Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2003 9 JÓNI Kristjánssyni, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hafa borist fimmtán umsóknir um stöðu for- stjóra Lýðheilsustöðvar en um- sóknarfrestur rann út hinn 12. ágúst sl. Umsækjendur eru eftirfarandi: Árni Thoroddsen, Elísabet Ólafs- dóttir, Esther Guðmundsdóttir, Hallgrímur Magnússon, Ingunn Björnsdóttir, Laufey Steingríms- dóttir, Lilja Sigrún Jónsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Sigurður P. Sigmundsson, Sigtryggur Jónsson, Stefán Hrafn Jónsson, Una María Óskarsdóttir, Valgerður Gunnars- dóttir, Valgerður Kristjánsdóttir og Þorsteinn Njálsson. Umsóknirnar verða sendar til umfjöllunar hjá nefnd sem heil- brigðis– og tryggingamálaráðherra skipaði til að meta hæfi umsækj- enda um stöður framkvæmdastjóra sjúkrahúsa. Nefndin mun skila ráð- herra áliti sínu innan skamms, en gert er ráð fyrir að forstjórinn hefji störf í byrjun október. Settur forstjóri, Jóhannes Pálmason lögfræðingur, mun gegna starfinu uns nýr forstjóri tekur til starfa. 15 sóttu um stöðu forstjóra FÓLKSBÍLL valt á Skeiða- og Hrunamannavegi við Stóru-Laxá á sjötta tímanum í fyrrakvöld. Tveir útlendir ferðamenn voru í bílnum, báðir í bílbeltum og sakaði hvor- ugan. Vegavinna stóð yfir á um- ræddum vegkafla þegar slysið varð og töluvert var af lausamöl á veg- inum. Að sögn lögreglunnar á Sel- fossi sögðust ferðamennirnir hafa misskilið skilti sem gaf til kynna að vegavinna væri á tilteknum veg- arkafla framundan og héldu að Vegagerðin væri að störfum lengra í burtu á veginum. Að sögn lög- reglu eru upplýsingar á skiltinu eingöngu á íslensku. Tveir ferða- menn í bílveltu UM ÞESSAR mundir eru Langá á Mýrum og Selá í Vopnafirði að ná fjögurra stafa heildartölu í veiði, en á fimmtudag höfðu 975 laxar veiðst í Langá og 910 í Selá og er veiði í báð- um mjög góð. Hugsanlegt er að Hofsá nái umræddum áfanga einnig um helgina, en fimmtudagstalan hennar var 837 laxar og veiði þar gengur einnig að óskum nú um stundir. Veiði er hins vegar afar misskipt í landinu eins og verið hefur í allt sumar. 22 punda úr Blöndu Samkvæmt fréttum frá Lax-á, leigutaka Blöndu, veiddist 22 punda lax í ánni fyrir fáum dögum. Um 600 laxar hafa veiðst í ánni í sumar, en áin hefur verið fremur lituð að undan- förnu. Margir en smáir Veiðimaður sem var nýverið í sjó- bleikjuveiði í Gufudalsá á Barða- strönd sagði mikinn fisk vera í ánni, en megnið væri mjög smár fiskur, jafnvel aðeins 250 gramma fiskar. Hollið í þessu tilviki veiddi tugi fiska, en aðeins örfáir voru 1,5 til 2 punda og slangur um og rétt tæpt pund. Mjög mikið smælki. Vantar sjóbleikjuna Holl sem var að koma af silunga- svæðinu í Vatnsdalsá veiddi aðeins 28 fiska á 9 stangir á þremur dögum og hollið á undan enn færri fiska. Þetta þykir ekki aðeins vera afar rýrt, heldur var auk þessa megnið af aflanum staðbund- inn urriði og nokkrir sjóbirtingstittir. Að- eins tveir fiskar í fyrrnefnda hollinu losuðu 2 pund. Veiðin var skárri fyrr í sum- ar, en þó aldrei sér- lega góð miðað við það sem menn eiga að venjast á þessu oft frábæra svæði. Of mikið vatn á Iðu Veiði hefur verið slök á Iðu í sumar og að undanförnu hefur mikill vöxtur í Hvítá orðið til þess að tæru vatni Stóru-Laxár hefur verið rutt upp á grynningar þar sem laxinn leggst ekki og þeir fiskar sem fara um svæð- ið eða liggja á því eru í staðinn langt úti í litaða vatninu. Staðkunnugur maður sem rætt var við í gær taldi að heildarveiðin væri tæplega meiri en 80 til 90 laxar, en erfitt væri að segja til um það, því veiðinýting svæðisins væri tvískipt og væru ekki skráningar hjá öðrum aðilanum. Fleiri að detta í þúsund Veiðijeppinn ekur yfir þverá Fáskrúðar. Á sama tíma í fyrra var þessi spræna á miðjum hurðum jeppans. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Horft upp með Fáskrúð í Dölum og má glöggt sjá hvernig þurrkarnir í sumar hafa leikið ána, en að sögn veiðimanna sem þar voru fyrir skömmu rann áin vart á milli hylja og sárafáir laxar sáust. ♦ ♦ ♦ S Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Glæsilegar haustdragtir þýskar og ítalskar Margar gerðir og litir Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið í dag frá kl. 10.00—18.00, laugardag frá kl. 10.00—16.00. Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið mán.-fös. kl. 10-18 • lau. kl. 10-14. Ný haustsending Útsölulok í kjallara enn meiri afsláttur Laugavegi 4, sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Póstsendum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.