Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2003 43 Nánari upplýsingar á www.lv.is og í síma 515 9000. Verið einnig  velkomin í Kröflu,  Laxá, Búrfell  og Hrauneyjafoss! Ljóðalestur í Ljósafossstöð á sunnudag Ung ljó›skáld, félagar í N‡hil, lesa úr verkum sínum á sunnudag kl. 15. Komi› og sko›i› s‡ninguna „Orka náttúrunnar - Náttúra orkunnar“. Opi› alla helgina frá kl. 13-18. Síðustu dagar í Blöndustöð Nú fer hver a› ver›a sí›astur a› heimsækja Blöndustö› í sumar. Sí›asta opnunarhelgi – opi› frá kl. 13-17. Opið hús í Vatnsfelli N‡jasta aflstö› Íslendinga. Opi› laugardag og sunnudag frá kl. 13-17. Spennandi heimsókn  um helgina!  N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 1 0 0 6 9 • s ia .is „EFTIR dvöl mína á Ítalíu í fyrra fóru persónur að gera vart við sig í málverkinu hjá mér. Ég hef verið að hugsa um þetta fólk í nokkur ár, og það var lengi rétt ókomið inn á myndflötinn – en nú er það komið,“ segir Sjöfn Har myndlistarmaður, sem segist þó eftir sem áður sjálfri sér lík í myndlistinni, þar sem ís- lenskt landslag er með í farteskinu, en pensilskriftin önnur. Sjöfn opnar sýningu á verkum sínum í nýju galleríi að Skólavörðu- stíg 25a kl. 20 á Menningarnótt fyrir gesti og gangandi. „Þetta eru mest konur – konur á framabraut, ákveðnar og góðar með sig, en líka einn eða tveir menn. Þetta eru olíumálverk, en ég er líka með vatnslitamyndir sem eru ljóð- rænar stemningar um landið, með áhrifum frá Ítalíu, en þar á ég við gullið í myndunum, en það fann ég í ekta fínni myndlistarbúð í sjálfri Flórens.“ Sjöfn dvaldi í fimm vikur í Tosc- ana á Ítalíu í fyrra við að mála, og segir það alltaf hafa áhrif á sköp- unina að dvelja á öðrum stað. Lands- lagið er þó ekta íslenskt segir hún. „Efnismeðferðin er þó kannski svo- lítið mýkri í vatnslitunum – ég kem öðru vísi að mótífinu.“ Góður andi í húsi Tofts Nýtt gallerí Sjafnar er í þekktu húsi við Skólavörðustíginn, en þar var áður verslun H. Toft. „Ég er að koma mér fyrir í þessu fallega húsi, hér er bjart og hátt til lofts, gamalt terrasógólf og gamall eikarstigi og mjög góður andi. Hér ætla ég að búa og hafa gallerí – galleríið er stofan mín og stofan gallerí. Guðmundur Gunnlaugsson arkitekt hannaði þetta fyrir mig og gerði það snilld- arlega. Ef ég fæ gesti get ég dregið fyrir, þannig að galleríið sést frá götunni en ég hef stofu fyrir innan. Þetta er óvenjulegt og alveg frábær lausn hjá Guðmundi.“ Sjöfn rak um árabil gallerí í List- húsinu í Laugardal, en hætti því fyr- ir tveimur árum, en rak áfram vinnustofu á Eyrarbakka. Þá seldi hún myndir sínar gegnum Gallerí Fold. „Mér fannst ég verða sam- bandslaus og veit ekkert hvert myndirnar mínar fóru. Ég hef alltaf nóterað hjá mér hver kaupir verkin mín og hvert þau fara, því mér þykir vænt um þau. Ég dafnaði ekki með því að hafa verk mín eingöngu í sölu annars staðar, og það er ástæðan fyrir því að ég fer út í þennan slag aftur. Þessu fylgir binding og maður þarf að sinna viðskiptahliðinni á myndlistinni, en það þykir mér of- boðslega leiðinlegt. Aftur á móti sé ég foreldra verkanna minna – þetta eru jú börnin mín. Ég kann varla á posavélina. En þetta er allt í lagi – ég fylgi þá verkunum sjálf eftir alla leið. Eftir sem áður er ég með vinnu- stofu í gömlu rafstöðinni á Eyrar- bakka, en í henni hef ég verið frá því í vor og þangað hafa komið tæplega þúsund manns og ég hef selt fullt af stórum verkum og nóg að gera. Nú er ég búin að prófa hvort tveggja að vera listamaður með eigið gallerí og að láta aðra selja fyrir mig og ég þori alveg að segja að fyrir mig er hið fyrra betri kostur.“ Sjöfn lauk prófum frá Myndlista- og Handíðaskóla Íslands og stund- aði framhaldsnám við Konunglegu listakademíuna í Kaupmannahöfn. Hún hefur sýnt víða heima og er- lendis og verk hennar hafa selst til um 30 landa. Henni hefur verið falið að vinna ýmis verkefni, þar á meðal Útflutningsverðlaun forseta Íslands árið 2001. Við opnun sýningarinnar leika harmónikkusnillingarnir Tatu Kant- omaa og Ólafur B. Ólafsson fyrir gesti og gangandi. Morgunblaðið/Kristinn Sjöfn Har vann að lokafrágangi nýja gallerísins í gærdag. Fólk komið í málverkið KÚASÝNINGIN Kýr 2003 var haldin á Hrafnagili í Eyjafirði í nokkuð misjöfnu veðri hinn 8. ágúst síðastliðinn. Keppendur voru 31, flestir í barnaflokki en alls voru 18 kálfar og 13 kýr sýndar. Einnig var keppt í „sveitafitness“ að hætti Guð- mundar ráðsmanns og Brynjar Finnsson bústjóri á Möðruvöllum sýndi nautateymingu á hesti. Áætlað er að 400–500 manns hafi verið á sýningunni þegar mest var en rigning seinni part- inn setti nokkurt strik í reikning- inn. Helstu úrslit voru þau að í barnaflokki sigraði Ingvi Guð- mundsson 6 ára með kálfinn Hjört frá Fellshlíð, í unglinga- flokki sigraði Eygló Halla Ingva- dóttir með kvíguna Auðhumlu frá Auðbrekku í Hörgárdal, fyrsta kálfs kvígan Frú nr. 7 frá Möðru- völlum í Hörgárdal varð hlut- skörpust í sínum flokki og mjólk- urkýrin Drottning nr. 48 frá Miðhvammi í Aðaldal sigraði í flokki mjólkurkúa. Drottning var einnig valin gripur sýningarinnar. Nánari úrslit og myndir frá sýningunni má sjá á heimasíðu Búgarðs, ráðgjafarþjónustu á Norðausturlandi www.- bugardur.is. Drottning frá Miðhvammi og Árni Snorrason, en Drottning vann flokk mjólkurkúa og var kjörin besti gripur sýningarinnar. Drottning besti gripur sýningarinnar HEIMILI og menntir ehf. á Selfossi hefur gefið út bókina: „Forritun í Java“ eftir Ragnar Geir Brynjólfs- son. Bókin er 255 síður með efnis- yfirliti og heimildaskrá. Bókin inni- heldur fjölda sýnidæma, leyst og óleyst forritunarverkefni í forritun- armálinu Java. Hún er fyrst og fremst skrifuð sem námsefni fyrir framhaldsskólanema sem leggja stund á nám í forritun en hún getur einnig nýst þeim sem áhuga hafa á forritun í Java og vilja tileinka sér hana. Menntamálaráðuneytið styrkti höfundinn við gerð bókarinn- ar. Til að spara nemendum útgjöld var ákveðið prenta bókina ekki held- ur dreifa henni á netinu á pdf formi og jafnframt fara þess góðfúslega á leit við hvern og einn sem notar hana að greiða dálitla upphæð inn á reikn- ing. Öllum er því heimilt að sækja bókina á vefslóðina http:// www.home.is. Þar er einnig að finna nánari upplýsingar. Ragnar Geir Brynjólfsson er kerfisstjóri og for- ritunarkennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi þar sem hann hefur starfað síðan 1989. Forritun í java komin út Göngugarpar ÍT ferða verða með göngu á morgun, sunnudaginn 17. ágúst, upp með Glym. Sunnudaginn 24. ágúst verður gengið á Arnarfell við Þingvallavatn og 31. ágúst verð- ur gengið á Lambafellið. Mæting er kl. 10, við Vetnisstöðina (Shell/Skalli) við Vesturlandsveg. Allar frekari upplýsingar á heima- síðu ÍT ferða, www.itferdir.is Ýsubeinaútskurður í Minjasafni Austurlands Sýndur verður listaút- skurður úr ýsubeinum í Minjasafni Austurlands á morgun, fimmtudag- inn 14. ágúst kl. 13–17. Gestir geta reynt sig við útskurðinn og er þátt- tökugjald 500 kr., efni er innifalið. Á MORGUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.