Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.08.2003, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 2003 45 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake LJÓN Afmælisbörn dagsins: Þú ert í tengslum við jörðina, ert dramatísk og djörf mann- eskja. Þú getur líka sýnt mik- inn sprengikraft. Þrátt fyrir þetta skrautlega yfirborð ertu rólyndissál undir niðri. Árið framundan verður auðugt af tækifærum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Annar dýrðardagur fram- undan. Gefðu þér góðan tíma til að sinna öllum verkum. Væntu smá tafa og skorts að morgni, en morgunninn er að sama skapi góður tími til að rækta félagslegu hliðina. Naut (20. apríl - 20. maí)  Í dag er góður dagur til að njóta nærveru fjölskyldunnar og ein- faldlega njóta notalegrar veru heima fyrir. Við eigum öll við vanda að stríða en þú ættir að setjast niður og líta á það góða í lífinu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú skalt takast á við daginn með drifkrafti og áhuga. Þetta verður forvitnilegur dagur með jákvæðum samskiptum og óvæntum uppákomum síðdegis. Ekki versla árla dags. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þar sem þú einbeitir þér að við- skiptum og verslun um þessar mundir er rétt að þú vitir að nú er slæmur tími til að eyða fé. Bíddu þar til síðdegis. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Í dag er heillandi dagur fyrir þitt stjörnumerki. Samræður um óvenjulega hluti örva huga þinn. Þú getur lært mikilvægan hlut í dag. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Reyndu að fá næði í fallegu um- hverfi ef þú átt þess kost. Farðu til dæmis í garð eða farðu í bíl- túr út í sveit. Orka þín endur- nýjast í ró náttúrunnar. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þér finnst þú vera heillandi fé- lagsvera í dag. En ekki gera stórar skuldbindingar eða fall- ast á mikilvæg loforð. Vinsældir þínar eru miklar núna. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú kannt að gera eitthvað í dag sem dregur athyglina sérstak- lega að þér. (Vonandi ekki rifr- ildi á almannafæri.) Ekki skort- ir sjálfstraustið og jákvæðnina í dag. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Líkur eru á rómantík úr óvæntri átt í dag. Rómantíkin gæti tengst einstaklingi frá öðru landi eða menningarsvæði. Ef ekki verður rómantík, þá verður hið minnsta notalegt samtal. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Nýttu þér auðlindir annarra til að gera bætur heimavið eða innan fjölskyldunnar í dag. Ein- hver er viljugur til að hjálpa þér með vissan hlut í dag. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Samræður við systkin eða maka í dag eru líflegar en engu að síður ánægjulegar. Þú nýtur þess að koma þér upp vina- tengslum, og átt sérstaklega auðvelt með það í dag. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Undanfarið hefurðu keppst við að taka til og skipuleggja heima við og í vinnu. Taktu þér dag frá til að sinna andlegri velferð. Slappaðu af. Bíddu með mik- ilvæg innkaup þar til síðdegis. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ASKURINN Hríðar um gættir, hreysið skelfur, hrikta bjálkar og dyr. Skáldið í Bólu er skinið af hungri, en skapið líkt og fyr, og heldur en bugast, beygja kné og bjóða dauðanum inn, sker það máttuga meginstafi og myndir – í askinn sinn. Þungum sökum er bóndi borinn og bannfærð skáldsins ljóð. Í rökkrinu minna rauðar glæður á rjúkandi sauðablóð. Hann bítur á jaxlinn, bölvar í hljóði og beitir oddinum fast. Allt hans líf var storkandi stríð við stormanna iðukast. – – – Davíð Stefánsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 75 ÁRA afmæli. EinarGrétar Björnsson matsveinn, Naustabryggju 5, Reykjavík, verður sjötíu og fimm ára á morgun, sunnudaginn 17. ágúst. Af því tilefni ætla hann og kona hans, Angela Guðbjörg Guð- jónsdóttir, að taka á móti gestum á heimili sínu í dag, laugardaginn 16. ágúst, á milli kl. 15 og 20. HJÁLMTÝR R. Bald- ursson hreifst af spilinu sem Ásmundur Pálsson sá í beinni útsendingu á OK- Bridge og birtist hér í þætt- inum fyrir skömmu: „Ég lenti í svipaðri uppákomu um daginn þegar ég horfði „yfir öxlina“ á einum á MsnZone.com,“ skrifar Hjálmtýr í bréfi til þáttarins og teiknar upp þessa stöðu- mynd: Suður gefur; AV á hættu. Norður ♠ K542 ♥ Á64 ♦ K85 ♣K73 Vestur Austur ♠ ÁDG10 ♠ 9873 ♥ 7 ♥ K52 ♦ DG76 ♦ 94 ♣Á1052 ♣G984 Suður ♠ 4 ♥ DG10983 ♦ Á1032 ♣D6 Vestur Norður Austur Suður – – – 2 hjörtu Dobl 4 hjörtu Pass Pass Pass Hjálmtýr lýsir spilinu svo: „Vestur spilaði út trompi. Lítið úr borði og austur tók á kónginn og trompaði aftur út. Fljótt á litið blasa við sagnhafa fjórir gjafaslagir, einn á hvern lit. En ekki er allt sem sýnist, eins og þar stendur. Sagnir eru lýsandi og suður getur í raun spilað sem á opnu borði. Hann tók slag númer tvö heima og spilaði spaða að kóngnum. Vestur drap og spilaði spaða áfram, sem sagnhafi tromp- aði heima. Spilaði svo litlu laufi undan drottningunni að kóngnum og vestur gat valið um það hvort hann yrði skotinn eða hengdur. Hann lét lítið lauf og kóngurinn átti slaginn. Nafni hans í spaða kom næst og lauf- drottningu var hent. Síðan spilaði sagnhafi tígli þrisvar og vestur lenti inni og fjórði tígullinn var loks trompaður í borði með ásnum.“ Spilamennska suðurs er glæsileg og byggist á bragði sem heitir á ensku Mortons Fork, eða gaffalbiti Mor- tons. Umræddur Morton ku hafa verið fjármálaráðherra Hinriks áttunda og gat sér það til frægðar að finna óbrigðula leið til skattpína aðalinn. Rök hans voru þessi: Þeir sem berast mikið á hljóta að vera ríkir og geta því borgað háan skatt. Á hinn bóginn safna hinir ráð- deildarsömu gildum sjóðum og eru því vel aflögufærir. Kóngurinn þarf sitt. Í þessu tiltekna spili hefði austur getað bjargað makk- er sínum undan gaffli Mor- tons með því að skipta yfir í lauf í öðrum slag. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Bg5 a6 8. Ra3 b5 9. Bxf6 gxf6 10. Rd5 Bg7 11. Bd3 Re7 12. Rxe7 Dxe7 13. c4 f5 14. O-O O-O 15. Df3 d5 16. cxd5 f4 17. Hfc1 Kh8 18. Rc2 Bd7 19. Re1 Hg8 20. Be2 Bf8 21. Rd3 He8 22. Hc7 Dd8 23. Hac1 Hg6 24. Dh5 Bd6 25. Ha7 De7 26. h3 f5 27. exf5 Hf6. Staðan kom upp í ofurmóti í Dortmund sem lauk fyrir skömmu. Vladimir Kramnik (2.785) hafði hvítt gegn Teimour Radjabov (2.648). 28. Rc5! Hc8 Svartur fengi tapað tafl ef sjöunda reitaröðin myndi opnast fyrir hrókinn eftir 28. … Bxc5 29. Hxc5 Dxc5 30. Hxd7 He7 31. Hd8+ og hvít- ur vinnur. Í framhaldinu er staða svarts gjörtöpuð. 29. Hxd7 Hxc5 30. Hxe7 Hxc1+ 31. Kh2 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Einn af dáðustu leik- urum þjóðarinnar, Ró- bert Arnfinnsson, stendur í dag á merk- um tímamótum. Hann er kominn í hóp þeirra sem fyllt hafa áttunda áratuginn. Róbert á að baki meira en hálfrar aldar glæsilegan leikferil. Mörg hlutverka hans gleymast ekki þeim sem fylgst hafa með leikhúslífi og eru komn- ir yfir miðjan aldur. Hver man ekki eftir honum í hlutverki Púntila bónda, Jóns Hreggviðssonar í Íslandsklukk- unni, Bastíans bæjarfógeta í Kardi- mommubænum og Salieris í Ama- deusi – svo fáein dæmi séu nefnd? Flestir muna þó líklega best eftir Róberti í hlutverki Tevje mjólkur- pósts í Fiðlaranum á þakinu. Þá sýn- ingu bar hann uppi með þjóðkunnri leiksnilli sinni, djúpri innlifun og þekkingu, og miðlaði hann sviðinu þeirri birtu sem gerði verkið stór- kostlegt. Rúmlega 53 þúsund manns sáu Fiðlarann á þakinu á sínum tíma og var uppselt á allar sýningar sem voru hátt í 100. Það er unun að lesa þá leikdóma sem Róbert hefur fengið á löngum ferli. Hann hefur unnið marga leik- sigra – og ekki aðeins hér heima heldur einnig í Vestur-Þýskalandi þar sem hann starfaði um tíma. Róberti hefur hlotnast margvís- legur heiður fyrir frammistöðu sína á leiksviði, nú síðast orða frá forseta Þýskalands. Sjálfur hefur hann þó aldrei sóst eftir viðurkenningum af neinu tagi. Hann er hæverskur að upplagi og hefur velgengnin aldrei stigið honum til höfuðs. Sú umbun sem honum hefur verið dýrmætust í starfi, er þakklæti fólksins og gleði þess yfir því sem hann hefur verið að gera. Hann hefur ekki beðið um meira. Róbert hefur leikið meira en 200 sviðshlutverk og í rúmlega 600 út- varpsleikritum, auk þess sem hann hefur leikið í fjölda sjónvarpsleikrita og kvikmynda. Það liggur því í aug- um uppi að hann hefur kynnst helstu leik- og bókmenntaverkum þjóðar- innar betur en margur annar. Hann hefur þurft að skoða persónur og um- hverfi frá mörgum sjónarhólum og lifa sig inn í hlutverkin. Það er því ekki lítið nám sem hann hefur að baki! Róbert er nákvæmnismaður og ann sér ekki hvíldar fyrr en hann hef- ur náð góðum tökum á þeirri persónu sem hann á að túlka hverju sinni. RÓBERT ARNFINNSSON Ófáar nætur gekk hann um gólf heima hjá sér á meðan hann var að gæða leikpersónu þeim tóni sem hæfði verkinu. Einna erfiðastur var Bjartur í Sumarhúsum en honum tókst um síð- ir að ná honum þótt aldrei yrði hann sáttur við að leika hann. Róbert er einlægur og sannur í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann hefur einstaklega fallega og blæbrigðaríka rödd og djúpt mannlegt innsæi sem nýtist honum vel í starfi. Sjálfur hefur hann sagt opinberlega að hæfilegur metn- aður, sjálfsögun og sjálfstraust sé lykillinn að því að árangur geti orðið góður. Einnig hefur hann þakkað vel- gengni sína því að hann hefur starfað með góðu fólki alla tíð. En mestu varðar, þegar allt kemur til alls, að Róbert er ekki aðeins frá- bær leikari heldur manneskja með stórt og hlýtt hjarta, gegnheill og góður drengur, sem finnur til með því lífi sem bærist í kringum hann! Um það geta allir þeir vitnað sem hafa kynnst honum. Róbert hefur stigið mörg gæfu- spor um dagana, ekki aðeins á leik- sviði heldur einnig í einkalífi. Þátta- skil urðu á ævileið þegar hann giftist föngulegri Eyjasnót, Stellu Guð- mundsdóttur, fyrir tæpum 60 árum. Sjálf átti hún stórafmæli fyrir rúm- um hálfum mánuði. Það er mála sannast að saga Róberts verður aldr- ei skráð nema að hálfu leyti ef ekki er minnst á þátt eiginkonunnar sem hefur stutt mann sinn með ráðum og dáð og búið honum fallegt og hlýlegt heimili. Saman eiga þau fimm börn, fjórar dætur og einn son, sem eru björtustu sólargeislar lífs þeirra. Róbert Arnfinnsson hefur gefið þessari þjóð mikið af sjálfum sér. Fyrir það ber að þakka á tímamót- um. Hann dansar ekki Sorba lengur eða breytir Salieri á andartaki úr far- lama öldungi í mann á besta aldri og öfugt. Þess í stað nýtur hann ævi- kvölds með Stellu sinni í Kópavogi og hlúir að sumargróðri í verðlauna- garði þeirra hjóna, ekki síður en öðr- um lífsblómum sem honum eru kær – og unir sáttur við hlutskipti sitt – og þakklátur fyrir góða og gjöfula ævi. Ég þakka Róberti dýrmæta vin- áttu og óska þeim Stellu báðum hjartanlega til hamingju með árin 160! Það eru forréttindi að eiga þau að vinum. Guð blessi þau um ókomin ár. Eðvarð Ingólfsson. AFMÆLI Þessar glaðlegu stúlkur söfnuðu 3.180 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Hafdís Ragnarsdóttir, Birgitta Hrönn Jónsdóttir og Katla Marín Stefáns- dóttir, en á myndina vantar Ástþór Andra Jónsson, sem safnaði með þeim. HLUTAVELTA Brúðkaup. Gefin voru sam- an í Dómkirkjunni 14. júní sl. af sr. Hjálmari Jónssyni, Lilja Jóhanna Kristjáns- dóttir og Sigurður Reginn Ingimundarson. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælis- tilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1 103 Reykjavík FRANZ Fischler, sjávarútvegs- stjóri ESB, var hér á ferð á dög- unum. Við það tækifæri veitti hann móttöku gjafakörfu með ýmiss konar sjávarfangi frá ung- liðum Samfylkingarinnar í Reykjavík. Karfan innihélt m.a. neongræn loðnuhrogn, reyktan rauðmaga, þorskalifur og kryddlegna síld, en síld er einmitt ein af þeim út- flutningsafurðum okkar sem ber hvað hæst innflutningsgjöld í löndum sem eru í Evrópusam- bandinu. Með afhendingu körfunnar vildi ungliðahreyfing Samfylking- arinnar í Reykjavík minna fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins á mikilvægi sjávarútvegs fyrir íslenskt samfélag og hversu ár- íðandi er að tillit verði tekið til sérstöðu Íslands í þeim efnum þegar kemur að aðildarviðræðum við sambandið, segir í frétta- tilkynningu. Gáfu Fischler sjávarrétti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.