Morgunblaðið - 26.07.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.07.2003, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. REIÐMENNSKAN er elsta og þjóðlegasta íþrótt okkar Íslendinga og sú íþrótt sem við stöndum lang- fremst í á alþjóðlegum vettvangi. Sú staðreynd vill oft gleymast og er m.a. ástæðan fyrir því að ég sting niður penna nú. Mér þykir nefnilega hafa farið ótrúlega hljótt um mikið reiðmennskuafrek sem nýlega var unnið og er jafnframt eitt af stærri afrekum í íþróttasögu okkar Íslend- inga. Á nýafstöðnu Íslandsmóti í hesta- íþróttum á Selfossi vann Sigurbjörn Bárðarson það afrek á vekringi sín- um Óðni frá Búðardal að bæta sam- tímis bæði gildandi Íslands- og heimsmet í 250 m skeiði en þeir runnu sprettinn á 20,6 sek. Allar að- stæður voru fullkomlega reglum samkvæmt, s.s. hvorki meðvindur, halli á braut né annað sem létt gæti hlaupið. Gildandi Íslandsmet var 21,4 sek þannig að þarna var um byltingar- kennda bætingu að ræða. Það met hafði reyndar staðið óhaggað allt frá árinu 1986 en var þá sett af Sig- urbirni Bárðarsyni á vekringnum Leisti frá Keldudal. Sigurbjörn náði síðan að bæta þann tíma á vekringn- um Gordoni frá Stóru-Ásgeirsá en á heimsleikum íslenska hestsins í Rieden í Þýskalandi árið 1999 runnu þeir 250 m skeiðsprett á 21,16 sek. Var það um tíma gildandi heimsmet og er enn sé tíminn mældur með raf- rænum búnaði. Gildandi heimsmet á handklukkur er hins vegar 20,9 sek, sett síðla sumars 2002. Skráð heimsmet í skeiði hafa ætíð verið sett erlendis sem helgast ein- faldlega af betri aðstæðum þar, s.s. hærri lofthita, meiri stillum og þrengri völlum sem orsaka að minni tími tapast í brautinni. Allir þeir tímar sem ég gat um hér á undan, nema tími Gordons, hafa verið mældir á handklukkur en um síðustu áramót var sett í reglur FEIF, sem eru alþjóðasamtök eig- enda íslenskra hesta, að til að met fáist staðfest eftirleiðis skuli tímar mældir með rafrænum búnaði en ella bæta 0,4 sekúndum við tíma tek- inn á handklukkur. Formreglur að baki þessari ákvörðun eru óljósar en fái hún staðist þýddi það að tími Sig- urbjörns á Óðni væri skráður sem 21,0 sek eða 0,1 sek lakari en gild- andi heimsmet á handklukkur sem raunar hefði átt að skrá sem 21,3 sek eftir breytinguna ef alls rétt- lætis væri gætt. Þá er og rétt að hafa í huga að væri 0,4 sek. reglunni beitt á tíma Gordons til að umreikna hann yfir í handklukkutíma yrði tím- inn 20,76 sek sem er töluvert betri tími en skráð heimsmet. Alþjóðlegt samstarf og mikil sala hrossa til útlanda er íslenskri hrossarækt lífsspursmál en um leið þurfum við að gæta þess að vera al- staðar í farabroddi. Því má einstakt afrek Sigurbjörns Bárðarsonar og vekringsins Óðins frá Búðardal ekki liggja í þagnargildi. Þvert á móti verður að viðurkenna það sem eitt af meiri afrekum íþróttasögu okkar Ís- lendinga og fá það staðfest sem heimsmet. Það er liður í því að tryggja sess Íslands sem uppruna- lands íslenska hestsins og forystu- þjóðar í öllum greinum hesta- mennsku og hrossaræktar. KRISTINN HUGASON, hestamaður og hrossaræktandi. Afreksreiðmennska Frá Kristni Hugasyni: Ljósmynd/EJ Metspretturinn. Sigurbjörn Bárðarson á Óðni frá Búðardal, fjær er Svanhvít Kristjánsdóttir á Sif frá Hávarðarkoti. Óðinn fór á 20,6 sek en Sif á 21,0 sek.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.