Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ TVÍSÝNT er um þátttöku Lárusar Orra Sigurðs- sonar í landsleiknum mikilvæga gegn Færeyingum í Þórshöfn næsta miðvikudag. Hann hefur ekkert get- að æft með WBA alla vikuna vegna tognunar í brjóst- vöðva og spilar ekki gegn Burnley í 1. deildinni í dag. Hann fer þó til Færeyja á morgun til undirbúnings fyrir leikinn. „Þetta eru skrýtin meiðsli, sem virðast hafa komið á æfingu fyrir síðustu helgi. Ég reyndi að spila gegn Walsall en það gekk ekki og ég fór af velli í fyrri hálfleik. Frá þeim tíma hef ég verið í algjörri hvíld, hef mætt í vinnuna á hverjum morgni en alltaf verið sendur heim því það er ekkert hægt að gera annað en að bíða eftir því að þetta jafni sig. Ég hef hins vegar skánað dag frá degi og geri mér vonir um að allt verði í lagi þegar að landsleiknum kemur. Ég fer allavega til Færeyja og verð þar undir hand- leiðslu Stefáns sjúkraþjálfara, og þar metum við stöðuna,“ sagði Lárus Orri við Morgunblaðið í gær. Lárus Orri ekki með í Færeyjum? RICHARD Money, þjálfari sænska knatt- spyrnuliðsins AIK, telur möguleika síns liðs mjög góða eftir sigurinn á Fylki, 1:0, í fyrri leik liðanna í forkeppni UEFA-bikarsins í fyrrakvöld. Sigurinn var í tæpasta lagi því Ghanabúinn Kwame Quansah skoraði sig- urmark AIK tæpum fimm mínútum áður en flautað var til leiksloka. „Ég er ánægður með okkar leik og að okkur skyldi takast að skora, og þar með er staða okkar fyrir seinni leikinn mjög góð. Það er mjög erfitt að spila gegn 8–9 manna vörn,“ sagði Money við Aftonbladet. Í öðrum fjöl- miðlum sagði hann m.a. að bæði lið gætu verið tiltölulega sátt við lokatölur leiksins þó hann hefði viljað sjá sína menn skora fleiri mörk. Hann eigi von á allt annars konar leik á Íslandi þar sem Fylkismenn hljóti að þurfa að koma framar á völlinn. Fylkir átti ekki eitt einasta skot sem hitti á mark AIK í leiknum í fyrra- kvöld en marktilraunir Svíanna voru 20 tals- ins, á móti þremur frá Árbæingum. Expressen segir að Fylkismenn hafi leikið með hjartanu og staðist þunga pressu AIK í síðari hálfleiknum, allt þar til boltinn féll í fyrsta skipti vel fyrir Svíana við mark íslenska liðsins. Blaðið telur að AIK eigi erfiðan leik fyrir höndum gegn Fylki á Laugardalsvell- inum, þar sem Fylkir hafi unnið alla sex leiki sína í ár. Sem er reyndar ekki rétt en þarna er þjóðarleikvangnum greinilega ruglað saman við Fylkisvöll. Erfitt að leika gegn 8–9 manna vörn Það er ljóst að einn mesti refurenskrar knattspyrnu undanfar- in áratug, sir Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri Eng- landsmeistara Manchester United, gefur ekkert eftir í baráttunni – hann mætir eins og oft áður með tyggjó- pakkann í vasanum, er tilbúinn að taka áhættu og er maður sem þorir. Frægt var sl. vetur þegar hann var svo óhress með framgöngu sinna manna – þegar þeir máttu þola tap fyrir Arsenal í bikarleik á Old Traf- ford, að hann sparkaði skó Ola Gunn- ars Solskjær í andlitið á David Beck- ham, þannig að það þurfti að sauma nokkur spor í augabrún hans til að loka skurði sem hann fékk. Beckham þarf ekki að óttast að sag- an endurtaki sig í bráð – Ferguson er búinn að selja hann til Real Madrid. Salan vakti mikla athygli og voru flest- ir stuðningsmenn United ekki sáttir. Ferguson lét það ekki á sig fá – var greinilega ekki ánægður með allt aug- lýsingaskrumið í kringum Beckham og eiginkonu hans. Taldi að skrumið skaðaði liðsheildina, sem hann vill að sé í hávegum höfð á Old Trafford – leikurinn væri farinn að færast af litlum grænum grasfleti, sem knatt- spyrna er leikin á, út um víðan völl. Ferguson lét ekki þar við sitja, seldi einnig Juan Sebastian Verón – til Chelsea. Tveir miðvallarleikmenn í heimsgæðaflokki voru látnir fara frá United á einu bretti. Það hefðu fáir trúað því að það ætti eftir að gerast, þegar leikmenn United fögnuðu Eng- landsmeistaratitlinum í maí. Ferguson hefur keypt nokkra nær óþekkta leikmenn til Old Trafford, eins og 18 ára strákling frá Portúgal, Cristiano Ronaldo á 12,5 millj. punda, Brasilíumanninn Kleberson á 5,5 millj. pund og Kamerúnmanninn Eric Djemba-Djemba á 3,5 millj. Þá hefur hann fengið bandaríska markvörðinn Tim Howard og franska sóknarmann- inn David Bellion. Ferguson er klókur og byggir lið sitt upp á einfaldri formúlu – maður kemur í manns stað. Vörn United er vel byggð upp, miðjan sterk og markahrókurinn Ruud van Nistelrooy er afar hættu- legur í fremstu víglínu, skoraði 44 mörk á sl. leiktíð, þar af 25 í deild- arkeppninni. Norðmaðurinn Ole Gunnar fær það hlutverk að fylla skarð Beckhams, en þeir Djemba-Djemba og Kleberson eiga að sjá um að Veróns verði ekki saknað. Wenger þarf að styrkja vörnina Bikarmeistarar Arsenal verða eins og áður aðalkeppinautar Manchester United um bikara í Englandi. Höfuð- verkur Arsenal síðustu leiktíð var að ekki náðist að fylla skarð Tony Adams, foringjans í hinni frægu vörn Arsenal – Lee Dixons, Steve Boulds, Nigels Winterburns og markvarðar- ins Davids Seamans, sem er talin vera besta vörn Englands fram til þessa. Þegar Adams stjórnaði vörn Ars- enal-liðsins nægði liðinu að skora eitt mark – þá var skellt í lás. Sjálfsmörk eins og leikmenn Ars- enal skoruðu á lokasprettinum sl. keppnistímabil, til dæmis gegn Aston Villa og Bolton, þekktust ekki hjá lið- inu og þá var það nær óþekkt að and- stæðingar skoruðu mörk með skalla innan vítateigs. Þar réðu Adams og félagar ríkjum. Þegar Arsene Wenger tók við stjórninni á Highbury þurfti hann ekki að hafa áhyggjur af vörninni – hann byggði upp miðju og sókn. Hon- um hefur tekist vel upp og þegar Ars- enal kemst á ferðina er liðið óstöðv- andi með Patrick Vieira, Robert Pires og Thierry Henry sem aðalmenn. Wenger hefur ekki náð að byggja upp nægilega öfluga vörn. Nú er hinn snjalli markvörður David Seaman, síðasti hlekkurinn í gömlu vörninni, farinn og hans stöðu tekur þýski landsliðsmarkvörðurinn Jens Leh- mann, sem lofar góðu. Hann kom frá Dortmund á 1,5 millj. punda. Wenger segir að tími ungu strák- anna hjá Arsenal sé að renna upp, en liðið hefur átt öflugustu drengja- og unglingalið Englands undanfarin ár. Spennandi verður að fylgjast með hvernig til tekst. Shearer betri og betri Það er ljóst að þrjú lið koma til með að veita Manchester United og Ars- enal keppni – Newcastle, Liverpool og Chelsea og ef liðunum tekst vel upp, þá gætu þau hæglega ýtt risun- um tveimur af stalli. Gamli maðurinn sir Bobby Robson hefur náð ótrúlega góðum árangri með Newcastle-liðið, sem leikur skemmtilega sókndjarfa knatt- spyrnu. Aðalhlutverkið leikurinn hinn ótrúlegi Alan Shearer, sem er eins og gott rauðvín, sem verður betra með aldrinum. Walesmaðurinn Craig Bell- amy er kraftmikill og hinn ungi mið- vallarspilari Jermaine Jenas hug- myndaríkur. Í hópinn hefur nú komið baráttumaðurinn Lee Bowyer, sem á eflaust eftir að gera góða hluti á St James Park. Bobby Robson mun sjá til þess. Kaupæðið á Stamford Bridge Ekkert hefur vakið eins mikla at- hygli í Englandi og breytingin sem varð hjá Chelsea. Félagið var skuld- um vafið og ljóst var að það þyrfti jafnvel að selja leikmenn til að greiða niður skuldirnar, svo að „Brúin“ yrði ekki brotin að baki manna. Það var þá sem kraftaverkið gerð- ist. Rússneskur milljarðamæringur, sem veit ekki aura sinna tal – Roman Abramovich, fékk þá hugdettu að kaupa knattspyrnulið til að skemmta sér. Hann keypti meirihlutann í Chelsea og þá var eins og flóðgáttir opnuðust – kaupæði átti sér stað – nú þegar er hann búinn að kaupa nýja leikmenn fyrir 74,4 millj. punda. Til liðsins eru komnir argentínski lands- liðsmaðurinn Juan Sebastian Verón frá Manchester United, enski lands- liðsmaðurinn Joe Cole frá West Ham, írski landsliðsmaðurinn Damien Duff frá Blackburn, enski landsliðsmaður- inn Wayne Bridge frá Southampton, Glen Johnsen frá West Ham, Geremi frá Real Madrid, Yves Makaba Maka- lamby frá Eindhoven, Jürgen Macho frá Sunderland, Marco Ambrosio frá Chievo og síðast rúmenski landsliðs- maðurinn Adrian Mutu frá Parma á Ítalíu. Þá er talið líklegt að Claude Makel- ele, 30 ára, miðvallarspilari komi til Chelsea frá Real Madrid. Fyrir er hjá Chelsea fylking lands- liðsmanna frá hinum ýmsu löndum og í þeim hópi er Eiður Smári Guðjohn- sen, sem líklega verður í stóru hlut- verki í sókninni. Það kemur í ljós hvort Jimmy Floyd Hasselbaink kemur til með að leika við hlið Eiðs Smára, en keppnistímabilið 2001– 2002 voru þeir taldir eitt hættulegasta sóknarpar Englands. Snillingurinn Gianfranco Zola er farinn á ný til Ítal- Spennan er að ná hámarki hjá knattspyrnuunnendum um víða veröld Leiksýningin mikla að hefjast ÞEGAR tjaldið verður dregið frá á leikvöllum úrvalsdeildarliðanna í knattspyrnu í Englandi í dag, hefst einhver mesta og lengsta sýning heims, sem mun standa yfir í tíu mánuði með öllu tilheyrandi. Mikilli spennu, glæsilegum tilþrifum, skemmtilegum augnablikum og mörkum af öllum gerðum og í regnbogans litum. Flugeldasýning á Menningarnótt Reykjavíkur stendur yfir í nokkrar mínútur, en flug- eldasýningin í Englandi stendur fram í maí 2004. Knattspyrnuunn- endur um allan heim fylgjast með beinum sjónvarpsútsendingum frá Englandi, eða þá bregða sér til Englands til að fara á völlinn, þar sem uppselt er á flesta leiki. Getraunasérfræðingar í öllum heims- hornum spá 1, X eða 2, en við látum okkur nægja að spá í spilin á fyrstu keppnishelginni, þar sem strax verður boðið upp á há- spennuleik á Anfield – Liverpool og Chelsea. Eftir Sigmund Ó. Steinarsson íu og er eftirsjá að honum. Höfuð- verkur Claudio Ranieri, knattspyrnu- stjóra Chelsea, er mikill – en skemmtilegur. Það er að púsla saman sterku liði. Hann veit manna best og hefur sagt, að það geti tekið þó nokk- urn tíma – menn verði að sýna þol- inmæði. Spurningin er, hvort þolinmæðin verður með í för á Stamford Bridge. Peningar eru ekki allt segir sir Alex Ferguson, sem segir að það sé ekki hægt að kaupa meistaratitil á einu augabragði. Undir það hefur Ar- sene Wenger tekið og það er ekki á hverjum degi sem þeir eru sammála. Ég er sammála þeim. Hvað gerir Owen? Liverpool verður með í baráttunni, en leikur liðsins þykir þó ekki sá skemmilegasti, en er aftur á móti ár- angursríkur. Árangur Liverpool kemur til með að byggjast að mestu á einum leikmanni, eins og undanfarin ár, snillingnum Michael Owen, sem er galdramaður – getur tekið mörk úr öllum gerðum upp úr poka sínum. Hann hefur fengið til liðs við sig Ástr- alann Harry Kewell, sem er afar leik- inn með knöttinn og getur sundrað hvaða vörn sem er með sendingum sínum. Kewell getur gert kraftaverk á miðjunni, þannig að það opnast leið fyrir aðra leikmenn á miðjunni að leika einnig upp kantana með knött- inn – ekki eingöngu upp miðjuna, eins og þeir hafa gert. Liverpool hefur mannskap til að breyta leikskipulagi sínu. Aðrir nýir leikmenn á Anfield eru írski varnarmaðurinn Steve Finnan, sem kemur frá Fulham, tveir 18 ára franskir sóknarmenn, Anthony Le Tallec og Florent Sinama-Pongolle, sem koma frá Le Havre í Frakklandi og Carl Medjani frá franska liðinu St. Etienne. Við höfum rennt lauslega yfir þau fimm lið sem eru líkleg til að vera hvað mest í sviðsljósinu í Englandi, en hér á síðunni til hliðar flökkum við á milli hinna fimmtán liðanna sem verða með í leiksýningunni miklu – allt frá Portsmouth til Middles- brough. Góða ferð! ! " " #$                                     !  "   # $  %   $  &  '   "      &  $ ( "  " .(! )" 7)A-() *)) ) %- 2) 6 (( " *(' B(()" !!)  *( %" 4  ))! .(! (" C %( D)( / D)( % 6 "!)"! 3( ( )-)() D) 0= 0< 0# #> # #+ #? #< #= # #< # #< #< # #0 # # + 0> 0+ 0 # 0 < = + ?  > # ## #0 #< # #= #+ #? #) *+*,-* # #> 0 *.*,-* # 0 =  > + # # #0  #< +  # ? > > = > # #0  ? ## # #+ = + ## > # # #< #0 #? #+ #= #? #+ #+ #> #? # #+ 0 0? + + # ? = +< + +# =0  < ? =#  = # # = 0 # 0 0> 0# >? ?< # < 0  < # < > + = +0 =+ > = =? ? =# => += += =  < ? +> +? + + => =0 =# = > >   ? = 0 0+ #> > >0 ?+ "   */00/1/002 E< ) F 6 6(  B: 7)A-() %- ) 6 (( !!)  %" ))!%( )-)() 3( ( D)( "  "-)()  "  *( )" *)) B(()" 4  )(7G
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.