstarfsins. Barnaskapur er að ætla, að nokkuð geti komið í stað slíks samstarfs. Eindreginn vilji er hjá ríkisstjórnum Banda- ríkjanna og Íslands til að halda varnarsamstarfinu áfram, enda sé inntak þess viðunandi fyrir báða. Íslendingar eiga ekki að óttast að ræða jafn- framt nýja vídd við gæslu eigin öryggis, þótt hún krefjist meira og annars konar framlags af þeirra hálfu en felst í störfum lögreglu og landhelgis- gæslu. rsamstarfsins Morgunblaðið/Golli nýja vídd við gæslu eigin öryggis, þótt hún krefj- en felst í störfum lögreglu og landhelgisgæslu, sjá hermenn við æfingar á Suðurlandi í Höfundur er dóms- og kirkjumálaráðherra. ákvörðun um að starfa á Íslandi hafa þegar skapað ríkissjóði um- talsverðar tekjur. Þetta er ein- föld staðreynd, en þessar háu tekjur eru ekki komnar til að vera, hvað þá að aukast, nema að þessum markaði með markvissum Að öðrum kosti hverfur hann úr m okkar. Ísland á augljóslega mögu- að hasla sér völl á þessu sviði og ljóst leiðir af sér verulegar beinar og r skatttekjur í framtíðinni og stuðlar reytni og sérhæfingu í atvinnulífi. Skýr stefna nauðsynleg n þarf ekki miklar lagabreytingar á um lagareglum til að stuðla að því að auki orðspor sitt á þessu sviði. Frek- örf á aukinni þjónustu, svo og ein- æknilegum aðlögunum á skatta- og öggjöfinni, s.s. varðandi reglur um gningu á söluhagnaði fyrirtækja og arskatti af arðgreiðslum. Til dæmis nýjar lagabreytingar í Svíþjóð, að um skilyrðum uppfylltum, leiða til sænsk fyrirtæki munu ekki greiða egna söluhagnaðar eignarhluta í dótt- tækjum og engin tvísköttun mun eiga ð við greiðslu á arði úr landi. Þá er ægt að huga enn betur að stefnu ís- a stjórnvalda við samningu og gerð tunarsamninga. Lokaorð andi hefur stjórnvöldum tekist að gott viðskiptaumhverfi, sem að mörgu á heimsmælikvarða. En til að ná ár- þessu sviði þarf stefnufestu. Það hef- sig að lönd sem hafa ákveðið að essum markaði hafa náð að auka fjöl- atvinnulífs, stuðlað að sérhæfingu aðra starfsmanna og eru meðal auð- þjóða heims. Verslunarráð og Sam- innulífsins hafa bent á nauðsyn þess rnvöld móti skýrari stefnu í þessum Tekið er heilshugar undir það hér. rrar stefnu í þessum málum verður ldrei að veruleika, því ljóst er að á málum yrði að taka til að gera Ís- rkilega samkeppnishæft á þessu sviði. á Íslandi undur er héraðsdómslögmaður og meðeig- í Taxis lögmönnum ehf. - Þ AÐ hefur ekki farið fram hjá neinum um- ræða um frum- skýrslu Sam- keppnisstofnunar um viðskiptahætti olíufélag- anna. Öllum er það ljóst að málið lítur illa út en það er mikilvægt á þessari stundu að málið verður að fá að hafa sinn gang. Olíu- félögin eiga eftir að nýta sér andmælarétt sinn og að því búnu má gera ráð fyrir að Samkeppnis- stofnun skili frá sér end- anlegri niðurstöðu. Á grundvelli hennar verða þeir sem málið varða, síð- an að taka ákvarðanir um framhaldið. Einn er sá þáttur máls- ins sem þolir enga bið. Það liggur fyrir að borg- arstjórinn í Reykjavík, Þórólfur Árnason, und- irritaði tilboð frá einu ol- íufélaganna í útboði Reykjavíkurborgar árið 1996. Það hefur einnig komið fram að hann sendi tölvupóst til forstjóra og lagði á ráðin með þetta út- boð. Hann gegndi þá starfi markaðasstjóra hjá Olíufé- laginu eða Esso. Eins og málið lítur út í dag eru líkur á að olíufé- lögin hafi haft með sér verðsamráð í tengslum við þetta útboð. Þórólfur Árnason veit hvort sú var rauninÉg held að allir óski þess að svo hafi ekki verið og einnig að borgarstjóri hafi ekki tengst meintu verðsamráði eða öðrum slíkum viðskiptaháttum í starfi sínu hjá Olíufélag- inu.Það segir sig hins veg- ar sjálft að ef um verð- samráð var að ræða þá var brotið á borginni. Nú- verandi borgarstjóri verð- ur að svara því núna hvort um slíkt hafi verið að ræða. Þögn æðsta embættismanns borg- arinnar í þessu máli kallar á vangaveltur sem að veikja ekki einungis hann sjálfan heldur trúverðugleika stjórnkerfis Reykja- víkurborgar. Ef ekk- ert kemur svarið þá velta menn því fyrir sér hvort borgarstjóri hafi tekið þátt í að blekkja borgaryfirvöld í þessu stóra útboði. Einungis hann getur eytt slíkum vangaveltum. Bogarstjóri hefur tjáð fjölmiðlum að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi vit- að um meinta aðild hans að málinu en samt sem áð- ur lagt til að hann yrði eftirmaður sinn. Borgar- stjóri hlýtur að upplýsa borgarstjórn og almenning um það sem að hann upp- lýsti fyrrverandi borgar- stjóra. Borgarstjóri verður að svara! Höfundur er borgarfulltrúi og alþingismaður Sjálfstæðis- flokksins. Eftir Guðlaug Þór Þórðarson ’ Borgarstjóri hlýt-ur að upplýsa borg- arstjórn og almenn- ing um það sem að hann upplýsti fyrr- verandi borgar- stjóra ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.